Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 70. árgangur Akureyri, fimmtudagur 8. október 1987________191. tölublað Sauðárkrókur: Rækjuverðlækkunin: Drangey lá í 12 tíma úti á firði „Ég tók engan séns að fara inn eins og rótið var í höfninni og full.t þar af skipum. Það er svo þröngt þarna og ekkert svig- rúm ef maður slítur þegar skip- ■ið er keyrt upp að. Ég vildi frekar bíða,“ sagði Kristján Ragnarsson skipstjóri á Drangey sem lagðist við festar úti á firði á miðnætti aðfaranótt mánudags og beið þar í hálfan sólarhring eftir að komast að bryggju- „Ég segi ekki að við hefðum ekki komist inn, en ég vissi að þeir á Hegranesinu voru búnir að standa vaktir um daginn og kvöldið og skipið margbúið að slíta af sér. Vægast sagt er þetta óviðunandi ástand. Það er ekki um annað að ræða en hafa vaktir í skipunum í höfninni þar sem þau liggja undir stórskemmdum. Það var strax í fyrra haust eftir að við komum úr klössuninni sem kinnungurinn dældaðist og inn- réttingin í borðsalnum sprakk inn. Nei, þá er miklu betra að láta reka úti á firði áhyggju- laus,“ sagði Kristján ennfremur. Skipverjar á Hegranesi fóru ekki varhluta af ófriðnum í höfn- inni þá tvo sólarhringa sem skipið var í höfn. Á þessum tíma sleit það 7 landfestar. Drangeyjan var að koma úr siglingu frá Hull þar sem skipið gerði góða sölu fyrir helgina. Það seldi 133,4 tonn fyrir 8,8 milljón- ir. Meðalverð fyrir aflann sem að mestu leyti var þorskur var tæpar 66 krónur fyrir kílóið. Pau 33 tonn sem í aflanum voru af ufsa drógu meðalverðið niður. Fyrir hvert kíló af ufsanum fengust rúmar 30 krónur. -þá gær var landað úr Súlunni EA 300 fyrsta farmi sem boðinn er upp hjá Fisk- markaði Norðurlands. Landað var 1,8 tonnum af þorski og 2,1 tonni af grá- lúðu. Ovíst er hvenær næsta uppboð hjá Fiskmarkaði Norðurlands fer fram þar sem nú er bræla á miðum og fá skip á veiðum. Mynd: tlv ,Þetta er algjör svíviröing' - segir Hermann Haraldsson skipstjóri á Súlunni sem fer nú á loðnuveiðar fyrr en ætlað var vegna lækkunarinnar Súlan er eitt þeirra loðnuskipa sem verið hafa á rækjuveiðum í sumar en nú fara loðnuveið- arnar að taka við. Hermann Haraldsson skipstjóri segir að rækjuveiðunum hefði verið hætt fyrr en ella vegna mikillar óánægju manna með lækkun á rækjuverði. „Éf ekki verða farin að sjást einhver viðbrögð eða aðgerð- ir hjá verðlagsráði um helg- ina þá sigla flestir í land og hætta þessum veiðum. Petta er algjör svívirðing og við förum ekki út upp á þetta. Það sættir sig enginn við að vera skertur um 11- 12% í launum og við viljum enga lækkun heldur hafa þetta eins og var,“ sagði Hermann og bætti því við að vegna þessa máls myndu flest loðnuskip hætta rækjuveið- Akureyri: Yfirstjóm bygginga- mála í ólestri? „Ég er ekki hissa á þessari umræðu ef menn skoða hvern- ig breytingar hafa orðið á þessu embætti sem ég kom að fyrir 22 árum, ýmist með bein- um ákvörðunum eða ákvarð- analeysi,“ sagði Ágúst Berg, húsameistari Akureyrarbæjar, Minjasafnið á Akureyri: Framkvæmdir dýrari en áætlaö var - Stjórn safnsins sækir um aukafjáweitingu Stjórn Minjasafnsins á Akur- eyri hefur sótt um aukafjár- veitingu úr bæjarsjóði að upp- hæð kr. 550.000. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdóttur minjasafnsvarðar er ástæðan fyrir þessari beiðni fyrst og fremst sú að kostnaður við við- hald og endurbætur á húsnæð- inu varð meiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það var farið út í framkvæmd- ir hérna í byrjun ársins sem reyndust umfangsmeiri og dýrari en áætlað var. Þessar breytingar fólust m.a. í því að ljósmynda- safnið var fært upp á efstu hæð- ina. Það var áður í kompu í kjall- aranum og aðstaðan óviðunandi. T.d. lágu þar hitveiturör í loftinu og ef vatn hefði komist í gler- plöturnar þá hefðu þær orðið ónýtar í einu vetfangi,“ sagði Aðalheiður. Þá var útbúin vinnuaðstaða fyrir umsjónarmann ljósmynda- safnsins og keyptir skápar fyrir glerplöturnar. Einnig var útbúin vinnuaðstaða fyrir safnvörðinn en hún var lítil