Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 15.04.1987, Blaðsíða 12
12 - DAGUR -15. apríl 1987 Að þessu sinni fjallar Allt-síðan um árshátíð Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki sem haldin var sl. föstudag í Bifröst, samkomuhúsi þeirra Sauðkræk- inga. Þátttaka nemenda var óvenju lítil að þessu sinni, en að fjarstöddum algerlega ólöstuðum má segja að þarna hafi verið fámennt, en góðmennt. Dagskráin hófst klukkan átta með ávarpi nemendafélagsfor- mannsins, Önnu Betu Sæmunds- dóttur. Par á eftir bauð veislu- stjórinn, Ingibjörg Jónasdóttir, mönnum að taka til matar síns sem var og gert við góðan orðstír. Borðhaldið stóð svo í tæpa þrjá klukkutíma en inn á milli var tekið lagið og flutt gam- anmál þar sem m.a. nemendur gerðu grín að kennurum og öfugt. Seinna um kvöldið hófst dansleikur og hélt hljómsveitin Pass uppi fjöri fram eftir nóttu. En áður en ballið byrjaði tók ég nokkra nemendur tali. Líkar vel í F. á S. Fyrstu viðmælendur þetta kvöld voru þrír krakkar sem áttu það sammerkt að vera allir utanbæj- arnemendur. Þau voru Sigurður Árnason frá Marbæli í Skaga- firði, Nína Heimisdóttir frá Hvammstanga og Vilborg Pórar- insdóttir frá Grundarfirði. Nína var fyrst spurð að því hvernig henni líkaði í F. á S.: N: „Mér líkar þetta bara vei.“ Blm: Hvað ertu að læra? N: „Ég er á fjórðu önn á sam- félagsbraut.“ Blm: Af hverju valdir þú að koma hingað á Krókinn í skóla? N: „Nú bara af því að þetta var næsti skóli.“ Blm: En þú Sigurður, hvað olli því að þú ert hér? S: „Petta var náttúrlega næsti skóli og svo finnst mér þetta lif- andi og skemmtilegur bær.“ Blm: Ég sé að þú ert með grænt barmmerki. Er kominn einhver kosningahugur í menn hérna í skólanum? S: „Jú, mikil ósköp. Pað var alveg hörkufundur hér í gær, með fulltrúum allra frambjóð- enda í kjördæminu. Það var Þjóðmálafélagið sem gekkst fyrir þessum fundi.“ Blm: Þjóðmálafélagið? Hvaða félagsskapur er það? S: „Það var stofnað fyrir um það bil tveim mánuðum til þess að vekja áhuga nemenda á þjóð- málum svo þeir yrðu meðvitaðri um hvað væri að ske í kringum þá.“ Blm: Hefur það starfað mikið þetta félag? S: „Ég mundi telja það eitt það virkasta í skólanum. Við héldum t.d. þennan fund núna og um daginn var haldinn umræðufund- ur um væntanlegan varaflugvöll á Sauðárkróki.“ Blm: En þú Vilborg, hvernig stendur á að þú, sem ert frá Grundarfirði, kemur alla leið hingað á Sauðárkrók í skóla? V: „Ég vildi alls ekki fara í menntaskóla því mér líkar ekki kerfið þar. Ég vildi ekki heldur fara á Ákranes því mér líkar ekki staðurinn. Pess vegna fór ég frek- ar hingað en suður.“ Blm: Hvernig líkar þér svo hérna? V: „Mér líkar þetta æðislega vel.“ Blm: Þú ert á heimavistinni, ekki satt? Hvað eru margir krakkar þar? V: „Þeir eru eitthvað á milli 50 og 60.“ Blm: Víkjum að pólitíkinni. Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? V: „Já, það er langt síðan.“ Blm: Hvaða flokkur varð fyrir valinu? V: „Alþýðubandalagið að sjálfsögðu." Blm: Af hverju að sjálfsögðu? V: „Mér bara líkar best við stefnu þeirra." Blm: En þú Sigurður, ert þú ákveðinn? S: „Já, ætli ég setji ekki kross- inn frekar framarlega, við næst fremsta möguleika, eða svo.“ Blm: Af hverju? S: „Þeir hafa lang heilsteypt- ustu stefnuna í landsbyggðarmál- um og landsbyggðarmálin eru jú Nemendur gerðu grm að kennurum. Björn Jóhann Björnsson. Hjördís Sævarsdóttir. Ingibjörg veislustjóri ávarpar árs- hátíðargesti. þau mál sem varða okkur í þessu héraði mest.