Dagur - 06.10.1987, Síða 13

Dagur - 06.10.1987, Síða 13
6.^«tÓbérít967í-ÐAGU«5-t^ Umsjón: Kristján Kristjánsson Uppskeruhátíð UMFS: Stöðugt betri árangur - hjá keppnisfólki félagsins Uppskeruhátíð Ungmenna- félags Svarfdæla var haldin í Víkurröst á Dalvík fyrir skömmu. Þar kom fram að í sumar var keppt í sundi, frjáls- um íþróttum og knattspyrnu á vegum félagsins. Knattspyrna er langfjölmennasta greinin sem iðkuð er á vegum UMFS en um 110-120 manns hafa æft með félaginu í sumar í sex flokkum. Sund: Keppendur frá UMFS fóru á aldursflokkamót UMSE í sundi og stóðu sig með mikilli prýði, þótt' ekki hafi verið æft mjög mikið. Þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem keppt var undir merki UMFS í sundi. Á uppskeruhátíð- inni fengu Bjarni Jónsson oj; syst- urnar Aðalbjörg og Aslaug Stefánsdætur viðurkenningu fyrir árangur sinn í sundi. Frjálsar íþróttir: Þjálfari í sumar var Guðmund- ur Sigurðsson úr Ólafsfirði og er þetta þriðja sumarið í röð sem markviss þjálfun fer fram í frjáls- um íþróttum hjá UMFS. Árang- urinn er líka að skila sér. Hingað til hafa keppendur frá UMFS staðið sig vel á mótum en oftast vantað herslumuninn. í sumar vann UMFS hins vegar héraðs- mót UMSE í frjálsum íþróttum fullorðinna, í fyrsta skipti í langan tíma, sem segir mikið um fram- farirnar. Aðstaðan á Dalvík er þó enn harla bágborin en mun lagast mikið þegar aðalvöllur UMFS verður tilbúinn en þar verður mjög góð aðstaða fyrir frjálsíþróttafólk. Keppendur frá UMFS tóku þátt í þremur mótum í sumar og unnu þau öll. Þetta voru Bænda- dagshlaup UMSE, héraðsmót UMSE og aldursflokkamót UMSE. UMFS veitti margar viðurkenningar fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum en þær hlutu: Snjólaug Vilhelms- dóttir en hún vann m.a. 3 íslands- meistaratitla á árinu, Þóra Einarsdóttir, Páll Jónsson, Arnar Snorrason en hann var valinn í landsliðið í frjálsum íþróttum í 400 m hlaupi og 4x400 m hlaupi, Sigurlaug Hauksdóttir, Gunn- laugur Jónsson, Hallgrímur Matthíasson, Bryndís Brynjars- dóttir, Ingigerður Júlíusdóttir og Sigurður Matthíasson einn fremsti spjótkastari landsins, sem keppti mjög víða eins og undan- farin ár. Knattspyrna: í sumar var knattspyrna æfð í sex flokkum hjá UMSE en eins og kemur fram í inngangi er þetta langfjölmennasta íþróttagreinin sem stunduð er innan félagsins. 6. flokkur: Þjálfari 6. flokks var Þorsteinn Guðbjartsson. Strákarnir tóku þátt í fjórum mótum og stóðu sig vel. Þarna er á ferðinni góður efniviður sem á örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíð- inni. Heiðar Sigurjónsson var valinn efnilegasti leikmaður 6. flokks en aðrir sem hlutu viður- kenningu voru, Birgir Hannesson fyrir frábæra ástundun, Jóhann Hreiðarsson og Atli Viðar Björnsson fyrir góða ástundun og Anton Ingvason fyrir góða frammistöðu. 5. flokkur: Birgir Össurason þjálfaði 5. flokk og undir hans stjórn tóku strákarnir þátt í íslandsmótinu og auk þess tveimur öðrum mótum. Birgir þjálfaði einnig 4. og 3. flokk. UMFS lék í Norðurlands- riðli og vann 1 leik í riðlinum en tapaði 4 leikjum. UMFS sigraði í héraðsmóti UMSE í knattspyrnu 12 ára og yngri. Sigurbjörn Hreiðarsson var valinn efnileg- asti leikmaðurinn en aðrir sem hlutu viðurkenningu voru, Logi Kjartansson fyrir frábæra ástund- un og Steinn Símonarson og Sverrir Þorleifsson fyrir góða ástundun. 