Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 9
3. júní 1987 - DAGUR - 9 Jþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Körfubolti: Konráð bestur hjá -Einar Þór og Jónas Konráð Óskarsson var valinn besti leikmaður Þórs í körfu- bolta á nýafstöðnu keppnis- tímabili. Það voru leikmenn og stjórn deildarinnar sem að kjörinu stóðu. Konráð lék vel í vetur og er vel að titlinum kominn. Kjörið fór fram fyrir skömrnu og þá voru einnig valdir bestu leikmenn Þórs í 3. og 4. flokki. í 3. flokki var Einar Þór Karlsson hlutskarpastur en Jónas Sigur- steinsson í 4. flokki. Það var stjórn deildarinnar sem valdi bestu mennina í þessum Þór bestir í 3. og 4. flokki flokkum. Á sama tíma og bestu leik- menn deildarinnar voru útnefnd- ir, fór fram firmakeppni Þórs í körfubolta. Leikmenn Þórs kepptu fyrir ýmis fyrirtæki í bæn- urn og lék einn á móti einum. Keppnin var æsispennandi en að lokum stóð Bjarni Össurarson uppi sem sigurvegari en hann keppti fyrir Súkkulaðiverksmiðj- una Lindu hf. í öðru sæti varð Hólmar Ástvaldsson er keppti fyrir sólbaðsstofuna Hawaii og í þriðja sæti Eiríkur Sigurðsson er keppti fyrir skipasmíðastöðina Vör hf. Stclpurnar í KA unnu stórsigur á Þórsstelpunum er liðin mættust í vormóti KRA í fyrrakvöld. Mynd: rms Vormót KRA: KA vann stórsigur á Þór í kvennaflokki KA vann stórsigur á Þór í fyrrakvöld, er liðin mættust í meistaraflokki kvenna í vor- móti KRA. Lokatölur leiksins urðu 5:0, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 1:0. Þetta var mikill baráttuleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast en þó brá fyrir ágætu spili á köflum. Nokkurt jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik en lítið um opin færi. Það var Linda Her- steinsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir mistök hjá Þórdísi Sigurðardóttur í marki Þórs. í síðari hálfleik gekk allt upp hjá KA-stelpunum, þær voru miklu grimmari og bættu við fjór- um mörkum áður en yfir lauk. Annað markið kom fljótlega í síðari hálfleik. Þá var dæmd víta- spyrna á Þór sem Valgerður Jónsdóttir skoraði úr. Ekki var Ásgeir Pálsson þjálfari Þórs alveg sáttur við vítaspyrnudóminn og lét það óspart í ljós við dómara leiksins. Þeirri rimmu lauk með því að Ásgeir var rekinn af vall- arsvæðinu fyrir óprúðmannlega framkomu. Firmakeppni TBA: Tískuverslun Stein- unnar sigraði Bestu leikmenn Þórs í körfubolta: F.v.: Jónas Sigurstcinsson 4. flokki, Konr- áö Óskarsson, meistaraflokki og Einar Þór Karlsson, 3. flokki. Mynd: rþb Vetrarstarfi Tennis- og badmintonfélags Akureyrar lauk fyrir skömmu með firma- keppni félagsins. Yfir 70 fyrir- tæki tóku þátt í keppninni sem var forgjafarkeppni. Tískuverslun Steinunnar er Kristinn Jónsson keppti fyrir og Sólstofan Sólin er Ándri Þórar- insson keppti fyrir, léku til úr- slita. Kristinn sigraði fyrir hönd Tískuverslunar Steinunnar, 15:13 og 15:13. Tískuverslun Steinunn- ar varðveitir því bikarinn næsta ár. TBA vill þakka öllum þeim sem þátt tóku í keppninni veittan stuðning. Stjórn TBA hefur sótt um fast- an tíma einu sinni í viku á tenn- isvellinum við sundlaugina. Er meiningin að bjóða þeim sem kynnast vilja tennisíþróttinni ókeypis tilsögn í þessari erfiðu en skemmtilegu íþrótt. Sjá nánar auglýsingu síðar en einnig er hægt að leita nánari upplýsinga í sundlauginni. Þeir