Dagur - 15.06.1987, Síða 12

Dagur - 15.06.1987, Síða 12
Hvað ertu bráðlátur? ^Pedíðmyndir’ Viltu fá myndirnar þínar eftir 3, 2 eöa 1 klukkustund? Til þjónustu reiðubúin. Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Starfsnám fyrir ófaglært iðnverkafólk: Stefnt að námi á Akureyri í haust í samningum samtaka iðn- verkafólks og atvinnurekenda í desember sl., var ákveðið að komið skyldi á starfsnámi fyrir ófaglært iðnverkafóik. Þetta er Dalvík: Rafmagns- lína slitin Síðla dags síðastliðinn flmmtu- dag varð rafmagnslaust í Svarf- aðardal um stund vegna þess að rafmagnslína fyrir sveitina sem Iiggur yfír veginn hjá Hrís- um við Dalvík var slitin. Um kl. 6 var Rafmagnsveitum ríkisins á Dalvík tilkynnt um raf- magnsleysið og kom þá í ljós að rafmagnsstrengurinn sem er í um 7 metra hæð yfir veginum hafði verið slitinn. Komið var rafmagni á sveitina með öðru móti uns við- gerð var lokið en það var um kl. 10. Töluvert tjón er af óhöppum sem þessum en á þessari línu er um 11.000 volta rafstraumur. Hjá lögreglunni á Dalvík fengust þær upplýsingar að ekki væri vitað með hvaða hætti línan slitnaði en ekki er ólíklegt að bílkrani hafi getað valdið þessu. Unnið er að rannsókn málsins. JÓH tímamótaákvörðun í iðnaðin- um, og er þegar hafín kennsla fyrir starfsfólk í húsgagna- og innréttingaiðnaði. Undirbún- ingur er víðtækur og felur m.a. í sér fræðslu starfsþjálfara. Þeir munu þurfa að sækja 8 vikna námskeið, auk þess sem þeir eiga að starfa í fyrirtækj- unum um tíma. Undirbúningur á Akureyri er skammt á veg kominn, en stefnt er að því að kennsla hefjist í haust. Gunnar Árnason deildarstjóri hjá Iðnaðardeild Sambandsins gaf okkur þær upplýsingar, að hvað þá varðar mun þeirra sta'rfs- fólki verða gefinn kostur á að fara á námskeiðin, og hljóta út á þau launaflokkshækkun, líkt og þekkist hjá fiskvinnsiunni. Nám- skeiðskostnaður verður að mestu greiddur af ríkinu, en starfsfólk mun þurfa að sækja þau utan vinnutíma. Námið verður bóklegt að hluta, en að mestu verklegt. Gunnar sagði að þeir væntu góðs af þessu. „Þetta var til þess að fataiðnaðurinn á landinu gat gengið að þessum samningum í desember, því hann þarf fram- leiðsluaukningu til þess að geta staðið undir kostnaði. Vonast er til þess, að með betri þjálfun fólksins verði framleiðslan meiri og betri.“ VG í gær var Sjómannadagurinn í tilefni þess fóru fram hefðbundin hátíðarhöld. Keppt var í reiptogi, stakkasundi, róðri og fleiru. A Akureyri fór róðrarkeppnin fram á laugardaginn og var spennandi eins og vera ber. I kvennaflokki sigr- uðu konurnar á frystihúsi Útgerðarfélags Akureyrar en karlarnir í áhöfn skuttogarans Margrétar sigruðu í karla- flokki. Steinull frá Sauðárkróki til stórfyrirtækis í USA?: „Verðtilboð frá Manville sennilega of lágt“ - segir framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar Skagafjörður: Fjós og hlaða í Villínganesi bmnnu Laust upp úr hádegi á föstudag kom upp eldur í fjósi og hlööu á bænum Villinganesi í Lýtings- staðahreppi í Skagafírði. Skepnum tókst að bjarga út úr fjósinu en slökkviliðið, sem þurfti um langan veg að fara, réð ekkert við eldinn og brann allt til kaldra kola. Ekki bætti úr skák að erfitt var fyrir slökkviliðsmenn að komast í vatn á staðnum. Unnið var að slökkvistarfi fram á kvöld við að moka afgangnum af 100 hest- burðum af heyi sem í hlöðunni voru út úr rústunum. Ókunnugt er um eldsupptök en jafnvel haldið að þau eigi rætur sínar að rekja til þess að hitnað hafi í moði í einum básnum. Hinar brunnu byggingar, sem voru gamlar, segjast ábúendur ætla að endurreisa á næstunni. þá Þegar aðalforstjóri og stjórn- arformaður Manville sam- steypunnar, sem er 40% eign- araðili að Kísiliðjunni við Mývatn, voru á ferð hér á landi nýlega sýndu þeir áhuga á kaupum á steinull frá Stein- ullarverksmiðjunni á Sauðár- króki, til nota í iðnaðarfram- leiðslu hjá Manville í Evrópu. Hér er verið að tala um við- skipti allt að 2 þúsund tonnum, sem nema rúmlega helmingi áætlaðrar framleiðslu Steinull- arverksmiðjunnar á þessu ári. Þórður Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar sagði framleiðsluna sem hér um ræðir vera