Dagur - 22.06.1987, Síða 11
22. júní 1987 - DAGUR - 11
Jesendahornið________
Hræðilegt hve böm
eiga auðvelt með
að kaupa sér vín
íslandsmyndir
Mayers 1836
- Einstæð heimild um
íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út íslandsmyndir
Mayers í tilefni þess að árið 1986
voru 150 ár liðin frá því leiðangur
Paul Gaimards ferðaðist um
ísland í því skyni að rannsaka
!and og þjóð. Afrakstur ferðar-
innar var margvíslegur, m.a. þær
tæplega 200 myndir sem nú eru
gefnar út, sumar í fyrsta sinn á
Islandi. Svo til allar myndirnar
eru prentaðar í lit og hefur frú
Guðrún Rafnsdóttir handlitað
þær og notið tæknilegrar aðstoð-
ar Kristins Sigurjónssonar lit-
greiningarmeistara en fræðilegrar
leiðsagnar Fríðar Ólafsdóttur
lektors. Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur og Ásgeir S.
Björnsson lektor sömdu formála
og ítarlegar myndskýringar og er
textinn á íslensku, frönsku og
ensku.
íslandsmyndum Mayers fylgir
litprentað kver, Chants Islandis,
sem er ljósprentun á fágætu kveri
með kvæðum og ræðu sem flutt
voru Páli Gaimard til heiðurs í
veislunni góðu í Kaupmannahöfn
1839. í kverinu er einnig ritgerð
eftir dr. Finnboga Guðmundsson
landsbókavörð þar sem varpað er
nýju ljósi á kvæði Jónasar Hall-
grímssonar.
íslandsmyndir Mayers er 298
blaðsíður í allstóru broti, en
kvæðiskverið er 48 blaðsíður í
minna broti og báðar eru bæk-
urnar saman í öskju. Verkið í
heild er einstæð heimild um
íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð og um
leið sérstakt augnayndi og rómað
mjög fyrir fegurð og frágang.
Þannig kemst t.d. Sigurlaugur
Brynleifsson svo að orði í rit-
dómi: „Þetta er glæsileg útgáfa,
vönduð og vel unnin og er slík
útgáfustarfsemi „nostra laude
majus,“ ofar voru lofi.
Islandsmyndir Mayers 1836 er
sett og prentuð í Prentsmiðjunni
Odda og bundin þar og í Arnar-
felli hf. Litgreiningar voru unnar
í Odda. Hönnun öskju og spjald
annaðist Sigurþór Jakobsson en
prentlögn bókanna (layout) sáu
þeir um Kristinn Sigurjónsson og
Örlygur Hálfdanarson.
Aðalfundur
Tölvumið-
stöðvar fatlaðra
1. aðalfundur Tölvumiðstöðvar
fatlaðra var haldinn fimmtudaginn
21. maí 1987. Á fundinum var
kjörin ný stjórn og í henni sitja
eftirtaldir:
Ragnar Gunnar Þórhallsson
frá Sjálfsbjörg, landssamtök,
Noel Burgess frá Þroskahjálp,
landssamtök, Jóhannes Ágústs-
son frá Félagi heyrnarlausra, Páll
Svavarsson frá Styrktarf. lam-
aðra og fatlaðra, Ólöf Ríkharðs-
dóttir frá Öryrkjabandalagi
íslands, Arnþór Helgason frá
Blindrafélaginu.
Á fundinum var einnig kjörin
þriggja manna laganefnd, en
henni er ætlað að endurskoða lög
félagsins fyrir næsta aðalfund.
Eftirfarandi áskorun til
Öryrkjabandalags íslands og
Tryggingastofnunar ríkisins var
samþykkt.
Aðalfundur Tölvumiðstöðvar
fatlaðra, haldinn að Háaleitis-
braut 11-13 21. maí 1987 beinir
því til Öryrkjabandalags íslands
og Tryggingastofnunar ríkisins
að hraðað verði sem kostur er
gerð sérstaks búnaðar, þannig að
tölvur geti skilað af sér efni með
íslensku tali.
Til okkar hringdi móðir 13 ára
gamals unglings, og hafði hún
óskemmtilega sögu að segja.
Hún hefur fyrir því öruggar
heimildir, að börn og unglingar
13-14 ára gömul eigi bæði auðvelt
með að verða sér úti um vín og að
komast inn á skemmtistaði t.d.
Freyvang.
