Dagur - 29.07.1987, Page 3
29. júlí 1987 - DAGUR - 3
þrjá morgna í útsendingu aðra
vikuna og fjóra hina. Pað veitir
ekkert af því að fá dag á milli til
að undirbúa ef eitthvað á að vera
í þáttinn spunnið. Við þurfum að
velja tónlist, skrifa handrit, sjá
um áferðina á þættinum, fá fólk í
viðtöl, útbúa og semja getraunir
og pistla og vera röddin í þættin-
um.“
- Hvernig var að upplifa sam-
keppnina sem kom til þegar
Bylgjan byrjaði að senda út?
„Við vorum öll mjög spennt á
rás 2 þegar Bylgjan byrjaði. Mér
fannst Bylgjan byrja mjög ógæfu-
lega, það var allt í kalda koli til
að byrja með. Það voru hræðileg
mistök í útsendingu í byrjun. Við
vorum því bjartsýn á að við
mundum halda velli. En fólk tók
þessum mistökum mjög vel og
gaf Bylgjunni tækifæri. Hún fékk
miklu fleiri tækifæri heldur en rás
2 þegar hún byrjaði. Rás 2 fékk
snemma mjög harða gagnrýni.
Bylgjan lenti í nákvæmlega sama
farvegi og rás 2 þegar hún hóf
útsendingar en fékk samt aldrei
neina gagnrýni. Fólk sýndi virki-
lega þolinmæði.“
Margt af því dagskrárgerðar-
fólki sem var á rás 2 er nú að
starfa við Bylgjuna eða Stjörn-
una. Ég spyr Kristján hvort hann
hafi aldrei langað til vinna við
nýju stöðvarnar. „Nei, aldrei.
Kjarninn af fólkinu á báðum nýju
stöðvunum er af rás 2 og í raun-
inni hefur mesta endurnýjunin
orðið þar. Rás 2 er því í rauninni
eina nýja stöðin. Ég verð alltaf
svolítið sár þegar allar þessar
stöðvar eru settar undir sama
hatt því flestir bestu dagskrár-
gerðarmennirnir starfa á rás 2,
það er meiri metnaður þar.“
- Nú ert þú ekkert kunnugur
hér fyrir norðan, fannst þér ekkert
erfitt að koma hingað og eiga að
fjalla um málefni svæðisins?
„Jú, ég kveið talsvert fyrir því.
En ég verð bara að taka því, ég
er kominn til að læra. Ég var
mjög feginn að fá Margréti
Blöndal með mér norður. Ég
kveið því líka að segja einhverja
vitleysu í útvarpið, t.d. finnst
mér mjög furðulegt að tala um að
fara fram í fjörð. Samkvæmt
minni máltilfinningu merkir það
alveg þveröfugt við það sem það
merkir hér. Ég er mjög áttavilltur
hérna, ég tala alltaf um að fara
inn í útvarp því ég sagði það fyrir
sunnan og mér finnst Vaðlaheið-
in vera í norður þvf Esjan er í
norður. En þetta hefur gengið
mjög vel, það vinnur gott fólk við
útvarpið sem hjálpar mér,“ sagði
Kristján. HJS
Þistilfjörður:
Heimamenn vilja virkjun
- Verður ,Sandá virkjuð eða kemur ný lína frá Laxárvirkjun?
í athugun er að byggja tveggja
megavatta rennslisvirkjun í
Sandá í Þistilfírði, við Sandár-
foss sem er 7 km innan við
Flögu og skammt frá há-
spennulínu sem liggur austur.
Undanfarin sumur hefur verið
unnið að lagningu nýrrar há-
spennulínu frá Laxárvirkjun til
Kópaskers og ljóst er að
byggja þarf nýja línu frá Kópa-
skeri til Þistilfjarðar á næstu
árum nema að af þessum virkj-
unarframkvæmdum verði.
Dagur spurðist fyrir um málið
hjá Sigtryggi Þorlákssyni Sval-
barði í Þistilfirði: „Virkjun Sand-
ár hefur verið draumur okkar
hérna alveg síðan fyrir 1950 og
þessi kostur var talinn mjög álit-
legur fyrir sýsluna og héraðið. En
þetta dróst og aftur var talað um
virkjun um 1970 þegar til stóð að
láta héraðsbúa fá rafmagn, þá var
um tvo kosti að velja, virkjun
Sandár eða lagningu línu frá
Laxá og sá kostur var valinn.
