Dagur - 30.06.1987, Page 7

Dagur - 30.06.1987, Page 7
30. júní 1987 - DAGUR - 7 2,6 milljónum lítra hellt niður Á tímabilinu frá júní 1985 til árs- loka 1986 voru meira en 900 þús- und heimabruggunartæki afhent eða eyðilögð af frjálsum vilja, 2,6 milljónum lítra af ólöglegu áfengi var hellt niður. Á árinu 1986 voru yfir 130 þúsund manns dæmd af alþýðudómstólum og 70 þúsund hlutu hegningu lögum samkvæmt. Skráð voru 90 tilfelli, þar sem hópar manna höfðu orð- ið fyrir eitrun vegna drykkju á einhverjum óþverra, 200 manns höfðu látist. í sambandi við þetta var gerð viðbótarsamþykkt núna í júní „um ábyrgð vegna heima- bruggs“. Þessi samþykkt gerir ráð fyrir allháum sektum fyrir bruggun eða eign bruggunar- tækja, enda þótt ekki sé um neina sölu að ræða. Endurtekið brot telst glæpsamlegt athæfi og fyrir það er refsað með enn hærri sektum og betrunarhúsvinnu í allt að 2 ár. Það er einnig flokkað með glæpamálum, ef brotnar eru regl- ur um sölu áfengra drykkja í verslunum, veitingahúsum eða herbúðum. Auk betrunarvinnu og sekta missa þeir, sem hlut eiga að máli, rétt til að vinna í faginu næstu fimm árin. Enn þyngri refsingar liggja við því að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Og þá er ekki aðeins ökumönnunum refsað, heldur einnig þeim, sem vera kunna ábyrgir fyrir því að viðkomandi bifreið er í akstri. í stuttu máli sagt, þá hefur ver- ið hert mjög á löggjöf varðandi drykkjuskap í Sovétríkjunum. Engu að síður álíta Sovétmenn það mikilsverðast og árangurs- ríkast í baráttunni gegn áfenginu, að það viðhorf verði almennt, að það sé hinn eðlilegi lífsstíll að vera allsgáður. Lengi býr að fyrstu gerð Rannsókn á „sjúkrasögu“ alkó- hólista og stórdrykkjumanna leiðir í ljós, að 90% þeirra hafa vanist áfengi á barnsaldri eða á unglingsárum. Sú ályktun, sem af þessu má draga, er augljós: Það verður að kenna börnunum bind- indissemi. En það er ekki auðvelt að koma börnunum til að skilja, hversu hættulegt áfengið er. Á æskuárum hefur fólk ekki áhyggjur af heilsunni (tífaldri hættu á hjartasjúkdómum, skemmdum á maga, lifur, nýrum og öðrum líffærum), og ábend- ingar þessa efnis hafa því venju- lega engin áhrif. Við höfum því gert sérstakar athuganir á því, hvaða aðferð henti best hverjum aldurshópi, þegar fræða á um bindindismál. Árangur þessara athugana er sá, að útbúin hefur verið mismunandi uppsetning bindindisfræðslu fyrir gagnfræða- skóla, tækniskóla og mennta- skóla, en þessari fræðslu er ætlað að skapa skilning á bindindissemi hjá hinum ýinsu hópum; börnum, táningum og ungu fólki. Allt kerfi heilbrigðisfræðslunn- ar hefur verið endurbætt: Nýjar kennslubækur er verið að gera og kvikinyndir, sem eiga að vera auðskildar börnum á öllum aldri. Þeim er ætlað að skýra nákvæm- lega og greinilega hvers vegna jafnvel smáskammtar af áfengi geta verið hættulegur þröskuldur bæði andlegum og líkamlegum þroska og leiða til minni getu á íþróttasviðinu sem og í eðlisfræði eða stærðfræði. Sovéskir sér- fræðingar mæla með bindindis- fræðslu í skólum allt frá fyrsta degi til hins síðasta. Tilgangur þessarar fræðslu er einfaldlega sá, að fá börn til að átta sig á áhrifum áfengis á líkamann og skaðlegum afleiðingum af notkun þess. Þýðingarmest er að ná þeim siðferðisþroska, að neysla áfengis komi alls ekki til greina. Fylgifískur iðjuleysis Það er alkunna, að áfengi er fylgifiskur iðjuleysis (þess vegna fer ósjálfstætt fólk, sem ekki