Dagur - 20.07.1987, Síða 12

Dagur - 20.07.1987, Síða 12
Hvað ertu bráðlátur? ^Pedíomyndir^ Viltu fá myndirnar þínar eftir 3, 2 eða 1 klukkustund? Til þjónustu reiðubúin. Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Lögreglan: Slysalaus helgi Engin slys voru í umferöinni um helgina og lögreglumenn hér á Norðurlandi voru sam- mála um að helgin hafi verið mjög róleg. Árni Magnússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði að aðeins hafi orðið einn árekstur um helgina en engin slys á fólki. Sex manns fengu að gista fanga- geymslur lögreglunnar og einn ökumaður var stöðvaður fyrir ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur. í gær voru lögreglumenn að fylgjast með umferðinni í ná- grenni Akureyrar en umferð var nokkuð mikil en ekki varð vart við hraðakstur. í Ólafsfirði var dansleikur á föstudagskvöld og að sögn lög- reglu fór hann friðsamlega fram. Á fimmtudag varð óhapp í Ólafs- fjarðarmúla er bifreið lenti á steini og eyðilagði tvö dekk og felgur en að öðru leyti hefur umferð á þjóðvegum gengið vel. Jón Kristinsson, hjólreiðakappi: Kominn á leiðarenda - eftir 600 km ferð Á föstudaginn kom Jón Krist- insson, hjólreiðakappi til Reykjavíkur á hjóli sínu og hafði þar með lagt að baki 600 km en þessi ferð var, sem kunnugt er, farin til að safna fé til byggingar Sels 2 á Akureyri. Davíð Oddsson, borgarstjóri tók á móti Jóni á Lækjartorgi og við það tækifæri færði Jón borg- inni lurk að gjöf til minningar um að hann hjólaði frá Reykjavík til Akureyrar árið 1935 og til baka nú 52 árum síðar. Jón var hress þegar Dagur hafði samband við hann í gær. Hann sagðist aldrei hafa fundið fyrir þreytu á þessari ferð og sagði að allt hefði gengið sam- kvæmt áætlun. Hann sagðist þeg- ar vera kominn með um 170 þús- und sem safnast hefðu en einnig vissi hann til að fleiri framlög væru á leiðinni og einnig hefði eitthvað safnast heima á Akur- eyri. „Það eina sem olli okkur vandræðum var að erfitt var fyrir fólk að ná í farsímann hjá okkur. Þetta farsímakerfi virðist vera algjörlega sprungið,“ sagði Jón. Þau feðgin, Helga og Jón litu inn á öllum dvalarheimilum á leiðinni og skemmtu gamla fólk- inu. „Þetta var mikil upplifun og maður kynntist mörgu fólki. Við skemmtum á 9 dvalarheimilum og síðan erum við að fara þessa dagana í heimsóknir á dvalar- heimili á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni." „Eg var stálheppinn með veður allan tímann. Það rigndi að vísu á leiðinni niður Holtavörðuheiði og Norðurárdal. Þar var líka ver- ið að vinna við vegagerð og veg- urinn því erfiður. En í heild voru vegirnir góðir,“ sagði hjólreiða- kappinn að loknum 600 km hjól- reiðatúr. JOH Dagvistargjöld: Hærri á Akureyri en á höfuðborgarsvæðinu - Seltjarnarnes þó áberandi dýrast Þann 1. júní sl. varð hækkun á töxtum vegna dagvista barna. Dagur hefur gert samanburð á gjaldi því sem tekið er fyrir þessa þjónustu á fjórum stöð- um á landinu þ.e. Akureyri, Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi. Athugað var hvað kostaði leik- skólapláss í 4 og 5 tíma, heils- dagsvistun á dagheimilum, og vistun hjá dagmæðrum. Það kom í ljós, að fyrir utan dagmæðurn- ar, er verð á leikskóla- og dag- heimilisvist mjög svipuð í Reykjavík, Kópavogi og á Akur- eyri, sem þó er hæst af þessum þrem stöðum. Munar þar um því, að í Kópavogi er dagheimilis- gjaldið greitt meira niður fyrir einstæða foreldra en á Akureyri. Seltjarnarnes er áberandi dýrast en þar kostar heilsdagsvistun á dagheimili 7.450 krónur en í Reykjavík 6.310. Á Akureyri og í Kópavogi kostar sama þjónusta 6.600 krónur. Það er frekar óraunhæft að bera saman verð hjá dagmæðrum þar sem það er mismunandi eftir starfsreynslu og þvf hvort þær hafi leyfi eða ekki. