Dagur


Dagur - 26.08.1987, Qupperneq 11

Dagur - 26.08.1987, Qupperneq 11
26. ágúst 1987 - DAGUR— 11 Guðmundur Helgi Þórðarson: Um lögbindingu lágmarkslauna í stjórnarmyndunarviðræðunum sl. vor lögðu tveir hagfræðingar fram álitsgerð um lögbindingu lág- markslauna að beiðni Porsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins. Annar þessara hag- fræðinga vinnur hjá Alþýðu- sambandi íslands, en hinn hjá Vinnuveitendasambandi íslands. Þeir lögðu þessa álitsgerð fram í sameiningu og ekki getið um annað en þeir hafi verið sam- mála. Það verður að ætla, að Por- steinn hafi leitað til þeirra öðrum fremur vegna þess að þeir voru ráðunautar hjá aðilum vinnu- markaðarins og myndu því taka mið af sjónarmiðum þeirra, enda óeðlilegt að þeir tækju sér fyrir hendur undir þessum kringum- stæðum að túlka skoðanir, sem brytu í bága við stefnu viðkom- andi samtaka. Álitsgerð þessi hefur vakið undrun margra og fordæmingu, og á það kannske fyrst og fremst við um hagfræðing ÁSÍ, því að úr hinni áttinni eru menn ýmsu vanir. Pað er sem sagt álit hag- fræðinganna, að það eigi ekki að lögfesta lágmarkslaun og sé engin þörf á því. Fyrir því færa þeir margvísleg rök s.s. að við búum við lög um þessi efni, sem séu „einstök", að „réttlæti í þessum efnum sé ákaflega afstætt“, að svona löggjöf verði óvinsæl og skapi þrýsting, að tæknileg vandamál séu mýmörg, að laun fari eftir lögmálum framboðs og eftirspurnar og eigi að gera það og fleira. Má segja, að í rökum þeirra sé hver silkihúfan upp af annarri. Hér verður aðeins ein af athugasemdum þeirra félaga gerð að umræðuefni. Hagfræðingarnir þykjast ekki vita, hvað sé átt við, þegar talað er um lágmarkslaun, og m.a. af þeim sökum sé ógern- ingur að ákveða þau og lögbinda. Þeir spyrja hvort þar sé átt við „lágmarkslaun fyrir dagvinnu eða lágmark fyrir heildartekjur? Eða á að lágmarka dagvinnu að við- bættum bónusgreiðslum. Hvern- ig á að fara með yfirvinnu, vakta- álag, ferða-, flutnings-, fæðis-, vaktaskipta-, og pokagjald, svo að örfá kæmi séu nefnd. Hvað með hrein akkorð, uppmælingu og premíukerfi?" Þetta er alveg furðuleg klausa, sérstaklega þetta með pokagjald- ið. Mér finnst einhver Bakka- bræðra blær yfir þessu. Þegar ég las þetta fyrst, fannst mér hag- fræðingarnir vera að gera gys að. einhverjum. En hverjum? Þor- steini Pálssyni? Öllu pólitíska lið- inu? Eða láglaunafólkinu? Eða var það virkilega svo, að þeir vissu ekki, um hvað var verið að tala? Þessu geta þeir einir svarað, sem geta kannað sálardjúp þess- ara manna. í mínum augum er með lág- markslaunum átt við þau laun, sem launafólk má fá lægst fyrir dagvinnu, eins og hún er á hverj- um tíma miðað við eðlilegar vinnuaðstæður og eðlilegan vinnutíma og að þetta nægi fólki til framfærslu. Þegar farið er að blanda þarna inn í aukagreiðslum eins og þeir félagar gera, er verið að rugla málið af ásettu ráði. Mætti raunar margt um það segja, t.d. tala þeir um akkorð og aukaatvinnu eins og eðlilegan hlut. Hugmyndin um lögbindingu lágmarkslauna er kannske brýn- asta velferðarmálið í dag og hef- ur allt of lítið verið rætt opinber- lega. Ástæðurnar fyrir nauðsyn á slíkri lögbindingu eru margar, og skulu hér nokkrar taldar: Harkan gagnvart láglaunafólki hefur aukist á síðustu árum sam- fara árásum á velferðarkerfið, svo að þessir hópar þurfa meiri stuðning en áður. Nýlegar hrakspár í efnahagsmálum, sem hagfræðingar eru látnir þylja, boða væntanlega meiri hörku í þessum efnum. Launþegasamtökin hafa ekki burði til að verja láglaunahópana og ekki útlit fyrir, að þar verði breyting á í bráð. Áður umrædd álitsgerð hagfræðinganna tveggja spáir ekki góðu þar um. Af þeim sökum m.a. verður löggjafinn að grípa inn í og setja öryggisnet fyrir launþega. Lögfest lágmarkslaun er senni- legasta