Dagur - 30.06.1987, Page 1
4ews\
Sumar- og
sportfatnaður
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
■N
Skólarúta frá Dalvík til Akureyrar:
Stefnt að daglegum
akstri í haust
- gæti lækkað kostnað skólafólks verulega
Þessa dagana er verið að senda
út tit skólafólks á Dalvík aug-
lýsingu um daglegan skólaakst-
Brú yfir Glerá:
Tilboði
Híbýlis
tekið
Bæjarráð hefur samþykkt að
taka tilboði Híbýlis um bygg-
ingu brúar yfír Glerá, en tvö
tilboð bárust í verkið.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp
á rúmlega 6.038.000. Tilboð
Híbýlis, sem var lægra var upp á
tæplega sjö milljónir, eða um
19% yfir kostnaðaráætlun, að
sögn Guðmundar Guðlaugssonar
bæjarverkfræðings.
Guðmundur sagði að miðað
væri við að verkið hæfist að lokn-
um vorflóðum í Glerá, en þau
eru mest á tímabilinu 15. júní til
15. júlí. Skiladagur er 10. októ-
ber. Brúarlengd milli stöpla er 17
metrar og heildarbreidd ei 13,50
metrar. Akreinar verða tvær, í
sína áttina hvor auk gangstétta
beggja vegna. mþþ
Aukablað um
fjórðungsmótið
Sérútgáfa fylgir Degi í dag, 30.
maí. Þessi útgáfa er tileinkuð
fjórðungsmóti norðlenskra
hestamanna sem haldið var á
Melgerðismelum um síðustu
helgi og er þar gerð ítarleg
grein fyrir mótinu í máli og
ntyndum.
ur til Akureyrar. Um er að
ræða skólafólk sem þarf að
sækja nám í framhaldsskólun-
um og háskólanum á Akur-
eyri. Unnið er nú við undir-
búning þessa skólaaksturs en
hann veltur mikið á því hve
margir munu hafa áhuga á því
að nýta sér þessa þjónustu.
Stefnt er að því að akstur geti
hafíst í haust.
Trausti Þorsteinsson, skóla-
stjóri á Dalvík og forseti bæjar-
stjórnar sagði í samtali við Dag
að hann gerði ráð fyrir að um 30-
40 manns frá Dalvík sæktu nám
til Akureyrar á næsta ári. Laus-
lega reiknað kostar einn vetur
um 200 þúsund krónur fyrir ein-
staklinginn þegar reiknuð er
húsaleiga, uppihald og bóka-
kostnaður. Reikna má með því
að kostnaður skólafólks verði
aðeins fjórðungur þessarar upp-
hæðar ef fólk getur farið með
rútu á milli.
Að sögn Trausta er hugmyndin
að kostnaður vegna þessa
aksturs, ef af verður, muni verða
greiddur að hluta af ríki og
bæjarfélaginu. Mætti þá hugsa
sér að ferða- og dvalarstyrkir sem
ríkið greiðir nemendum gangi
beint til niðurgreiðslu á akstrin-
um. Einnig kæmi bæjarfélagið til
með að greiða niður hluta kostn-
aðarins.
Ef skólafólk á Dalvík er tilbúið
til að nýta sér þennan akstur,
þarf að athuga fleiri atriði sem
tengjast þessu. Til þarf að koma
aðstaða fyrir skólafólkið á Akur-
eyri þar sem hægt væri að nýta
tímann til heimanáms meðan
beðið væri eftir rútunni. Einnig
hafa Dalvíkingar verið óánægðir
með snjómokstur milli Akureyr-
ar og Dalvíkur, en leiðin hefur
hingað til verið mokuð tvisvar í
viku. Ef aksturinn kæmi til, þyrfti
að óska eftir fleiri mokstursdög-
um svo og að leiðin verði mokuð
fyrr á morgnana. JÓH
Sér grefur gröf þótt grafi . . . Sigtryggur Jónsson, starfsmaöur Vatnsveitu
Akureyrar, lagfærir vatnsrör fyrir vökvunarkrana á Ráðhústorgi. Mynd: G.T.
Kjúklingaframleiðsla:
A.m.k. 300
tonnum of
mikil á
síðasta ári
Nokkrar birgðir eru nú fyrir-
liggjandi af kjúklingum sökutn
offramleiðslu á síðasta ári. Er
áætlað að framleitt hafí verið
a.m.k. 300 tonnum of mikið að
sögn Jónasar Halldórssonar,
formanns Félags kjtiklinga-
bænda.
Jónas sagði að búið væri aö
flytja út hluta af þessum birgðum
en það hefði ekki nægt til og því
væri samdráttur óumflýjanlegur.
Aðspurður hvort hann sæi fram á
offramleiðslu í ár sagðist Jónas
vonast til að búið yrði að jafna
þetta um áramót. Menn væru
almennt að loka núna og sumar-
frí yrðu lengri en vanalega.
