Dagur - 30.06.1987, Síða 12
fl!) PIOMEŒR BÍLTÆKl OG HÁTALARAR
Menntaskólinn á Akureyri:
Vonast til að stækkun
heimavistar hefjist 1989
- rúmum fjölgað úr 150 í 210
Nú er Ijóst orðið að í ár þarf að
neita um það bil 70 nemendum
Menntaskólans á Akureyri um
pláss á heimavist skólans. Það
er löngu orðið Ijóst að þörf er
stærri heimavistar við skólann
Hofsjökull
safnar
freðfiski
Flutningaskipið Hofsjökull
hefur nú um nokkurt skeið far-
ið umhverfis landið á fjögurra
vikna fresti í þeim tilgangi að
safna freðfiski hjá frystihúsum
Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús-
anna. í gær kom skipið til
Akureyrar frá Ólafsfirði og
þaðan hélt það vestur um til
Siglufjarðar og Sauðárkróks.
Ferð þessi hófst um helgina og
fyrst var komið á Austfjarða-
hafnir. Síðasta ferð, á undan
þessari, var farin í byrjun júní og
sú næsta hefst 23. næsta mánað-
ar. Ferðinni lýkur í Vestmanna-
eyjum og þaðan fer skipið til
Bandaríkjanna en birgðastaða á
íslenskum fiski hefur að sögn
Birgis Ómars Haraldssonar
útgerðarstjóra Jökla hf. aldrei
verið verri en einmitt núna.
Birgir sagðist vonast til að hægt
yrði að fylla skipið en það tekur
um 2700 tonn af frystum fiski. Á
Norðurlandi er reiknað með að
fáist um 800 tonn. ET
Skipadeild
Sambandsins:
Ferðir til
Akureyrar
einu sinni
í viku
Um síðustu helgi var á Akur-
eyri leiguskip Sambands
íslenskra samvinnufélaga. Það
var að losa vörur frá Reykja-
vík, en nú er hafið þriggja
mánaða reynslutímabil Sam-
bandsins á strandflutningum.
Er Dagur hafði samband við
Jón Daníelsson hjá skipadeild
Sambandsins, tjáði hann okkur,
að fyrst og fremst yrði um að
ræða vörur frá Reykjavík til
Akureyrar og myndu ferðir verða
einu sinni í viku. Farið verður frá
Reykjavík á mánudagskvöldum
og losað á Akureyri á miðviku-
dagsmorgnum. í bakaleiðinni
yrði síðan lestaður frosinn fiskur
í veg fyrir Jökulfell sem síðan
yrði losaður í Reykjavík. Jón
sagði ennfremur, að teknar yrðu
vörur á þær hafnir sem lesta fisk,
ef það hentaði.
Hingað til hafa það aðallega
verið Eimskipafélag íslands og
Ríkisskip sem séð hafa um
strandflutninga. VG
og ekki síst er þörfin knýjandi
þegar ástand á leigumarkaöi er
eins og það er samhliða til-
komu nýrra skóla.
Mörg undanfarin ár hafa stað-
ið umræður um byggingu nýrrar
heimavistar á Akureyri og hefur
þá gjarnan verið talað um sam-
eiginlega vist fyrir framhaldsskól-
ana báða og nýjan háskóla. Að
sögn Jóhanns Sigurjónssonar
skólameistara MA er líklegast
eins og málin standa núna að
skólinn standi einn að byggingu
heimavistar.
Mál þetta er enn á algjöru
frumstigi en að sögn Jóhanns er
reiknað með nýrri álmu vestan
núverandi heimavistar, með um
100 rúmum, í eins og tveggja
manna herbergjum. Samhliða
þessu yrði þá sennilega rýmkað
eitthvað til í núverandi húsnæði
þannig að um 40 tveggja manna
herbergjum verði breytt í eins
manns herbergi. Þannig yrði
nettófjölgun plássa um 60, úr um
150 í 210.
Undirbúningsvinna og kostn-
aðaráætlun verða unnin í sumar
og haust en til þess hefur fengist
fjárveiting að upphæð 300 þús-
und krónur. Jóhann sagðist síðan
vonast til að hönnun gæti farið
fram á árinu 1988 og fram-
kvæmdir hafist 1989. Fram-
kvæmdahraði ræðst síðan af fjár-
veitingum.
Samkvæmt frumvarpi til laga
um framhaldsskóla er gert ráð
fyrir því að heimavistir séu þann-
ig byggðar að þar sé hægt að reka
hótel yfir sumartímann, og því
mun verða haft samstarf við
ferðamálaaðila um hönnun.
En það er fleira en herbergja-
skipan sem myndi breytast með
nýrri byggingu. Miðað við núver-
andi hugmyndir mun aðalanddyri
heimavistarinnar verða í tengi-
álmu, vestan núverandi vestur-
álmu. Einnig eru uppi hugmyndir
um tilfærslu á bókasafni, mötu-
neyti og eldhúsi og einnig um
sameiginlegan rekstur skólanna,
sjúkrastofnana og fleiri aðila á
þvottahúsi. ET
Hið nýja og glæsilega frystihús á Raufarhöfn, sem vonir standa til að tekið verði í notkun snemma í vetur. Mynd: vg
Er lögreglan bótaskyld?
