Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 9
8. október 1987 - DAGUR - 9 jþróttir_ Handbolti 1. deild: Þórsarar velgdu Valsmönnum undir uggum Þórsarar velgdu Valsmönnum, liöinu sem flestir hafa spáð íslandsmeistaratitlinum, svo sannarlega undir uggunum í gærkvöld. Þór náði fjögurra marka forskoti snemma í fyrri hálfleik og áttu Valsmenn í mestu erfiðleikum að brjóta niður sterka vörn Þórsliðsins. „Þessi leikur var stórt skref fram á við og ég er ánægður með allt nema úrslitin," sagði Erlend- ur Hermannsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Strákarnir höfðu trú á sjálfum sér í þessum leik og með smá heppni hefðum við get- að sigrað í leiknum.“ Þórsarar komu Valsmönnum algjörlega í opna skjöldu í byrjun leiksins er þeir tóku bæði Júlíus Jónasson og Jón Kristjánsson úr umferð. Svo vel skiluðu Sigurður Pálsson og Ólafur Hilmarsson þessu hlutverki sínu að Jón skor- aði ekki eitt einasta mark í leikn- um og Júlíus skoraði flest sín mörk úr vítaköstum. Sóknarleik- ur Valsliðsins fór algjörlega úr skorðum við þetta og á köflum vissu leikmennirnir ekkert hvað þeir áttu að gera við boltann. Þór gekk á lagið og það fór að fara um hörðustu stuðningsmenn Vals er staðan var 5:1 fyrir Þór þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Einar Þorvarðarson landsliðs- markvörður réð ekkert við þrumuskot Sigurðar og Jóhanns Samúelssonar á þessu tímabili leiksins. Einkum skoraði Jóhann glæsileg mörk með þrumuskotum sem Einar sá ekki fyrr en þau þöndu netmöskvana. Valsmenn náðu þó að rétta úr kútnum fyrir leikhlé og munaði mestu þar um að margir Þórsarar þurftu að hvílast í 2 mínútur utan vallar. Staðan í leikhléi var 8:7 Vals- mönnum í hag. í byrjun seinni hálfleiks kom slæmur leikkafli hjá Þórsurum og réði hann úrslitum í leiknum. Ótímabær skot og Einar fór að verja í markinu eins og berserk- ur. Staðan breyttist úr 9:8 í 13:8 á stuttum tíma og þá áttu Þórsarar ekki lengur möguleika á sigri. Þeir börðust samt vel áfram og náðu að minnka muninn í þrjú mörk en lengra komust þeir ekki. Leiknum lauk því með sigri Vals 20:16. Besti maður Þórs í þessum leik var markvörðurinn Axel Stefáns- son og varði hann mjög vel í leiknum. Jóhann Samúelsson skoraði glæsileg mörk og stóð sig vel og einnig átti baráttujaxlinn Árni Stefánsson góðan leik bæði í vörninni og á línunni. Sigurður Pálsson skoraði góð mörk í byrj- un en var síðan í strangri gæslu Valsmanna það sem eftir lifði leiksins. Sigurpáll átti lipra takta og var þar að auki markahæstur Þórsarar í þessum leik. Bestur Valsmanna var Einar Þorvarðar- son markvörður. Mörk Þórs í leiknum gerðu: Sigurpáll Á. Aðalsteinsson 5, Sigurður Pálsson 4, Jóhann Sam- úelsson 4 og Árni Stefánsson 3. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 5, Júlíus Jónasson 5, Jakob Sig- urðsson 5, Einar Naaby 4 og Gísli Óskarsson 1. Dómarar voru þeir Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erl- ingsson og áttu þeir skaplegan dag. AP Knattspyrna: Tap i Portugal Portúgalar unnu íslendinga í knattspyrnulandsleik í gær- kvöld með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn sem var liður í undankeppni Ólympíu- leikanna fór fram í Portúgal. íslendingar fengu mun betri færi í fyrri hálfleik en það voru þó heimamenn sem tóku forystu á 