Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 5
3. júní 1987- DAGUR-5 Slysavarnir á hálendi íslands: Fyrirbyggjandi aðgerðir verði stórauknar - ályktun frá landsþingi LHS Um helgina var 14. landsþing Landssambands hjálparsveita skáta haldið á Akureyri. Um 150 manns sóttu þingið og að sögn Ingimars Eydal, starfs- manns Hjálparsveita skáta á Akureyri var þingið mjög málefnalegt og gott. Á þinginu voru þrjár nýjar sveitir samþykktar sem fullgildir aðilar að sambandinu, þ.e. Hjálparsveitin Lómfell á Barða- strönd, Hjálparsveit skáta á Eski- firði og Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi. Eru þá aðildarsveitir landssambandsins samtals 23 talsins. Á þinginu var Tryggvi Páll Friðriksson kjörinn formað- ur landssambandsins til næstu tveggja ára, Arnfinnur Jónsson, varaformaður, Ögmundur Knútsson, ritari, Páll Arnason, gjaldkeri og Þorvaldur Hall- grímsson, meðstjórnandi. A þinginu var staða hjálpar- sveitanna og verkefni í nútíð og framtíð kynnt og síðan rædd í umræðuhópum, einnig eftirlit og öryggi á hálendi landsins, kynn- ingarstarfsemi, hlutverk LHS og framtíðartækjabúnaður. í um- ræðum um niðurstöður hóp- anna var m.a. eftirfarandi álykt- un samþykkt: „Landsþing LHS telur að brýn þörf sé á aðgerðum til eflingar slysavarna á hálendi Vegna ófyrirséðra atvika hefur reynst nauðsynlegt að fresta fyrirhugaðri Færeyjaferð kórsins fram á haustið. Um leið og við þökkum þeim fjölmörgu aðilum sem veitt hafa okkur styrki til fararinnar viljum við láta þá vita af því að ekki var mögulegt að fara á áætluðum tíma. Eins og fjölmiðlar hafa greint frá voru vfðtæk verkföll í Færeyjum sem röskuðu öllum áformum okkar þó fleira kæmi til. íslands. Landsþingið beinir þeim tilmælum til stjórnar LHS að hún skipi nú þegar nefnd til að kanna hvort og með hvaða hætti LHS geti stóraukið hvers konar fyrir- byggjandi aðgerðir til slysavarna á hálendi íslands.“ -HJS Hér með eru börnunum, söng- stjóra, undirleikara, foreldrum barnanna og öllum sem lagt hafa hönd á plóginn færðar þakkir fyrir frábæra frammistöðu við undirbúning ferðarinnar. Þráður- inn verður tekinn upp að nýju frá fyrsta skóladegi á haustinu og stefnt að því að fara á tímabilinu frá 17.-26. september. Kveðjur til ykkar allra Benedikt Sigurðarson skólastjóri. Kór Barnaskóla Akureyrar: Færeyjaferðinni frestað Sakna unganna á Andapollinum - „verður að gera eitthvað i þessu kattamáli“ Unnandi Andapollsins hringdi og sagðist sakna unganna sem kettir átu við Andapollinn. Þessi maður sagði það sárt að sjá á eftir ung- unum, sem voru sex fara í katt- argin á vorin. Hann sagði að það væri maður á launum við að vakta Andapollinn og honum fyndist skrýtið að ekki væri hægt að passa betur að kettir væru ekki að þvælast á svæðinu. „Það verður að gera eitthvað í þessu kattamáli,“ sagði maðurinn og sagðist í þessu sambandi hafa velt því fyrir sér hvort allir kettir væru jafnréttháir. Hann vissi til þess að tveir kettir hefðu læðst inn að pollinum, báðir voru gómaðir. Annar var umsvifalaust tekinn af Iífi, en hinum var skilað. Eigandi hans var opinber starfsmaður. „Maður fer að velta fyrir sér þessu með hann Jón og séra Jón,“ sagði unnandi Andapolls- ins sem umfram allt vildi vernda lífið á pollinum. U.M.F. Hvöt með happdrætti Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi hóf um síðustu helgi sölu á happdrættismiðum til styrktar starfsemi sinni. Að- eins einn vinningur er í happ- drættinu en hann er heldur ekki af verra taginu, þar sem um er að ræða Daihatsu bif- reið að verðmæti tæp þrjú hundruð þúsund. Hér er um að ræða nokkuð sér- stætt happdrætti þar sem útgefnir miðar eru aðeins eitt þúsund og kostar hver miði eitt þúsund krónur en aðeins verður dregið úr seldum miðum. Bifreiðin var til sýnis á fyrsta heimaleik Hvatar í fjórðu deildinni í knattspyrnu síðastliðinn laugardag og mun fyrirhugað að draga út vinnings- númerið á síðasta heimaleiknum í riðlinum sem verður 8. júlí. Það er von forráðamanna Hvatar að Austur-Húnvetningar og aðrir velunnarar íþrótta og útilífs taki happdrættinu vel, því eins og kunnugt er þá kostar starfsemi svo fjölmennra félaga rnikið en íjáröflunarleiðirnar eru aftur á móti frekar fáar. G.Kr. næstþegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkuð auðlind. Fiugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.