Dagur - 19.06.1987, Side 10

Dagur - 19.06.1987, Side 10
10 - DAGUR - 19. júní 1987 „Við skulum taka þá og rassskella" Við fórum þarna tveir, ég og Ólafur Einarsson, sem kallaður var Óli Hvanndal, sterkur maður. Þegar við höfðum rekið mennina úr portinu segir einn í hópnum: „Það er ljórtt ef við lát- um tvo lögregluþjónsræfla reka okkur úr portinu. Við skulum bara taka þá og rassskella þá!“ - og gengur í áttina til okkar. Þá fer að komast hreyfing á liðið og ég hugsa með mér: Hvað gerum við nú? Þá sé ég að Óli laumar hendinni niður í kylfuvasann, tekur kylfuna og slær í hausinn á stráknum sem var með lætin. Hljóðið var eins og byssuhvellur, ég hélt að það myndi brotna á honum hausinn. Strákurinn rek- ur upp öskur, grípur um hausinn og valhoppar suður alla götuna. Þá splundraðist hópurinn. En á meðan á öllu þessu gekk er ég að reyna að ná kylfu upp úr vasan- um! Þegar ég loksins náði kylf- unni voru allir farnir af götunni en ég elti einn uppi yfir á Skóla- balann og ég hefði ekki náð manninum nema hann hefði stoppað til að pissa. Maður hafði lesið íslendingasögurnar, og þar stendur að ef menn brugðu sverði urðu þeir að beita því. Ég lét því kylfuna vaða í rassinn á mannin- um og hann hætti náttúrlega við að pissa.“ „Hélt hann væri handIeggsbrotinn“ „Svo var það nokkrum árum seinna, að góður kunningi minn. Vestmanneyingur, hafði náð góðu taki á jakka andstæðings, og greinilegt var að ef einhver umbrot yrðu þá mundi hann rífa jakkann. Ég fer til hans og segi: Blessaður, slepptu manninum. Þú þarft ekkert að sýna að þú sért sterkari, þú veist það. Hann segir: Vertu ekkert að blanda þér í þetta, það er okkar á milli. Það var kominn hópur fólks þarna í kring, svo ég segi: Þú tekur þá afleiðingunum. Hann segir á móti: Ég er líklega maður til þess. Þá tek ég kylfuna og slæ á handlegginn á honum. Hann sleppti og gekk þegjandi burt. Svo hitti ég þennan mann næst, þegar báturinn sem hann var á kom inn. Þá sagði hann: Helv. beinið þitt, ég hélt ég væri hand- Ieggsbrotinn. Þess vegna sagði hann ekki neitt en þetta eru einu skiptin, sem ég hef þurft að beita kylfu.“ Múgæsing á Hótel Höfn sumarið 1959 - Viltu segja frá atburðunum í júlí 1959, þegar ólætin urðu við Hótel Höfn? „Það hefur margt verið ýkt í frásögum af þessum atburðum og þeir misskildir á marga vegu. A þessum árum höfðum við tvær kylfur, sem voru úr málmi og þannig útbúnar, að hægt var að setja inn í þær táragasskothylki. Þessi skothylki voru svipuð að stærð og Faunavindill. Maður hélt á þessu eins og kylfu og studdi á hnapp, þá púðraðist táragas fram úr kylfunni. Við höfðum notað þetta eitthvað til þess að dreifa smærri hópum. Ég man t.d. eftir því að við Jóhannes Þórðarson, sem nú er yfirlög- regluþjónn, vorum einu sinni saman niðri við síldarverksmiðj- una Rauðku. Þar voru nokkrir strákar, sem voru ansi baldnir, og Jóhannes fretar úr kylfunni á strákana. Ég fór strax inn í mökkinn og tók þann sem var vit- lausari, setti hann inn í bílinn og skellti hurðinni. Ég settist síðan undir stýri og ók af stað. Mig sveið í augun en það var ekki meira, og eftir klukkutíma voru áhrifin alveg horfin, þetta var nú ekki sterkara en það. En það sem gerðist við Hótel Höfn var, að við sáum fram á að landlega yrði. Við fórum fram á það við settan bæjarfógeta, en það var Ófeigur Eiríksson, góður kunningi minn, að áfengisútsöl- unni á staðnum yrði lokað. Sam- tal okkar var á þá leið, að Ófeig- ur sagði að lokum: Þið megið eMd verða hræddir þó það sé landlega framundan. Það fauk í mig, ég sagði ekki meira og lagði á. En ballið varð staðreynd, flot- inn kom allur inn áður en Ríkinu var lokað og menn komust yfir- leitt til að kaupa sér brennivín. „Bara hræðsla ef við tökum þessu ekki með ró“ Á Höfninni var haldið ball, því þar var eini staðurinn sem hægt var að nota til dansleikja. Menn slógust um að fá miða og miða- salan var mikil; sumir sögðu 400 og aðrir 500. Þeir, sem hafa kom- ið á Höfnina, vita, að þar er troð- fullt þegar 200 manns eru í hús- inu. En til okkar á lögreglustöð- ina komu nokkrir strákar, sem áttu að eiga frívakt um kvöldið, og buðust til að fara á vakt um kvöldið. Ég var varðstjóri og sagði nei, það er ekkert um að vera, ég hef orð Ófeigs fyrir því að það sé bara hræðsla ef við tök- um þessu ekki með ró. Við vor- um því fimm á vaktinni eins og venjulega. Svo er hringt í okkur og við beðnir um að taka nokkra gaura, sem séu búnir að brjóta stóra rúðu, sem snéri að götunni. Við fórum á staðinn og sáum að hér horfði til vandræða því fólk gekk inn og út um brotnu rúðuna, dyraverðirnir gátu ekki sinnt þessu. Það var þó nokkur þvaga við rúðuna og til að fá svigrúm til að komast inn - því það var líka allt vitlaust fyrir innan rúðuna - þá púðra ég táragasi á þá sem stóðu fyrir utan, á