Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 16
DA6UR
Akureyri, mánudagur 7. september 1987
flö PIONŒŒR BÍLTÆKIOG HÁTALARAR
HUÓMDEILD
Gjaldþrotamál KSÞ Svalbarðseyri:
Fjámám í
fimm jorðum
- „Aðför að okkur út í hött,“
segir Guðmundur Þórisson
, X. m&'* * '
1 * SK/tó* xSf SJ '
* 1 I.- , '*r
KkÉÁi
Í í#»,» 4ML
%» r*i*i » r
Bifreiðin sem valt skemmdist mikið. Meiðsl urðu á fólki, en enginn er talinn í lífshættu.
Mynd: IM
Bílvelta á Öxnadalsheiði
„Sambandið hefur vissa sið-
ferðiiega skyldu gagnvart okk-
ur í þessu máli og við munum
leita til stjórnar SIS vegna
skuldbindinganna en aðför að
lögum er út í hött hvað varðar
ábyrgðir okkar,“ sagði Guð-
mundur Þórisson í Hléskógum
en fjárnám hefur verið gert í
jörðum fimm fyrrverandi
stjórnarmanna í Kaupfélagi
Svalbarðseyrar.
Lögfræðingar Iðnaðarbanka
íslands hf. á Akureyri fóru fram
á fjárnám í eigum Guðmundar
Þórissonar, Hléskógum, Jóns
Lögreglan:
Tveir harðir
árekstrar
á Akureyri
Á föstudag var lögreglunni á
Akureyri tilkynnt um 7
árekstra. Af þeint voru tveir
allharðir og var þrennt flutt
á sjúkrahús, en mun ekki
hafa slasast alvarlega. Ann-
ars mun helgin hafa verið
með rólegasta móti á Akur-
eyri.
Á þeim stöðum sem haft var
samband við á svæðinu var alls
staðar sömu sögu að segja,
þ.e. að helgin hafi verið bæði
róleg og góð. Lítið var um
dansleiki og engin umferðar-
óhöpp voru tilkynnt.
Lögreglan á Akureyri vildi
minna ökumenn á það, að nú
eru skólar að hefjast og börnin
flykkjast út í umferðina. Eru
ökumenn beðnir um að aka
varlega í námunda við skólana
og gæta vel að unga fólkinu
sern er að stíga sín fyrstu spor
á menntaveginum. VG
Fyrirtækið Securitas Akureyri
sf. hefur nú verið starfrækt á
staðnum í 3-4 ár. Einn maður
starfar nú við fyrirtækið við
eftirlitsstörf en fyrirtækið rek-
ur einnig hreingerningaþjón-
ustu og við hana vinna nú 25
manns, flestir í hlutastörfum.
Mikið hefur færst í vöxt að
fyrirtæki nýti sér eftirlitsþjónustu
sem þessa bæði til að líta eftir
óæskilegum mannaferðum og
einnig fyrirbyggjandi starf þ.e.
eftirlit með bilunum eða eldi.
í dag er litið eftir 35 fyrirtækj-
Laxdal í Nesi, Inga Þórs Ingi-
marssonar, Neðri-Dálksstöðum,
Bjarna Hólmgrímssonar, Sval-
barði og Tryggva Stefánssonar.
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal.
Þessir menn gengust í ábyrgðir
fyrir KSÞ í des. 1984 og nú hefur
sýslumaður Þingeyjarsýslu fram-
fylgt fjárnámsbeiðninni.
„Við munum leita til stjórnar
SÍS um úrlausn. Ég var varamað-
ur í stjórn KSÞ og kom ekki inn
sem aðalmaður fyrr en um mán-
aðamót sept.-okt. 1985 en þá var
fyrirtækið hrunið. Ef gengið
verður að eigum mínum og ég
missi mikinn hluta þeirra þá
verða eftirmál frá minni hendi,“
sagði Guðmundur Þórisson.
„Umfjöllun fjölmiðla hefur
ekki verið til bóta í þessu máli en
álit mitt er að ekki sé hægt að
ganga að okkur stjórnarnefnd-
armönnum með þessar uppá-
skriftir. Við stóðum í þeirri trú
að við værum að skrifa undir sem
stjórnarmenn en ekki sem ein-
staklingar. Ef gengið verður
alfarið að okkur munum við leita
til SÍS því í samvinnulögum
stendur að þetta sé ein heild. Við
vorum ekki að bjarga eigin hags-
munum heldur reyndum að fleyta
félaginu eins lengi og hægt var og
ég lagði t.d. inn peninga seint á
árinu 1985. Milljónatugir töpuðust
vegna þess að þrotabúið var boð-
ið upp í stað þess að semja við
aðila sem buðu hærra í eignirn-
ar,“ sagði Ingi Þór Ingimarsson.
Þegar Tryggvi Stefánsson,
Hallgilsstöðum, var inntur álits á
málinu sagði hann: „Ég hefi rætt
málin við tvo stjórnarmenn SÍS
en þetta hafa verið óformlegar
viðræður í síma. Ég tel eðlilegt
að stjórn Sambandsins skoði
hvort hægt sé að leysa mál okkar
og einnig þeirra sem misstu inn-
eign sína í KSÞ og við munum
semja bréf þessa efnis til þeirra
innan skamms. En ef gengið
verður að okkur verður málinu
ekki lokið af minni hálfu með
því. “ EHB
um á Akureyri og að sögn Árna
Steinssonar, framkvæmdastjóra
er nú til athugunar að tveir menn
verði við gæslustörf. Á síðasta ári
hefur fjöldi fyrirtækja sem nota
þessa þjónustu tvöfaldast og Árni
var því spurður hvort einhver
skýring væri á þessari fjölgun.
