Dagur


Dagur - 19.06.1987, Qupperneq 6

Dagur - 19.06.1987, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 19. júní 1987 Menntaskólinn á Akureyri: 113 stúdentar útskrifaðir 113 stúdentar voru útskrifaðir frá Menntaskólanum á Akur- eyri á 17. júní. Fór athöfnin fram í Iþróttahöllinni og var hin hátíðlegasta i alla staði. Hófst hún með því að fluttur var konsert fyrir altsaxófón og voru það tveir nemendur skól- ans sem fluttu verkið. Það voru þau Oskar Einarsson sem lék á saxófón og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sem spilaði á píanó. Jóhann Sigurjónsson, skóla- meistari flutti ræðu og sagði m.a. að síðastliðið haust hafi 530 nemendur hafið nám í dagskóla og um 100 nemendur í öldunga- deild. „Afföll á haustannarpróf- um í janúar voru þau minnstu í mörg ár, en 11 nemendur hurfu frá námi í verkfalli kennara í mars. Það er sorglegt til þess að vita að brestir skuli komnir í fjör- egg þjóðarinnar vegna skilnings- leysis ráðamanna. Friður verður að ríkja í skólunum og þó svo að viss geðshræring og spenna verði alla tíð að vera í skólastarfinu, er Frá skólaslitum MA í íþróttahöllinni. Þar var margt um manninn eins og sjá má. Sólveig Ása Árnadóttir varð dúx MA að þessu sinni. Hún hlaut aðal- einkunnina 9,10. sú neikvæða spenna sem fylgir verkföllum til þess eins að fylla nemendur kvíða og vonleysi, uppgjöf.“ Jóhann sagði aðsókn að skólanum vera mjög mikla og á þessu vori þyrfti að neita tugum nemenda um skólavist og heima- vist næsta vetur. „Þessu veldur að sjálfsögðu húsnæðisskortur og þó svo að nú horfi bjartar með við- byggingar við heimavist og aukið kennslurými en gert hefur í mörg ár, mun enn líða langur tími þar til hið nýja húsnæði sesn er í undirbúningi, verður tekið í notkun. En við höfum alla tíð búið þröngt og hefur það frekar þjappað okkur saman en hitt.“ Nú í vor lætur Gísli Jónsson, kennari af störfum við skólann. Gísli hóf kennslu við MA árið 1951. Gísli sat lengi í bæjarstjórn Akureyrar og á Alþingi íslend- inga, í stjórnum ýmissa stofnana, hefur ritað mikið um íslenskt mál og kvennasögu og þannig mætti lengi telja. En fyrst og fremst var Gísli kennari við MA. Var Gísli sæmdur æðsta heiðursmerki skólans, gulluglunni. Þakkaði Gísli fyrir sig og sagð- ist að mestu hafa verið við MA frá 16 ára aldri og það hafi í einu orði sagt verið gaman. „Megi skólinn okkar lifa, blómgast og dafna,“ sagði Gísli. Það er hefð við skólann að jubilantar flytji ávörp við skóla- slit og svo var einnig að þessu sinni. Fyrir hönd 50 ára stúdenta flutti Andrés Björnsson ávarp, Aðalgeir Kristjánsson fyrir hönd 40 ára stúdenta, séra Þórhallur Höskuldsson fyrir hönd 25 ára stúdenta og Einar Birgir Stefáns- son fyrir hönd 10 ára stúdenta. Færðu þeir allir skólanum gjafir fyrir hönd sinna árganga. Að ávörpum jubilanta loknum brautskráði Jóhann 113 stúdenta og ávarpaði þá síðan. Sagði hann m.a. „í dag er að ykkur komið að leggja brot af ykkur sjálfum í handraða minninganna. Fyrir ykkur er þessi stund skilnaðar- stund, en samt eruð þið glöð. En gleðin er aðeins frelsissöngur, hún er ekki frelsi og gætið ykkur á, að fara vandlega með það frelsi sem þið nú öðlist sem full- tíða fólk. Munið að frelsi ein- staklingsins nær ekki lengra en að nefbroddi náungans.“ Athöfn- inni lauk með því að skólameist- ari sagði Menntaskólann á Akur- eyri slitið í 107. sinn. HJS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.