Þessar rafmagnslínur voru ekki
byggðar af meiri framsýni en það
að þær eru orðnar úreltar og það
Umferðarslys á þjóðvegum:
Eitt slys á hverja 8 kíló-
metra akfærra vega
- Norðurland vestra með lægstu tíðni
umferðarslysa með meiðslum
Vegagerð ríkisins hefur gefíð
út skýrslu um umferðarslys á
þjóðvegum landsins. Skýrslan
er unnin upp úr lögregluskýrsl-
um frá árinu 1986 og bárust
upplýsingar um 1.046 slys. í
230 þeirra eða í um 22% til-
fella, var um að ræða meiðsl á
fólki. Dauði hlaust af í tíu
skipti. í 39% tilfella verða
þessi slys, er bifreið er ekið
útaf vegi, og 56% allra slysa
með meiðslum á fólki, verða í
útafakstri. Tekið er fram í
skýrslunni, að sýnt sé að til-
töíulega lítill hluti slysa kemst
tO skila með lögregluskýrslum
bæði hér og erlendis, þannig
að skráningu umferðarslysa sé
mjög ábótavant. Ekki er vitað
hve þessi hluti er stór.
Útreikningur leiddi í ljós, að
slysatíðni ársins 1986 var 0,38
slys á hverja miljón ekinna kíló-
metra, sem er fyrir neðan meðal-
tal síðustu tíu ára sem var 0,39.
Ef miðað er við heildarlengd
akfærra vega, sem er rúmlega 8
þúsund kílómetrar, verður þessi
tala eitt slys á hverjum 7,9 kíló-
metrum.
Flest slys urðu á Hafnarfjarð-
arvegi eða um 12,8% allra slysa
sem upplýsingar bárust um. Er
tíðnin langt fyrir ofan lands-
meðaltalið eða 2,55 slys á miljón
kílómetra.
Á árinu voru skráðar 126.995
bifreiðar og vélhjól, og lentu alls
1555 bifreiðar í slysum. Slys við
gatnamót voru flest og því næst
við brýr. Grunur lék á um ölvun í
5,9% tilfella sem er fækkun frá
árinu áður.
Tíðni slysa, og slysá með
meiðslum er mjög breytileg eftir
landshlutum. Kemur í ljós, að á
Norðurlandi vestra hefur tíðni
slysa með meiðslum fækkað
mjög, og hefur hún ekki verið
eins lág síðan ’81. Heildarslysa-
tíðni hefur einnig minnkað mið-
að við fimm undanfarin ár.
Hins vegar er slysatíðni með
meiðslum mest á Vestfjörðum og
hefur aukist þar mikið. Svipaða
sögu er að segja af Austurlandi,
en þar hefur tíðni slysa með
meiðslum ekki verið meiri síðan
’81. VG
er aftur komið upp það sama því
línan frá Kópaskeri og hér austur
er að verða fulllestuð. Þá er
spurningin hvort réttara sé að
byggja virkjun eða nýja línu því
línan kostar hátt í það eins mikið
og virkjunin.
Við heimafólk viljum endilega
drífa í því að það verði virkjað og
málið er í athugun. Sýslunefnd
lét gera áætlun um kostnað við
teikningar og byggmgu virkjun-
arinnar hjá Verkfræðistofu Guð-
mundar og Kristjáns í Reykjavík
og hún var upp á 140 milljónir,
miðað við tveggja megavatta
rennslisvirkjun en rennsli í Sandá
er mjög jafnt.
Mér skilst að línulögnin muni
kosta um 100 milljónir, línan flyt-
ur verðmæti milli staða en virkj-
unin skapar verðmæti og þar
finnst mér mikill munur á. Auk
þess yrði virkjunin eins og mátt-
arstólpi í héraðinu og skapaði
öryggi fyrir héraðið austan
Öxarfjarðarheiðar. Virkjunin
mundi duga nokkurn veginn fyrir
héraðið og austur til Bakkafjarð-
ar.
Upphaflega hugsuðum við
heimamenn að við gætum byggt
virkjunina sjálfir ef við næðum
samningi við rafmagnsveiturnar
um kaup á rafmagninu. Síðustu
árin hefur rafmagnsverð farið
lækkandi en samt sem áður er
þetta talið hagkvæmt. Ég býst við
að það verði rafmagnsveiturnar
sem byggja ef af þessu verður og
okkur finnst það ekki skipta
höfuðmáli ef þetta kemst í
framkvæmd.“
Ný rafmagnslína frá Kópaskeri
þyrfti að komast í gagnið
skömmu eftir 1990 og áætlað er
að lagning línunnar taki tvö sum-
ur svo það fer að verða tímabært
að ákveða hvort af virkjunar-
framkvæmdunum verður. Sig-
tryggur sagði að það þyrfti að
gera smárannsóknir í viðbót áður
en ákveðið yrði að fara út í virkj-
unarframkvæmdirnar, í vetur
hefði verið send beiðni til iðnað-
arráðherra um fjárframlag til að
ljúka þessum rannsóknum en
þeirri beiðni hefði verið synjað.