- Bíll skemmdist þegar lögreglumenn reyndu að opna hann
Lögreglan á Akureyri hefur átt
gríðarlega annríkt við að opna
bíla sem ökumenn hafa læst og
skilið lyklana eftir innandyra.
Yfirleitt hefur þetta gengið
átakalaust fyrir sig en þó fékk
íögreglan kvörtun um daginn
frá bifreiðareiganda sem taldi
að lögregluþjónar hefðu
skemmt bílinn sinn þegar þeir
voru að opna hann með þeim
aðferðum sem beitt er í slíkum
tilvikum.
Varðstjóri sem talað var við á
dögunum sagði að þetta mál gæti
orðið til þess að lögreglan hætti
að sinna bíleigendum sem hefðu
læst sig úti því illt væri að eiga
skaðabótakröfur yfir höfði sér
fyrir greiðviknina. Erlingur
Pálmason yfirlögregluþjónn taldi
hins vegar ekki stætt á því að
hætta þessari þjónustu, enda
þörfin brýn, og tilfelli sem þetta
væri algjör undantekning.
Erlingur var spurður um for-
sögu og hugsanlega lausn þessa
máls. „Það er sannað mál að kon-
an sem á þennan bíl og skildi
lyklana eftir inni í, hafði sagt að
hún ætti aðra lykla á Dalvík og
hún bað okkur fyrir alla muni að
vera ekki að reyna að opna bílinn
ef hætta væri á skemmdum. Til-
raunum var hins vegar haldið
árangurslaust áfram. Þegar hurð-
in loks var opnuð kom í ljós að
pakkningin hafði skemmst,“
sagði Erlingur.
Hann sagði að Iíklega myndi
málið leysast á þann veg að lög-
reglan bætti tjónið. Þetta hefði
Hafnarframkvæmdir á Akureyri:
„Bmsinn“ bíður fyllingar
Lenging á viðlegukantinum við
Slippstöðina á Akureyri vegna
fyrirhugaðrar flskihafnar er nú
langt komin. Kostnaður við
hafnarframkvæmdir á Akur-
eyri á þessu ári verður um 30
milljónir.
Á enda slippkantsins cru rekin
niöur stálþil sem mynda hring á
enda hans, svokallaðan „brúsa“.
Brúsinn veröur síðan fylltur upp
með möl og steypu og gengið frá
iögnum. Kanturinn lengist um
30-35 metra til austurs.
Síðar á árinu eða í byrjun
næsta árs er að sögn Guömundar
Sigurbjörnssonar hafnarstjóra
fyrirhugað að hefja framkvæmdir
við grjótgarð norður frá Togara-
bryggjunnt-en hann yrði þá aust-
an fiskihafnarinnar nýju. Á næsta
ári er svo stefnt að því að reka
niður stálþil innan við þennan
garð.
Aðrar framkvæmdir á vegum
hafnarinnar eru frágangur á lögn-
um og rnalbikun í Sandgeröisbót,
fyrir um 3 tnilljónir, og einnig
frágangur á Höepfnerstanga fyrir
um 600 þúsund og frágangur á
raflögnum við hafskipabryggjuna
á Oddeyrartanga. Engar dýpkun-
arframkvæmdir eru fyrirhugaðar
í ár. ' ET
Unnið vift „Brúsunn-
verið sérstakt tilfelli því þeir
hefðu verið beðnir um að hætta
ef illa gengi. Málið horfði öðru-
vísi við þegar ætti að reyna til
þrautar að opna bíla. í þessu til-
felli voru hins vegar til varalyklar
og sökin lögreglunnar að hætta
ekki fyrr. SS
Tankbílar KEA:
Fluttu 90
þúsund
lítra af vatni
á Melana
Tankbílar Mjólkursamlags
KEA þeysast flcsta daga um
sveitir Eyjaljarðar í þeim til-
gangi að sækja mjólk hjá kúa-
bændum á svæðinu. En það er
fleira en mjólk sem flutt er á
bílunum góðu.
Eins og komið hefur fram í
blaðinu lauk um helgina Fjórð-
ungsmóti norðlenskra hesta-
manna á Mclgerðismelum í Eyja-
firði. Á mótinu voru um 3000
manns'og eins og gefur að skilja
þarf töluvert vatn handa öllum
mannskapnum.
Á föstudag og laugardag fluttu
bílar samlagsins alls um 90 þús-
und lítra af vatni'fram á Mela þar
sent því var komið fyrir í gömlum
brunni til nota fyrir mótsgesti.
Að sögn Júlíusar Kristjánssonar
hjá mjólkursamlaginu hefur það
áður komið fyrir að tankbílarnir
hafa flutt vatn. Aðallega hefur
það þá veriö fvrir bændur scm í
þurruiv", sumrum hafa orðið uppi-
skroppa tneð þennan bráðnauð-
synlega vökva. ET