Dagur - 06.10.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 06.10.1987, Blaðsíða 15
6. október 1987 - DAGUR - 15 Bókrún með þrjár nýjar bækur Hjá forlaginu Bókrúnu hf. verða tvær ljóðabækur á markaði fyrir jólin. Bókin utan vegar, eftir Steinunni Eyjólfsdóttur, 50 blað- síðna kilja með teikningum eftir Guðrúnu Svöfu Svafarsdóttur og Andlit í bláum vötnum, 73 ljóð eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. í október kemur út Minnisbók Bókrúnar 1988, um 200 blað- síðna almanaksbók með fróðleik við hvern dag um konur og við- Áttunda landsþing íslenska esper-' antosambandsins var haldið á Hótel Sögu dagana 5.-6. þessa mánaðar. Þingið hófst með tón-, leikum, Sigrún Eðvaldsdóttir lék á fiðlu við undirleik Selmu Guðmundsdóttur. Síðan flutti gestur þingsins, breski málfræð- ingurinn dr. John C. Wells, erindi á esperanto um hundrað ára afmæli alþjóðamálsins. Hann er einn kunnasti esperantofræð- ingur á okkar dögum, og utan esperantohreyfingarinnar þekkt- ur fyrir rannsóknir sínar á ensk- um framburði og rit um þau efni. Á næsta ári er væntanleg eftir hann ensk framburðarbók þar sem sýndur er framburður 60-70 þúsund orða í ensku. Að loknu þinginu flutti hann erindi í boði Heimspekideildar Háskólans, mánudaginn 7. þ.m., um ókosti enskrar tungu sem alþjóðamáls. í erindi sínu á landsþinginu ræddi dr. John C. Wells urn árangur, sigra og ósigra esper- antohreyfingarinnar, og benti meðal annars á að við rannsóknir á tungumálum til að nota við tölvuþýðingar úr einu máli á ann- að hefur esperanto reynst heppi- legast mála sökum þess hve það er reglulegt og rökrétt. En hann kom á þingið beint af alþjóðlegri ráðstefnu tölvufræðinga í Edin- borg, þar sem þetta kom fram. Þá flutti Árni Böðvarsson stutt erindi um tungumálamisrétti og minnti meðal annars á þá al- kunnu staðreynd að tveir aðilar við samningaborð eða í kappræð- um njóta ekki sama réttar ef ann- ar fær að nota móðurmál sitt en hinn verður að tala útlent mál. Einnig var sagt frá alþjóða- þingi esperantista sem haldið var í Varsjá í Póllandi nú í sumar, en þátttakendur þar voru um 6000 hvaðanæva úr heiminum, í fyrsta skipti allmargir frá Afríku. Loks var sitt hvað' til skemmtunar á landsþinginu, meðal annars fluttu nokkrir ungir esperantistar leikþátt. Á þinginu fóru einnig fram aðalfundarstörf, rætt um nám- skeið, bókaútgáfu og annað í starfsemi íslenska esperanto- sarobandsins næstu tvö árin. For- fangsefni þeirra: í bókinni eru tólf heilsíðu ljósmyndir og efni frá fimm konum á jafnmörgum síðum, auk annars efnis til skemmtunar og fróðleiks. Nú er ritverkið Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I-III eftir Björgu Einarsdóttur fáanlegt í sérhannaðri gjafaöskju. Sam- hliða þessu safnriti hefur forlagið gefið út þrjú póstkort og eitt veggspjald. maður sambandsins til næstu tveggja ára var kjörinn Hallgrím- ur Sæmundsson, en aðrir í stjórn eru Árni Böðvarsson ritari, Jón Bragi Björgvinsson gjaldkeri, Jón Hafsteinn Jónsson, Loftur Melberg, Steinunn Sigurðardótt- ir og Þórarinn Magnússon. Loks var samþykkt svofelld ályktun og henni beint til menntamálaráðuneytisins: „Áttunda landsþing íslenska esperantosambandsins vekur athygli menntamálaráðuneytisins á því að í ár eru hundrað ár liðin frá birtingu alþjóðamálsins es- peranto. Af því tilefni mælist landsþingið til þess við ráðuneyt- ið að það taki til íhugunar mögu- leika á því að kynna alþjóðamál- ið eftir föngum í skólum, og verði slík kynning fastur þáttur í kennslu á skyldunámsstigi. fslenska esperantosambandið er reiðubúið til samvinnu um slíka kynningu, til dæmis með gerð kynningarnámsefnis sem gæti tengst samfélagsfræði.