Dagur - 18.05.1987, Side 8
8- DAGUR- 18. maí 1987
Super Solaríum
Professional
sólarlampi til sölu.
Með nýlegum perum.
Upplýsingar í síma 25610.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skaröshlfð 22e, Akureyri, þingl. eignadi Jó-
hanna Valgeirsdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæö, Akureyri föstud. 22. maí kl. 14.45.
Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Axelsson hrl.
Bæjarfogetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Lækjargata 6, Akureyri, þingl. eigandi Ólafur
Ólafsson o.fl., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. maí kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Kjalarsíða 16d, Akureyri, þingl. eigandi Gísley
G. Hauksdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. maí kl. 15.15.
Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sónes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
„Menn stóðu sig ákaflega vel
voru frískir í þessu“
- Lionsklúbbur Siglufjarðar
stóð fyrir matreiðslunámskeiði í vetur
Þegar Dagur var á ferð á Siglu-
firði í vetur komst blaðið á
snoðir um heilmikið mat-
reiðslunámskeið sem Lions-
klúbbur staðarins stóð þá fyrir,
er Benedikt Sigurjónsson einn
félaga í klúbbnum var tekinn
tali. Þar sem námskeiðið var
ekki nema stutt á veg komið,
var ekki mikið um það að segja
þá, en á dögunum var rætt við
Benedikt í annað sinn.
„Menn stóðu sig ákaflega vel,
voru vel frískir í þessu. Maður sá
ýmis tilþrif og þetta var ansi
skemmtilegt. Að loknu nám-
skeiðinu fengu menn síðan
afhent meistarabréf í matreiðslu,
en það var auðvitað í gríni gert.
Við enduðum þetta með því að
bjóða konunum út að borða. Við
vorum með vín með matnum og
þetta var virkilega huggulegt,
eins konar jólastemmning sem
rfkti. Að sjálfsögðu matbjuggum
við matinn sem fram var borinn,
og þótti hann bragðast alveg sér-
staklega vel. Það hafði einhver
orð á því að konurnar hefðu orð-
ið hálf spældar yfir því hvað við
vorum orðnir flínkir, örlítillar
afbrýðisemi gætt.“
- Ertu þá farinn að elda alveg
á fullu núna?
„Ég hef nú dregið mig svolítið
í hlé núna, en auðvitað fer maður
að elda.“
- Þegar ég hitti þig í vetur þá
hafðir þú gert eplapæ og svo
varstu að tala um eitthvað snið-
ugt hjá Óla Blöndal.
„Já. Eplapæið þótti alveg
frábært. Óli Blöndal gerði ítalsk-
an kjötrétt, sem þótti alveg sér-
staklega góður og höfðu menn
orð á því að Óli gæti sómt sér
sem aðalkokkur á hvaða fyrsta
flokks alþjóða veitingastað sem
er.“
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Tryggvabraut 5-7, Akureyri, þingl. eigandi Þórs-
hamar hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri föstud. 22. maí kl. 17.00.
Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Draupnisgötu 4, e.h. n-hl. Akureyri, þingl. eig-
andi Karl og Þórðursf., ferfram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. maí kl. 16.45.
Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Sunnuhlíð 13 Akureyri, þingl.
eigandi Kjartan Bragason o.fl., fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 22. maí kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafur
B. Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl., Hreinn Pálsson hdl.,
Bæjarsjóður Akureyrar, Innheimtumaður ríkissjóðs, Jón Þór-
oddsson hdl. og Sigurður G. Guðjónsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Lögtaksúrskurður
eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri
Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu úrskurðast hér með,
að lögtök geti farið fram fyrir eftirtöldum gjöldum,
gjaldföllnum, en ógreiddum: Söluskattur fyrir
janúar, febrúar og mars 1987 svo og viðbótar- og
aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila.
Ennfremur fyrir þinggjaldahækkunum vegna fyrri
ára og skipulagsgjaldi af nýbyggingum.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram
að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu,
15. maí 1987.