svonefnda hráull, ull sem á eftir að herða. Þá hefðu þeir áhuga á að kaupa afskurð, sem í dag er hent. Á ári falla til 350 tonn af honum. Sagði hann það mundi taka riokkrar vikur að fara yfir alla þætti þessa máls; verð, framleiðslu, flutninga og hugsanlegar fjárfestingar vegna þessa verkefnis. „En ég vil taka fram, að þó að þessir aðilar hafi sýnt áhuga á þessu, þá erum við nánast daglega að skoða margs konar möguleika, sem allt eins geta orðið að veruleika og það er ekkert sem gefur ástæðu til að ýta undir bjartsýni um að af þessu verði. Vegna þess, án þess að búið sé að skoða þetta til hlítar, þá er verðtilboðið að mínu mati sennilega það lágt, að ég held að við munum ekki hafa teljandi áhuga á þessu. Okkar áhugi liggur í fullunninni vöru og það er á þeim nótum sem við fyrst og fremst viljum reyna að vinna okkur markaði,“ sagði Norðurland: Grasmaur í túnum viðvarandi vandamál Að sögn Ólafs Vagnssonar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar er grasmaur í túnum greinilega orðinn viðvarandi vandamál á Norðurlandi. Maur þessi þykir heldur óskemmtilegur gestur en hann leggst á grasblöð og sýgur þau þannig að þau visna upp og taka túnin þá á sig grá- leitan blæ. Menn hafa verið að verða varir við grasmaurinn á síðustu 5-10 árum en ekki er þó ólíklegt að hann hafí verið til staðar áður án þess að menn hafí áttað sig á hvað það var sem olii því að gras visnaði svona upp. Maurinn heldur sig gjarnan á sömu túnunum en þó hefur tekist að minnka hann eða eyða á nokkrum yjildum og nýjar hafa bæst við. Ólafur sagði vissar ytri aðstæður hafa áhrif á hve mikið maurinn næði að fjölga sér og sennilega hefði eitthvað slegið á hann í ákveðnum spildum á síð- asta ári. Þá var reynt að slá mjög snemma nokkur tún þar sem hans hafði orðið vart, en það minnkar næringu maursins og getur orðið til þess að egg hans nái ekki að klekjast. Svo virðist sem grasmaurinn sé fyrst og fremst vandamál á Norðurlandi þó hann þekkist annars staðar á landinu í mun minni mæli. Þá má geta þess að síðustu 10 árin hefur hann verið verulegt vandamál á Grænlandi. Þegar Ólafur var spurður til hvaða ráða bændur gætu gripið gegn þessum skaðvaldi sagði hann að því miður væri mjög erf- itt að fást við þetta. „Menn hafa reynt ýmis ráð eins og t.d. að slá snemma, þ.e.a.s. nokkuð fyrr en tún eru búin að ná fullri sprettu og treysta í staðinn á endurvöxt. Þetta hefur í nokkrum tilfellum reynst vel og það hefur komið eins út ef menn beita viðkomandi tún. Þessar aðferðir hafa hins vegar ekki reynst eins haldgóðar og vonast hafði verið til og því hafa menn verið að gera tilraunir með efni sem úðað er yfir túnin og þær virðast gefa nokkuð góða raun. Þetta er á tilraunastigi ennþá en þó er búið að flytja inn efni til að úða á stærri spildur þannig að frekari reynsla ætti að fást af því í sumar,“ sagði Ólafur Vagnsson. JHB Þórður Hilmarsson. Aðspurður um Bretlandsmark- aðinn, kvað hann það mál mundi skýrast á næstu mánuðum. Reyndar seldu þeir alltaf jafnt og þétt á Bretland. í næstu viku færu 20 tonn þangað og í síðasta mán- uði hefðufarið 15. Framkvæmda- stjórinn sem nú er á förum til Finnlands og mun halda í næsta mánuði til Englands sagði að unnið væri að nokkrum útflutn- ingsmálum. Steinullarsalan á innanlandsmarkaði hefur verið góð undanfarið, jöfn og þétt. -þá Dalborg til veiða á ný í þessari viku heldur Dalborg EA 317 frá Dalvík til veiða á ný eftir viðgerð og breytingar á skipinu sem staðið hafa yfír síðan í febrúar í vetur. Verkið var unnið í Slippstöðinni á Akureyri. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, sjávarútvegsfulltrúa KEA, stóðu vonir til að verkinu lyki fyrr, en ýmislegt hefur orðið til að tefja það. Smíðuð var ný brú á skipið, skipt um ljósavél og allan spil- búnað. Kristján sagði að Slipp- stöðin hefði gert tilboð í verkið upp á rúmar 40 milljónir en sennilega færi kostnaður eitthvað fram yfir það vegna ýmissa auka- verka. Þar sem skipið hefur verið svo mikið frá veiðurn er nánast allur kvóti þess eftir, um 1600 tonn, og er vonast til að skipið nái að veiða hann á árinu. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.