Eins og kunnugt er varð ísfugl
fyrir miklum áföllum vegna sal-
monellusýkingar en Jónas sagði
að almennt hefði ekki dregið
mikið úr sölunni. „Við urðum
aðeins varir við að salan minnk-
áði eftir ævintýrið í Búðardal en
síðan hefur það jafnað sig. Ann-
ars hefur kjúklingasala á fyrri
hluta þessa árs ekki verið neitt
sérstök ef miðað er við uppsveifl-
una í kjúklinganeyslu á síðasta
ári,“ sagði Jónas Halldórsson.
JHB
Skólanefnd Akureyrar um kennaraíbúðir:
Leiga verði hækkuð
Skólanefnd Akureyrar sam-
þykkti nýverið á fundi að leiga
á kennaraíbúðum sem eru í
eigu bæjarins verði hækkuð á
næsta skólaári þannig að hún
samsvari hóflegri leigu á
almennum markaði.
Björn Jósef Arnviðarson, for-
maður skólanefndar sagði í sam-
tali við Dag að þær íbúðir bæjar-
ins sem leigðar hafi verið kennur-
um hafi verið leigðar þeim á
sömu kjörum og íbúðir sem
leigðar eru félagsmálastofnun.
Að mati skólanefndar er leigan á
þessu íbúðum of lág og verulega
undir markaðsverði. Því var sam-
þykkt að hækka leigu á íbúðun-
um og nota þá peninga til að
greiða niður leigu fyrir íbúðir
sem fengjust á frjálsum markaði.
Einnig yrðu þeir peningar sem
ella hafi farið í flutningsstyrki til
kennara notaðir til að greiða nið-
ur kennaraíbúðir í eitt til tvö ár
þannig að fleiri nytu góðs af þess-
um styrkjum.
Skólanefnd hefur aðstoðað
kennara sem sækja um stöður á
Akureyri við að fá húsnæði á hóf-
legu verði og sagði Björn Jósef
að í þetta skipti hefði gengið
mjög vel að útvega íbúðir fyrir
næsta vetur. þrátt fyrir mikil
þrengsli á leigumarkaðnum.
Tekist hefur að útvega sjö íbúðir
í viðbót við þær fjórar íbúðir sem
bærinn hefur til umráða. JÓH
Obilgjarnar kröfur Þorsteins
- komu í veg fyrir stjórnarmyndun
„Yið höfum lagt okkur mjög
mikið fram í þessum viðræð-
um, þrátt fyrir það að í upp-
hafí hafí kratarnir hvorki vilj-
að sjá okkur né heyra. Við-
ræðurnar hafa satt að segja
gengið þannig að þótt mjög
hafí dregið saman með okkur
og Alþýðuflokksmönnum
málefnalega, einkennast þær
að því að saman reyna hinir
að gera okkar hlut sem
minnstan,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráð-
herra í samtali við Dag í
gærkvöld.
Eins og kunnugt er fór Jón
Baldvin Hannibalsson á fund
forseta íslands í gær og skilaði
umboði sínu til stjórnarmynd-
unar. Hann lét í það skína að
einungis væri formsatriði að
ljúka stjórnarmyndun eins og
málum væri komið.
Steingrímur Hermannsson er
á öðru máli: „Ég hef leyft mér
að leggja til bæði ríkisstjórnir
með Þorstein og jafnvel Jón
Baldvin sem forsætisráðherra. í
því sambandi settu framsóknar-
menn ákveðin skilyröi snemma
í viðræðunum: Ef Jón Baldvin
yrði forsætisráðherra yrðu ráð-
herrar Alþýðuflokks tveir, þrír
hjá okkur og fjórir hjá Sjálf-
stæðisflokki. Ef Þorsteinn yrði í
forsæti fengju sjálfstæðismenn
jafn marga ráðherra og hinir
eða þrjá. Ég fór ekki fram á
mcira en saml hefur allt strand-
að á þessu. Ég veit að ég hef
komið meira til móts við sjálf-
stæðismenn og krata en mínir
flokksmenn almennt hefðu
kosið, en ég taldi það rétt í
stöðunni. Ég bauð það einnig,
að færum við með forystu í
ríkisstjórninni yrðu ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins fjórir en við
fengjum þrjá. Þeir höfnuðu því
en settu þess í stað fram kröfu
um þetta sama hlutfall auk þess
sem forsætisráðuneytið kæmi í
þeirra hlut. Það er varla hægt að
telja það sanngjarnt," sagði
Steingrímur.
Hann sagði að auk þess hefðu
framsóknarmenn tekið bæði
landbúnaðar- og heilbrigðismál-
in í sína umsjá, eftir að sjálf-
stæðismenn höfðu alfarið hafn-
að þeim, „sem er vissulega fróð-
leg afstaða út af fyrirsig," sagði
Steingrímur.
Það virðast því vera óbil-
gjarnar kröfur sjálfstæðismanna
sem fyrst og fremst standa í veg-
inum fyrir því að stjórnarmynd-
un takist á þessu stigi. BB