Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 12
!M$E Akureyri, miðvikudagur 3. júní 1987 ONY-FLEX VATNS- KASSA- HOSUR Mývatnssveit: Upprekstur á afrétti leyfður 1. júní var leyfður upprekstur á sauðfé í austur- og suðurafrétt í Mývaínssveit. Fyrir helgina fóru fulltrúar bænda, land- græðslustjóri, gróðurverndar- nefnd og sveitarstjórn Skútu- staðahrepps, ásamt fleirum í könnunarferð inn á afréttinn til að kanna ástand gróðurs en miklar deilur hafa verið uppi að undanförnu vegna upp- reksturs sem átti sér stað fyrir nokkru. Helga Valborg Pétursdóttir, oddviti Skútustaðahrepps sagði í samtali við blaðið að á fundi eftir skoðunarferðina hefði verið ákveðið að leyfa upprekstur á afréttinn þar sem leyfi Land- græðslunnar lá fyrir. Ástand gróðurs sagði hún vera gott á mólendi og þeim tilmælum því beint til bænda að þeir reki fyrst á mólendið. Mellendið erskemmra komið í gróðri enda hefur vorið verið úrkomulítið og hlýtt. Helga sagði að þeir bændur sem þegar höfðu rekið upp á afrétt mundu ekki fá sektir og að sér vitandi væri málið því frágengið. JÓH Hæglætisveður um helgina Það var ekki laust við að það setti að manni hroll við að koma út í rigninguna og kuld- ann í gær. Við slógum því á þráðinn til Unnar Olafsdóttur veðurfræðings á Veðurstof- unni og spurðum hvort sama steytan ætti að vera áfram. Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi Pólaris á Akureyri, dregur úr réttum lausnum. Vinningshafinn, Arnheiður Kristinsdóttir. Myndir: rþb „Kom mér skemmtilega á óvart" - sagði Arnheiður Kristinsdóttir, sem í gær fékk 50 þúsund króna ferðavinning í ferðagetraun Dags og Pólaris að draga úr umslagabunkan- „Þetta kom mér skemmtilega á óvart,“ sagði Arnheiður Kristinsdóttir tannsmiður á Akureyri sem í gær fékk ferðavinning að upphæð 50 þúsund krónur í ferðagetraun Dags og ferðaskrifstofunnar Pólaris. Alls tóku 1485 manns þátt í getrauninni og það var Anna Guðmunds- dóttir fulltrúi Pólaris á Akur- eyri sem hafði það vanda- sama hlutverk með höndum um. Arnheiður sagði þetta hafa verið skemmtilega getraun, hún hefði ekki verið of erfið og þannig vildi hún hafa getraunir. „Mér finnst gott að fá Dag með morgunkaffinu, þegar getraun- in hófst datt mér í hug að vera með. Ég setti umslagið í póst þegar ég skrapp út í búð og pældi svo ekkert í þessu. Mér datt aldrei í hug að ég myndi vinna. En það kom mér skemmtilega á óvart,“ sagði Arnheiður. Ekki sagðist Arn- heiður gera mikið af því að taka þátt í getraunum og happdrætt- um, en hefði þó tvisvar fengið lægsta vinning í Happdrætti Háskólans. „Það eru alltaf ein- hverjir aðrir sem vinna,“ sagði hún, en að þessu sinni var það hún sjálf. Við óskum Arnheiði til hamingju með vinninginn og góðrar ferðar. mþþ þÓRSHWWR HF. Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Nýr vegur að Hrafnagili Þessa dagana er veriö að betr- umbæta akstursleiðina frá Brunná og inn að Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður alla leið og er áætlað að því verki Ijúki á næsta ári. Meirihlutan- um mun þó ljúka í ár. Þá standa einnig yfir fram- kvæmdir í Ljósavatnsskarði. Par er um að ræða tvo vegarkafla sem sitt hvor verktakinn sér um. Ann- ar kaflinn er um Sigríðarstaði en hinn er frá Stórutjörnum og að Krossi. Síðarnefndi vegurinn verður m.a. færður út í vatnið sökum snjóflóðahættu á þessum slóðum. JHB Ólafur hættir Dagur hefur það eftir mjög áreiðanlegum heimildum að nýsettur fræðslustjóri í Norðurlandsumdæmi eystra muni segja af sér, vegna þess hvernig að málum var staðið, en fræðslustjórinn nýi telur að farið hafi verið á bak við sig og hann leyndur upplýsingum um ástand mála í fræðsluumdæm- inu. Ólafur Guðmundsson, fræðslustjóri, hefur ekki staðfest þetta sjálfur en látið að því liggja í viðtölum við fjölmiðla að hann hefði fengið villandi upplýsingar og hann hefur sagt að hann hefði ekki komið nálægt málinu ef hann hefði vitað hvernig það væri vaxið. Heimildir blaðsins herma að Ólafur hafi þegar tekið ákvörðun en ætli að tilkynna menntamála- ráðherra ákvörðun sína áður en gerð verður grein fyrir henni opinberlega. JHB/HS „Eg er hrædd um að þetta verði svipað þennan sólarhring, kalt og úrkoma, en á morgun og föstudag fer að birta til á ný. Um helgina lítur út fyrir hæglætisveð- ur og bjart víða um land og hita- tölur vonandi hærri en hafa verið þessa kuldadaga." Starfsskóli í Löngumýri: Heimild til áframhaldandi - góður árangur síðastliðin tvö ár reksturs Menntamálaráðuneytið hefur veitt heimild til áframhaldandi reksturs starfsskólans í Löngu- mýri. Skólinn tók til starfa í september 1985 og var afráðið að hann yrði skilgreindur sem tilraun er stæði í tvö ár. Þessi tvö ár eru nú liðin og hefur skólanefnd óskað eftir tillög- um frá baknefnd skólans og Kaupfélag Eyfirðinga: „Kemur til álita að flytja birgðastöðina" „Það kemur til álita að flytja birgðastöðina, en ekki er ákveðið hvert hún muni fara. Gamli Sjafnarlagerinn við Hvannavelli er laus, og það kemur til greina að flytja þangað. Við erum einnig að athuga með endurnýjun á nokkrum flutningabifreiðum Kaupfélagsins og endurskipu- lagningu á bifreiðaflutningum KEA,“ sagði Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri. - segir Valur Arnþórsson Að sögn Vals hefur verið gerð veruleg úttekt á flutningamálum KEA, en kaupfélagið rekur m.a. bifreiðastöðina Bifröst auk einn- ar vöruflutningabifreiðar, sem notuð er til að dreifa vörum til verslana KEA innanbæjar á Akureyri. Þá hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að nauðsyn bæri til að flytja birgðastöð KEA, en hún hefur um árabil verið stað- sett vestast í húsinu Hafnarstræti 91-95, með innkeyrslu neðst í Gilsbakkavegi. Endurnýjun á ýmsum fleiri vélum og tækjum í eigu KEA er einnig til athugun- ar, t.d. endurnýjun á vélakosti Smjörlíkisgerðarinnar. „Það húsnæði, sem við erum í, hentar ekki vel fyrir þessa starf- semi. Birgðastöðin er á tveimur hæðum og það er óhentugt að flytja vörurnar milli hæðanna. Auk þess er þetta einfaldlega of lítið og þröngt," sagði Ingvi Guðmundsson, forstöðumaður birgðastöðvarinnar, þegar hann var spurður um málið. EHB forstööumanni hans um hvern- ig starfsemi hans verði háttaö. Aðdragandi að stofnun skólans er sá að vorið 1985 gengu nokkrir sérkennslunemendur upp úr grunnskólum Akureyrar og fyrir- séð þótti að þeir stæðu ekki jafn- fætis öðrum grunnskólanemum hvað varðar starfsval og skipulagt framhaldsnám við þeirra hæfi var ekki fyrir hendi. Meginmarkmið skólans er að gera nemendur færa um sjálfstæða búsetu og þátttöku á almennum vinnu- markaði, auk þess sem skólinn hefur alhliða uppeldisleg markmið. í nýlegri úttekt sem unnin var á vegum skólanefndar kemur fram að skólanum hefur tekist nokkuð vel að uppfylla þau markmið sem sett voru. Fram kemur að það virðist samdóma álit foreldra, nemenda og þeirra atvinnurekenda sem fengið hafa nemendur skólans í vinnu að vel hafi til tekist. Löngumýrarskólinn er rekinn af skólanefnd Akureyrarbæjar, en kennslukostnaður er greiddur af ríki. Rúmar tvær stöður eru við skólann. Ráðuneytið hefur nú veitt heimild fyrir áframhald- andi starfsemi og sagði Ingólfur Ármannsson skóla- og menning- armálafulltrúi Akureyrarbæjar viðræður heimamanna um fram- hald skólans á frumstigi. Skóla- nefnd hafi óskað eftir tillögum frá baknefnd og forstöðumanni skólans og viðræður væru að fara af stað. Sagði Ingólfur að vanga- veltur væru um hvort staðið yrði að starfseminni á óbreyttan hátt, en hann reiknaði þó með að henni yrði haldið áfram þar sem vel hefði tekist til. mþþ Gunnar Ragnars endurkjörinn Gunnar Ragnars var á bæjar- stjórnarfundi í gær endurkjör- inn forseti Bæjarstjórnar Akureyrar til eins árs, með 7 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Freyr Ófeigsson var kjörinn 1. varaforseti í stað Áslaugar Ein- arsdóttur og Sigurður Jóhannes- son kjörinn 2. varaforseti. Ritarar bæjarstjórnar voru kjörnir þeir Gísli Bragi Hjartar- son og Heimir Ingimarsson en til vara þær Bergljót Rafnar og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir. Fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks skiluðu auðu í öllum tilfellum. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.