Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 3
3. júní 1987 - DAGUR - 3
Hiti í smábátaeigendum vegna dragnótaveiða:
Veiðarfærastríð
í uppsiglingu?
- „ætlum að vera gallharðir," segir Örn
Pálsson formaður landssambandsins
bændur verða að geta treyst á
það að ég sé ekki deiluaðili við
þá, og ég er það ekki. Petta eru
fyrst og fremst nágrannar mínir,
ég bý hérna í túnfætinum á Eiðs-
stöðum og ég lít á aðra bændur
hér í kring sem nágranna mína og
ég stend ekki í neinum deilum
við þá. Okkar sambúð hefur ver-
ið mjög góð.“
- Þegar þú ert búinn að vera
hérna svona lengi, áttu þá ekki
orðið stóran kunningjahóp hér í
kring?
„Jú, jú ég á það, og þá kannski
aðallega meðal iðnaðarmanna
sem hafa komið hér og ég hef sér-
staklega leitast eftir þvf að ráða
fólk af svæðinu til þess að stunda
þjónustu við virkjunina þ.e.a.s.
að svo miklu leyti sem ég fæ
ráðið. Þetta hafa aðallega verið
menn frá Blönduósi og ég verð
að segja það að það hefur komið
mér á óvart, og kannski átti það
ekkert að koma mér á óvart mað-
ur er sennilega bara svona
þröngsýnn, að þessir ágætu menn
búa yfir mikilli fagþekkingu og
eru andskotanum duglegri. Það
verður maður að nreta, og það
bara segir manni það að þú átt
ekkert að fara yfir lækinn.“
- Hefurðu verið við svona
framkvæmdir lengi?
„Já, já ég hef verið það. Allt
frá því að ég varð stúdent sem
var 1968, ég er af ’68 kynslóðinni
eins og það heitir, þeirri sem allt
í einu fór að týnast. Ég skildi nú
aldrei hvernig stóð á því, mér
fannst ég vera svo voðalega vel
ótýndur. En þá byrjaði ég hjá
Orkustofnun sem aðstoðarmaður
á jarðbor og í gegnum starf mitt
þar kynntist ég fyrsta þætti slíkra
framkvæmda sem hér um ræðir,
þ.e.a.s. rannsóknarþættinum. Ég
t.d. kom hingað á Blöndusvæðið
fyrst 1974 sem starfsmaður Orku-
stofnunar og var þá hér í jarðeðl-
isfræðilegum mælingum sem
aðstoðarmaður."
- En hvað ertu lærður og hvar
lærðirðu o.s.frv?
„Fyrst var ég í Atlanda, það
var á árum Carters sem ríkis-
stjóra, og síðan fór ég til Ari-
sona, bærinn heitir Tuson, sem
Bítlarnir sungu um, þetta munum
við hérna gömlu mennirnir af
sextíu og átta kynslóðinni þetta
er rós í hjarta okkar. Á þessum
tíma var ég enn að lesa blöðin frá
Atlanta og ég fór upp á bókasafn
og náði mér í Atlanta Contitus
ion sem er eitt aðaldagblaðið í
Atlanta, þegar ég var búinn að
fletta því þá fór ég í leiðarann og
las hann. Ritstjórinn hét Murphy
og hann var helst frægur fyrir það
að honum var rænt, en hann var
sem sagt að skrifa um það að
Carter ætlaði að bjóða sig fram í
forkosningum vegna forsetakosn-
inga í Bandaríkjunum. Ritstjór-
inn átti ekki til orð yfir þetta og
taldi að Carter hefði nú ekki af-
rekað mikið sem ríkisstjóri, það
væri helst að hún Rósa, kona
Carters, hefði endurskipulagt
ríkisstjórabústaðinn. Svona eru
nú menn miklir spámenn í eigin
föðurlandi."
- Hvað heitir svo gráðan sem
þú hlaust að námi loknu?
„Ég er nreð tvær mastergráður.
