Dagur - 19.06.1987, Qupperneq 5
19. júní 1987 - DAGUR - 5
mst - "í
.. ..
t—I
Erum með þessa
víðfrægu krabbasúpu
- Ingvar Jakobsson vert á línunni
Ingvar Jakobsson vert í Verts-
húsinu á Hvammstanga er á lín-
unni í dag. Um þessar mundir er
eitt ár síðan Vertshúsið hóf
starfsemi sína en til þess tíma
hafði ekkert hótel verið á
Hvammstanga.
- Hvernig gekk nú fyrsta árið
hjá ykkur?
- Það hefur náttúrlega verið
erfitt, mjög erfitt, það er ekki
hægt að segja annað. Nú vitum
við hins vegar hvernig þetta er,
markaðurinn og svoleiðis og við
höfum verið að þreifa okkur
áfram með ýmislegt í vetur.
- En er ekki bjart framund-
an?
- Það er bjart framundan í
sumar, það verður ekki annað
sagt, þetta er alla vega mikil
breyting frá því í fyrra.
- Var eitthvað í sambandi við
rekstur hótels á Hvammstanga
sem kom þér sérstaklega á
óvart?
- Ég veit ekki hvað skal
segja. Eftir sumarið í fyrra sá
maður hvað þetta tæki raun-
verulega langan tíma, þannig að
veturinn kom manni kannski
ekkert á óvart.
- Er mikið bókað fyrir
sumarið?
- Já, en það er aðallega í
mat. Það verður mikið meira
um hópa í mat en í fyrra.
- Verðið þið með einhverjar
nýjungar í sumar?
- Ekki við beint en það verða
ferðir héðan frá Vertshúsinu
tvisvar í viku, umhverfis Vatns-
nesið. Þetta eru svona hálfsdags-
ferðir.
- Hvað er margt starfsfólk á
Vertshúsinu?
- Við erum fimm í fullu starfi
og svo er lausafólk sem kemur
inn þegar á þarf að halda.
- Hefur verið svolítið um að
fólk leggi lykkju á leið sína um
hringveginn til að borða á Verts-
húsinu?
- Maður hefur fundið það
t.d. núna í maí og júní að fólk
gerir mun meira af því en áður
að koma hérna við. I vetur aftur
á móti þá var það helst að fólk
kæmi hingað út eftir ef veður-
spáin var eitthvað tvísýn. Fólk
virðist annars yfirleitt vera á
hraðferð eftir hringveginum og
er ekki mikið fyrir að fara neitt
út fyrir hann.
- En hvað með fólk úr ná-
grannabyggðarlögum ?
- Jú, jú það kemur töluvert.
Blöndósingar hafa t.d. verið
mjög duglegir að heimsækja
okkur.
- Fólk sem er á ferð t.d. í
sumarleyfi spyr gjarnan að því
hvort það sé bar á þeim gisti-
stöðum sem bjóðast, hvernig er
því háttað hjá ykkur?
- Við erum með allar veiting-
ar og höfum barleyfi.
- Hefur ekki verið lögð sér-
stök áhersla sjávarrétti á mat-.
,seðlinum hjá ykkur?
- Jú. Það er mikil útgerð
hérna og við reynum að vera
með allan þann fisk sem við
fáum nýjan. Úrvalið eykst alltaf
þegar bátarnir fara á úthafsrækj-
una svo réttirnir verða fiöl-
breyttari.
- / fyrrasumar bauðst fólki
að fara með ykkur að vitja um
krabbagildrur, á trillu. Verður
framhald á því?
- Já, ég er hérna með trillu
og ef fólk hefur áhuga þá getur
það fengið að fara með að vitja
um bæði krabba- og kuðunga-
gildrur sem ég er með. Við erum
með þessa víðfrægu krabbasúpu
og öflum hráefnisins sjálfir.
- Hvað er það svo annað en
gisting og matur á ágætu hóteli
sem fólki býðst á Hvamms-
tanga?
- Það er náttúrlega ýmislegt.
Ég get nefnt sem dæmi sund-
laugina sem verður opin frá
klukkan sjö á morgnana til tíu á
kvöldin alla virka daga og frá
10-17 um helgar. Svo er verið að
undirbúa smá púttvöll hérna fyr-
ir ofan, við hliðina á knatt-
spyrnuvellinum og tjaldstæðinu,
svona fyrir þá sem eru með
kylfurnar með sér.
- Mér skilst að í fyrra hafi
verin haldinn útimarkaður sem
tókst mjög vel. Hvernig fór það
fram?
- Það var Verslun Sigurðar
Pálmasonar sem stóð fyrir úti-
markaði og það tókst mjög vel.
Ég hef aldrei vitað annan eins
markað. Það voru ótrúlegustu
hlutir sem fólki bauðst að kaupa
þarna t.d. voru þar nautshausar
og svo saltfiskur, prjónadót,
leirmunir og fleira. Ég veit ekki
betur en að þetta verði endur-
tekið í sumar.
Og með það kvaddi ég vertinn
á Hvammstanga og óska honuin
góðrar veiði á krabba- og „túr-
istaveiðum" í sumar. G.Kr.
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis
Skrifstofan, Gránufélagsgötu 4, III. hæð er opin mánudaga
til föstudaga frá kl. 11.00 til 15.00.
Símatími er frá kl. 13.00 til 14.00 mánudaga til föstudaga.
Sími félagsins er 22506.
Fulltrúi Neytendasamtakanna á Akureyri er Steinunn S. Sigurðardóttir.
Argangur ’66
9. bekkur ’82 módel úr Glerárskóla ætlar í útilegu helg-
ina 20.-21. júní í Vaglaskóg.
Mætum öll hress.
Nánari upplýsingar:
Viddí sími 27151, Ingó sími 22273.
Verkstæðishúsnæði
128 fm til leigu.
Laust nú þegar.
Draupnisgötu 7m
96-23248 Pósthólf 535 602 Akureyri.
er opnuð til stangveiða
laugardaginn 20. júní
Veiðileyfisölu annast Sportvörudeild KEA.
Veiðileyfin skal staðgreiða við pöntun.
Athygli er vakin á að öll veiði er stranglega bönnuð
í landhelgi árinnar beggja vegna við ósinn,
Gáseyri og Óseyri.
Stjórnin.
Nýtt * Nýtt * Nýtt
Blómakönnur ★ Blómaskæri
Bómullarmottur, margir litir - margar stærðir.
Blómavasar ★ Kertastjakar ★ Könnur og glös.
Frábærar myndir og kort.
Verið velkomin.
KOMPAN
SKiPAGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI 96 25917
Kristján Guðmundsson leikur fyrir
matargesti föstudags- og laugardagskvöld.
Laugardagskvöld 20. júní
Dansleikur
Miðaldamenn
frá Siglufirði
halda uppi stanslausu fjöri til kl. 03.00.
Borðapantanir fyrir matargesti
hjá veitingastjóra í síma 22200.
Sunnudagur frá kl. 10-01
Hinir frábæru Stuðmenn
ásamt Adda rokk
halda áfram leitinni mikiu af hinum
eina og sanna látúnsbarka.
Látið skrá ykkur í þessa
stórskemmtilegu keppni.
Glæsileg verðlaun í boði.
HOTEL KEA
AKUREYRI