veit hvað það á að gera við frítímann, að drekka). Jafnframt er það viðurkennt, að takist allt frá fyrstu bernskuárum að vekja áhuga á íþróttum, listum og skapandi störfum almennt, og takist að veita börnunum tæki- færi til að beita hæfileikum si'num á þeim s.viðum, sem þau hafa áhuga fyrir, þá kemur það vanda- mál aldrei upp, að skortur sé við- fangsefna eða skemmtunar. Vegna hins umfangsmikla kerfis tómstundaheimila í Sovét- ríkjunum er auðvelt að ieysa þetta vandamál. Þar eru yfir 105 þúsund tómstundaheimili í sveitaskólum, tónlistarskólum, listaskólum og íþróttaskólum, æfingastaðir ballett-hópa. mið- stöðvar ungra verkmenntanema, hallir og hús æskulýðssamtaka. Af íþróttafélögum eru hundruð þúsunda og hópar áhugafólks um listir og fleira eru stofnsettir í gagnfræðaskólum og mennta- skólum. Öll börn geta orðið aðil- ar að þeim án tillits til búsetu eða þjóðfélagsstöðu foreldranna. Áróður í fjölmiðlum Auk þessa er nauðsyn að koma á fót öflugri bindindishreyfingu fullorðins fólks. í því skyni hefur.verið gripið til ýmissa ráða í Sovétríkjunum. Fjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp, eru með reglulega þætti, þar sem fram koma sovéskir sérfræðingar (öðrum fremur læknar), sem flytja erindi um lífeðlisfræði og sér í lagi líf- eðlisfræði barna. Þeir stjórna síð- an viðræðum við fólk, sem þegar er orðið foreldrar eða eru vænt- anlegir foreldrar. Enn hafa þó ekki verið notaðir allir möguleikar til fræðslu, sem hægt er að nýta, eins og t.d. við- ræður við fólk, sem kemur í heilsuverndarstöðvar til bólu- setningar. En nú hefur starfandi læknum og sérfræðingum í ýms- um greinum verið uppálagt að leggja sérstaka áherslu á áróður fyrir bindindi. Fræðsluaðferðin er tiltölulega lengi að skila árangri. Jákvæður árangur hennar sést ekki á stund- inni. Engu að síður er það ljóst, að ásamt þvf að almenningsálitið snúist gegn drykkjuskap, þá fjölgar þeim Sovétbúum sífellt, sem krefjast þess, að haldið sé í hemilinn á drykkjusiðunum. Fjórar og hálf milljón manna eru skráð sem alkoholistar. Unt það bil 500 þúsund fara í meðferð á hverju ári, og eru teknir af skránni, en álíka margir bætast við. Heilbrigðisþjónustan veitir þessu fólki margháttaða aðstoð. Læknar frá hinni sérstöku vímu- efnastofnun stjórna ekki aðeins meðferð alkoholista heldur finna þeir einnig, hverjir eru sjúkir, leita fyrirbyggjandi ráða og fylgj- ast með alkoholistum eftir meðferð. Fjöldi meðferðarheimila fer vaxandi. Flest eru þau sett upp við iðjuver eða verksmiðjur. Fólk getur verið þar á skipulögð- um lækningakúr, en stundað vinnu sína jafnframt. Að sögn sovésku sérfræðinganna næst með þessu móti miklu betri árangur af meðferðinni, flýtir fyr- ir þjóðfélagslegri endurhæfingu alkoholistanna og veitir þeint tækifæri til að reyna krafta sína við ný verkefni. Skyldumeðferð Það er ljóst, að ekki skilja allir þeir sem sjúkir eru, nauðsyn meðferðar. Þá, sem gerast sekir við lög vegna sjúkdómsins, er hægt að skylda til vistar í svo- nefndum lækninga-vinnubúðum og til að sæta meðferð þar. Fjöldi slíkra stöðva, fyrir þá, sem verst eru farnir af völdurn sjúkdóms- ins, fer einnig fjölgandi. Það er nokkuð harkaleg aðgerð að skylda menn til að fara í meðferð, en það er nauðsyn- legt. Eina ráðið til að koma í veg fyrir að slík tilvik eigi sér stað, er að nindra það að sjúkdómurinn komist á hátt stig, gera sér grein fyrir hve afdrifaríkur hann getur verið. Það