Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 03.06.1987, Blaðsíða 11
3. júní 1987- DAGUR - 11 Á hverju vori er haldin bekkjarkeppni í Barnaskóla Akureyrar í sundi og er keppt um „Snorrabikarinn“ svokall- aðar. Að þessu sinni sigraði 6. bekkur í 8. stofu. Mynd: rþb „Höldum uppbyggingu áfram“ - Fréttatilkynning frá starfsfólki Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmi? eystra Síðan menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, vék Sturlu Kristjánssyni, þáverandi fræðslu- stjóra, fyrirvaralaust úr starfi, þann 13. janúar sl. hefur starfs- fólk Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra (og fleiri aðilar) ítrekað lýst eftir gildum rökum fyrir þeirri ákvörðun. Slík rök hefur ráðherra ekki tekist að færa fyrir ákvörðun sinni, en þess í stað haft í frammi dylgjur og persónulegan óhróður í garð Sturlu Kristjánssonar auk ýmissa ummæla í garð starfsfólks skrif- stofunnar og vissra starfsstétta þar, sem telja má atvinnuróg af versta tagi, þegar sjálfur mennta- málaráðherra landsins opinberar hleypidóma sína og fáfræði með þeim hætti, sem þjóðin sjálf hef- ur orðið vitni að í fjölmiðlum undanfarna mánuði. Starf Sturlu Kristjánssonar á Fræðsluskrifstofunni var ekki einangrað og úr tengslum við störf annarra þar. Pví var hin gerræðislega ákvörðun ráðherr- ans um brottvikningu Sturlu um leið áfellisdómur á starfsemi skrifstofunnar yfirleitt. Ráðu- neytið hefur síðan lýst því yfir að sú hafi alls ekki verið ætlunin, ráðuneytið hafi ekkert út á störf starfsfólks að setja. Þar sem embættisfærsla er meira en starf eins manns, má síðan draga þá ályktun, að eitthvað annað hafi ráðið ferðinni þegar ráðherra tók ákvörðun sína um að víkja Sturlu frá. Það er því full ástæða fyrir starfsfólk að íhuga, hvort vinn- andi væri undir því ámæli, sem í ákvörðun ráðherrans fólst sem og seinni ummælum hans. Starfsfólk skrifstofunnar er ráðið af fræðsluráði umdæmisins og fyrir tilmæli þess var ákveðið að halda störfum áfram eftir þvf sem skil- yrði leyfðu. í kjölfar brottvikningar Sturlu Kristjánssonar upphófst mikil deila milli menntamálaráðherra/ menntamálaráðuneytis og fræðsluyfirvalda/skólamanna á Norðurlandi eystra. Sú deila er óleyst. Sem yfirmanni mennta- máía í landinu ber ráðherra að leggja sig fram um að leysa slíkar deilur og ekki síst þegar þær valda jafn alvarlegum trúnaðar- bresti milli 2ja afgerandi aðila í framkvæmd skólahalds og hér um ræðir. í yfirstandandi deilu hefur menntamálaráðherra alger- lega brugðist þessari skyldu sinni og þar með sýnt af sér vítavert ábyrgðarleysi. Við fullyrðum, að engar tilraunir hafi verið gerðar til að leysa þessa deilu og þaðan af síður reyndar til þrautar. Með því að setja sinn mann í fræðslu- stjórastarfið nú, gegn yfirlýstum vilja heimamanna og landssam- taka kennara og skólastjóra virð- ist ráðherra hafa fyrirgert mögu- leikum sínum til að ná fram friðsamlegri lausn þessarar deilu. Með setningu Ólafs Guðmunds- sonar skólastjóra á Egilsstöðum og fréttaritara Morgunblaðsins þar eystra, hefur menntamála- ráðherra enn á ný hundsað vilja heimamanna og sniðgengið 2 aðra umsækjendur, sem báðir hafa starfsreynslu og menntun umfram Ólaf Guðmundsson til fræðslustjórastarfsins. Við for- dæmum þessi vinnubrögð ráð- herrans. Við skorum á Ólaf