Dagur - 26.08.1987, Page 12

Dagur - 26.08.1987, Page 12
mmm Akurevri, miðvikudagur 26. ágúst 1987 Menntaskólinn á Akureyri: Bygging Jónasarhúss gæli leyst vandann Stórbætt þjónusta Getum smíðað alla vega púströr. Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla. CNl CVI (Ó cn cn Varahlutaverslun „Til þess að ekki þurfi að koma til fækkunar nemenda Sláturhús KEA: Haustslátrun hefst 10. sept. Alls verður slátrað 47.902 fjár hjá Sláturhúsi KEA á Akur- eyri í haust samkvæmt upp- gefnum tölum en samsvarandi tölur í fyrra voru 35.500 fjár. Mismunurinn stafar af því að Sláturhús KEA fær nú sláturfé frá Svalbarðseyrarsvæðinu en þar var slátrað um 13.000 fjár í fyrra. „Það virðist engin minnkun vera hjá þeim,“ sagði Óli Valdi- marsson sláturhússtjóri en hann hafði búist við töluverðri fækkun sláturfjár. „Þetta eru að vísu bara uppgefnar tölur. Þeir gáfu upp 35.500 í fyrra en það voru um 10% afföll af þeirri tölu, en mað- ur verður samt sem áður að reikna með þessum fjölda," sagði Óli. Hann sagði að haustslátrunin myndi að öllum líkindum hefjast 10. september og standa til 28. október. „Þetta er heilmikil törn sem er allt í lagi í sjálfu sér en þetta er aðallega spurning um mannskap. Fær maður einhverja til að slátra? Það er líka óvenju slæmt ástand á vinnumarkaðin- um í dag,“ sagði Óli að lokum. SS og einnig til þess að efla sér- staklega náttúrufræðikennslu í Menntaskólanum á Akureyri er það mat mitt að æskilegt sé að ganga til samstarfs við þá aðila sem nú vinna að undir- búningi Náttúrufræðistofnunar Norðurlands og byggingu Jón- asarhúss,“ segir Jóhann Sigur- jónsson skólameistari í bréfi til formanns húsnæðisnefndar Náttúrufræðistofnunar Norð- urlands. Við höfum áður fjallað um til- lögur nefndarinnar en þar kom m.a. fram áhugi á lóð Mennta- skólans vestan við Lystigarðinn sem talin er henta mjög vel fyrir Náttúrufræðistofnun Norður- lands. Hún er miðsvæðis í skóla- kjarnanum á Brekkunni, nálægt Lystigarðinum og Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Við höfum hins vegar ekki skýrt frá því með hvaða hætti nefndin geri ráð fyrir að Náttúru- fræðistofnun eignist lóðina, en það kemur fram í þessu bréfi skólameistara: „Mætti t.d. ímynda sér að skólinn fengi inni í því húsi fyrir kennslustofur í náttúrufræðum og/eða bókasafn gegn því að leggja til land undir húsið.“ í bréfi Jóhanns kemur fram að skólinn þarf aukið rými, bæði fyr- ir kennslustofur og bókasafn með lestraraðstöðu. Einn kosturinn til úrbóta gæti verið bygging Nátt- úrufræðistofnunar Norðurlands, a.m.k. er ljóst að núverandi ástand er ekki viðunandi. SS Framsóknarkonur þinga Dagana 4.-6.september n.k. mun Landssamband framsókn- arkvenna halda 3. landsþing sitt að Varmahlíö í Skagaflröi. Aðalmál þingsins veröa, starf og stefna LFK, staða fram- sóknarkvenna innan Fram- sóknarflokksins og hvernig verður farið að því að auka hlut kvenna í flokknum á næstu árum. Dagskrá þingsins verður fjöl- breytt, og munu m.a. erlendir gestir frá Noregi og Svíþjóð halda þar fyrirlestra. Guðlaug Björnsdóttir situr í landsstjórn LFK fyrir Norður- latid eystra, og sagðist hún í sam- tali við Dag vænta að árangur þessa þings verði ekki síðri en á fyrri þingum. LFK hafi komið vel undir sig fótunum, og að þær ætli að halda því starfi áfram. Guðlaug væntir góðrar þátt- töku á þinginu og hvetur allar framsóknarkonur til að mæta á þingið, sérstaklega þar sem þær hafi nú fengið þingmann í sínar raðir. VG Konráð Árnason. r Ottast ekki samkeppni