er eitt þýðingarmesta verkefni vímuefnastofnunarinnar í landi okkar. Barátta gegn hvers konar fjöldafyrirbæri í þjóðfélaginu getur verið árangursrík, ef hún samrýmist vonum íbúanna og nýtur stuðnings þeirra. En þegar um er að ræða venjur eða siði þjóðar, sem eiga sér aldalanga sögu (eins og t.d. áfengisdrykkja) þá er stuðningur ekki nóg. Þá þarf stöðuga og virka þátttöku íbúanna til að leita lausnar á vandamálinu. Hin opinberu bindindissamtök okkar (TPS) hafa því hlutverki að gegna að sameina innan sinna vébanda þá, sem vilja algera útrýmingu áfengisneyslu, að fá áhugamenn til að vinna að því á hverjum tíma að fá fjöldann til að hætta áfengisneyslu, að skapa almenningsálit gegn því að drykkja sé þoluð eða eigi sér stað á vinnustöðum. Nú hafa aðildar- félög verið stofnsett á tveimur af hverjum þremur vinnustöðum, í menntastofnunum og íbúða- hverfum, þ.e.a.s. hvarvetna þar sem Sovétmenn lifa og starfa. Aðildarfélögin eru ábyrg gagn- vart héraða-, borga- og sveita- samtökum, síðan koma sambönd fyrir hvert lýðveldanna, sem loks standa öll að alríkissambandinu (TPS - All-Union Voluntary Teinperance Promotion Society). Það var ekki fyrir tilviljun, sem þetta nafn var valið samtökum okkar. Innan þess sameinast að- eins þeir Sovétborgarar 18 ára eða eldri, sem fylgja því fordæmi að afneita með öllu áfengisneyslu og beita sér fyrir bindindisáróðri. TPS vinnur ekki aðeins á þeim grundvelli að fá félagana til að berjast gegn áfengi, heldur einnig að því að kenna þeim, hvernig á að koma þeim tii aðstoðar, sem hafa orðið fórnarlömb áfengisins, og hvernig á að verjasl fyrir algeru afnárni drykkju þar sem fólk kemur saman, alls staðar þar sem TPS-félagar stunda vinnu eða nám. Annað markmið samtaka okk- ar er þátttaka í endurreisnar- starfi, sem miðar að því að bæta lífsháttu fólks í Sovétríkjunum og fylgjast betur með svonefnd- um „áhættufjölskyldum". TPS beitir sér ekki einungis fyrir öflugum áróðri gegn áfeng- isnotkun og kynnir þá reynslu, sem fengist hefur af bindindi víðsvegar um landið. Þar scm TPS eru fjöldasamtök, þá starfa þau t.d. mjög að því að fá opin- berar reglur um áfengissölu hert- ar og útrýmingu leynivínsölu og heimabuggs. Félagarnir geta kært fólk fyrir brot á áfengislöggjöf- inni og krafist refsinga. Forvamarstarf TPS starfar í nánum tengslum við menningarstofnanir. Farið er í heimsóknir þangað og höfð milli- ganga um að koma gestum í sam- band við stofnanir, sem skipu- leggja frítíma þeirra. En klúbbar og menningarstofnanir ýmsar eru mjög mörg í Sovétríkjun- um. Þá tengist lausn áfengisvanda- málsins því, að tómstundafélög fólksins, og þá einkum unga fólksins, verði bætt og þar unnið eðlilegt og skapandi tómstunda- starf. Félagar í TPS eru sífellt að berjast fyrir fjölbreytni í menn- ingarstarfsemi, íþróttum og heilsurækt, í skólum, heimavist- um, stofnunum og vinnustöðum. Annað verkefni samtakanna er að leita uppi fólk, sem býr yfir hæfileikum til að hafa hafa frum- kvæði að stofnun félaga, þar sem fólk með sömu áhugamál getur komið saman. Það er ljóst, að TPS þarf á stuðningi annarra að halda. Enda þótt við höfunt ákveðnar tekjur, sem annars veg- ar fást með frjálsum framlögum (frá verkalýðsfélögum, öðrum samtökum og einstaklingum) og hins vegar með félagsgjöldum (inntökugjald og fast árgjald) þá nægir það engan veginn til að standa fyrir byggingu leikvalla eða kosta framleiðslu kvikmynda til notkunar