Dagur - 22.06.1987, Side 5

Dagur - 22.06.1987, Side 5
22. júní 1987 - DAGUR - 5 Bygging við Hofsbót: Iþróttahöllin er hið glæsilegasta mannvirki eins og sjá má. Myndir: IM Mikið fjölmenni var viðstatt vígsluna. Samningur á lokastigi Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Verkfræðistofa ’ Norðurlands hafnað þeim þrem tilboðum er bárust við útboði þeirra á byggingu húss við Hofsbót á Akureyri. Það er mat manna að þetta séu óvenjuleg vinnubrögð, og bagaleg fyrir þau fyrirtæki sem tilboð gera þar sem dýrt sé fyr- ir þau að útbúa tilboðin. Hofsós: Líkamsrækt í fiystihúsi Fljótlega mun starfsfólki Hraðfrystihússins á Hofsósi gefast kostur á léttu leikfimis- prógrammi til að mýkja sig og liðka í vinnunni. Síðustu daga hefur Magnús Olafsson sjúkra- þjálfari frá Akureyri verið að útbúa prógram á myndbandi sem ætlað er starfsfólki hússins. Hólmgeir Einarsson verkstjóri í Hraðfrystihúsinu sagði Magnús sníða þetta prógram eftir aðstæð- um á staðnum og líklega færi fólk í þessar æfingar tvisvar á dag, um kaffileytið, en það hefði þó ekki verið ákveðið. Hólmgeir kvaðst vera mjög bjartsýnn á að þessi líkamsrækt ætti eftir að koma öll- um aðilum vel. Reynsla annarra húsa af þessu væri mjög góð og dæmi þess að vöðvabólga og aðr- ir kvillar sem þjáðu fólk hefðu horfið eins og dögg fyrir sólu. -þá Dagur hafði samband við Sigurð Hermannsson hjá Verk- fræðistofunni, og innti hann eftir því hvert næsta skref yrði hjá þeim hvað bygginguna varðar. Hann sagði að verið væri að semja við aðila um bygginguna, og ætti aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. Samkvæmt heim- ildum blaðsins mun þetta vera SJS, sem átti næstlægsta tilboð í bygginguna, eða tæpri miljón hærra en það lægsta. Hús þetta verður á fjórum hæðum og verður fatahreinsun á jarðhæð. Þrír til fjórir tannlækn- ar og tannsmíðaverkstæði verður á tveim hæðum og Verkfræðistof- an á einni hæð. Stefnt er að því að starfsemi hefjist í húsinu haustið 1988. Sigurður sagði að það væri matsatriði hvort þeirra kostnaðaráætlun hafi verið of lág, en tilboð SJS var 24% hærra en áætlunin sem hljóðaði upp á 13,7 miljónir króna. VG Hlutabréf í Amaro hf. til sölu Nánari upplýsingar veitir Brynjar Skarphéöinsson Lögbergsgötu 7, sími 96-23457 á kvöldin frá kl. 20.00-21.00. Til sölu MMC L-200 Pick up árgerð 1982. Bíllinn sem lítur mjög vel út er með veltigrind, spili og í honum eru góð hljómflutningstæki. Einnig fylgja bílnum stór og mikil vetrardekk á hvítum felgum. Verð 430 þúsund. Nánari upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson í síma 24222 á daginn og í síma 26367 á kvöldin. Málm- og tréiðnaðardeildir VMA: Aðsókn dræmari en venjulega - enn hægt að bæta við nemendum Að sögn Hauks Jónssonar, kennslustjóra á tæknisviði Verkmenntaskólans á Akur- eyri, getur skólinn .enn tekið við nemendum í máimiðnaðar- deild og tréiðnaðardeild, auk þess sem örfá sæti eru laus í grunndeild rafiðnaðar og vélstjórn. Haukur sagði aðsókn hafa verið heldur dræmari en þeir ættu að venj- ast en venjulegum umsóknar- fresti er nú lokið. Hefur því verið ákveðið að gefa lengri frest og vildi hann benda á að skrifstofan yrði opin fram til næstu mánaðamóta. Verkstæði málmiðnaðar, sem staðsett er að Eyrarlandshólti, er afar fullkomið og sagði Haukur að þangað hefðu komið skóla- rnenn af öllu landinu og verið sammála um að það væri það besta sem hér væri boðið upp á. Aðstaðan ein sér ætti því að draga nemendur að. „Annars er þessi samdráttur í málmiðnaðar- námi undarlegur því iðnaðurinn er öflugur hér í bænum og fyrir- tækin hafa beint nemendum sín- um hingað. Þeir sem liingað koma fá örugglega samning en hinir fá hann varla. í>á má einnig benda á að þeir sem læra hér fá ársstyttingu á námssamningi," sagði Haukur. Tréiðnaðardeildin er enn til húsa í gamla Iðnskólanum. Aðsókn að þeirri deild hefur ver- ið í nokkurri lægð síðustu ár en nú er mjög mikið að gera í tréiðnaði í bænum og sagðist Haukur eiga von á að það kæmi fram í aukinni aðsókn að deild- inni. Þessa dagana er verið að vinna að því hjá Iðnfræðsluráði að þeir sem Ijúki grunndeildum fái ákveðin starfsréttindi. „Það er nú frekar erfitt að orða hvað átt er við en það má segja að þeir verði eins konar sérhæfðir verkamenn, en þessir menn eru ntun betur staddir en menn sem eru ókunnir viðkomandi starfsgrein,“ sagði Haukur. Þeir sem hafa lokið iðnnámi geta haldið áfram námi á tækni- braut og lokið stúdentsprófi en það veitir réltindi til náms í Tækniskólanum eða Háskólan- um. Þá fara þeir sem ætla í iðn- rekstrarfræði á þessa tæknibraut. Enn er möguleiki að komast að á tæknibiautinni. JHB Bensínsláttuvélar, handsláttuvélar, hrífur, skóflur, kantskerar, gafflar, garðslönguhjól, garðslöngur, úð- arar, smágarðáhöld, runnaklippur, bílkústar, slöngutengi, hjólbörur, kústar, laufhrífur, greinaklippur, rósaskæri, rafhlöðugrasklippur, rafhlöðurunnaklippur, trimmer, garðaplast, útigrill og viðarkol, stigar, tröppur, útiblómaker, mal- arskóflur, HONDA-rafstöðvar, HONDA-vatnsdælur o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. MMWMW'ÍM Akureyri - simi 96-22233. GARÐVERKFÆRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.