stéttinni. En þarna gerðist nokkuð, sem ég gat ekki séð fyrir. Loftræstingin í húsinu var þannig að ein stór rella var í ioftinu innarlega í saln- um og hún sogaði loftið, sem var við gluggann, inn í salinn, en brotna rúðan var eini opni stað- urinn á húsinu. Fólkiö hélt að kviknað væri í hótelinu Það greip mikil hræðsla um sig inni í salnum. Eg hef talað við menn, sem voru í salnum þegar þetta gerðist, og einn þeirra sagði að fólkið hefði haldið að kviknað væri í húsinu. Veturinn á undan hafði einmitt kviknað í Hótel Höfn og hótelhaldarinn og sonur hans létust af völdum bruna og reykeitrunar. Múgæði greip um sig og það ruddist hver um annan þveran til að komast út. Seinna heyrði maður frá fólki, sem var þarna, að bomburnar hefðu kom- ið veltandi inn eftir öllu húsinu. En það eina sem gerðist var í rauninni það að einu táragashylki var skotið fyrir utan húsið, en táragasblandað loft barst inn vegna loftstraumsins.“ - Fengu þá allir í salnum tár í augun? „Nei, þetta var ekki.það mikið. Fólkið fann lyktina af táragasinu og það var nóg. Hræðslan og æs- ingurinn var það mikill, að fólkið reyndi að ryðjast út, og þetta var auðvitað endirinn á ballinu. En þetta er gott dæmi um það hvern- ig múgæsing getur komið fram og þessi atburður varð frægur um allt land á sínum tíma, þetta er m.a. í Öldinni okkar í bindinu sem nær yfir árin 1951 til 1960.“ Undirritaður kvaddi Braga og þakkaði honum fyrir spjallið, fróðari en áður um lífið á Siglu- firði og starf lögreglumannsins á þeim árum, sem síldin réði svo miklu unt líf, örlög og afkomu fólksins á Norðurlandi. EHB athudið §Flóamarkaður verður föstudaginn 19. júní kl. 14.00-18.00 í sal Hjálp- ræðishersins að Hvannavöllum 10. Mikið af nýlegum unglingafatnaði og skóm. Komið og gerið góð kaup. Hjálpræðisherinn. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins „Framtíðin“. Spjöldin fást í Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer Helgamagrastræti 9, verslununum Skemmunni, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Allur ágóði rennur í elliheimilis- sjóð félagsins. Hálsprestakall. Fermingarguðsþjónusta að Hálsi n.k. sunnudag kl. 2 .e.h. Fermd verða: Jóna Guðrún Ármannsdóttir Vatnsleysu Valdís Árna Arnórsdóttir Þverá Kristján Óli Sverrisson Stórutjörnum Bolli Gústafsson. Ferðafélag Akureyrar Skipagötu 13. Jónsmessuferð verður farin nk. laugardag 20. júní út í Hrísey, litast um í eynni og grillað. Lagt verður af stað kl, 19.00 frá Skipagötu 13. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins sem er að Skipagötu 13, sími 22720. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Föstudaginn 19. júní kl. 14.00-18.00 flóamark- aður. Kl. 20.00 æskulýðsfundur. Sunnudaginn 21. júní kl. 20.00 almenn samkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir. Inn til hins nýja skipulagt undir forystu Krists. Opinber biblíufyrirlestur sunnu- daginn 21. júní kl. 10.00 í Ríkissal votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akur- eyri. Ræðumaður Bengt Hansen fulltrúi Varðturnsfélagsins. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar Jehóva. 75 ára verður nk. mánudag 22. júní Dagrún Jakobsdóttir frá Hlíð. Hún tekur á móti gestum laugar- daginn 20. júní að heimili sínu að Lögbergsgötu 5. ENGIN HÚS ÁN HITA Hreinlætistæki blöndunartæki baðinnréttingar og flísar Verslið við IJJIJlJlg ,agmann- DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Ferðafélag Akureyrar 4^ óskar eftir sjálfboðaliðum til gæslustarfa við sæluhús félagsins í Laugafelii í sumar. Upplýsingar veita: Guðmundur Björnsson. Vinnusími: 96-25200. Heimasími: 96-21885. Guðmundur Gunnarsson. Vinnusími: 96-22900 Heimasími: 96-22045. við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. MMC Galant árg. ’82 Verð 350.000. Range Roverárg. ’82 ek.77.000. Verð 900.000. Subaru 1800 station árg. ’84 ek. 14.000. Verð 480.000. MMC Lancer1500 GLX árg. ’84 ek. 35.000. Verð 350.000. I FRAMSÓKNARMENN Ífetíi AKUREYRI IIII Bæjarmálafundur verður mánudaginn 22. júní kl. 20.30 að Hafnarstraeti 90. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnar nk. þriðjudag. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN HJÁLMARSSON, Þormóðsstöðum, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 13. júní verður jarðsunginn frá Saurbæjarkirkju laugardaginn 20. júní kl. 15.00. Jarðsett verður að Möðruvöllum. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Krabbameins- félag Islands njóta þess. Valgarður Snæbjörnsson, Þormóður Snæbjörnsson, Sigurborg Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fiat Uno 60s árg. ’86 ek. 21.000. Verð 320.000. Lada Sport árg. ’86 5 gíra ek. 15.000. Verð 320.000. Ath. Breytt símanúmer í nýjum bílum 27015 og 27385.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.