Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 2
2-DAGUR-3. júní 1987 DAWjTá ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________________ Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Tvær nefndir á vegum ríkisins hafa nú skilað áliti um endurskoðun verkaskiptingar ríkis og sveitar- félaga og breytingar á fjárhagslegum samskiptum þeirra á milli. Verkaskiptanefnd leggur til að jafn- framt því að sveitarfélögin taki yfir fleiri verkefni en nú er, fái þau auknar tekjur eða útgjöldum verði létt af þeim þannig að staða þeirra í heild verði ekki lakari en nú er. Sérstök áhersla er lögð á að hagur dreifbýlissveitarfélaganna verði tryggður þannig að möguleikar þeirra til að sinna verkefn- um sínum í fræðslumálum, heilbrigðismálum, félagsmálum og á öðrum sviðum verði bættir. í áliti fjármálanefndar er fjallað um fjármálaleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga og tillögur gerðar um einföldun og uppstokkun á þeim. Lagt er til að rík- ið taki yfir ýmsar fjárhagslegar skuldbindingar sem nú hvíla á sveitarfélögunum. Helstu ágallar á núverandi verkaskiptingu eru taldir vera þeir, að ríkið hafi oft með höndum verk- efni sem betur væru komin í höndum heimamanna vegna þekkingar þeirra á staðbundnum þörfum og aðstæðum, verkaskiptingin er talin óskýr og flókin og mikil vinna fer í margs konar uppgjör milli þess- ara aðila og að leysa úr togstreitu og ágreiningi. Ákvarðanir um framkvæmdir eru oft taldar teknar af þeim aðilanum sem ekki ber nægjanlega ábyrgð og sveitarfélögin eru talin fjárhagslega ósjálfstæð og of háð ríkisvaldinu. Tillögur verkaskiptinganefndar um flutning verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna munu auka útgjöld þeirra um tæplega 1,1 milljarð króna og til- lögur um verkefnaflutning frá sveitarfélögum til ríkis munu létta útgjöldum af sveitarfélögunum um 325 milljónir, segir í niðurstöðum nefndanna. Tillögur um breytingar á fjármálalegum samskipt- um eru taldar munu létta útgjöldum af sveitarfé- lögum um 885 milljónir króna. Mismunurinn er um 115 milljónir, sem útgjöld sveitarfélaganna eru tal- in minnka. Kaupstaðir og kauptún munu hagnast mest á þessu, en útgjöld dreifbýlissveitarfélag- anna eru talin munu aukast vegna grunnskóla, tónlistarskóla og heilsugæslu. Hækkun þessi yrði nokkru meiri en sparnaður vegna þess að ríkið taki að sér sjúkrasamlögin, tannlækningar og sýslu- vegina. Tillögur um breyttar úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs eiga að bæta dreifbýlinu upp þenn- an mun, þannig að hagur dreifbýlissveitarfélag- anna eigi að verða betri en samkvæmt núverandi kerfi. Allt hljómar þetta ákaflega vel en vísast er að einhver skoðanaskipti muni eiga sér stað vegna þessa. Hér er á ferðinni ákaflega stórt og mikil- vægt mál, sem mikilvægt er að fái farsæla úrlausn. HS r-viðtal dagsins. Sveinn Þorgrímsson er staðar- verkfræðingur Landsvirkjunar við Blönduvirkjun. Fyrir nokkru fórum við í ágæta öku- ferð um virkjunarsvæðið og Sveinn sagði mér sitthvað af sjálfum sér og auðvitað röbb- uðum við um virkjunarfram- kvæmdir inn á milli. Sveini er létt um mál og kemst oft skemmtilega að orði en vegna takmarkaðs pláss verð ég að stytta nokkuð viðtalið sem við áttum í kyrrðinni uppi á fjöllum. Við ókum eftir veginum sem liggur frá skrifstofum Landsvirkj- unar á staðnum og áleiðis inn á hálendið og talið berst að vega- gerðinni. „Við skárum þennan veg hérna „Ég er af ’68 kynslóðinni. sem allt í einu er týnd - Sveinn Þorgrímsson í viðtali dagsins þrjátíu kílómetra inn í fjallið og við sáðum í hann allan. Þú sérð það að við höfum lagt sérstaka áherslu á að snyrta alla vegkanta og sá í þá og þetta er þriðja árið sem ég ber á þessa kanta til þess að þeir nái að gróa tryggilega. Síðan er málið það að maður verður að minnka áburðargjöfina til þess að hinn náttúrulegi gróð- ur taki við, því að þó þessi upp- græðsla sé falleg og allt það, þá er hún samt sem áður svolítið skar vegna þess að hún stingur í stúf við þessa náttúrulegu þúfumynd- un sem er út af fyrir sig sjarmer- andi.