Dagur - 06.10.1987, Qupperneq 6
6 - DÁGIM - 6Í ^któBér 1987'
- Nýr skemmtistaður opnaður á Akureyri
Spegilmynd á hvolfi. Prúðbúið fólk skálar fyrir nýja skemmtistaðnum.
Á föstudaginn 2.
október var opnaður nýr
skemmtistaður á Akur-
eyri, sem hlotið hefur
nafnið Zebra. Eigandi
staðarins er Kristján
Kristjánsson sem rekið
hefur skemmtistaðinn H
100 í um það bil ár.
Zebra er í sama húsnæði
og H 100 var þ.e. að
Hafnarstræti 100 en lagt
hefur verið í kostnað
vegna breytinga á
staðnum.
Staðurinn hefur tekið
stakkaskiptum. Mest
hefur verið lagt í fyrstu
hæðina, en sú nýbreytni
verður í framtíðinni að
þar verður hægt að fá
keyptan mat. Annars
staðar í húsinu hafa
veggir verið teknir, mál-
að var og gera þessar
breytingar andrúmsloft-
ið mun léttara og
skemmtilegra.
Eigandi staðarins
hefur í hyggju að höfða
til eldra fólks en áður
hefur tíðkast á þessum
stað og mun framvegis
verða 20 ára aldurs-
takmark á laugardags-
kvöldum. Aðra daga
sem staðurinn verður
opinn verður aldurs-
takmark 18 ár.
Á föstudagskvöld,
opnunarkvöldið var
tískusýning frá verslun-
inni Perfect, Stuð-
kompaníið lék fyrir
dansi og Helena Jóns-
dóttir skemmti.
Fjölmenni var við
opnunina og skemmti
fólk sér hið besta. VG
Eigandi Zebra, Kristján Kristjánsson.
Frá tískusýningu verslunarinnar Perfect.
Fjölmenni var við opnunina og skemmti fólk sér hið besta.
Þær fylgdust grannt með skemmtiatriðunum þessar stöllur. Myndir: rþb