Dagur - 06.10.1987, Page 8

Dagur - 06.10.1987, Page 8
8 - DAGUR - 6. október 1987 Sláturtiús Kaupfélags Baldvin Baldursson sláturhússtjóri: Eifitt að þurfa að aflífa þessar blessaðar áepnur U Sauðfjárslátrun hófst hjá Slát- urhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík 9. september, áætl- að er að slátra 40.785 fjár og að slátrun Ijúki 13. október. AIls vinna 130-140 manns á sláturhúsinu. Sláturhússtjóri er Baldvin Baldursson frá Rangá. Dagur skrapp í stutta heim- sókn í sláturhúsið í síðustu viku og Baldvin gaf sér tíma til að tylla sér niður og ræða við blaðamann, þó að greinilega væri í mörg horn að líta fyrir sláturhússtjórann. „Ég er búinn að vinna á slátur- húsi, samfellt hvert einasta haust síðan 1944 eða 1945. Fyrstu árin; vann ég á sláturhúsinu sem var í bragganum heima við Ófeigs- staði. Síðastliðin sjö ár hefur Jóhannes Þórarinsson verið slát- urhússtjóri hérna, en ég hljóp í skarðið fyrir hann núna þótt ég sé orðinn gamall eins og á grönum má sjá.“ Baldvin er ekki óvanur starfinu því hann var sláturhús- stjóri á undan Jóhannesi, tók við af Benóný Arnórssyni frá Hömr- um sem var sláturhússtjóri á gamla húsinu og gegndi starfinu fyrsta árið eftir að byrjað var að slátra í þessu húsi, 1971. „í fjöldamörg ár var ég skot- maður og er orðinn heyrnarlaus af því, segja læknar mér, ég hafði ekki hlífar fyrir eyrunum. Síðan var ég við skrifstofustörf úti á gamla sláturhúsinu, gekk frá kjötnótum, lagði saman og leið- rétti. Ég tel mig því vera búinn að skila ansi miklu dagsverki í öllu þessu sláturveseni." - Hafa ekki orðið miklar breytingar á þessum tíma? „Það hafa orðið miklar breyt- ingar á þessu tímabili, sumar tel ég að hafi verið til þess verra en aðrar til hins betra, það er dálítið misjafnt. Það var alveg sérstök list hvernig gömlu mennirnir fláðu kindur, það sá hvergi nokk- urs staðar hár á skrokk. Þá var ekki eins mikill þvottur á kjötinu og núna er, og í hjarta mínu er ég óánægður með þennan vatnsaust- ur á skrokka, ég tel að hárin fest- ist við hann en strjúkist ekki af. Tæknin er nú ekki ævinlega 100% til góðs og það er auðvitað tæknin sem býður þessu heim. Það er einn hlutur sem ég er svolítið óánægður með síðan þetta sláturhús tók til starfa, það er að alltaf er verið að gera meiri og meiri kröfur. Allar endurbæt- ur kosta peninga en húsið er ekki látið njóta þess að sama skapi. Það hefur að vísu útflutnings- leyfi, eins og húsin á Borgarnesi og Sauðárkróki en þessi þrjú hús fá í raun og veru ekki það sem við höfum lagt í þau peningalega og að mínu mati njóta þau ekki þess sem þau hefðu átt að njóta. Þau eru hönnuð til að geta selt á erlendan markað en reyndin hefur verið sú að það er ákaflega takmarkað sem hægt hefur verið að flytja út. Mér finnst að sam- félagið þurfi að styðja við bakið á þessum húsum þannig að þau geti sinnt sínu hlutverki, við getum ekki staðið í þessu alveg einir. Hér er kannski um að ræða fram- kvæmdir upp á milljónir, eins og núna þegar fulltrúi Efnahags- bandalagsins kom til okkar og hafði allt á hornum sér. Kannski fer eitthvað að glæð- ast með að hægt sé að flytja kjöt- ið okkar út en málið er að okkar verðlag, svo og tollar og öll gjöld í sambandi við útflutning eru svo há að verðið sem maður getur skilað til bændanna er ekki nóg til að þetta þjóni þeim tilgangi sem það þyrfti að gera. Ég er á því að við þyrftum að hyggja rniklu betur að því að framleiða í þannig neytenda- pakkningar að salan aukist. Það eru orðnar svo breyttar neyslu- venjur frá því sem var í gamla daga þegar allir keyptu kjöt í heilum skrokkum, nú kaupa hús- freyjurnar í matinn, eins og kall- að er, og það er kannski ein mesta breytingin frá því ég fór fyrst að vinna á sláturhúsí.