Dagur - 22.06.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 22.06.1987, Blaðsíða 13
22. iúní 1987 - DAGUR - 13 Minning: Ý Frú Gunnhildur Ryel Fædd 25. júlí 1894 - Dáin 12. júní 1987 Við Zontasystur á Akureyri vilj- um minnast frú Gunnhildar Ryel með fáeinum orðum og þakka samfylgd um nokkurra ára skeið, þegar hún hafði enn áhuga og starfsorku og beitti kröftum sín- um í þágu ýmissa velferðarmála í Akureyrarbæ. Zontaklúbbur Akureyrar átti því láni að fagna að fá hana sem félaga árið 1950. Ekki löngu síð- ar var hún valin til að gegna for- mannsstarfi í þeirri nefnd innan klúbbsins sem kölluð er Nonna- nefnd. Var nefndinni ætlað að sjá um framkvæmdir á aðalverkefni klúbbsins, sem þá var á byrjun- arstigi: Að koma upp safni í minningu séra Jóns Sveinssonar „Nonna“ í Nonnahúsi. Að varðveita og gera við göm- ul hús svo þau haldi reisn sinni og nýtist ætluðu hlutverki er mikið vandaverk. Að svo vel tókst til sem varð með Nonnahúsið má óbeint þakka frú Gunnhildi því að hún fékk tengdason sinn, Stef- án Jónsson arkitekt, til að leggja á ráðin og leiðbeina í þeim endurbótum sem gerðar voru á húsinu. Starf Stefáns var mikið og allt látið í té án endurgjalds, en klúbbnum ómetanlegt. Heimili Gunnhildar, Kirkju- hvoll, var í næsta nágrenni Nonnahúss. Það var mikið glæsi- heimili, þekkt að gestrisni og höfðingsskap, sem við Zontasyst- ur fengum oft að njóta, bæði er gesti klúbbsins bar að garði og ekki síður er við sjálfar sátum fundi þar heima. Við minnumst með innilegu þakklæti þeirra Zontasystra, sem þá áttu heimili sín í Innbænum. Það voru þær Gunnhildur Ryel og Ragnheiður O. Björnsson. Við fengum svo oft hlýjar, ógleymanlegar móttökur á báð- um þessum heimilum þegar kom- ið var frá vinnu í Nonnahúsi, óupphituðu, veturinn 1957, en þá var undirbúningur þar á lokastigi fyrir opnun safnsins. Nonnahús var opnað með við- höfn þann 11. nóvember það ár. Þá flutti, ásamt fleirum, frú Gunnhildur ræðu og sagði frá uppbyggingu safnsins, en margir höfðu þar lagt hönd að verki. Síðan eru liðin 30 ár. Nafn henn- ar er skrifað stórum stöfum í sögu Zontaklúbbs Akureyrar. Árið 1962 flutti hún alfarin til Reykjavíkur og dvaldi þar til ævi- loka en áður en við sáum á bak þessari góðu og merku konu suð- ur samþykktum við hana sem heiðursfélaga í Zontaklúbbnum. Frá því leiðir skildu bárust klúbbnum mörg bréf og kveðjur frá frú Gunnhildi og allt fram til þess síðasta lifði áhugi hennar fyrir velferð klúbbsins og starfinu í Nonnahúsi. Við flytjum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Zontasystur í Zontaklúbbi Akureyrar. Við andlát ömmu minnar, Gunn- hildar Ryel, langar mig að skrifa nokkur orð í kveðjuskyni og minningu hennar. Hún íést að Hrafnistu f Reykjavík 12. júní sl. tæplega 93 ára, og hafði þá dval- ið á hjúkrunardeild Hrafnistu um hálfan annan áratug og notið þar góðrar umönnunar og hjúkrunar. Þessi síðustu ár var hún orðin nokkuð ellimóð; rúmföst, sjónin tekin mjög að daprast og heyrnin var henni svo til horfin. En hún var æðrulaus og hress í anda, skýr og minnug, og hafði lítinn áhuga á að tala um sambúð sína við elli kerlingu. Hún vildi fylgjast með, spurði frétta af fólki og atburðum líð- andi stundar og krafði mann óspart fregna af þjóðmálum og dægurþrasi. „Segðu mér nú einhverjar fréttir, er ekkert að gerast í þess- um stóra bæ?