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur aflaði sér, kostar 50 krónur á tím- ann að hafa barn hjá dagmóður á Akureyri. Miðað við átta tíma á dag, með morgun- og síðdegiskaffi og hádegismat myndi þessi þjón- usta kosta 12.548 krónur í júlí. í Reykjavík og á Seltjarnarnesi miðað við lægsta taxa sem er 72 krónur á tímann kostar þessi sama þjónusta í júlí 16.596 krónur. VG Þessi mynd var tekin af hjólreiðafólkinu sem nú er á hringferð kringum landið til að safna fé fyrir Krísuvíkursam- töldn. Þau eru hér á leið frá Akureyri til Dalvíkur.Mynd: gt „Hvaða vinnupallar?“ segja menn þegar þeir eru spurðir hvort þeim þyki mikil prýði að þessum vinnupöllum sem sjást á myndinni. Þar sannast hið fomkveðna að svo má illu venjast að gott þyki, því þessi fögra pallar eru búnir að vera þarna í um það bil ár þó að síðan í haust hafi ekki sést maður fara upp í þá. Væri ekki rétt að fjarlægja þá fyrir eins árs afmælið? Mynd: GT Júníaflinn: 3000 tonnum meiri á Norðurlandi - en í júní 1986 Fiskafli landsmanna í júní var 69.687 tonn og er það um 13 þúsund tonnum meira en í júní 1986. Aukninguna er að fínna bæði hjá bátum og togurum. Fyrstu sex mánuði ársins er fískaflinn orðinn 898 þúsund tonn á móti 730 þúsund tonn- um á sama tíma í fyrra. Þorsk- afli ársins er orðinn tæplega 221 þúsund tonn, þar af 90 þúsund hjá togurum. Þorskafli báta í júní var um 12 þúsund tonn og þorskafli togara 27.500 tonn, eða alls um 39.500 tonn á móti rúmlega 31 þúsund í júní 1986. Á Norðurlandi hefur mestur afli komið á land á Akureyri í júní eða 3.468 tonn á móti 3.072 tonnum í júní í fyrra. Næst í röð- inni koma Ólafsfjörður með 2.238 tonn, Siglufjörður með 2.219 tonn, Sauðárkrókur með 1.958 tonn og Dalvík með 1.883 tonn. Heildaraflinn í júní á svæðinu frá Hvammstanga að Þórshöfn er orðinn um 15.600 tonn á móti 12.600 tonnum í júní 1986. ET Kaffibrennsla Akureyrar: Bónusgreiðslur til starfsfólks - vegna góðrar afkomu - verð á kaffibaunum að lækka Nýlega fengu 15 starfsmenn Kaffíbrennslu Akureyrar bón- usgreiðslu, sem miðast við 30 þúsund krónur fyrir heilsdags- starf í eitt ár. Að sögn Helga Bergs framkvæmdastjóra Kaffíbrennslunnar, gekk rekst- urinn mjög vel á síðasta ári og var afkoma góð. Það hefur verið stefna fyrirtækisins að láta starfsfólk njóta þess í ein- hverjum mæli. Greiðslur sem þessar hafa ver- ið greiddar undanfarin tvö ár. Helgi vill ekki meina, að starfs- fólkið verði ánægðara eingöngu vegna þessa, starfsfólk segir hann mjög gott hjá þeim og eflaust verði það ekki verra vegna þess- ara greiðslna. Hann segir þetta ekki vera fastan hluta launa og geti ekki komið inn í samninga, heldur eingöngu bónus sem greiddur er verði afkoma góð. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel undanfarin ár, og er útlit fyrir áframhald. „Verð á kaffibaunum hefur verið að lækka að undanförnu, sem betur fer því verðið var orðið óhóflega hátt. Þetta stafar m.a. af góðri uppskeru og horfum á áfram- haldandi góðri uppskeru,“ sagði Helgi. íslendingar eru að sögn nálægt því að vera heimsmeistarar í kaffidrykkju, eru á meðal fimm efstu þjóða heims miðað við íbúafjölda. VG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.