„Það eru umræður í þjóðfélag-
in sem valda því að fólk er mun
meðvitaðra um að hafa slíka
þjónustu. Menn hafa séð of mik-
ið af fyrirtækjum hverfa í eldi eða
öðrum skemmmdum þar sem
Klukkan rúmlega siö í.. gær-
kveldi, varð bílvelta á Öxna-
dalsheiði. Bifreið á leið til
Akureyrar mun hafa ætlað
fram úr annarri með þeim
„Ef menn taka meira út en 60
kg á heimilismann skerðist
fullvirðisréttur þeirra til
innleggs. Það verður að gera
mönnum kleift að lóga fé sínu
á sláturhúsum ef þeir vilja
fækka því án þess að til inn-
leggs komi en hvernig á að fara
með sauðfjárinnlegg þeirra
sem engan fullvirðisrétt hafa
veit ég ekki enn,“ sagði Ólafur
Geir Vagnsson, ráðunautur.
Undanfarið hafa menn velt
fyrir sér hvernig eigi að fara með
sauðfjárinnlegg þeirra sem engan
hægt hefði verið að bjarga ef
eftirlit hefði verið á staðnum,"
sagði Árni.
Árni sagði að stöku sinnum
hafi íbúðarhús verið vöktuð.
Mikið er um slíkar vaktir í
Reykjavík sérstaklega þar sem
fólk hefur komið upp þjófavarna-
kerfum. „Sem betur fer þá erum
við á eftir Reykvíkingum í þessu
efni. Smáinnbrot af þessu tagi
eru fátíð hér á Akureyri enda
þrífst fólk sem þetta stundar ekki
á stað sem Akureyri,“ sagði
hann. JÓH
afleiðingum að hún fór út af
veginum og valt.
Bifreiðin sem er fólksbifreið
skemmdist mikið og var þrennt
flutt á sjúkrahúsið á Akureyri.
fullvirðisrétt hafa. Sláturhúsin
greiða ekki öðrum fyrir innlegg
en þeim sem hafa kvóta og til
heimilisnota fá bændur 60 kg af
kjöti á hvern heimilismann.
„Ég veit að starfsmenn slátur-
húsanna ætla ekki að brenna sig á
því sama og í fyrra að taka á móti
kjöti og leggja inn í reikninga en
fá síðan í hausinn á eftir að þeir
ættu að færa út hverja krónu frá
þessum mönnum. Þá var reyndar
búmark sem gilti en það er hlið-
stæð stærð við fullvirðisrétt sem
gildir núna. Ef menn mega ekki
taka út kjöt umfram 60 kg á
heimilismann án þess að fullvirð-
isréttur skerðist hlýtur slíkt að
hvetja til heimaslátrunar. Heima-
slátrun leiðir aftur til þess að hætt
er við að eftirlit með útbreiðslu
sauðfjársjúkdóma verður
minna,“ sagði Ólafur G.
Vagnsson.
Guðmundur Knudsen, héraðs-
dýralæknir, sagði að bændum
væri heimilt að slátra heima til
eigin nota en stranglega væri
bannað að selja kjöt af heima-
slátruðu. Ýmislegt væri þar fyrir
utan varhugavert við að kaupa
slíkt kjöt, neytandinn vissi ekkert
um gæði kjötsins vegna þess að
ekkert eftirlit væri og stundum
gæti kjötið verið af sjúkum
skepnum.
Guðmundur Knudsen, Óli
Valdimarsson sláturhússtjóri
KEA og Ólafur G. Vagnsson
töldu allir að talsvert væri um
heimaslátrun og sölu kjöts
Þegar blaðið fór í prentun,
reyndist ekki hægt að fá nákvæm-
ar upplýsingar um líðan fólksins
en meiðsl munu ekki vera eins
alvarleg og fyrst var talið. Eng-
inn er talinn vera í lífshættu. VG
framhjá kerfinu og væri nauðsyn-
legt að gera ráðstafanir til að
draga úr slíku hið fyrsta. EHB
Enskar á
Hofsós í fisk
Talsverður skortur á vinnu-
afli er nú á Hofsósi þegar
skólafólkið hverfur af
vinnumarkaðinum. Hefur
hraðfrystihúsið á staðnum
lagt inn umsókn til ráðu-
neytis um atvinnuleyfl í 6
mánuði fyrir 5 enskar stúlk-
ur sem sýnt hafa fiskvinn-
unni á Hofsósi áhuga.
Ástandið hvað vinnuafl
varðar virðist vera svipað í
frystihúsunum á Sauðárkróki
og á Hofsósi eftir orðum Ein-
ars Svanssonar hjá Fiskiðjunni
að dæma. Sagði hann tímann
þegar skólarnir byrjuðu þann
alversta í frystihúsunum. Fyrir
utan að skólakrakkarnir hættu
væri alltaf eitthvað um að
mæður tækju sér frí í smá tíma
meðan börnin eru að byrja í
skóla. Einar sagði að ekki
hefði komið til tals að flytja
inn vinnuafl, enda engar ver-
búðir á staðnum og erfitt með
húsnæði. Það yrði líklega það
seinasta sem gert yrði til að
bregðast við vinnuaflsskorti.
-þá
Securitas Akureyri sf:
Viðskiptavinum hefur fjölgað
um helming á einu ári
Heimaslátrun:
Selja kjöf framhjá kerfinu
- enginn veit hvernig fara skal með kjötinnlegg
fullvirðisréttarlausra framleiðenda