“, voru klassískar spurningar og maður varð að hafa sig allan við að muna til frá- sagnar hvað hafði nú verið að gerast. Reyndar var þetta kannski ekkert einkennilegt. Hún amma mín var vön að vera í hringiðu atburðanna öll sín manndómsár fyrir norðan. Amma ólst upp á Akureyri. Hún var dóttir Jakobínu Jakobs- dóttur, Snorrasonar frá Hálsi í Svarfaðardal, og manns hennar Anders Olsens, sem var sjómað- ur af norskum ættum, og var yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Þegar amma var á þriðja ári fórst faðir hannar með skipi sínu á Eyjafirði. Amma var þá tekin í fóstur af Christensenhjón- unum á Akureyri en Jakobína flutti með hin börnin til Noregs og settist þar að. Amma hélt sambandi við sitt fólk í Noregi og þau við hana og enn á ég ömmusystur á lífi þar. Amma var ekki lengi heima- sæta hjá þeim hjónum. Hún var aðeins 17 ára þegar hun giftist Baldvin Ryel, dönskum kaup- manni, sem þá var umboðsmaður Braunsverslunar á Akureyri. Þau eignuðust þrjár dætur og þrjá syni. Fyrstu árin voru þeim erfið á ýmsan hátt, afi veiktist, börnun- um fjölgaði, afkoman var á stundum óviss. En þetta breytt- ist, þeim búnaðist vel og 1934 reistu þau sér hús í Innbænum á Akureyri, á lóð sem þau keyptu af Ræktunarfélagi Norðurlands sunnan við gömlu kirkjuna og nefndu húsið Kirkjuhvol. Svein- björn Jónsson, byggingameistari, teiknaði og byggði húsið. Nú er þar Minjasafnið á Akureyri. Á mínum æskuárum hafði heimurinn tvær miðjur. Önnur var hér í Reykjavík, hjá foreldr- um mínum. Hin var hjá ömmu í Kirkjuhvoli. Hjá ömmu, segi ég, - afi var þar auðvitað líka og húsið yfir- leitt fullt af fólki, börnum, ætt- ingjum. vinum og vandalausum. En amma var þungamiðjan, hún stjórnaði heima, ekki endi- lega með boðum og bönnum og háværum tilskipunum, heldur oftar með augnaráðinu eða bara með því að líta undan, sem skild- ist alveg jafnvel og gerði sama gagn. Fyrir neðan Kirkjuhvol var þessi stóri trjágarður, sem gat breyst í frumskóga Afríku á augnabliki, fyrir ofan húsið í brattri brekkunni stór matjurta- garður með allt sem þurfti fyrir svanga landkönnuði, gulrætur og næpur, jarðarber og hindber. Meira að segja lítið lystihús búið húsgögnum fyrir fólk af minni stærð og hét Tívoli. Á þessum árum var yfirleitt alltaf sólskin á Akureyri og mér er næst að halda að hún amma hafi að miklu leyti staðið fyrir því. Amma tók virkan þátt í starf- semi kvenfélaganna á Akureyri, og vann með þeim að ýmsum málum, sem ég kann nú ekki að tíunda. En ég veit, að hún trúði á samtakamátt þeirra og saman hrintu þær í framkvæmd mörgu stórvirkinu á Akureyri. Ég held hún hafi aldrei haft neina umtalsverða trú á fram- takssemi karla til góðra verka. Þessi málefni voru henni jafn ofarlega í huga nú síðustu árin eins og fyrr. Hún spurði eftir Akureyri og Akureyringum, þótti vænt um að fá kveðjur það- an og hún spurði eftir garðinum sínum og trjánum. Þá kom það sér vel að muna, að þar var alltaf sólskin og geta deilt því með henni á ný. Fari hún í friði. Stefán Örn Stefánsson. Hjónin Robert Friðriksson og Rósa Gunnarsdóttir í verslun sinni. Akureyri: Reka myndbandaleigu og raftækjaverslun á sama stað Nú á vordögum tók til starfa ný raftækjaverslun að Glerár- götu 26 á Akureyri. Það eru hjónin Robert Friðriksson og Rósa Gunnarsdóttir og fjöl- skylda sem eiga og reka þessa verslun en fyrirtæki þeirra Naust hf. rekur einnig Mynd- bandaleigu kvikmyndahús- anna sem er á sama stað. Robert Friðriksson sagði í samtali við blaðið að ekki hefði verið vænlegt að reka mynd- bandaleiguna eingöngu og því réðust þau í að setja á fót þessa verslun, Rafnaust, sem selur ýmis raftæki svo sem myndbands- tæki, hljómflutningstæki, bíltæki, sjónvörp og fleira. Verslunin sel- ur aðallega vestur-þýsk tæki frá TEC og hefur jafnframt við- gerðaþjónustu fyrir þau. Að sögn Roberts hefur reksturinn gengið vel fram til þessa, enda ekki óskyldir hlutir myndbandaleigan og raftækjaverslunin. Robert er kunnur verslunarmaður hér í bæ, rak verslunina Akurvík hf. um tíu ára skeið. JÓH Tnfmi ..fg ' v; aSv]0&> KURjguil-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.