Sérmál aðalfundar KEA 6.-7. maí 1987:
Málefiri samvinnu-
starfsmanna
Það er mér mikil ánægja að fá að reifa lítil-
lega sérmál þessa aðalfundar Kaupfélags
Eyfirðinga, málefni samvinnustarfs-
manna. Ég fagna því að þau eru þannig
tekin til umræðu á aðalfundum kaupfélag-
anna og á aðalfundi Sambandsins síðar í
vor. Ég hefði e.t.v. kosið heldur meiri
fyrirvara, svo að málefni samvinnu-
starfsmanna hefðu getað fengið sérstaka
umfjöllun innan starfsmannafélagsins fyrir
þennan aðalfund. Það er sannarlega af
nógu að taka og vandinn sá að velja sér
umræðugrundvöll við hæfi.
Samvinnustarfsmenn á landinu öllu
skipta nokkrum þúsundum og eru að ýmsu
leyti sundurleitur hópur. Þeir stunda ýmis
störf hjá mörgum fyrirtækjum, eru dreifðir
um land allt og geta haft ólíkra hagsmuna
að gæta t.d. í kjaramálum. Eitt eiga sam-
vinnustarfsmenn þó sameiginlegt, að
vinna hjá samvinnufélögum og samvinnu-
fyrirtækjum og vera þannig hluti af sam-
vinnuhreyfingunni á íslandi, eins og segir
raunar í stefnuskrá hennar. Viðhorf
starfsmanna til vinnuveitandans skiptir hér
mikiu máli. Það er mikils virði fyrir sam-
vinnuhreyfinguna að sem flestum starfs-
mönnum hennar á öllum starfssviðum þyki
fremd í því að vinna fyrir hana. Því miður
heyrist sa fónn stundum að menn vinni
„bara“ fyrir kaupfélagið eða Sambandið
líkt og það sé hálfgert feimnismál. Hinum
almenna starfsmanni finnst að hann sé
orðinn afskiptur og að of mikill stofnana-
bragur sé orðinn á Sambandinu og hinum
stærri kaupfélögum og samvinnufyrirtækj-
um Hart hefur verið deilt á samvinnu-
hreyfinguna og fyrirtæki hennar undanfar-
in ár, enda hefur höggstaður á stundum
verið gefinn. Slíkur áróður getur átt greiða
leið að starfsmönnum og setur sitt mark á
þá, ef ekki kemur annað á móti til að efla
samkennd þeirra og trú á gildi samvinnu-
starfsins.
Að mínu áliti þurfa ýmsar forsendur að
vera fyrir hendi til þess að skapa þetta já-
kvæða viðhorf samvinnustarfsmanna til
vinnuveitenda sinna, samvinnufyrirtækj-
anna, til þess með öðrum orðum að starfs-
menn skilji að hagsmunir samvinnu-
hreyfingarinnar fara saman við eigin hags-
muni.
Ég nefni nokkrar þessara forscnda:
1. Starfsmenn þurfa að þekkja upp-
byggingu og skipulag eigin fyrirtækis og
samvinnuhreyfingarinnar.
2. Virkt félagsstarf í starfsmannafélagi,
sem nýtur velvilja forráðamanna fyrir-
tækisins. Starfsmenn verða að finna að
hagsmunamál þeirra njóti skilnings hjá
nánustu yfirmönnum þeirra og öðrum
forráðamönnum í fyrirtækinu.
3. Starfsmenn eigi ávallt kost á starfs-
menntun og þjálfun og geti vænst viður-
kenningar og raunverulegrar umbunar fyr-
ir vel unnin störf.
4. Starfsmenn hafi ákveðin áhrif á
stjórn fyrirtækisins og gang mála á sínum
vinnustað.
5. Aðbúnaður allur á vinnustað og
vinnuaðstaða þarf að uppfylla kröfur um
hollustuhætti og þægindi - og raunar gott
betur.