“ - Hvernig líkar þér þessi vinna? „Hún er svo sem ekkert verri en hvað annað, í einu orði sagt er sláturhúsvinna erfið. Ég get alveg dæmt um það því ég hef unnið erfið verk, var við nautgripaslátr- un í fleiri ár og þá var ekki verið að hugsa um peninga eða tíma heldur keppst við að vinna, skila ákveðnu dagsverki án tillits til hvað maður fengi fyrir það. Vinna fláningsmannanna, og allra þeirra sem eru á keðjunni, er ákaflega þreytandi og það er alveg höfuðaðtriði að borga þessu fólki vel.“ - Þú sagðist hafa verið skot- maður í mörg ár, ertu með nokk- urt samviskubit yfir að hafa tekið líf svona margra kinda? „Auðvitað hef ég mörg þúsund líf á samviskunni en maður var orðinn svolítið sljór fyrir þessu í starfinu. Sem betur fer kom aldrei fyrir að ég feilaði á grip en þetta er ekkert sérstaklega geð- fellt starf. Mér finnst alltaf erfitt að þurfa að aflífa þessar blessað- ar skepnur sem maður hefur með höndum, en svona er lífið, ein- hver þarf að gera þetta og menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir því.“ - Gekk illa að manna húsið í haust? „Hér vinna 130-140 manns og það er varla að húsið sé full- mannað. Ég var ákaflega svart- sýnn til að byrja með og áætlunin var eiginlega miðuð við að illa Freyja Hjálmarsdóttir vinnur við hjörtun. gengi að fá fólk. Það gefur auga leið að erfitt er að fá um 150 manns til vinnu í einn mánuð, eins og ástandið á vinnumarkað- inum er núna. Einhvern veginn tókst að smala saman þessum hóp með góðra manna hjálp, við höfum fengið ákaflega góða menn á fláningskeðjuna sem hafa skilað mjög góðu verki að mínu mati. Skólakrakkarnir, 14 og 15 Baldvin Baldursson sláturhússtjóri. Tvær konur að verka vambir. Innyflin á færibandi. Guðný Káradóttir: „Salan á heflum slátrum minnkar“ Dagur kom við í slátursölunni í sláturhúsinu þar sem nóg var að gera við afgreiðsluna hjá Sigurbjörgu Einarsdóttur og Guðnýju Káradóttur. Guðný var spurð hvað hún væri búin að vinna við afgreiðsluna í mörg ár. „Þetta er þriðja árið sem ég er hérna.“ - Kaupir fólk mikið af slátri? „Það fer alltaf minnkandi en það er algengt að fólk taki svona 10 slátur, að meðaltali.“ - Eru greinanleg mörk á milli kaupstaðar og sveita, þannig að fólk úr sveitunum taki meira af slátri? „Já, það er keypt meira í sveit- irnar. Én mesta magnið sem við munum eftir að hafa afgreitt í einu núna eru 80 slátur en minnst 3 slátur.“ - Kaupir fólk mikið af innmat án þess að kaupa heilu slátrin? „Já, þindar og hálsbita, það er alltaf sama eftirsóknin eftir þeim en salan á heilum slátrum minnkar." - Heyrirðu á fólki hvort það er að kaupa slátrin til að gera slátur úr þeim eða til að fá matinn? „Ég get alveg ímyndað mér að það geri slátur úr því sem það kaupir.“ - Hvernig líkar þér vinnan á sláturhúsinu? „Ágætlega, ég var búin að vinna í vambasalnum í nokkur ár áður en ég fór í afgreiðsluna og svo vann ég í gamla húsinu, þar var meira fjör.“ IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.