Dagur - 18.05.1987, Blaðsíða 3
18. maí 1987 - DÁGUR - 3
þeim líka, en þeir eru ekki með
eins mikið af netum og við.“
- Það tók ekki langan tíma að
koma grjótgarðinum upp?
„Nei, þeir voru tæpar 3 vikur
með hann. Hann er 75 metra
langur, með smá brimvörn
fremst. Þetta er svo mikill munur
frá því sem áður var að maður
getur varla lýst því. Þetta er 17.
vertíðin mín og þess vegna er
þetta alveg eins og jólin fyrir mig.
Það er verið að smíða fyrir okkur
löndunarkrana, sem verður sett-
ur upp á næstunni og þangað til
notumst við við talíu. En nú
komumst við alveg að með bát-
inn til að koma aflanum í land. í
stað þess að áður þurftum við að
taka tunnurnar í fangið og setj'a
þær í minni bát, sem þær voru
síðan fluttar í upp í fjöru. Þaðan
þurfti svo að bera þær í land eða
upp á vagn þegar best lét. Þetta
gat oft verið ansi mikið bras
hérna í Selvíkinni.
Við erum alveg pottþéttir núna
fyrir norðan- og sunnanátt. Það
er leiðinlegra í suðvestanátt, þá
stendur svolítið upp í víkina. En
meiningin er að garðurinn verði
lengdur seinna og þá tekin
sveigja á hann til norðvesturs,
sem þýðir að hér verður komin
algjör lífhöfn.“
- Ekki getið þið legið við
garðinn eins og hann er núna?“
„Nei, en þetta er bara svo
nýkomið að okkur hefur ekki
unnist tími til að huga að því
hvernig koma megi festingum í
garðinn og vörn til að verja þá
núningi. En ráðgert er að koma
fyrir timburþili við garðinn, en
það verður líklega ekki alveg
strax sem það verður gert.“
- Áttu von á því að þessi bætta
hafnaraðstaða verði til þess að
menn fái sér stærri báta og fari að
stunda sjóinn lengri tíma úr árinu
en nú er?
„Já, ég reikna með því og vona
að einhverjir fái sér stærri báta og
reyni við fisk. Héðan er mjög
stutt á mið. Þegar ég var strákur
voru að minnsta kosti mjög góð
mið hér allt í kring, með fram öll-
um Skaganum, þá réri maður á
árum.“
- En af hverju fóruð þið í þess-
ar framkvæmdir núna?
„Ég býst við því að ástandið í
landbúnaðinum, niðurskurður-
inn í hefðbundnu búgreinunum
hafi verið aðalhvatinn af þessu.
Þetta ætti að geta komið eitthvað
á móti því. Annars hefur þetta
staðið til alllengi,“ sagði Búi Vil-
hjálmsson að síðustu, áður en
liann hélt vestur á garðinn til að
gera afla dagsins sem þar beið
frekari skil. -þá
Bygginganefnd
samþykkir:
Oddfellowar
byggja vestan
lögreglustöðvar
Bygginganefnd Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum í fyrradag
að leyfa Oddfellowreglunni
á Akureyri að reisa félags-
heimili á lóðinni vestan lög-
reglustöðvar og austan við
nýbyggðan Ríkissal Votta
Jehóva.
í fyrrahaust var skipt um jarð-
veg á þessari lóð og bílastæði
gerð með þessa byggingu í huga.
Ætlunin er að byggja hús á
tveimur hæðum 550 fermetra að
gólffleti eða samtals um 1100 fer-
metra. í því verða fundarsalir,
skrifstofur og fleira viðkomandi
starfsemi reglunnar.
Teikningar af húsinu eru á
lokastigi og unnið er að gerð
framkvæmda- og kostnaðaráætl-
unar. Fyrirhugað er að hefja
framkvæmdir í sumar.
í Oddfellowreglunni á Akur-
eyri eru á milli 200 og 250 manns.
Reglan starfar í þremur deildum,
tveimur karladeildum og einni
kvennadeild. Reglan keypti árið
1939 húsið að Brekkugötu 14 og
þar hefur starfsemin farið fram
síðan. Það hús verður nú selt
þegar hið nýja kemst í gagnið.