Lítum fyrst á félagssamtök starfsmanna
og hvernig þau geta unnið að fræðslu- og
tómstundastarfi og öðrum hagsmunamál-
um starfsmanna. Við flest samvinnufyrir-
tæki eru starfandi starfsmannafélög, mis-
virk að vísu. Starfsmannafélögin mynda
Landssamband íslenskra samvinnu-
starfsmanna - LÍS - sem hefur innan sinna
vébanda tæplega 40 félög með um 4500
félagsmenn.
Starfsmannafélag Kaupfélags Ey-
firðinga - S.K.E. - var stofnað 22. nóv.
1930 og er eitt af elstu og um leið fjöl-
mennustu starfsmannafélögunum með um
800 félagsmenn. Allir fastráðnir starfs-
menn KEA og sameignarfélaga KEA, sem
þess óska, eru félagar í S.K.E. Tilgangur
og hlutverk allra starfsmannafélaga er
svipaður og við skulum skoða hvernig til-
gangi S.K.E. er lýst í lögum þess.
Tilgangurinn er m.a.:
• Að auka kynni félagsmanna inn og út
á við og að vinna að aukinni menningu og
fræðslu þeirra.
• Að varðveita og auka réttindi
félagsmanna.
• Að bæta orlofsaðstöðu alla.
• Að vinna hugsjónum samvinnu-
hreyfingarinnar gagn.
• Að vinna að öllum þeim hagsmuna-
málum er varða samskipti vinnuveitenda
og félagsmanna S.K.E., sem ekki eru
beint á sviði stéttarfélaga.
Að þessum málum hefur félagið unnið
allt frá stofnun, enda eru þau þess eðlis að
nýir tímar kalla á ný verkefni. Starfs-
mannafélagið heldur uppi ýmiss konar
tómstundastarfi, svo sem skák, bridds,
íþróttum, skemmtanahaldi og námskeið-
um. Öll aðstaða á því sviði gjörbreyttist
við tilkomu nýja starfsmannasalarins í
verslunarmiðstöðinni, Sunnuhlíð 12 á
Akureyri. Kaupfélagið afhenti starfs-
mannafélaginu þann sal, sem tekur 100
manns í sæti, þann 17. nóvember 1985 til
fullra umráða og afnota. Stjóm KEA tók
þessa höfðinglegu ákvörðun í tilefni 50 ára
afmælis S.K.E. árið 1980, og salurinn hef-
ur reynst okkur starfsmönnum vel þess
virði að bíða þessi 5 ár að fá hann afhent-
an, en mig rekur minni til að sumir okkar
væru orðnir nokkuð óþreyjufullir að fá
hann í gagnið. Slík aðstaða til félags- og
fræðslustarfs er til mikilla hagsbóta og
æskilegt að samvinnustarfsmenn sem víð-
ast hefðu til afnota húsnæði við hæfi.
Starfsmenn hér á Akureyri eiga að sjálf-
sögðu auðveldara með að nýta sér salinn
og þá starfsemi, sem þar fer fram, en hinir
sem búa og starfa í öðrum byggðarlögum
utar með Eyjafirði, eða vestur á Siglufirði.
Svipað er upp á teningnum með ýmsa
aðra starfsemi S.K.E., aðstaða félags-
manna til þátttöku er misjöfn. Ýmislegt
hefur þó verið gert m.a. í samvinnu við
KEA, til þess að auka kynni starfsmanna
innbyrðis og fræða þá í leiðinni. Árið 1980
voru t.d. skipulagðar kynnisferðir starfs-
manna utan Akureyrar í KEA fyrirtæki og
verslanir hér í bænum. Fram kom ósk frá
S.K.E. um hliðstæða fyrirtækjakynningu
fyrir KEA starfsmenn á Akureyri, því
vissulega lifa menn og hrærast á sínum