Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 29.07.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. júlí 1987 Ferðahandbókin Land Náttúruverndarráð: Helst skortir upp- lýsingar um ferðir og hegðun hvala í tilefni af þeim umræðum sem orðið hafa i fjölmiðlum að undanförnu um hvalveiðar í vísindaskyni, þar sem m.a. hefur verið vikið að afstöðu Náttúruverndarráðs tii þessara veiða, þykir ráðinu rétt að taka fram eftirfarandi: Undanfarin ár hefur Náttúru- verndarráð oft fjallað um hval- veiðar á fundum sínum og álykt- að um þær. Á síðastliðnu ári hef- ur undirnefnd ráðsins, skipuð líffræðingum, einnig haldið fjöl- marga fundi vegna hvalveiðanna. Þá hefur Náttúruverndarráð boð- ið sérfræðingum Hafrannsókna- stofnunar á sinn fund til að kynna og ræða rannsóknaáætlunina um hvalveiðar í vísindaskyni. Ráðið hefur ávallt verið á þeirri skoðun að líta beri á hvali sem nýtanlega auðlind innan þeirra marka sem stofnar örugglega þola. Þetta kemur m.a. fram í ályktunum ráðsins í mars 1981, október 1982 og í bréfi sem ráðið skrifaði sjávarútvegsráðuneytinu í júní 1985 vegna áætlunar um Átak í hvalarannsóknum árin 1986- 1989. í þessu bréfi, svo og í bréf- um til sjávarútvegsráðuneytisins í ágúst 1985 og desember 1986, kemur jafnframt skýrt fram að Náttúruverndarráð telur skorta nægileg líffræðileg rök fyrir því. að nauðsynlegt sé að veiða þann- fjölda hvala sem áætlunin gerðii ráð fyrir. Þá var m.a. haft í huga að Álþjóðahvalveiðiráðið hafði samþykkt að stöðva skyldi hval- veiðar frá 1986 og ísland ekki mótmælt þeirri samþykkt. Náttúruverndarráð telur að hvalveiðar nú í vísindaskyni séu því aðeins réttlætanlegar að þær séu örugglega langt innan þeirra marka sem stofnarnir þola og þá einungis ef með þeim fást upplýs- ingar sem ekki er hægt að afla með öðrum hætti. Bent skal á, að þau gögn sem nú skortir einna mest til að bæta mat á stofnstærð eru upplýsingar um ferðir og hegðun hvalastofnanna, og þau gögn fást ekki nema að litlu leyti með veiðunum. Þá er ljóst að mjög mikilvægra upplýsinga um stærð hvalastofna er unnt að afla með hvalatalningum á sjó og úr lofti. íslendingar byggja lífsafkomu sína á auðlindum sjávar og eiga allra þjóða mest undir skynsam- legri nýtingu hafsvæðanna umhverfis landið. Að því verður að hyggja að afstaða okkar til hvalveiða rýri ekki traust okkar sem þjóðar með ábyrga afstöðu til náttúruverndar og nýtingar auðlinda sem við verðum í flest öllum tilvikum að deila með öðr- um þjóðum. Náttúruverndarráð bendir líka á, að eigi síðar en 1990 mun Alþjóðahvalveiðiráðið taka ákvörðun um veiðistöðvun til endurskoðunar, og fer þá fram alhliða mat á áhrifum veiðistöðv- unarinnar á hvalastofnana. Hyggja verður vel að því, að íslendingar geri ekki slíkt mat erfiðara með veiðum meðan á þessari veiðistöðvun stendur. ! y, 1 VÖRUTEGUNDIR S .* í I K J 3 I ■5 I z ! 