Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 8
8-DAGUR-3. júní 1987
Þóra Karlsdóttir hjúkrunaríræðmgur.
Úrræðaleysið er
oft svo inikirt
Breytt viðhorf til deyjandi sjúkl-
inga var umræðuefni Póru Karls-
dóttur hjúkrunarfræðings á lyfja-
deild Borgarspítalans.
Þóra rakti sögu Hosbis sjúkra-
húsanna, sem rekin eru t.d. í
Bretlandi og eru einungis ætluð
deyjandi sjúklingum. Hún sagði
að á þeim sjúkrahúsum gengi
sjúklingurinn fyrir öllu. Litið
væri á allar þarfir sjúklingsins,
félagslegar, andlegar og líkam-
legar á heildrænan hátt og
aðstandendurnir væru teknir með
sem hluti af heildinni.
Þóra sagði að einnig hefði ver-
ið komið á heimahlynningu fyrir
þá sem kjósa að deyja heima, eða
vilja vera sem lengst heima.
Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu
hlutverki í heimahlynningu og
eru þeir sérstaklega þjálfaðir til
þessara starfa. Sagði Þóra að á
vegum Krabbameinsfélagsins
Passa-
myndir
Gott úrval
mynda-
ramma
mynol
LjAtMYN DASTOFA
Slmi 96-22807 • Pósthólf 464
Glerárgötu 20 602 Akureyri
hefði nú verið komið upp vísi að
heimahlynningu og væri það
ánægjuleg og góð þróun.
Erfitt fyrir hjúkrunar-
fólk að umgangast
dauðvona sjúklinga
Þeir sem ekki eiga neina von um
lækningu, eiga engu að síður rétt
á virðingu, sagði Þóra. Hún sagði
að á Hosbis sjúkrahúsunum væri
opið andrúmsloft og þar þyrftu
sjúklingar ekki að sitja uppi einir
með tilfinningar sínar. Einnig
væri fjölskyldan öll tekin inn í
myndina og reynt væri að gera
þann tíma sem viðkomandi sjúkl-
ingar ættu eftir ólifaðan sem létt-
bærastan og gjöfulastan bæði fyr-
ir hann sjálfan sem og aðstand-
endur hans.
Hún sagði það oft erfitt fyrir þá
sem á sjúkrahúsum starfa að
horfa á eftir aðstandendum út í
tómið eftir missi ástvinar. Sú
spurning væri oft áleitin hvort
eitthvað hefði verið hægt að gera.
Framfarir á sviði læknisfræði
beinast að lækningunni, sagði
Þóra, en það er ekki hægt að
lækna allt. Hún sagði að ef
eitthvað alvarlegt væri á seyði þá
fengju sjúklingar oft loðin svör
hjá læknum. Þeir snéru sér því
oft til hjúkrunarfólks og á því
lenti oft að tala við sjúklingana.
Hún sagði það erfitt fyrir
hjúkrunarfólk að umgangast
dauðvona sjúklinga og aðstand-
endur þeirra. Úrræðaleysið væri
oft svo mikið og lftið hægt að
gera. Erfiðasti tíminn fyrir
aðstandendur er þegar dauðinn
er afstaðinn. En þá væri mikill
stuðningur að vita að fólk væri
ekki eitt, að vita að til væri ein-
hver sem vildi hlusta og styðja.
Bjöm Sigurðsson, Baldursbrckku 7. Slmar 41534 & 41666. Sírleyfisfcrðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vörunutningar
Sérleyf isferðir sumarið 1987
Húsavík - Akureyri - Húsavík.
Gildir frá 31. maí 1987.
S M Þ M F F L
Frá Húsavík kl. 19.00 08.00 13.30 *08.00 13.30 08.00
Frá Akureyri kl. 21.00 16.00 16.00 *16.00 16.00 16.00
Akureyri - Húsavík - Ásbyrgi - Kópasker - Raufarhöfn.
Þórshöfn - Bakkafjörður - Vopnafjörður.
Sumaráætlun frá 10. júní 1987.
Miðvikudagar. Frá Akureyri kl. 16.00. Fimmtudagar. Frá Vopnafirði kl. 08.00.
Frá Húsavík kl. 18.15. Frá Þórshöfn kl. 09.20.
Frá Ásbyrgi kl. 19.10. Frá Raufarhöfn kl. 10.30.
Frá Kópaskeri kl. 19.45. Frá Kópaskeri kl. 11.15.
Frá Raufarhöfn kl. 20.30. Frá Ásbyrgi kl. 12.00.
Frá Þórshöfn kl. 21.40. Frá Húsavík kl. 13.30.
Til Vopnafjarðar kl. 23.00. Til Akureyrar kl. 15.00.
Allir millitímar eru áætlaðir og ekki bindandi.
ATH. Flytjum allar smávörur með áætlunarbílnum.
‘Sérstakur vöruflutningabíll á miðvikudögum
milli Húsavíkur og Akureyrar.
Vörur sem flytja á með flutningabíl frá Húsavík til Akureyrar berist
eða tilkynnist á þriðjudögum til afgreiðslunnar
hjá Á.G. Guðmundsson, Stóragarði 7, sími 41580.
Vörur sem flytja á með flutningabíl frá Akureyri til Húsavíkur berist á
afgreiðslu Ríkisskip v/Sjávargötu á miðvikudögum fyrir kl. 11.30.