félagar í TBA sem vilja halda sér við yfir sumartímann geta spilað í íþróttahúsi Glerár- skóla á þriðjudögum frá 18.30- 20.30, eftir 16. júní. Aðalfundur félagsins verður væntanlega haldinn seinni hluta júnímánuðar og verður auglýstur síðar. Hörður Þórleifsson, formaður TBA, afhendir Kristni Jónssyni sigurlaunin í firmakcppninni. T.v. stendur Steinunn Guðmundsdóttir, eigandi Tískuversl- unar Steinunnar, sem Kristinn keppti fyrir. En áfram hélt leikurinn og mínútu eftir að KA skoraði úr vítinu, bætti Eydís Marinósdóttir við þriðja markinu, eftir að hafa fengið stungu inn fyrir vörn Þórs. Skömmu síðar bætti Eydís við sínu öðru marki og fjórða marki KA eftir laglega sókn liðsins. Þórsstelpurnar fengu dæmda vítaspyrnu þegar hér var kontið sögu en Lára Eymundsdóttir skaut hátt yfir úr henni. Fimmta og síðasta mark KA skoraði svo Helga Finnsdóttir eftir horn- spyrnu. Hún fékk boltann á markteig og þrumaði honum í net Þórsara. Frjálsíþróttapunktar frá UMSE: Bændadagshlaup Bændadagshlaup UMSE fer fram annað kvöld kl. 20.30 að Hrafnagili. Skráning í hlaupið fer fram kl. 20 og eru allir hvattir til að mæta. Ákveðið er að halda dómara- námskeið í frjálsum íþróttum laugardaginn 6. júní. Námskeið- ið verður haldið í gamla Iðn- Þjóðarátak gegn hreyfingarleysi Trimmnefnd íþróttasambands Gefinner út sérstakur fræðslu- íslands undirbýr nú annað árið í röð þjóðarátak gegn hreyfíngar- leysi undir kjörorðinu Heilbrigt líf - Hagur allra. Samvinna er í starfi þessu með eftirtöldum aðilum: íþróttasambandi íslands Trimmnefnd, Ungmennafélagi íslands, Ólympíunefnd íslands, heilbrigðisráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, félagsmálaráðu neyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Efnt verður til „Göngu- og skokkskóla" um land allt á tíma- bilinu 1.-19. júní og síðan verður „Göngu- og skokkhelgi“ 20. og 21. júní n.k. og munu íþrótta- og ungmennafélög sjá um skipulag og framkvæmd, hvert í sinni heimabyggð. skólanum, hefst kl. 10 árdegis og stendur til kl. 17. Kennari verður Birgir Guðjónsson. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeið- inu eru beðnir að hafa samband við skrifstofu UMSE í síma 24011 og fá nánari upplýsingar. Skrifstofa UMSE er opin á mánudögum og föstudögum frá kl. 9 til 12 og á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13 til 17. Einnig er möguleiki á því að ná í Þuríði Árnadóttur framkvæmda- stjóra á öðrunt tímum. Sambandsæfingar eru á Akur- eyrarvelli tvisvar í viku, á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 19.30. Þjálfari er Cees van de Ven. bæklingur fyrir almenning og verður hann sendur öllum íþrótta- og ungmennafélögum svo og heilsugæslustöðvum, íþróttahúsum, sundstöðum og íþrótta- og æskulýðsráðum næstu daga. Vísast hér með til þessara staða. Vonast er til að þetta þjóðar- átak gegn hreyfingarleysi verði sem flestum hvatning til þess að halda áfram. Á Jónsmessu 1986 voru þrír trimmdagar með sama kjörorði „Heilbrigt líf - Hagur aílra“ og tókst vel, og vitað er að þeim fer fjölgandi sem leggja stund á líkams- og heilsurækt, með iðkun ýmissa íþróttagreina sér til heilla og hagsbóta - en tak- markið er að fá enn fleiri í þann hóp, á hvaða aldri sem er. Cees van de Ven þjálfar frjáls íþróttafólk á Akureyrarvelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.