ET
Til að kynda tunnurnar er notuð úrgangsolía og það má segja að nýtnin sé hér í hámarki
Kaplabrennsla í knísunum
Þegar ljósm. Dags var á ferð upp í Fálkafell á dögunum, sáust af og til miklir reykjabólstrar úr malar-
krúsunum. Þegar komið var á staðinn reyndust þar vera að störfum 2 ungir menn á vegum Rafveitu
Akureyrar við frekar óþrifalegt starf. í tveimur olíutunnum brenndu þeir gamla kapla og bræddu úr
þeim blýið í stóra klumpa og eirnum var síðan troðið í tunnur. Að öllum líkindum getur þessi endur-
vinnsla á gömlum köplum borgað sig en dauði tíminn hjá Rafveitunni er einmitt notaður til t.d. svona
hluta.
Aðalfundur Mjólkursamlags KÞ:
Besta ár í sögu sam-
lagsins - um árabil
Röðull Reyr og móðir hans Brynja Pálmadóttir sorgmædd yfir dauða þrasta-
hjónanna.
Sorgarsaga á vori
Vorboðarnir hafa flykkst til
landsins undanfarnar vikur,
flestu fólki til mikils yndis-
Lítið atvinnu-
leysi í apríl
Atvinnuástand var mjög gott á
Norðurlandi í apríl sem og víð-
ast hvar á landinu. Skráðir
atvinnuleysisdagar voru mun
færri en í sama mánuði undan-
farin ár. A Norðurlandi eystra
voru skráðir 3.184 atvinnuleys-
isdagar í apríl en þeir voru
4.450 í apríl ’86. Þetta jafngild-
ir því að 147 manns að meðal-
taii hafi verið atvinnulausir all-
an mánuðinn miðað við 205
sama mánuð í fyrra.
Ekki var ástandið síðra á
Norðurlandi vestra. Sl. apríl voru
þar skráðir 1.003 atvinnuleysis-
dagar en 2.056 í fyrra, 46
atvinnulausir á móti 95. í mars
voru atvinnuleysisdagarnir 1.271
og atvinnulausir 59.
Á Norðurlandi eystra var
atvinnuleysi hins vegar ívið meira
í apríl en í mars, dagarnir voru
2.588 í mars og atvinnulausir 119.
Skýringuna á þessari aukningu
má rekja til Akureyrar og Ólafs-
fjarðar eins og sjá má ef við ber-
um þessa mánuði saman á nokkr-
um stöðum á Norðurlandi eystra.
Svigatölur tákna fjölda atvinnu-
lausra í mars:
Ólafsfjörður 32 (21), Dalvík 5
(4), Akureyri 73 (63), Húsavík 4
(8), Suður-Þingeyjarsýsla 15
(27), Árskógshreppur 3 (3),
Kópasker 9 (9), Raufarhöfn 3 (5)
og Þórshöfn 2 (2).
í skýrslu Vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins kemur
einnig fram að atvinnuleysi á
landinu var aðeins 0,5% í apríl
og hefur ekki verið svo lágt í
þeim mánuði síðan ’82. Ýmsar
starfsgreinar búa við manneklu
og bendir eftirspurnin til þess að
atvinnumöguleikar skólafólks
séu góðir í sumar. SS
auka. Þrastahjón héldu til í
garðinum að Heiðargerði 11 á
Húsavík, vonaði heimilisfólkið
að þau myndu gera sér hreiður
þar og gladdist við þrastasöng-
in.
En á þriðjudaginn gerðist mikil
sorgarsaga. Það var kalt í veðri
og snjókoma um nóttina og um
daginn varð Brynja Pálmadóttir
vör við að eitthvað lá í grasinu
sunnan við húsið. Er hún athug-
aði málið voru þrestirnir þar og
báðir dánir. Þeir höfðu greinilega
flogið á herbergisglugga á húsinu
því för eftir þá sáust á rúðunni. í
herberginu býr ungur drengur,
Röðull Reyr Kárason og var
hann að vonum sorgmæddur yfir
örlögum þrastahjónanna. IM
Aðalfundur Mjólkursamlags
Kaupfélags Þingeyinga var
haldinn 12. maí. Hlífar Karls-
son mjólkursamlagsstjóri sagði
að síðastliðið ár hefði verið
það besta í sögu samlagsins um
árabil. Alls bárust samlaginu
6.789.168 lítar af mjólk frá 126
framleiðendum og er mjólkur-
magnið 2,2% meira en árið
áður. Meðalfita mjólkurinnar
var 3,96%, og hækkaði hún
um 0,02% milli ára.