við niðurgreidda steinull - segir Konráð Árnason, sem keypti vélar af Plasteinangrun og ætlar að búa til einangrunarplast Trésmiöjan Fagverk er að flytja að Oseyri 4, í húsnæði Haga hf. en þar var Trésmiðj- an Vinkill til húsa en er nú flutt. Konráð Arnason festi kaup á húsnæðinu í apríl sl. og hann keypti einnig vélar af Plasteinangrun hf. og verður með framleiðslu á einangrun- arplasti í stórum hluta hús- næðisins. Plasteinangrun hættir því framleiðslu einangrunarplasts en Konráð sagðist fullviss um að markaðurinn væri nægur. Nú er unnið við uppsetningu véla en í millitíðinni hefur Konráð keypt stóra plastkubba frá Sauðárkróki sem hann sagar síðan niður eftir þörfum. Hann sagði það nauðsynlegt að Sundlaugarbygging við Glerárskóla: Híbýli hf. með lægsta tilboðið I gær voru opnuð tilboð í sund- laugarbyggingu við Glerár- skóla, á teiknistofu húsameist- ara. Það voru Híbýli hf., Reis- ir sf. Hafnarfirði og Fjölnis- menn sf. sem buðu í verkið. Kostnaðaráætlun sundlaugar- byggingarinnar er 34.121.725 kr. og var Híbýli hf. með lægsta til- boðið, 35.699.940 kr. Er það 4,62% yfir kostnaðaráætlun. Til- boð Fjölnismanna kom næst og hljóðaði upp á 37.697.754 kr. og er það 10,4% yfir kostnaðaráætl- un. Tilboð Reisis hf. var síðan 42.538.837 kr. og er það 24,66% yfir kostnaðaráætlun. HJS Tilboð í sundlaugarbyggingu við Glcrárskóla opnuð í gær. halda þeim markaði sem fyrir væri og því hefði hann farið út í að kaupa plast annars staðar frá þar til uppsetningu framleiðslu- vélanna væri lokið. Framleiðsla ætti að geta hafist eftir um hálfan mánuð. Aðspurður sagðist Konráð ætla að minnka eitthvað við sig hjá trésmiðjunni til að byrja með og einbeita sér að einangrunar- plastinu. Markaðurinn kallaði á plastið og sagist hann ekki óttast svo mjög samkeppnina við stein- ullina, þótt hún væri niðurgreidd af ríkinu og átti hann þar við tapreksturinn á Steinullarverk- smiðjunni. SS Reglugerð um sér- kennslu endurskoðuð - Ráðuneytið reynir að leysa ágreiningsmál í kjördæminu „Við vinnum að því að hlutur sérkennslunnar verði viðun- andi,“ sagði Guðmundur Magnússon aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Innan ráðuneytisins verður á næst- unni unniö að endurskoðun á sérkennslumálum og sagði Guðmundur að hugmyndin væri að endurskoða reglugerð um sérkennslu. „Þá verður tekið á þcssum málum í öllum umdæmum landsins, en sjón- unum verður ekki síst beint að Norðurlandsumdæmi eystra og þeirn umkvörtunum sem þar hafa veriö uppi.“ Sagði Guðmundur að reynt yrði að finna einhvern flöt til að leysa þau ágreiningsmál sem uppi eru í umdæminu, en ágreiningur- inn stendur fyrst og síðast um sérkennsluna. Guðmundur sagði að þessi mál yrðu skoðuð í tengslum við fjár- lagagerð, „en við ráðum auðvit- að ekki þeim tölum sem síðar koma á fjárlögum, en við vinnum að því að hlutur sérkennslunnar verði viðunandi á næstu fjárlög- um og þegar er unnið að því í ráðuneytinu," sagði Guðmundur. Sigurður Hallmarsson skóla- stjóri á Húsavík hefur verið sett- ur fræðslustjóri í Norðurlands- umdæmi eystra frá næstu mán- aðamótum og um óákveðinn tíma. Er Guðmundur var spurð- ur livað fælist í „óákveðnum tíma," sagði hann ekki til neitt svar við því. Ólafur Guðmunds- son hefði verið settur til 1. júní á næsta ári, „þannig að ég geng að því sem vísu að Sigurður verði að minnsta kosti þann tíma. Það er annars samningsatriði hversu lengi hann vill vinna,“ sagði Guð- mundur. mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.