Heimamenn væru ekki af baki
dottnir fyrir því og hann væri
ekki frá því að þessar rannsóknir
yrðu gerðar í sumar. IM
-Verslunarhúsnæði-
Til leigu húsnæði í Verslunarmiðstöðinni Sunnu-
hlíð. Húsnæðið er talið 116 fm. brúttó og leigist í
lengri eða skemmri tíma.
Fasteigna- og skipasala Norðurlands.
Nýjar íslenskar kartöflur
Verð pr/kg aðeins kr. 44.
Verslunin Síða,
sími 25255.
Opið á kvöldin og um helgar.
Istess:
ÞWTTEKTA GÆÐI
Framleitt allan pBA
solarhrmgmn \vr
I byrjuðum að keyra verk- markaðurinn í Færeyjum stækkar Æ mm
Þvottavél: Lavamat 575
• Allt að 1100 snúninga uinduhraði
pr. mín.
• Sparnaðarkerfi
• Ullarþvottakerfi
• Jafnar þvott fyrir vindingu
• Hœgt er að ráða vatnsmagni í
vélina
• Stiglaust hitaval
• „ÖKÖ kerfí" sparar20% þvottaefni
Verð kr. 44.000,- stgr.
Þurrkari: Lavathemi 500R
► Tímarofi upp að 150 mín.
» Tvö stillanleg hitastig (4CP og 60°)
» Þvottamagn 5 kg.
» Belgur úr ryðfríu stáli
» Stöðvast sjálfkrafa þegar hurð er
opnuð
» Krumpuvörn
» Tromla snýst á tvenna vegu
Verð kr. 27.645,- stgr.
Uppþvottavél: Favorit 525
» 5 kerfi
» 2 sparnaðarkerfí
» Hfíóðlát og sparneytin
» .ÓKÖ kerfí“ sparar20% þvottaefni
Verð kr. 36.860,- stgr.
„Við byrjuðum að keyra verk
smiðjuna allan sólarhringinn á
mánudaginn og til að byrja
með verður unnið allan sólar-
hringinn fímm daga vikunnar
en síðan kannski sex daga vik-
unnar,“ sagði Einar Sveinn
Ólafsson, verksmiðjustjóri hjá
ístess í samtali við Dag. ístess
hefur fengið stórar pantanir frá
Noregi og Færeyjum og það
hefur því verið gripið til þess
ráðs að framleiða fóður allan
sólarhringinn til að vinna upp í
pantanirnar.
Fyrir skömmu kom fram í
blaðinu að pöntun upp á 650 tonn
hefði komið frá Noregi en fleiri
pantanir hafa nú komið þaðan og
markaðurinn í Færeyjum stækkar
sífellt. „Á laugardaginn fóru 312
tonn til Noregs og í næstu viku
fara 350 tonn til Færeyja. Það eru
um 350 tonn á viku sem við þurf-
um að afhenda. Það fer allt jafn-
óðum sem við getum framleitt,“
sagði Einar. Eins og staðan er í
dag er hægt að framleiða 50 tonn
af fóðri á sólarhring.
Einar sagði þá ekkert vera
farna að huga að stækkun verk-
smiðjunnar. „Við hugum að
framtíðinni eftir vertíðina. Við
sjáum fram á svona mikla sölu út
ágúst og vonandi september
líka.“ Bæta þarf við mannskap
við framleiðsluna og sagði Einar
að tveir menn yrðu ráðnir strax.
HJS
/ heimilistœkjunum
frá AEG fara saman afköst,
ending og gœði.
Þvottavélar, þurrkarar
og uppþvottavélar frá AEG
bera því glöggt vitni.
Vestur-þýsk gœði
á þessu oerði,
engin spurning!
AE G heimilistœki
- því þú hleypir ekki
hverju sem er í húsverkin!
AEG
ALVEG
EINSTÖK
Áratuga reynsla okkar í sölu og þjónustu á AEG, hefur gert AEG að
einu þekktasta heimilisttekjamerkinu á Akureyri og nágrenni.
GÆDI
SlMI
(N) 21400