4. flokkur: Fjórði flokkur UMFS tók þátt íslandsmótinu og Iék í Norður- landsriðli. Liðið vann 1 leik, gerði 2 jafntefli og tapaði 4 leikj- um. Daði Jónsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn en aðrir sem hlutu viðurkenningu voru, Ottó B. Ottósson fyrir frábæra ástundun og þeir Jóhann Jónsson og Emil Einarsson fyrir góða ástundun. 3. flokkur: Þriðji flokkur UMFS tók ekki þátt í íslandsmótinu. Liðið tók þátt í héraðsmóti UMSE og hraðmóti UMSE og vann bæði mótin. Örvar Eiríksson var val- inn efnilegasti leikmaðurinn en aðrir sem hlutu viðurkenningu voru, Pálmi Óskarsson og Pálmi Friðriksson fyrir góða ástundun. Kvennaflokkur: Garðar Jónsson var þjálfari kvennaflokks. Þetta er annað sumarið í röð sem reglulegar æfingar eru í kvennaflokki og hafa stúlkurnar tekið miklum framförum. Er verið að hugleiða það hvort senda eigi þær til keppni í 2. deild næsta sumar. Þær tóku þátt í tveimur mótum í sumar, Bæjarmóti og kvenna- móti UMSE og urðu í 2. sæti í þeim báðum. Guðný Friðriks- dóttir var valinn efnilegasti leik- maðurinn en aðrar sem hlutu viðurkenningu voru, Helga Björk Eiríksdóttir fyrir frábæra ástundun og þær Kristín Gunn- þórsdóttir og Snjólaug Árnadótt- ir fyrir góða ástundun. Meistaraflokkur karla: Garðar Jónsson þjálfaði einnig meistaraflokk karla, auk þess sem hann lék með liðinu. Liðið lék í E-riðli 4. deildar á íslands- mótinu og var aðeins hársbreidd frá því að komast í 3. deild. UMFS hlaut jafn mörg stig og Hvöt í riðlinum en Hvatarmenn voru með hagstæðara marka- hlutfall, sigruðu því í riðlinum og gerðu sér síðan lítið fyrir og unnu 4. deildina. Svarfdælingar ætla sér að vinna sæti í 3. deild á næsta ári og ef vel er á málum haldið ætti það að geta tekist. Auk íslandsmótsins tóku strákarnir þátt í bikarmóti UMSE, Mjólk- urbikarkeppni KSÍ og héraðs- Sigurlið Guðjóns E. Jónssonar í Bændaglíinunni í golfi um helgina. Bændaglíman í golfi: Lið Guðjóns sigraði Síðasta stórmót sumarsins hjá Golfklúbbi Akureyrar, Bændaglíman fór fram á laug- ardag. Bændur að þessu sinni voru þeir Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri og Guðjón E. Jónsson formaður Sjómanna- félags Eyjafjarðar. Þeir félagar skiptu með sér þeim 46 kepp- endum sem auk þeirra mættu mótið. Bændaglíman er holu- keppni og voru leiknar 9 holur. Keppnin var gífurlega jöfn og spennandi en það fór þó þannig að lokum að lið Guðjóns stóð uppi sem sigurvegari, eftir að Guðjón hafði lagt Hilmar að velli í bráðabana. Eftir 9 holu keppni voru liðin hnífjöfn og því þúrftu bændurnir Guðjón og Hilmar að gera út um málið í bráðabana. Guðjón gerði sér þá lítið fyrir og fór 18. holuna á þremur höggum eða pari en Hilmar á einu yfir pari. Það þýddi að Guðjón og hans menn höfðu unnið yfir- burðasigur. móti UMSE þar sem þeir urðu í 2. sæti. Albert knattspyrnumaður UMFS: Leikmenn meistaraflokks völdu sjálfir knattspyrnumann ársins úr sínum röðum og urðu úrslit þau að Albert Ágústsson varð hlutskarpastur. í öðru sæti varð Garðar Jónsson og í þriðja sæti Sigurvin Jónsson. Björn Friðþjófsson hlaut viðurkenn- ingu fyrir frábæra ástundun og þeir Ingólfur Kristinsson, Sigur- vin Jónsson og Arnar Snorrason fyrir góða ástundun. UMFS vinnur Sjóvábikarinn til eignar: Þótt ekki sé búið að reikna út stig einstakra félaga innan UMSE í öllum greinum