1 1 I tt c- .'i l i I } ! íf -3 j 1 rí l 1 ■! J i I l cc I í ■s. 1 S | 11 if I v oS á 1 Uamborgari m/sósu osti og anartas STEIKTUR A STADNUM 165,- 150,- * 150,-* 165,- 15,- 10/. Uamborgari m/sósu, osti og ananas MrrrtXJR t ÖR3YLGJU0FNI 120,- íoo,- (SfQ* l.’0,-(ss )120,-(SS)100,-(SS)X 20,- 20’i 100.- * .75ó ’Vlsa meó öllu 70,- 70,- -0,- 65,- 65,- 65,- ;o,- ■'O,- 65,- 60,-* 10,- 16,77, Heit samloka m/osti skinku og ananas 120,- 115,- 140,- 105,- 140,- 145,- 140,- 1 10,- 145,- 90,- * 55,- 61,11 KiSld samloka "5,- 82,- 00,- 85,- 03,- 03,- on,- O0,- 100,- 70,-* 90,- 80,- 30,- 4 ’,9'ó Sanitas laqeröl 50 cl d 60,- 58,- 55,- 55,- 55,- 55,- 55,- 55,- 54,- 54,- 57,-* 53,- 8,- 15,41 Sanitas pllsner 50 cl d 45,- 44,- •«5,- 40,- * 42,- 4?, - 45,- 45,- 42,- 40,-* 45,- 40,- * 5,- 1 ,51 RÓde orm 45 cl 52,- 5',- 50,-* 58,- 55,- 51,- 51,- 8,- 16% Carlsberg 50 cl 63,- 59,- 65,- 65,- 55,- 59,- • 58,-* 7,- l?\ Pripps 50 cl 50,- 51,- 55,- 48,- * 50,- 50,- 55,- 50,- 48,- * 48,- * 48,-* 7,- 14,6% Pripps 30 cl 40,- 35,-* 37,- 40,- 40,- 40,- 40,- 40,- Z'1,- 38,- 37,- 5,- 14,3% Egils Malt 33 cl innih. 45,- 40,- * 43,- 40,- * 43,- 44,- 43,- 40,- * 43,- 43,- 40,-* 43,- 5,- 1' ,5% Sanitas aooelsín ’.5cl 15,- "5,- ■' ■ _ • > _ 20,- * 5,- 25% innihald 28,- innihald ' 30,- '6,- * 28,- 29,- 78,- 35,- 78,- “!8,- 76,-* 9,- 34,6% Coca cola 1 1/2 1 plastfl. 110,- 110,- 105,- 100,- 100,- 100,- 105,- 100,- 100,- 99,-* 100,- 100,- 11,- 11,1% Coca cola 30 cl innihald 35,- 35,- 33,-* 33,- * 33,- * 33,-* 33,-* 33,-* 38,- 38,- 33,-X 5,- 15,7% Coca cola 19 cl innLhala 28,-' 30,- 25,-* 25,- * 26,- 26,- 75,-* 26,- 30,- ' 30,- 25,-* 5,- 20% Kúlur (litlar) 1 stk. 0,50* 1,- 1,- 0,50* 1,- 0,50* 1,- 0,50* 0,50* 0,50* 1,- 0,50 100% Kúlur (stórar) 1 stk. 7,- 2,- 2,- 7,- 2,- 3,- 1,- * 2,- 1,- 2,- 1,- 100% Töcgur 1 stk. 1, * 1,-* ■»- 3,- 1,-* 1,- * 1,50 1,- * 1,- 100% Kit kat (litið) 13,- 14,- 13,- 13,- 13,- 17,- 17,50* 13,- 13,- 4,50 36% Kit kat (stórt) 26,- =7,- 24,-* 25,- 27,- 77,- 75,- 30,- 35,- 30,- 26,- 6,- 75% Blandaóur appollo 52,- 53,- 48,-* 50,- 50,- 50,- 55,- 50,- 50,- 50,- 50,- 50,- ■,- 14,6% Snickers 30,- 30,- 30,- 78,-* 30,- 79,- 37,- 78,- * 30,- 28,-* 29,- 3,- 7,1% Wrigleys 1 pk. ’.O,- 20,- 73,- 70,- 18,-* 18,-* 3,- 20,- 2.7,- 19,- 5,- 27,8% Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis á „sjoppufóðri“ gerð 22. júlí 1987 Þar sem að verslunarmannahelgin nálgast óðfluga ákvað Neytendafélag Akureyrar og nágrennis (NAN) að gera verðkönnun á „sjoppufóðri“. Mestur var verðmunur á sælgæti en þar var 100% verðmunur á kúlum, litlum og stórum og einnig á töggum. -Talsverður verðmunur var á heitri samloku með osti, skinku og ananas, en þar var verðmunur 61,1%. Ódýrast var að kaupa heita samloku í Versluninni Brynju, en þar kostaði samlokan kr. 90. - Verð- munur var talsverður á kaldri sam- loku eða 42,9%. Verslunin Brynja var einnig með ódýrustu köldu sam- lokuna. Verslunin Dröfn á Dalvík hefur jafnaðarverð á öllum köldum samlokum og sé