Heildarvelta samlagsins var
tæpar 265,3 milljónir króna og
jókst um 22,23% milli ára. Eigið
fé fyrirtækisins er rúmar 68
milljónir, 38% af niðurstöðu
efnahagsreiknings, það jókst um
rúmar 19,2 milljónir milli ára
eða um 39,4%. Árður og verð-
bætur af eigin fé 1986 voru
rúmar 8,5 milljónir.
Greiðsla til bænda á árinu nam
170,7 milljónum og hækkaði um
24,22% milli ára, launagreiðsl-
ur voru rúmar 13,5 milljónir,
hækkuðu um 19,95% en 27
starfsmenn vinna hjá samlaginu.
Annar vinnslukostnaður á árinu
nam um 26,5 milljónum og hækk-
aði um rúmlega 11%.
Fjárfest var á árinu fyrir 12,5
milljónir, helstu fjárfestingar
voru: Kostnaður við nýbyggingu
tæpar 5,5 milljónir og kaup á
mjólkurbifreið rúmar 4,6 millj-
ónir, einnig var keyptur gufuket-
ill og tæki í mjólkurmóttöku.
Unnið var að endurskipulagn-
ingu og hagræðingu við mjólkur-
flutning og gafst hið nýja fyrir-
komulag vel, kostnaður lækkaði
og hefur ekki verið lægri sem
hlutfall af grundvallarverði síðan
1976.
Hlífar sagði að helstu fram-
kvæmdir sem nú væru á döfinni
væru að malbika, ganga frá og
girða lóð samlagsins og mála hús-
ið að utan. Innandyra er helsta
verkefnið að halda starfseminni í
takt við tímann en ekki er talið
þörf á auknum húsakosti í fram-
tíðinni.
Fimm tegundir af ostum eru
framleiddar hjá samlaginu og um
síðustu mánaðamót voru osta-
birgðir 122 tonn eða meiri en ver-
ið hafa um langt árabil, á sama
tíma í fyrra voru birgðir af ostum
rúmlega 63 tonn.
A fundinum hlutu fimm bænd-
ur viðurkenningar fyrir fram-
leiðslu á hágæðamjólk, það voru
Arnkell Jósepsson og Óttar Jós-
epsson á Breiðumýri, Baldur
Vagnsson Eyjadalsá, Helgi Gunn-
arsson Gvendarstöðum og Gunn-
ar Sigurðsson Árholti. IM
Iþróttadagur á Sauðárkróki
Fyrir skömmu var haldinn
mikill íþróttadagur á Sauöár-
króki, þar sem 3 efstu bekkir
grunnskólanna á Sauöárkróki,
Blönduósi og Dalvík reyndu
meö sér í íþróttum. Að lokinni
keppni um kvöldið var slegið
upp dansleik þar sem hljóm-
sveitin Metan lék fyrir dansi.
Dalvíkingar gistu á Króknum
um nóttina, þar sem hópurinn
fór í skoðunarferð um héraöið
daginn eftir.
Keppni var milli allra skólanna
í knattspyrnu og handbolta pilta
og stúlkna, og Blönduós og Sauð-
árkrókur kepptu í körfubolta
pilta og stúlkna og skák.
Að sögn Björns Sigurbjörns-
sonar skólastjóra á Sauðárkróki
tókst íþróttadagurinn vel þrátt
fyrir að veðurguðirnir væru ekki
beint hagstæðir, og sagði hann
unglingana hafa verið sínum
byggðarlögum til sóma. „Ég tel
það mikilsvert að nemendur
hinna ýmsu skóla kynnist og
félagsleg samskipti skóla séu af
hinu góða. Það væri gaman ef
árleg samskipti milli skóla gætu
farið vaxandi, t.d. með íþrótta-
degi sem þessum, með sam-
skiptum skóla hér af Norðurlandi
og e.t.v. víðar að,“ sagði Björn.
-þá