Dagur - 06.10.1987, Page 5

Dagur - 06.10.1987, Page 5
6.-október4987> - DAQURi - 5 Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri eltir boltann einbeittur á svip en Örn Jóhannsson bæjarfulltrúi ætlar að forða sér. fegursta náttkjólnum og eins hitti hann boltann ótrúlega oft, auk þess sem honum tókst að koma boltanum í mark án þess að beita ofboðslegu ofbeldi. Engin gul eða rauð spjöld voru gefin í leiknum en þó nokkur blá spjöld voru á lofti, einnig reyndi dómarinn oft að reka leikendur út af vegna grófra brota en það þýddi lítið, þar sem leikendur vildu helst vera inni á vellinum og virtust ekki skemmta sér síður en áhorfendur. Áður en hinn eftirminnilegi leikur hófst sýndu börn á aldrin- um 10-12 ára fimleika og í leik- hléi sýndu ungar stúlkur leikþátt, eftirhermur og dans. Einnig kepptu stjórnarmenn Björgunar- sveitarinnar Garðars í blöðru- blæstri. Helga Kristinsdóttir sem starf- ar í fjáröflunarnefnd slysavarna- deildarinnar var kynnir á skemmtuninni. Hún sagði í sani- tali við Dag að um árabil hefði kökubasar verið hefðbundin fjár- öflunarleið en nú hefði konurnar langað að reyna eitthvað nýtt. Skemmtunin hefði tekist vel, þær sem að henni stóðu væru ánægð- ar með það sem inn kom og von- andi yrði framhald á slíkum uppá- .komum. IM Halldór Kristinsson sýslumaður og Lissý Halldórsdóttir bankastarfsmaður berjast um knöttinn. Fréttatilkynning: Óánægja með lokun Norðurgötu íbúi við Grenivelli skrifar: Ég vil koma á framfæri örfáum orðum vegna lokunar Norður- götu sem kemur í kjölfar við- byggingar Hagkaups. Eg sem íbúi Grenivalla austan Norðurgötu hélt að við sem búum á þessu svæði hefðum nú þegar nóg af viðskiptavinum Haugkaups að segja þar sem ýmsir þeirra kjósa að stytta sér íeið í gegnum garða okkar. Það hlýtur að fylla mælinn þegar á að fara að breyta rólegri götu eins og Grenivellirnir eru í mikla Lélegar efndir S.St. skrifar Ég get ekki á mér setið með að lýsa óánægju minni með störf ríkisstjórnarinnar og þá sérstak- lega fjármálaráðherrans, Jóns Baldvins Hannibalssonar. í kosn- ingunum töluðu alþýðuflokks- menn mikið um nauðsyn þess að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Ég tilheyri þeim þjóðfélagshópi og bjóst að sjálf- sögðu við að Jón Baldvin stæði við gefin loforð þegar hann hefði til þess völd og áhrif. Én raunin er allt önnur. Fyrsta verk hans var að skattleggja bifreiðaeign okkar meira en áður og næsta verk var að leggja sölu- skatt á matvæli. Síðan voru elli- launin reyndar hækkuð, en sú hækkun nægir ekki til að bæta okkur upp það tekjutap sem við þegar höfum orðið fyrir vegna fyrrnefndra aðgerða. Það er því allt útlit fyrir að ævi- kvöldið verði langt í frá áhyggju- laust og maður bíður bara eftir næstu aðgerðum. Mér finnst full ástæða til að vekja athygli á þessu misræmi orða og athafna hjá fjár- málaráðherranum. STAÐAR NEM! Öll hjól eiga aö stóövast algerlega áðuren aö stöðvunarlinu. er komið. umferðargötu. Fyrir utan þetta þá hljóta þess- ir stóru bílar sem losa vörur sínar við verslun Hagkaups að valda töluverðri mengun í næsta nágrenni. Ég er því afar ósátt við afgreiðslu Akureyrarbæjar á þessu máli. Nordisk Forum '88 Norræn kvennaráðstefna í Osló 1988 efnir til samkeppni meðal kvenna um gerð veggspjalds. Skilafrestur til 1. nóvember 1987. Nánari upplýsingar Nanna Þórsdóttir í síma 22199. Akureyri - Mývatn - Akureyri Vetraráætlun Gildir frá 08.10. 87-09.05/88. Ath. Breyting á áætlun um jól og páska. Frá Reynihlíð föstudag kl. 08.00 og 20.00 sunnudag kl. 17.00 Frá Akureyri fimmtudag kl. 20.00 föstudag kl. 16.30 sunnudag kl. 14.00 Farpantanir í Hótel Reynihlíð s 96-44170 og afgreiðslu Sérleyfisbíla Geislagötu 10 s 96-24729 og 24475. SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR SF. Skotveiðimenn Tilboðsverð á rjúpnaskotum Ef keypt eru 500-1000 skot er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur. Ef keypt eru 1000 skot eða meira er veittur 12% staðgreiðsluafsláttur. Haglabyssur og hagiaskot í urvali. Opið laugardaga 9-12. W lli Eyfjörö Hjalteyrargötu 4 ■ sími 22Z75 Út er komið á vegum Náms- gagnastofnunar og íslandsdeildar Norðurlandaráðs námsefni fyrir 8. og 9. bekk grunnskólanna um norræna samvinnu og umhverfis- mál. Bera hefti þau sem komin eru út yfirskriftina í norðri og eru staðfærðar þýðingar á heftum úr heftaröðinni Nordpá sem gefin er út af Norðurlandaráði. Út eru komin í þeirri röð 11 hefti um ýmis efni, þá.a m. stríðs- og eftir- stríðsárin á Norðurlöndum, þró- unaraðstoð og fíkniefni. Þetta er í fyrsta sinn sem gefið er út sam- norrænt námsefni og eru heftin á dönsku að einu undanskildu en í því eru kaflar á dönsku, norsku og sænsku. Námsgagnastofnun sér um dreifingu íslensku heftanna, en þýðandinn er Sigurlín Svein- bjarnardóttir, námsstjóri í dönsku. óskar eftir að ráða hugmyndaríkt fólk til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða: ★ Popptónlist ★ Sígild tónlist ★ Matargerð o.fl. Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Umsóknir berist Braga V. Bergmann ritstjóra, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. ★ Unglingar Út ★ Neytendur ★ Hannyrðir Strandgötu 31, Akureyri. Sími 24222.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.