Guðmundsson að taka ekki við setningu í fræðslustjórastarfið og gefa ráðherra þannig tækifæri til að finna friðsamlega lausn á yfir- standandi deilu. Við aðstæður sem þessar hlýt- ur starfsfólk Fræðsluskrifstofunn- ar að skoða sína stöðu, stöðu sem einkennist af því, að markvisst virðist hafa verið unnið gegn uppbyggingu þjónustu við skóla umdæmisins af hálfu miðstýrðs embættisvalds og ráðherra menntamála að þess ráðum. Fjölmiðlar og ráðherra hafa nánast verið að ætlast til þess að starfsfólk segði upp. Engar slíkar yfirlýsingar hafa komið frá starfs- fólki, en um þetta rætt innan- húss. Að íhuguðu máli höfum við ákveðið að leggja ekki árar í bát. Ef til vill mætti segja að við firr- um ráðherra pólitískri ábyrgð á vítaverðri embættisfærslu í þessu máli með því að halda störfum okkar áfram, en við erum starfs- fólk fræðsluráðs, sem hefur ráðið okkur til starfa. Samkvæmt lög- um um grunnskóla eru fræðslu- ráð gerð ábyrg fyrir stofnsetningu þjónustu við skóla umdæmis. Við þá ábyrgð hefur fræðsluráð N.e. alltaf staðið og í samræmi við það hefur formaður ráðsins ítrekað þau tilmæli til starfsfólks að það haldi störfum sínum áfram á sömu braut og hingað til. Fræðsluráð með Sturlu Kristjáns- son sem framkvæmdaaðila hefur háð margra ára baráttu til að ná núverandi þjónustustigi við skól- ana. Það væri ábyrgðarlaust af okkur að láta þá baráttu verða að engu vegna gerræðislegrar ákvörðunar eins ráðherra sem senn er á förum úr embætti. Við teljum okkur einnig sýna Sturlu Kristjánssyni og starfi hans í þágu skóla umdæmisins mesta samstöðu með því að halda áfram á sömu braut og láta ekki deigan síga. Við hvetjum fræðsluráð til að nýta þekkingu og reynslu Sturlu Kristjánssonar í þágu áframhald- andi uppbyggingu og þróunar skólastarfs í umdæminu. Akureyri 27. 05. ’87. Starfsfólk Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra. nærsveitir Nýtt Ftuglei5aumbo5 Umboðsmaður okkar á Grenivík er Haukur Ingólfsson, Túngötu 23, sími 33202. FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Laust starf Heilsdagsstarf í vélritun við embætti bæjarfógetans á Akureyri er laust til umsóknar. Umsóknir óskast sendar undirrituðum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 2. júní 1987. Elías I. Elíasson. Starfsfólk óskast Vantar röskar stúlkur, ekki yngri en 18 ára, til starfa nú þegar. Upplýsingar veittar á staðnum ekki í síma. AKUREYRl Skipagötu 14, Bílstjórí óskast Steypustöð Dalvíkur óskar eftir bílstjóra með meirapróf. Góð laun í boði. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 61231 og 61883. Starfsmaður óskast til framleiðslustarfa. Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum. Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Starfsstúlkur Starfsstúlkur óskast til afleysingastarfa í Þvottahús- inu Mjöll. Um er að ræða í hálft eða heilt starf. Upplýsingar gefa starfsmannastjóri KEA og for- stöðukona Þvottahússins Mjallar í síma 21400 Kaupfélag Eyfirðinga Bændur Eyjafirði athugið Verðum með sýningu á heyvinnuvélum, jarð- vinnslutækjum, dráttarvélum og Boða rafmagns- girðingum, hjá umboðsmanni okkar Díselverki, Draupnisgötu 3, föstudaginn 5. júní. Díselverk, Oraupnisgötu 3, Boðí hf, Kapplahrauni 18, sími 96-25700. sími 91-651800.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.