í baráttunni við áfengið. En svo er fyrir að þakka, að í starfsemi sinni nýtur TPS góðs af trausti grundvallarsamtaka, eins og verkalýðssamtakanna, ungra kommúnista, heilbrigðisráðu- neytisins og Vísindaakademíunn- ar, og vinnur því ekki eitt og sér heldur í árangursríku samstarfi við ríkisvaldið og stofnanir, sem liafa yfir fjármunum að segja. Þannig hefur við gerð áætlana á sviði fjármála og félagsmála tek- ist að fá aukin framlög til bygg- ingar kvikmyndahúsa, menning- arhalla, félagsheimila, bóka- safna, íþróttamiðstöðva og mat- vöruverslana, einkum í nýjum íbúðahverfum og í dreifbýli. Vaxandi áhersla er lögð á gurð- rækt og garðyrkjustofnanir. Tekst á skömmum tíma að ná árangri í baráttunni við drykkju- skap? Kannanir á ástandinu, eins og það er nú, benda til þess, að aldagamlir drvkkjusiðir séu komnir á undanhald síðan tekið var að berjast gegn þeim um allt landið. Ótrúlegur árangur Margt mætti nelna þessu til sönnunar, þó að einstök dæmi segi auðvitað ekki alla söguna. Það mikilsverðasta er jákvætt viðhorf og alrnenn tilhneiging til að minnka áfengisneysluna, sem greinilega hefur sagt til sín upp á síðkastið. Og hver er árangur- inn? Meðal annars sá, að frá því í júní 1985 til sarna tíma á þessu ári hafa 23 prósent þeirra, sem áður stunduðu áfengisdrykkju heitið því af frjálsum vilja að forðast áfengi og lýst því yfir, að þeir vilji vera bindindismenn. Frjálsu bindindissamtökin, TPS, hafa nú innan sinna vébanda 14 milljónir manna í 422 þúsund aðildarfélögum. Miðstjórn TPS gefur út máðar- rit, sem ber heitið Bindindi og menning. Upplagið er nálægt einni milljón eintaka. Alls staðar hefur verið lögð áhersla á eflingu bindindis og að skapa andúð á drykkjuskap. Eins og áður hefur verið tekið fram, þýðir það bætt siðferði í landinu, edir vinnusemi og almannafrið. Á árinu 1986 var alkoholneysl- an aðeins helmingur þess, sem hún var 1984 (hafði minnkað úr 8,7 lítrum af hreinum vínanda á mann í 4,4 lítra), útgjöld þjóðar- innar til áfengiskaupa höfðu minnkað um 10 milljarða rúblna. Tala þeirra, sem teknir voru inn á sérstakar afvötnunarstöðvar hafði minnkað um þriðjung, afbrotum, sem tengdust áfengis- neyslu, hafði fækkað unt 26%. Þá gerðist það í landi okkar, að í fyrsta skipti um langan tíma lækkaði dánartíðni - úr 10,6 í 9,7 á hvert þúsund íbúa. Fæöingar- tíðni jókst úr 19,4 á þúsund íbúa 1985 í 19,9 á þúsund 1986. í fyrsta skipti á tíu árurn hækkaði meðalaldur þjóðarinnar. Hann er nú 69 ár. Göfugt réttlætismál Þann 2. maí á þessu ári gaf mið- stjórn Kommúnistaflokksins út skýrslu um árangurinn af sam- þykkt flokksins um baráttu gegn drykkjuskap og alkoholisma. Þar er lögð áhersla á það, að sú reynsla, sem fengist hefur síðustu tvö árin, staðfesti það, að mark- mið okkar sé raunhæft - að útrýma drykkjuskap og áfengis- sýki. Landsmenn allir styðja einum rómi það starf, sem unnið er á þessu sviði. Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna telur að útrýming drykkju- skapar og áfengissýki sé verkefni, sent hafi mikla stjórnmálalega þýðingu, sem einn þáttur í „per- estroika" (endurreisn), þáttur í því verki, sem unnið er til að hreinsa hið siðferðilega andrúms- loft í okkar sósíalíska þjóðfélagi. Það göfuga réttlætismál að gera bindindi eðlilega lífsreglu hjá sovésku þjóðinni ntun áreiðan- lega verða sigursælt. (Ræðan cr örlítiö stytt í þýðingu. - P.J.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.