keypt samloka með roastbeef fylgir með henni steiktur laukur, remolaði, rauðkál, sýrðar gúrkur og sveskjur. - í verðkönnuninni er tekið fram þar sem um SS hamborgara er að ræða, en þeim fylgir ekki ananas og einnig er minna af sósu og osti í SS borgara en t.d. í hamborgara frá Bautanum. - Þá var gerð sérverðkönnun á hamborgurum sem eru steiktir á staðnum eftir ósk hvers viðskiptavin- ar. Þessir hamborgarar eru einnig stærri en hamborgarar sem eru hitað- ir upp í örbylgjuofni. Þeir eru reynd- ar ekki sambærilegir. Það skal tekið fram að í Essonestunum við Tryggvabraut og Krókeyri eru ham- borgarar á tilboðsverði. - Shellnestin við Hörgárbraut og við Eyjafjarðarbraut voru með sértil- boð á beikonborgara en hann kost- aði kr. 120. - Pylsur voru ódýastar í Verslun- inni Esju en þar kostar pylsa með öllu kr. 60. - Því miður var ekki hægt að gera verðkönnun í Veganesti við Hörg- árbraut en þar var verið að flytja í nýtt húsnæði og stækka bílastæði og var opnað þar sl. laugardag. Þessi verðkönnun var gerð í 7 sjoppum á Akureyri, einni á Dalvík, einni við Vaglaskóg og þremur litlum verslunum á Akureyri. Allir þessir staðir eru opnir til kl. 23.30 og auk þess hefur Nætursalan Strandgötu 5 opið alla nóttina um helgar. Ferðanesti við Eyjafjarðar- braut til kl. 03.30 og Essonesti Krók- eyri til 04.00 um helgar. - vandað upplýsingarit í handhægu broti Nýlega kom út Ferðahandbókin Land. Brot ritsins hefur verið smækkað til að auðvelda með- höndlun bókarinnar á ferðalög- um. Þar nýtist bókin best þó hún sé einnig kjörið lesefni hvar sem er því í bókinni leynist hafsjór fróðleiks. Útlit bókarinnar er breytt, nú fara saman þjónustulistar, kynn- ingargreinar og auglýsirigar ákveðinna sveitarfélaga. Von- andi auðveldar þetta notkun bókarinnar og eykur gildi hennar. í bókinni cru þjónustulistar sveitarfélaganna. Þar er hlutlaus upptalning á nær allri ferðaþjón- 'fSs. OKUM EINS OG MENN! Aktu eins oq þú vilt að aorir aki! | UMFEROAR ustu sem í boði er á íslandi. Fjöl- margar kynningargreinar um sveitarfélög eru í bókinni, þar er m.a. fjallað um sögu og stöðu byggðarinnar. Útgefandi ferðahandbókar- innar Land er Ferðaland hf., í Reykjavík. Ritstjóri bókarinnar er Björn Hróarsson jarðfr'æðing- ur en auk hans unnu Magnfríður Júlíusdóttir og Ása Hreggviðs- dóttir að skrifum í bókina. Auk ritstjóra eiga Björn Rúriksson og Mats Wibe Lund flestar myndir í bókinni. Björn Br. Björnsson teiknaði bókina og sá um útlit hennar. Hönnun og gerð auglýs- inga var í höndum auglýsinga- stofunnar Martin sf. Filmu- vinnsla, skeyting, litgreining og prentun var í höndum Odda hf. Nú hefur Land unnir sér fastan sess sem öflugasta og útbreidd- asta málgagn í ferðaþjónustu á íslandi. Bókin er gefin út í 60.000 eintökum á íslensku og 40.000 eintökum á ensku. Þessi góði ferðafélagi kostar kr. 185 og fæst á flestum blaðasölustöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.