sem engin og þá var ráðist í gerð fundar- og kaffi- herbergja fyrir starfsfólk. Herberg- in voru máluð, dúklögð, húsgögn smíðuð og rafmagn tekið í gegn. Öll aðstaða hefur því batnað til muna í safninu. Að sögn Aðalheiðar hafði það líka áhrif á fjárhaginn að of margt starfsfólk var ráðið til starfa í sumar og launakostnað- urinn varð meiri en ella. í þriðja lagi nefndi hún að ljósmyndasýn- ingin sem sett var upp í vor í tengslum við afmæli safnsins og Akureyrarbæjar varð fjárfrekari en gert hafði verið ráð fyrir. „En ég held að viðhaldið hafi haft úrslitaáhrif í þessu sam- bandi. Það hefur ekkert verið gert hérna varðandi viðhald í mörg herrans ár. T.d. var múr- verk brotið af einum svölum því þar var mikill leki. Það var sann- arlega tími til kominn að ráðast í þessar endurbætur, en margt verður að gera enn ef takast á að bjarga húsinu frá skemmdum," sagði Aðalheiður að lokum. SS en á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag urðu nokkrar umræður um að breytinga væri þörf á yfirstjórn byggingar- mála bæjarins. Umræðurnar spunnust út frá skoðanaskiptum á því hversu hár hönnunarkostnaður væri á mörg- um framkvæmdum á vegum bæjarins. Sem dæmi var nefnt að hönnun sundlaugar við Glerár- skóla væri mun dýrari en ráð hafi verið fyrir gert og einnig virtist hönnunarkostnaður íþróttahallar hafa farið úr böndunum. Sigfús Jónsson bæjarstjóri lokaði umræðunni með þeim orðum að yfirstjórn byggingamála bæjarins væri ekki í nógu góðu lagi og breytinga væri að vænta á skipu- lagningu þeirra mála í nánustu framtíð. Ágúst Berg sagði að undanfar- ið hefði sífellt verið höggvið meira í starfskrafta á vegum embættis síns og engir nýir menn verið ráðnir í staðinn fyrir þá sem hættu. „Þessi mál eru öll í mikilli óvissu. Hér starfa nú aðeins tveir fastráðnir menn og einn lausráð- inn en áður vorum við 6-7. Mér sýnist að húsameistarar séú farnir að verða ansi margir í bæjarkerf- inu og þróunin hefur orðið sú að þessi deild stendur fremur illa að vígi. Eftir að fleiri hönnuðir tóku til starfa í bænum hefur auðvitað saxast á okkur.“ EHB um mun fyrr en staðið hefði til. Hermann sagði að flestir bátar hefðu tekið þátt í undirskrifta- söfnun þar sem lækkuninni var harðlega mótmælt og mikið væri rætt um „sukkið hjá rækjuverk- smiðjunum“. Nú væru á milli fimmtán og tuttugu rækju- vinnsluleyfi óafgreidd hjá ráð- herra og því ekki að sjá að það væri svo slæmt að fara út í þessa grein. Um „veiðarfærabruðl“ verk- smiðjanna sagði Hermann að sjómenn litu svo á þegar verið væri að hlaða undir útgerðir með kaupum á veiðarfærum og öðru, væri beinlínis verið að skerða skiptahlut áhafnarinnar. „Þetta er kolólöglegt því við eigum að fá skipt úr þessu líka,“ sagði Hermann. ET Staðgreiðsla skatta: Ný gjald- heimta um áramótin „Þetta er okkur nokkurt áhyggjuefni því málið er svo seint á ferðinni. Menn eru hræddir um að innheimta geti gengið stirðlega fyrsta árið sem staðgreiðslukerfíð gildir,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akur- eyrar. Að sögn Sigfúsar verður allt landið eitt staðgreiðslusvæði á næsta ári. Þeim tilmælum hef- ur verið beint til sveitarfélag- anna að þau stofni í samein- ingu við ríkið gjaldheimtu sem nær yfir allt Norðurland eystra. Núverandi kerfi breytist þá þannig að gjaldheimtan færist frá sveitarfélögunum og emb- ættum sýslumanna. Þegar Sigfús var spurður að því hvernig skipulagning nýja fyrirkomulagsins gengi svaraði hann: „Við erum byrjaðir að ræða við starfsfólkið því þetta nýja kerfi þýðir tilfærslur í störfum, það er alveg ljóst. Ég álít að það sé gífurlega mikil- vægt að fólk sem hefur reynslu á þessu sviði frá gjaldheimtum sveitarfélaganna og sýslna fari til starfa við nýju gjaldheimt- urnar svo þetta gangi allt upp strax í byrjun. Við höfum ekki ákveðið neitt nákvæmlega en að mínu áliti gæti allt eins far- ið svo að við myndum fela þessum nýju gjaldheimtum alla innheimtu opinberra gjalda fyrir Akureyrarbæ." EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.