Það er sérsvið innan byggingar-
verkfræði sem við getum kallað
jarðtæknilega verkfræði. Það gerir
mönnum kleift að vita meira um
stíflur og skurði og vegi, jarð-
göng og hafnargerð og svoleiðis
dótarí. Þetta lærði ég í Georgíu.
Síðan ákvað ég, þrátt fyrir að ég
sé af ’68 kynslóðinni sem helst
vildi bara vera flowerbörn og
hippar, að fara út í sérnám í jarð-
gangagerð. Það sérnám mitt
sem er líka innan byggingar-
verkfræðinnar, stundaði ég í
háskólanum í Atlanta."
- Hvenær hófstu svo störf fyrir
Landsvirkjun?
„Ég fór til Landsvirkjunar
1980 og var í Hrauneyjarfossi,
eftirlitsverkfræðingur og það var
ágætt, mikill og góður skóli. Síð-
an fór ég til Noregs og var þar í
hagræðingarverkefnum fyrir
norsku landsvirkjunina, á svona
vinnustað eins og hér nema bara
miklu miklu stærri. Þar voru 110
kílómetra jarðgöng af ýmsum
stærðum. Það munaði minnstu að
ég settist að í Noregi en samt var
ég þar ekki nema í rúmt ár. Þá
vantaði Landsvirkjun staðarverk-
fræðing fyrir Blönduvirkjun og
þrátt fyrir að ég og konan mín
værum búin að ákveða að ég tæki
boði um stöðuhækkun í Noregi
og settist að í Osló, þá sagði ég
„mér þykir leitt að þurfa að til-
kynna þér það að ég er búinn að
ákveða að fara til íslands". Eftir
símtalið sat ég og starði fram fyr-
ir mig og skildi ekkert í þessu því
að þetta var þvert ofan í það sem
ég ætlaði að gera. Ég veit ekkert
af hverju þetta fór svona en ég
held bara að þetta sé landinn,
ræturnar séu svo djúpar þrátt fyr-
ir sífrerann að það þurfi ekki að
þiðna nema efsta borðið, þá för-
um við að blómstra."
Hér verð ég að láta þessu
spjalli okkar Sveins lokið en við
komum víða við og margt væri
enn hægt að segja skemmtilegt
eftir þessum ræðna og hressa
fjallaverkfræðingi sem smfðar og
gengur úti með konunni sinni og
hundinunr í fríum. G.Kr.
Yeiðar með dragnót eru enn
mikið hitamál hjá smábátasjó-
mönnum á landinu sem telja
þær ógna afkomu sinni og jafn-
vel öryggi. Þá er því haldið
fram að hlutfall undirmálsfisks
sé þar hærra en góðu hófi
gegnir. Sjávarútvegsráðherra
setur á hverju ári nýjar reglur
um veiðar þessar, en núver-
andi reglur giltu þó aðeins til 1.
júní og er því nýrra reglna að
vænta innan skamms.
Á síðasta stjórnarfundi í
Landssambandi smábátaeigenda
var samþykkt að fram færi undir-
skriftasöfnun meðal smábátaeig-
enda undir yfirlýsingu sem send
yrði stjórnvöldum, þar sem segir
meðal annars að mikil og almenn
óánægja sé með gegndar-
lausa ofnotkun dragnótar og nái
hún langt út fyrir raðir smábáta-
eigenda.
í tillögum LS segir að bátum
með vél 400 hestöfl og/eða lengri
en 20 metrar skuli vera óheimilt
að veiða með dragnót innan
þriggja sjómílna, en hingað til
hafa þær verið leyfðar upp í fjöru
víðast hvar. Þá er lagt til að frá
áramótum til 1. júlí skuli allar
dragnótaveiðar óheimilaðar innan
3 sjómílna.
Éinnig er lagt til að dragnóta-
veiðum verði skipt niður á sex
Leiðrétting
Þau mistök urðu í blaðinu í gær
að ekki fór saman rétt frétt með
fyrirsögn. Á forsíðu var fyrirsögn
um hita í smábátaeigendum
vegna dragnótaveiða og að veið-
arfærastríð væri í uppsiglingu.