Barn hennar sem var fermt í
vor, hefur ásamt félögum sínum
og jafnöldrum, undanfarið leiðst
út í áfengisnotkun. Að kvöldi 16.
júní sl. var haldinn dansleikur í
Freyvangi, og hafði móðirin
spurnir af því, að hópur þessi ætl-
aði að fara þangað. Hún taldi sig
ekki þurfa að hafa af þessu
áhyggjur, þar sem aldurstakmark
er 16 ár, en ók engu að síður á
staðinn um kvöldið og fór inn.
Og viti ménn, inni var barn henn-
ar ásamt félögum sínum, og var
aðkoman óskemmtileg því þarna
lágu unglingar drukknir hér og
þar. Hún vatt sér að dyraverði og
spurði hvort ekki þyrfti að sýna
persónuskilríki við innganginn.
Hann svaraði því til að það væri
aðeins ef ástæða þætti til. Hjá
lögreglunni fékk hún þær upplýs-
ingar, að þeir sæju eingöngu um
hefðbundna löggæslu við svona
dansleiki, og gætu ekki sökum
mannfæðar sinnt verkefnum af
þessu tagi.
Annað er einnig hræðilegt.
Það er hversu auðvelt börnin eiga
með að verða sér úti um vín. Ein
„örugg“ leið að þeirra mati, er að
fara í Spilahöllina við Strandgötu
og biðja þar sér eldra fólk að
kaupa fyrir sig vín. Einnig höfðu
þau nýlega stöðvað mann fyrir
utan Sjallann og hafði hann farið
fyrir þau í Kjallarann og keypt
handa þeim vín.
Að þessu tilefni nefndi hún
niðurstöður könnunar um ungl-
inga í miðbæ Akureyrar sem
nýlega voru birtar. Hún vildi
meina að þær væru mjög óraun-
hæfar og spyr hvort það séu virki-
lega ekki margir foreldrar sem
eiga andvökunætur vegna barna
sinna. Eru þeir kannski það sljóir
að þeir sjái ekki að börnin þeirra
eru drukkin þegar þau koma
heim, eða vilja þeir ekki sjá það?
Er kannski ástandið á heimilum
það slæmt, og þá foreldrar sjálfir
e.t.v. of drukknir sjálfir til þess
að sjá vín á börnum sínum?
Það er bagalegt til þess að vita
að svona lagað viðgangist, og er
þessi saga sögð m.a. til þess að
vara aðra foreldra við.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hamarsstígur 30, Akureyri, talinn eigandi Friðný
Friðriksdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 17.00.
Uppboðsbeiðandi er: Sigurður G. Guðjónsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hafnarstræti 84, e.h. Akureyri, talinn eigandi Ari
E. Arason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 15.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Steingrímur
Þormóðsson hdl., Veðdeild Landsbanka (slands og Sigriður
Thorlacius hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hafnarstræti 88, 1. hæð, s-hl. Akureyri, þingl.
eigandi Stefán Sigurðsson, fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 14.40.
Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og siðara, á fasteigninni Hrafnagilsstræti 19, n.h. Akur-
eyri, þingl. eigandi Áslaug Jónsdóttir, fer fram í dómsal
embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 26.
júní kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Kaldbaksgata, skáli, A-hluti, Akureyri, þingl. eig-
andi Bílasalan h.f., fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 17.30.
Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Keilusiða 12b, Akureyri, talinn
eigandi Konráð F. Svavarsson, fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður
Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Grenilundur 15, Akureyri,
þingl. eigandi Haukur Þór Adolfsson, fer fram i dómsal
embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 26.
júní kl. 13.40.
Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Glerárgata 34, 3. hæð að aust., Akureyri, þingl.
eigandi Teiknistofan s.f., ferfram í dómsal embættisins Hafn-
arstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 16.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl„ Klemens
Eggertsson hdl., Sigurður G. Guðjónsson hdl., Búnaðarbanki
íslands, Helgi V. Jónsson hrl. og Iðnaðarbanki íslands h.f.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Norðurgata 47, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig-
andi Jóhann Kr. Sigurðsson o.fl., fer fram í dómsal embættis-
ins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl.
17.30.
Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Norðurverk
h.f., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri föstud. 26. júní kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Guðj-
ón Ármann Jónsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skarðshlíð 15b, Akureyri, þingl. eigandi Pétur
Gunnarsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Gisli Kjartansson hdl., Bæjarsjóður
Akureyrar og Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Smárahlíð 9g, Akureyri, þingl. eigandi Eyjólfur
Björnsson, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3.
hæð, Akureyri föstud. 26. júni kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Strandgata 61, Akureyri, þingl. eigandi Atli h.f.,
fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri föstud. 26. júní kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Smárahlíð 9d, Akureyri, talinn
eigandi Magnús Jónsson, fer fram f dómsal embættisins
Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 26. júní kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur B. Árna-
son hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.