“ - En hvernig finnst þér að vera að vinna á stað sem er svona út úr? „Ég vildi nú segja það að hér er líf og mér finnst ég ekkert vera út úr. Líka vegna þess að eí þú ert að j*era eitthvað sem þú hefur gaman af og finnur þig í þá er það hluti af hamingjunni. Maður heyrir um það svo víða að það sé stór hópur fólks sem unir sér ekki í sínu starfi og slík óhamingja fer síðan að spila á sálarlífið og fjölskyldulífið og annað. Pannig að þetta er bara hluti af hamingjunni, að vera að vinna við það sem manni líkar.“ - Ertu þá með fjölskylduna með þér hérna? „Nei ég er það ekki. Ég bý í Reykjavík og fer á milli og það út af fyrir sig er náttúrlega erfitt og okkur hérna finnst fjarvistirnar allt of miklar.“ - Hvað ertu marga daga hér í einu? „Ég er tíu daga hér í einu, svo er ég einn dag á skrifstofunni í Reykjavík og þá hef ég þrjá daga í frí. En það þarf svo miklu að sinna fyrir sunnan að það vill nú stundum tínast inn á föstudaginn sem á að vera frídagur.“ - Nú hafið þið lagt hér um 180 kílómetra af vegum, byggt brýr yfir ár og girt marga kílómetra, var ákveðið eitthvað um fram- haldið á þessu á nýafstöðnum samráðsfundi? „Varðandi samráðsnefnd og bændasamtökin þá er mjög mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að við skiljum algjörlega á milli framkvæmdastjórnarinnar við byggingaframkvæmdirnar og samningsmála við bændur. Þann- ig að sá þáttur er algjörlega aðskilinn mínu starfi. Segjum svo að það verði samkomulag um að gera eitthvað, byggja brú, leggja veg eða hvað sem það heitir, þá er mér iðulega falin framkvæmd verksins.“ - Þannig að þú kemur ekkert nærri því sem samstarfsnefnd er að ræða hverju sinni? „Það er mjög mikilvægt að ég geri það ekki. Vegna þess að # Skakkt númer! Flestir hafa einhvern tímann orðið fyrir því að vera óvilj- andi eða jafnvel viljandi gabbaðir til að taka upp sím- tólið, þ.e.a.s. að sá sem hringdi hafi valið skakkt númer. Þetta hefur æði oft komið fyrir á ritstjórn Dags á Sauðárkróki á því tæpa ári sem hún hefur verið starfandi og í langflestum tilfellum hafa menn haldið sig vera að hringja í hárgreiðslustofu sem var með þetta símanúm- er, 5960, áður en Dagur fékk það, eða bókabúð sem hefur mjög svipað númer. Það er æði oft sem þuldir eru upp hinir ýmsu bókatitlar og stundum spurt eftir: Toyot- um, Escortum eða Fíestum, en bóksalinn er líka með umboð fyrir nýja bíla. Eftir þessum upphringum að dæma er greinilega mjög gott að gera í bókabúðinni. # Mig vantar lagningu Þetta hafa oft verið ansi skemmtileg símtöl, þar sem sá sem hringir hefur haldið viðmælanda einhvern allt annan en þann sem hann tal- aði við. Sérstaklega vegna þessa að oftar hefur verið hringt í hárgreiðslustofuna. Byrjunin á símtölunum hefur verið með ýmsu móti. T.d.; hafa konur stunið því upp að þær verði endilega að fá tima, þær séu orðnar svo fjári leiðar á sjálfum sér, hvort þær geti fengið lagningu?, hvort ég eigi strípur?, og óta! fleira er það sem ég á að eiga. Ein hringdi um daginn og sagði: Hallól, geturðu tekið mig í fyrramálið? Maður varð hálf hvumsa við sem von var og einhver hrekkjalómurinn hefði sjálfsagt annað hvort sagt já, til að byrja með, eða þá byrst sig og spurt hvað svona dónaskapur ætti eigin- lega að þýða. En hrekk- leysinginn hló svolítið og sagði að þetta símanúmer væri ekki hjá hárgreiðslustof- unni eins og svo margir héldu. „Núl, afsakið,“ sagði röddin á hinum endanum og það var auðheyrt að mann- eskjan var mjög niðurlút.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.