virkasta heilbrigðisráð- stöfunin, sem hægt er að fram- kvæma á íslandi í dag. Laun und- ir hungurmörkum eru heilsuspill- andi, og launahækkun í þeim til- fellum fyrirbyggjandi aðgerð gegn sjúkdómum. Það eru efnahagslegar forsend- ur á íslandi í dag til að greiða öll- um laun yfir hungurmörkum. Ef eitthvað skortir á, er það sök þeirra stjórnmálamanna, sem að völdum sitja hverju sinni. Það er þeirra verk að skapa forsendur fyrir réttlátri skiptingu þjóðar- tekna. Spurningin um lágmarkslaun er spurningin um siðað þjóðfé- lag. Það er villimennska að halda stórum hópi fólks undir hungur- mörkum hjá einni ríkustu þjóð í heimi. Sé það látið viðgangast, bitnar það loks á þjóðfélaginu öllu. Með því að tryggja hag lág- launafólks er því verið að vinna að betra þjóðfélagi fyrir alla þjóðina. Eins og ég vék áður að, þarf að ræða þetta mál á opinberum vett- vangi. Hugmyndin um láglauna- mark þarf að skýrast betur í hug- um fólks, hvort sem hún gerir það nokkurn tíma í kollinum á hagfræðingunum. Mér finnst að þarna geti e.t.v. verið einn megin átakspunkturinn milli vinstri og hægri, félagshyggju og markaðs- hyggju, siðmenningar og villi- mennsku. Guðmundur Helgi Þórðarson er læknir. Rugmálastjóm - Útboð Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í lengingu Reykjahlíðarflugvallar við Mývatn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu umdæmis- stjóra Flugmálastjórnar á Akureyrarflugvelli. Tilboðum skal skila til sama aðila fyrir kl. 14.00 þann 7. september n.k. og verða þau þá opnuð að við- stöddum bjóðendum, ef þeir óska. Áskilið er að taka hvaða tilboði sem berst eða hafna öllum. Flugmálastjórn. ELDHUSUNDRIÐ FRÁAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! KM21 frá AEG er sannkallað eldhúsundur enda er fjölhœfnin undraverð. Bara að nefnaþað, KM21 gerir það: Hrœrir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá ÁEG er margra tœkja maki en á makalausu verði, aðeins kr. (>-745,- stgr. Vestur-þýsk gœði á þessu verði, - engin spurning! GÆDI AE G heimillstcekl - þvt þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! ALVEG Utsala - Utsala Opnum í dag miðvikudag, okkar árlegu verk- smiðjuútsölu. Mikið úrval af fatnaði, vefnaðar- vöru og taubútum. Ath. útsalan er í Grænumýri 10 Fatagerðin Iris s.f. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Saumanámskeið Verkmenntaskólinn á Akureyri gefur bæjarbúum kost á saumanámskeiðum af og til í vetur. Þau fyrstu hefjast í byrjun september. Hringið og fáið upplýsingar í síma 26810. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólasetning verður í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 1. september kl. 5 síðdegis. Kennarafundur verður sama dag kl. 9.00 á Eyrar- landsholti. Skólameistari. NONNAHUS 30 ára afmæli safnsins 1957-1987. Á afmæli bæjarins laugard. 29. ágúst verður safnið opið frá kl. 9 til 17 og sunnud. 30. ágúst kl. 14 til 17. Aðgangur ókeypis báða dagana. Hátíðardagskrá: Nokkur börn lesa kafla úr Nonnabókunum, kl. 15 og 16 báða dagana, einnig verður myndasýning um Nonna. Kaffihlaðborð verður báða dagana í Zontahúsi, Aðalstræti 54 frá kl. 14 til 17. Zontaklúbbur Akureyrar. Vantar nokkrar stúlkur til starta hjá Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu. Æski- legur aldur 18-40 ára. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri í síma 22800. Súkkulaðiverksmiðjan Linda hf. Vélstjóra vantar á m/s (sborg EA 159 frá Hrísey. Uppl. í síma 22913 eða um borð í bátnum í síma 985-22359. Starfskraftur óskast til framleiðslustarfa sem fyrst. 0^! Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Starfskraftur óskast Óskum eftir að ráða ungan mann í útkeyrslu, afgreiðslu og þjónustu við myndlykla.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.