Með fylgdi síðan alls óskyld frétt
um fund sambandsstjórnar
Verkamannasambandsins. Þar
var að vísu rætt um áhyggjur inn-
an þeirra raða um útflutning á
ísfiski, en að öðru leyti átti fréttin
ekkert skylt með fyrirsögninni.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum, en rétt frétt með réttri
fyrirsögn birtist hér á síðunni
um smábátaeigendur og drag-
nótaveiðarnar.
svæði og einungis heimabátum sé
heimilt að veiða á viðkomandi
svæði. Að sögn Arnar Pálssonar
framkvæmdastjóra LS hefur
hvað mestur hiti verið þegar bát-
ar stunda þessar veiðar langt frá
sinni heimahöfn, frekar sé um að
ræða samkomulag þegar aðeins
heimaaðilar eiga í hlut.
„Við ætlum að vera alveg gall-
harðir á að tillit verði tekið til
þessara tillagna þegar reglur fyrir
síðari hluta ársins verða ákveðn-
ar,“ sagði Örn í samtali við Dag.
Aðspurður hvaða þrýstingi smá-
bátasjómenn gætu beitt ef ráð-
herra færi ekki að tillögum þeirra
sagðist Örn ekki telja ólíklegt að
um einhvers konar „skæruhern-
að“ yrði að ræða til dæmis á þann
hátt að net yrðu lögð dragnóta-
bátum til trafala. ET
Brynjar Bragason kemur hér
siglandi á fullri ferð með þanið segl.
Mynd: RÞB
Handavinnusýning
og kaffisala
Sýning á handavinnu heimilisfólks og kaffisala
verður í Dvalarheimilinu Hlíð
mánudaginn 8. júní (annan í hvítasunnu) kl. 14-16.
Velkomin.
Við í Hlíð.
Sjómannadagnnnn
1987
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í róðri
og öðrum íþróttagreinum á sjómannadaginn,
tilkynnið þátttöku í síma 24391 eða
til Hafnarskrifstofunnar.
Athugið að róðrarkeppnin fer fram
laugardaginn 13. júní og hefst kl. 15.00.
hlaut aftur skjöld
Páll Pétursson, Katrín .lóelsdóttir verkstjóri, Ámi Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri og Jón Þorsteinsson verkstjóri.
Skjöldur
Það var hátíðisdagur hjá
starfsfólki og forráðamönnum
frystihússins Skjaldar á Sauð-
árkróki 27. maí sl. þegar hús-
inu var annað árið í röð alhent-
ur viðurkenningarskjöldur frá
Icelandic Seafood Corporation
í Bandaríkjunum fyrir frábæra
vöruvöndun og gott hráefni.
Af 60 frystihúsunum innan
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna fengu 5 önnur þessa
viðurkenningu, þ.á m. frysti-
hús Útgerðarfélags Akureyr-
inga, og af 3 verksmiðjuskip-
um fékk Akureyrin þessa við-
urkenningu.
Það var Páll Pétursson fram-
kvæmdastjóri gæðaeftirlits Ice-
landic Seafood sem afhenti Jóni
Þorsteinssyni verkstjóra viður-
kenninguna og fór hann lofsam-
legum orðum um frammistöðu
forráðamanna og starfsfólks
hússins. Jón beindi þakklæti sínu
til starfsfólksins sem hann sagði
hafa sýnt mikinn dugnað og þol-
inmæði við vinnu sína. Að lok-
inni athöfninni þáðu allir við-
staddir veitingar í boði Skjaldar í
nýrri kaffistofu fyrirtækisins sem
tekin hefur verið í notkun.
Á síðasta ári voru hafnar
endurbætur á frystihúsinu. Verða
þær gerðar í áföngum og munu
gjörbreyta allri vinnuaðstöðu og
að þeim loknum verður húsið
sem nýtt. Auk kaffistofunnar
verða á næstunni tekin í notkun
annar vinnslusalurinn og skrif-
stofur fyrirtækisins. -þá
Sjómannadagsráð Akureyrar.
★ Borð á svalirnar.
★ Borð í sólskýlið.
★ Borð í garðhúsið.
★ Borð alls staðar.