Dagur - 19.06.1987, Side 3
19. júní 1987 - DAGUR - 3
I gær var Dalborg EA 316 frá Dalvík afhcnt eigendum sínum á ný við hátíðlega athöfn í Slippstöðinni á Akureyri.
Allt frá því í febrúar hefur skipið verið þar í viðgerð en jafnframt hafa verið gerðar á því miklar breytingar. M.a.
var smíðuð ný brú á skipið, skipt um Ijósavél og allan spilbúnað. Sökum þess hversu skipið hcfur verið lengi frá veið-
um er nánast allur kvóti þess eftir en væntanlega tekst að fylla hann á árinu. Mynd rþb
Akureyri:
Óánægja með þjóðhátíðardagskrána
Margir hafa hringt hingað á
Dag og kvartað yfir því að dag-
skrárliðir í þjóðhátíðardagskrá
á Akureyri hafí fallið niður og
fólk því gripið í tómt. Hér er
sérstaklega átt við siglingar hjá
siglingaklúbbnum Nökkva og
skemmtisiglingu báts um
Pollinn. Við höfðum samband
við Stefán Gunnlaugsson,
gjaldkera KA en félagið sá um
skemmtidagskrána að þessu
sinni.
„Mér þykir fyrir því ef svona
hefur farið. Það kom fram í Degi
fyrir hátíðina að það ætti að vera
sigling að morgni þess 17. og það
stóð til. Hins vegar brást það og í
götuauglýsingum var þessi sigling
ekki auglýst. Mér er ekki kunn-
ugt um hvort að sigling hjá
Nökkva brást. Aðrir dagskrárlið-
ir tókust vel og vil ég þar sérstak-
lega nefna tónleikana á torginu
um kvöldið enda voru þar á ferð
þekktir skemmtikraftar og náðu
þeir upp góðu fjöri. Það má
kannski deila um hvort dagskráin
á íþróttavellinum hafi verið mjög
lífleg en það er ekki hægt að gera
svo öllum líki,“ sagði Stefán.
Tekið skal fram að ekki tókst
að hafa upp á Árna Freysteins-
syni í gær, en hann sá um fram-
kvæmd hátíðarhaldanna. JÓH
Landsmót '87:
Ný hljómplata
- með Skriðjöklum
í dag kemur út hljómplata með
Skriðjöklum á vegum lands-
mótsnefndar í samvinnu við
Samver hf. á Akureyri. Platan
er 12 tommu en tveggja laga,
og hefur Bjarni Hafþór Helga-
son sem er Húsvíkingur samið
bæði Iög og texta.
Upplag plötunnar er 2000 ein-
tök, og verður stærstum hluta
þess dreift í gegnum ungmenna-
félagshreyfinguna með því að
ganga í hús og bjóða hana til
sölu. Gerð hafa verið myndbönd
með báðum lögunum á plötunni
Annað hefur þegar verið sýnt í
sjónvarpi, en hitt mun bráðlega
koma fyrir sjónir almennings.
Skriðjöklar eru ein af fjórum
hljómsveitum sem leika munu á
landsmótinu. ___
BMX tilbod
Fengum nokkur 20”
BMX hjól á hlægilegu verði
Kr. 6.800.-
Tí/IioOií) sfendur aðcins
Takmarkað tnagn
Sendum í póstkröfu
SlMI
(96) 21400
Fasteignasala - Sími 26441
Hafnarstræti 108.
Sölumaður: Páll Halldórsson,
heimasíml: 22697.
Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson.
Aðalstræti: Lítið einbýlishús, (gamalt) endurnýjaö að hluta.
Hæð, ris og kjallari. Laust strax.
Þórunnarstræti: 5 herb. íbúð á efri hæð. Laus 1. október.
Okkur vantar allar gerðir húseigna á skrá.
Stofnfundur
Borgaraflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á
Akureyri í Gránufélagsgötu 49, uppi, iaugar-
daginn 20. júní ki. 2 e.h.
Kosið verður í stjórn félagsins.
Einnig verður kosið í kjördæmaráð.
Stuðningsmenn hvattir til að mæta.
Þingmennirnir Guðmundur Ásgeirsson
og Júlíus Sólnes mæta á fundinn.
U ndirbúningsnefnd.
BORGARAM
FLOKKURim
-flokkur með framtíðW
Samtök jafnréttis og félagshyggju
Stuðningsfólk!
Fundur um stjórnmálaástandið og bréf
Steingríms Hermannssonar verður haldinn
í Vín sunnudaginn 21. júní kl. 21.00.
Framsöguerindi:
Stefán Valgeirsson,
Pétur Þórarinsson.
Hópumræður: Stjórnandi Auður Eiríksdóttir.
Fundarstjóri: Bjarni Guðleifsson.
J-listinn.
Ný símanúmer
Frá og með 15. júní
Farpantanir 22000
Leigu- og sjúkraflug . 27900
Skrifstofur 27901
► Verkstæði 27902
fáL fluqfélaq
I-JLJJ noróurlands hf.
Akureyrarflugvelli
ATHUGIÐ
breytt síinaniíiuer
Nýia símanúmerið er
2TT72.2
(ðrelflg
Draupnisgötu 6.