Dagur - 07.09.1987, Page 13

Dagur - 07.09.1987, Page 13
7.«eptember 1987:- DAGUR - 1St Prjónavélar ganga inestan hluta úr sólarhringnum og framleiða efnið í peys- urnar góðu. „Sennilega eru um 25 stofur sem eftir lifa í dag og þeim fer ört fækkandi. Við veltum því alvar- lega fyrir okkur að hætta rekstri og loka en völdum þá leið að breyta framleiðslunni og fækka fólki vegna þess að við höfðum eytt miklu í að byggja upp jprjónastofu og fara út í okkar eigin hönnun og framleiðslu á peysum. Pess vegna fannst okkur ekki vera fullreynt enn með þessa peysuframleiðslu og ákváðum því að snúa okkur að henni. Það er skelfilegt á svona stað að þurfa að segja upp fólki. Margar konur höfðu starfað hér um árabil og höfðu því mikla starfsreynslu. En þetta gengur svona í þessum rekstri og þetta er ekki eina dæmið um það að fólki hafi verið sagt upp hjá fyrirtæki og rekstrinum breytt. Menn RHvélar Olympía frá kr. 19.700.- Brother frá kr. 22.700.- Facit frá kr. 43.200.- I Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ATVDNNA Lokahandtökin við peysurnar. „Þetta hefur farið sæmilega af stað á þessum mörkuðum en við erum á fyrsta ári með þessa fram- leiðslu og því tekur langan tíma að byggja markaðinn upp. Við erum fyrst og fremst undirverk- takar og framleiðum fyrir stærri aðila en síðan höfum við einnig hannað okkar eigin línu. Þessi breyting sem er að verða hjá okkur nú er sú að við erum að hætta að framleiða ullarjakkana og erum að snúa okkur að peys- unum alfarið. Það þarf mun minni mannskap við áð framleiða peysurnar og því kemur til þess- ara uppsagna á fólki,“ segir Björn. - En hafið þið tryggingu fyrir því að peysuframleiðslan standi betur en framleiðslan á jökkun- um? „Þetta er hægt en það má ekki mikið út af bera svo ekki fari að halla undan fæti. Maður verður í fyrsta lagi að hafa næg verkefni og í öðru lagi þarf að fást viðun- andi verð fyrir framleiðsluna. Það liggur ljóst fyrir að gengis- stefna stjórnvalda þarf að breyt- ast til að tryggja þennan rekstur betur í sessi.“ Peysur í tugþúsundatali - Hversu mikið getið þið framleitt af peysum á ári? „Við höfum nokkuð trygg verkefni framundan, munum að líkindum framleiða hér um 35- 40.000 peysur á næsta ári. Fyrst og fremst eru þetta peysur fyrir erlendan markað en einnig fer eitthvað af þessari framleiðslu á markað innanlands. Af okkar eigin peysum munum við senni- lega framleiða um 7.000 stk.“ - Kemur ekki til greina að þið farið eingöngu í framleiðslu á ykkar eigin vöru og sjáið alfarið sjálfir um alla markaðssetningu í stað þess að vera undirverktak- ar? „Nei, slíkt er ekki á stefnu- skrá. Slíkt væri of mikið stökk en hitt er annað mál að ég held að hagstæðasta samsetning á fyrir- tæki sem þessu sé að vera 75% í framleiðslu sem undirverktakar Starfsmaður saumastofunnar tekur við efni úr prjónavélinni. og framleiða síðan og selja sjálfir 25%. Ef fara ætti meira út í sjálf- stæða markaðssetningu þýddi það að fyrirtækin yrðu að reka söludeild sem að þau hafa ekki bolmagn til að gera eins og ástandið er í dag.“ - Hefur þetta verið valtur rekstur á síðustu árum? „Jú, þetta hefur verið mjög valtur rekstur. Það má kannski segja um þessi minni fyrirtæki á þessu sviði að þau hafi verið meiri þiggjendur á síðustu árum vegna þess að framleiðslugetan hefur verið svo mikil í landinu. Hér spruttu á tímabili upp saumastofur í hverri sveit, fram- leiðslugetan jókst og síðan var þetta bara spursmál um framboð og eftirspurn sem réði. Framboð- ið var það mikið að stór og fá útflutningsfyrirtæki sem hér eru gátu haldið þessum litlu sauma- stofum nánast í helgreipum. Nú er þetta að breytast vegna þess að margir eru að hætta í þessum iðn- aði og þeir sem þrauka hafa þá vonandi meiri möguleika til að lifa.“ Saumastofum fer ört fækkandi - Hve margar saumastofur eru starfandi á landinu í dag? verða alltaf að finna sér þann rekstrarflöt sem heppilegastur er á hverjum tíma og byggja sín fyrirtæki upp út frá því hvernig rekstrinum er best borgið,“ segir Björn að lokum. JÓH Ullaiiðnaður Okkur vantar nú þegar starfsfólk við ýmiss framleiðslustörf, m.a. í Loðbandadeild á dv. og kv. við spuna og kembingu. Prjónadeild á kv. og nv. við prjón, ýfingu og fleira og svo við ýmislegt annað á öllum vöktum. IJnnið er eftir bónuskerfi sem gefur góða tekjumöguleika. Mötuneyti er á staðnum. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. IDNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 Fundur um samgöngumál Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, efnir til funda með sveitar- stjórnarmönnum um samgöngumál á þeim stöðum sem nánar greinir í auglýsingu þessari. Á fundunum flytur ráðherra framsöguerindi um samgöngur í viðkomandi landshluta, en síðan verða almennar umræður. í för með ráðherra verða fulltrúar stofnana er heyra undir samgönguráðu- neytið og munu þeir taka þátt í umræðunum, svara fyrirspurnum og veita upplýsingar eftir þörfum. Fundirnir, þ. á m. fundarstaður og tími, verða nánar kynntir síðar í samráði við forystumenn landshlutasamtaka sveitarfélaga. Vestfjarðakjördæmi: í Reykjanesi við ísafjarðardjúp í tengslum við ársfund Fjórðungssambands Vest- firðinga föstudaginn 4. sept. kl 13.00. Suðurlandskjördæmi: Á Selfossi fimmtudaginn 24. sept. og í Vestmannaeyjum föstudaginn 25. sept. Norðurlandskjördæmi eystra: Á Akureyri þriðjudaginn 29. sept. Norðurlandskjördæmi vestra: Á Sauðárkróki miðvikudaginn 30. sept. Austurlandskjördæmi: Á Egilsstöðum þriðjudaginn 6. okt. og á Hornafirði miðvikudaginn 7. okt. Vesturlandskjördæmi: í Stykkishólmi föstudaginn 9. okt. Reykjaneskjördæmi: í Keflavík þriðjudaginn 13. okt. og í Kópavogi fimmtudaginn 15. okt. Reykjavík: Fundur með borgaryfirvöldum föstudaginn 16. okt. S AMGÖNGURÁÐUNE YTIÐ.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.