Á Húsavík er afgreiðsla hjá Á.G. Guðmundsson, sími 96-41580.
Á Akureyri erfarþegaafgreiðsla hjá Öndvegi hf. sími 96-24442.
Öll vöruafgreiðsla á Akureyri hjá Ríkisskip sími 96-23936.
Sérleyfishafi.
Þeir voru að fá sér ábót á hádegismatinn þessir ungu menn sem Ijósmyndari Dags rakst á í Svarfdælabúð á Dalvík
á dögunum. Frá vinstri: Jón Björn, Jóhannes Bjarmi, Jón Már og Heiðar. Mynd: rþb
Hljóðbylgjan hefur frétta-
sendingar í dag
í dag verður byrjað að senda
út fréttatíma á Hljóðbylgjunni.
Friðrik Indriðason hefur verið
ráðinn fréttamaður og tók
hann til starfa á mánudaginn.
Tveir fréttatímar verða á dag,
kl. 12 og 18 virka daga og auk
þess einhverjar fréttir um
helgar. Einnig verða sendar út
fréttir ef eitthvað sérstakt er
Hvammstangi:
Reiðvegur
og sumarhús
í sumar er fyrirhugað að ieggja
reiðveg ofan við kauptúnið á
Hvammstanga. Reiðvegur
þessi hefur lengi verið á óska-
lista hestamanna á staðnum og
nú hillir sem sagt undir að ósk-
in rætist. Þá er komin upp hug-
mynd um að reisa sumarhús í
nágrenni staðarins, sem yrðu
leigð ferðamönnum eða öðrum
sem áhuga kynnu að hafa.
Nokkuð er um hestamenn á
Hvammstanga eins og víða ann-
ars staðar í bæjum og þorpum og
það hefur lengi hvekkt bæði þá
og aðra á staðnum að ekki skuli
vera hægt að komast ríðandi
fram hjá kauptúninu. Flestir eru
með hesthús norðan við staðinn
og ætli menn t.d. að ríða út á
skeiðvöll verða þeir að fara um
götur bæjarins og eru lítt hrifnir
af því. En nú sér sem sagt fyrir
endann á þessu ástandi með til-
komu áðurnefnds reiðvegar ofan
við staðinn í sumar.
Þá kom sú hugmynd upp á
hreppsnefndarfundi nýlega að
kannað yrði hvort einhver eða
einhverjir hefðu áhuga á að reisa
sumarhús í nágrenni Hvamms-
tanga, til útleigu fyrir ferðamenn
eða félagasamtök. Engin ákvörð-
un hefur enn verið tekin í þessu
máli en svo virðist sem helst sé
horft til Kirkjuhvammsins í þessu
tilliti. Kirkjuhvammur er mjög
fallegt svæði rétt ofan við
kauptúnið og þar eru m.a. tjald-
stæði með nokkurri aðstöðu.
G.Kr.
- kl. 12 og 18
um að vera og verður þá dag-
skráin rofin til að senda út
fréttir. Dagur hafði samband
við Gest Einar Jónasson,
útvarpsstjóra og spurði hann
hvernig hefði gengið þennan
mánuð sem þeir hafa verið í
loftinu.
„Þetta hefur gengið vonum
framar, auglýsingamagnið er á
uppleið og það er það sem við lif-
um á. Það eru hérna 27 manns í
vinnu og þetta er því stórt fyrir-
tæki.“
Sagði Gestur að eina vanda-
málið væri að þegar stærri fyrir-
tækjum væri boðið að auglýsa hjá
þeim þá væri svarið alltaf það að
auglýsingum væri stjórnað að
sunnan. „Reykjavík stjórnar
Rokktríóið „Gildran“ sendi
frá sér sína fyrstu plötu föstu-
daginn 29. maí, og ber hún
heitið „Huldumenn“.
Gildran sem áður hét Pass er
skipuð þremur stofnendum þess-
ara hljómsveita en það eru þeir
Birgir Haraldsson, söngur og
gítar, Þórhallur Árnason, bassi
þessum bæ. Þeir aðilar sem á
annað borð auglýsa eitthvað eru
með skipulagðar auglýsingaher-
ferðir úr Reykjavík. Auglýsinga-
stofur í Reykjavík vita lítið um
þessa stöð og hvaða möguleika
hún gefur hér á Norðurlandi. Við
þurfum því að kynna okkur á ein-
hvern hátt en það kostar mikið
og er í rauninni ógerlegt fyrir nýtt
fyrirtæki sem er að fara af stað.“
Sagði Gestur að það væru aðal-
lega smærri fyrirtæki sem hefðu
auglýst hjá þeim, „en þau eru
fæst með nokkurt skipulag á
auglýsingum. Hjá mörgum fyrir-
tækjum er áætluð viss prósenta af
veltu í auglýsingar en ég tel að
það séu afskaplega fáir hér sem
hafa slíkt skipulag.“ -HJS
og Karl Tómasson, trommur,
bakraddir og munnharpa, en þeir
félagar hafa starfað saman í 8 ár.
Huldumenn inninheldur 9 lög
sem öll eru eftir Gildruna.
Plata þessi var tekin upp í
Studio Stemmu í apríl sem leið,
um upptökur sáu Gunnar Smári
Helgason og Sigurður Rúnar
Jónsson.
„í Gildrunni“. Birgir Haraldsson, Þórhallur Árnason og Karl Tómasson.
Rokktríóiö Gildran
gefur út hljómplötu