“ Rétt mun vera að taka fram að öll fundarstörf, umræður og fyrir- lestrar fóru fram á esperanto. Um þessar mundir eru að hefj- ast nokkur námskeið í málinu, bæði fyrir byrjendur og fram- haldsnemendur, og má fá upplýs- ingar um þau hjá stjórnarmönn- um sambandsins. Mál og menning: Nýjar kennslubækur Nú í byrjun september sendir Bókaútgáfa Máis og menning- ar frá sér tug nýrra og vand- aðra kennslubóka. Höfuð- áhersla hefur verið lögð á bæk- ur til bókmenntakennslu en einnig eru hér á ferðinni kennsiubók í efnafræði, mál- fræðibækur og æfingahefti. Bækurnar eru þessar: Napóleon Bónaparti og tólf aðrar smásögur 1880- 1960. Safn sígildra íslenskra smásagna, einkum ætlað fram- haldsskólum. Guðmundur Andri Thorsson valdi sögurnar, ritaði inngang og örstuttan kafla um hvern höfund að auki. Gegnum Ijóðmúrinn - Sýnisbók íslenskra ljóða á 20. öld. í bókinni eru liðlega 200 ljóð eftir 86 skáld, elsta ljóðið er frá árinu 1910 en þau yngstu ort árið 1987. Bókin er einkum ætluð til nota í framhaldsskólum og hafa íslenskukennararnir Ingi Bogi Bogason, Sigurður Svavarsson og Vigdís Grímsdóttir séð um útgáf- una. Tristrams saga. Sagan af Tristram ogísönder ein hin frægasta þeirra riddarasagna sem snúið var á norræna tungu á miðöldum. Yrkisefnið er ástin mikla sem ekkert fær sigrað, ekki einu sinni dauðinn. Þessi nýja útgáfa er með nútímastafsetn- ingu, Vésteinn Ólason bjó sög- una til prentunar og skrifaði eftir- mála og skýringar. Almenn efnafræði eftir Hafþór Guðjónsson er ætluð nemendum í fyrsta bekk eða fyrsta áfanga efnafræði á fram- haldsskólastigi. í bókinni eru fjölmörg verkefni og heimatil- raunir og inn í hana er skotið stuttum greinum um efni og efna- fræðileg fyrirbæri sem tengjast daglegu lífi okkar. Tilraunaút- gáfa. Flyskræk. - Ti danske noveller. Tíu dansk- ar smásögur, aliar skrifaðar eftir 1960, ætlaðar framhaldsskóla- nemum. Brynhildur Ragnarsdótt- ir, Jóna Björg Sætran og Þórhild- ur Oddsdóttir völdu sögurnar og tóku saman verkefni. Tæt paa grammatikken. Ný bók með dönskum mál- fræðiæfingum fyrir framhalds- skóla, samin af Jónu Björgu Sætran. í bókinni er m.a. að finna ábendingar um framburð og framburðaræfingar, almennar málfræðireglur og æfingar í tengslum við almennan orða- forða. Tilraunaútgáfa. Vinningstölur 3. október 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 4.696.967.- 1. vinningur kr. 2.355.575.- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta úrdrætti. 2. vinningur kr. 704.400.- Skiptist á milli 400 vinningshafa kr. 1.761,- 3. vinningur.kr. 1.636.992.- Skiptist á milli 9408 vinningshafa kr. 174,- Upplýsingasími 91-685111. Landsþing íslenska esperantosambandsins LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. _________________|| Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. u Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem eru skemmdar eftir umferðaróhöpp. Lada Sport Lada Sport Toyota Cressida MMC Colt BMW 320 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1978 árgerð 1980 árgerð 1980 Bifreiðarnar verða til sýnis við Bifreiðaverkst. Jóhannesar Kristjánssonar Gránufélagsgötu. Tilboðum sé skilað til Sjóvátryggingarfélags íslands hf. Ráðhústorgi 5, 600 Akureyri fyrir kl. 12.00 fimmtud. 8. okt. ’87. Hjúkrunarfiræðingar Norðurlandsdeild eystri innan HFI stendur að fræðsludegi laugardaginn 10. október í kennslustofu FSA, frá kl. 9 til 17.30. Efni: Verkir og verkjameðferð. Fyrirlesari verður Randi Morthensen hjúkrunarkennari frá Danmörku. Nánari upplýsingar gefa: Valgerður Valgarðsdóttir, sími 22100/240 og Sólveig Hallgrímsdóttir, sími 22100/215. Atvinna Óskum aö ráöa lipran og laghentan starfsmann til afgreiöslu og létta iðnaðarstarfa. Framtíöarvinna. NORDURFELL HF. Kaupangi 602 Akureyri Simi 23565 Fjórðungsmót hestamanna ’87 MYNDBAND Myndband af F.M. ’87 á Melgerðismelum er tilbúið til dreifingar. Lengd 2 klst. og 20 mín. Verð kr. 1.800.- Spólan er til sölu á Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, ásamt dómum og mótsskrá. Tekið verður við pöntunum í síma 24477 f.h. og 27384 á kvöldin. Póstsendum um land allt. Framkvæmdaráð. Nauðungaruppboð Eftirtaldar bifreiöar og aðrir lausafjármunir verða boðnar/boönir upp og seldar/seldir, ef viðunandi boö fást, á opinberu uppboöi sem fram fer viö sýsluskrif- stofuna í Húsavík 10. októbern.k. og hefstkl. 14.00. Þ-1617, Þ-4357, Þ-3126, Þ-4450, Þ-3356, Þ-4813, Þ-3833, Þ-4814, Þ-4255, Þ-90, Þ-4321, Málmey ÞH-206. Frystikista, þvottavél, sjónvarpstæki, rafmagnsorgel ofl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Húsavík, 02. 10. 1987. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Bæjarfógeti Húsavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.