“ Blm: Nína, ert þú jafn viss um í því hvað þú ætlar að kjósa og þau hin? N: „Ég er ekki komin með kosningarétt og þótt svo væri þá kæmi það þér ekkert við hvað ég kysi.“ Blm: Hananú, þá er það bara næsta spurning - setti verkfall HIK ekkert strik í reikninginn hjá ykkur í F. á S.? V: „Jú blessaður vertu, maður missti allan áhuga á náminu og nennti ekkert að læra.“ Blm: Voruð þið hérna á staðn- um þó að það væri engin kennsla? S: „Nei, ég fór heim. En stelp- urnar voru hérna.“ Blm: Það er nefnilega það. Ætlið þið að skemmta ykkur í kvöld? S: „Auðvitað.“ N: „Alveg á hreinu." V: „Vonandi." Stundum þurft að sparka í rassgatið á nemendum Næstan rak á fjörur rm'nar Björn Jóhann Björnsson. Hann er fæddur og uppalinn Króksari og er að útskrifast af málabraut núna í vor. Ég spurði hann fyrst hvort hann hefði tekið einhvern þátt í undirbúningi kvöldsins. »Ég er í skemmtinefnd nem- endafélagsins og það lenti alfarið Önnu Betu Sæmundsdóttur, formann nemendafélags F. á S. - Hvað er fjölbrautaskólinn á Sauöárkróki stór skóli? „Dagskólanemendur eru .u.þ.b. 240 talsins.“ - Eru það mest Sauðkræking- ar? „Nei, ætli það sé ekki tæpiega helmingur héðan úr bænum. Eg er þó ekki alveg viss hvernig þetta skiptist.“ - Hvernig hefur félagslífið verið í vetur? „Það hefur verið ágætt. Að vísu hrjáir það okkur að við höf- um enga félagsaðstöðu, við get- um hvergi komið saman nema hérna í Bifröst og þá einungis þegar haldin eru böll á vegum skólans. Við höfum reynt að nýta anddyri skólans til þess að halda þar kvöldvökur og aðrar uppá- komur cn það er náttúrlega mjög óaðlaðandi húsnæði fyrir slíka starfsemi. Þrátt fyrir það hefur áhugi ncmcnda verið þó nokkur, t.d. er alltaf troöfullt á ræðu- keppnum. En núna eftir áramót þegar það fóru að heyrast raddir um að það yrði verkfall þá datt öll félagsstarfsemi niður.“ - Heldurðu þá að vcrkfallið hafi skemmt eitthvað fyrir ykkur? „Já, ég held það sé ekki vafi og núna eftir verkfallið þá held ég að krakkarnir gefi sér lítinn tíma til að sinna félagsmálum, þau hugsi fyrst og fremst um að Ijúka náminu af og klára þetta.“ - Svo við snúum okkur nú að öðru, liggur mikil undirbúnings- vinna á bak við þessa árshátíð? „Forsenda þess að svona lagað takist vel er sú að krakkarnir hafi áhuga á þessu. Það verður að segjast eins og er að það var ekki í þetta skiptið. Vinnan lenti eins og oft vill verða á of fáum. Til þess liggja kannski fyrst og fremst tvær meginástæður; fólk hefur minni tíma aflögu vegna verkfallsins og árshátiöinni var frestað til síðasta kennsludags fyrir páska og því margir utan- bæjarnemendur farnir hcim.“ - Hvernig er með samskipti við aðra skóla, hver eru þau? „Samskiptin í vetur hafa aðal- lega verið í gegnum Morfís. Við fengum Samvinnuskólann í heimsókn og eftir áramót fórum við suður og kepptum við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í Kefla- vík. Nú svo stóð til aö Keflvík- ingar kæmu og endurgyldu hcim- sóknina en vegna verkfallsins Anna Beta Sæmundsdóttir. „Þcgar I verkfall datt öll félagsstarfsemi niður varð ekkert úr því. Svo höfum við haft samskipti við MA cn síð- asta stjórn sleit þeim. Það var á dagskrá að taka þau samskipti upp aftur. MA var búinn að bjóða okkur í heimsókn cn eins og margt annað á þessari önn fórst það fyrir vegna verkfalls HÍK. Það verður því verkefni næstu stjórnar að kanna hvort vilji sé fyrir hendi til aö hefja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.