sem keppt hefur verið í, er þó ljóst að UMFS er stigahæst og hlýtur svokallaðan Sjóvábikar. Það mun verða í þriðja sinn sem félagið hlýtur þennan glæsilega grip og vinnur hann því til eignar. Eins og kemur fram hér að ofan verður árangur stöðugt betri' í þeim greinum sem keppt er í á vegum UMFS. Á Dalvík er mjög góður efniviður íþróttafólks og eru margir þeirra reiðubúnir að leggja mikið á sig til þess að ná góðum árangri. í sumar hefur verið unnið af krafti við nýjan glæsilegan grasvöll og með til- komu hans mun öll aðstaða knattspyrnu- og frjálsíþróttafólks batna til mikilla muna, sem mun án efa skila sér í enn betri árangri. Stjórn UMFS hefur unn- ið mikið og gott starf á undan- förnum árum, sem virðist ætla að skila sér ríkulega. Stjórn UMFS skipa: Snorri Finnlaugsson for- maður, Eiríkur Helgason varaformaður, Ásmundur Jóns- son gjaldkeri, Júlíus Viðarsson ritari og Brynjar Aðalsteinsson meðstjórnandi. Gústaf Björnsson. Knattspyrna: Gústaf hættur meðKS Siglfírðingar leita um þessar inundir að þjálfara fyrir meistaraflokk sinn næsta keppnistímabil. Gústaf Björnsson sem verið hefur þjálfari og leikmaður liðsins síðustu tvö ár er hættur með liðið. Þá hefur Jónas bróðir Gústafs, sem lék með liðinu í sumar gengið til liðs við Fram á ný. Dagur hafði spurnir af því að Mark Duffield ætlaði einnig að yfirgefa KS og hafði því samband við hann til þess að fá nánari fréttir af því máli. „Ég hef ekkert ákveðið í þessum efnum og þetta er því algjörlega úr lausu lofti gripið. Ég hef að vísu mikinn áhuga á því að leika í 1. deild á ný en hvort af því verður get ég ekkert sagt um á þessu stigi,“ sagði Mark Duffield um málið. KS-ingar ætluðu sér stóra hluti í 2. deildinni í sumar en lentu í fallbaráttu lengst. Þeir náðu þó að bjarga sér fyrir horn með ágætum endaspretti. Það gæti því reynst Iiðinu dýrkeypt þurfi það að horfa á eftir fleiri leikmönnum en þeim Gústaf og Jónasi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Sveinbjöm sigraði Pétur örugglega Það vafðist ekki fyrir Sveinbirni Sigurðssyni að leggja Pétur Guðjónsson að velli í getraunaleiknum um helgina en þeir félag- ar urðu jafnir vikuna á undan. Sveinbjörn hafði 9 leiki rétta á móti 6 leikjum Péturs. Sveinbjörn heldur áfram í keppninni og hann hefur skorað á Þorvald Þorvaldsson er þjálfaði kvennalið KA í knattspyrnu í sumar. Hann ætlaði að skora á kvenmann en þar sem ekki náðist í þann sem hann ætlaði að skora á að þessu sinni, hyggst hann slá Þorvald út í millitíðinni. Þorvaldur er áhangandi Leeds og einnig hefur hann nokkuð sterkar taugar til Liverpool. Áhangendur þessara liða hafa ekki náð teljandi árangri í getraunaleiknum og því má búast við enn einum sigri hjá Sveinbirni. En það skýrist þó ekki fyrr en á laugardag. Sveinbjörn: Þorvaldur: Arsenal-Oxford Coventry-Southampton Derby-Nottm .Forest Everton-Chelsea Norwich-Tottenham Portsmouth-Luton Sheff.Wed.-Man.Utd. Watford-Newcastle West Ham-Charlton Wimbledon-Liverpool Leicester-Barnsley W.B.A.-Bradford 1 Arsenal-Oxford 1 1 Coventry-Southampton 1 x Derby-Nottm.Forest x 1 Everton-Chelsea 1 x Norwich-Tottenham 2 x Portsmouth-Luton x x Sheff.Wed.-Man.Utd. 2 1 Watford-Newcastle 1 1 West Ham-Charlton 1 2 Wimbledon-Liverpool 2 1 Leicester-Barnsley 2 1 W.B.A.-Bradford x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.