22. mín. eftir mikil mistök í íslensku vörninni. í upphafi síðari hálfleiks bættu Portúgalar við öðru marki með Staðan 1. deild Úrslit leikja í gærkvöld i 1. deild Islandsmótsins í liand- knattlcik urðu þessi: IR-FH 19:26 KR-Víkingui 25:28 Stjarnan-UBK 21:23 Valur-Þór 20:16 KA-Fram 27:24 Staðan í deildinni er þessi: FH 2 2-0-0 62:40 4 Víkingur 2 2-0-0 55:48 4 Valur 2 1-1-0 39:35 3 Stjarnan 2 1-0-1 47:43 2 UBK 2 1-0-1 41:41 2 KR 2 1-0-1 45:46 2 KA 2 1-0-1 47:50 2 Fram 2 0-1-1 43:46 1 ÍR 2 0-0-2 39:53 0 Þór 2 0-0-2 37:56 0 skalla eftir góða fyrirgjöf. Guð- mundur Steinsson sem hafði fengið upplögð marktækifæri í fyrri hálfleik náði að minnka muninn undir lok leiksins með marki af stuttu færi. Ólafur Þórð- arson átti þá eitt af sínum þrumu- skotum að marki, markvörður Portúgala varði en hélt ekki bolt- anum sem barst til Guðmundar og hann skoraði örugglega. Sigur Portúgala var nokkuð sanngjarn þegar á heildina er litið og segja má að þar með séu möguleikar íslendinga á því að komast á Ólympíuleikana úr sögunni. Staðan í 3. riðli er þessi: Ítalía Portúgal A.-Þýskaland ísland Holland 3 2-1-0 3:0 5 4 1-2-1 3:3 4 4 1-2-1 1:2 4 4 1-1-2 5:6 3 3 0-2-1 3:4 2 Brynjar Brynjar Kvaran markvörður og þjálfari KA í handbolta varð að fara af leikvelli snemma í fyrri hálfleik gegn Fram í gærkvöld. Hann á við meiðsli að stríða í læri, sem gæti þýtt að hann missti úr næstu leiki með liðinu. Umsjón: Kristján Kristjánsson Guðmundur Guðmundsson KA-maður brýst í gegnum vörn Framara og skorar eitt af fjórum mörkum sínum í leikn- um. Mynd: TLV Handbolti 1. deild: KA sigraði Fram og hlaut fyrstu stigin - Gísli Helgason sýndi stórleik í KA-markinu „Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Mér gekk frekar illa fyrst eftir að ég kom inn á en það lagaðist þegar á leikinn leið og taugarnar voru komnar í Iag,“ sagði Gísli Helgason markvörður KA ■ handbolta en hann var hetja liðs síns í gærkvöld er KA sigraði Fram í 1. deildinni. Gísli tók stöðu Brynjars Kvaran þjálfara snemma í fyrri hálfleik en hann á við meiðsli að stríða. KA-menn náðu forystu í upp- hafi leiksins en tvö mörk frá Júlíusi Gunnarssyni komu Fram yfir. Á 7. mín. komust KA-menn yfir 4:3 og juku muninn síðan í 5:3. Um miðjan hálfleikinn hafði KA fjögurra marka forystu 10:6 en Framarar náðu að minnka muninn niður í eitt mark fyrir hlé 14:13. Fyrstu tvö mörkin í síðari hálf- leik voru Framara og þeir komust yfir á ný 15:14. Þá lét Jakob verja frá sér víti en Eggert Tryggvason jafnaði fyrir KA 15:15. Síðan var jafnræði með liðunum þar til um 10 mín. voru til leiksloka. Þegar staðan var 21:21 fengu Framarar vítakast sem Gísli varði glæsilega og má segja að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. Jak- ob skoraði 22. mark KA en Pálmi Jónsson jafnaði 22:22. Þá tóku KA-menn góðan kipp og skor- uðu fjögur mörk í röð og gerðu út um leikinn. Framarar reyndu klóra í bakkann í lokin en KA- menn gáfu sinn hlut ekki eftir og sigruðu 27:24. KA-menn unnu mjög sann- meiddur Samkvæmt því sem blaðið kemst næst gætu meiðsli hans verið alvarleg, í besta falli væri vöðvi í lærinu tognaður og í versta falli væri hann slitinn sem gæti þýtt að Brynjar missti úr næstu leiki liðsins. Það skýrist þó ekki fyrr en í dag hversu alvarleg meiðslin eru. gjarnan sigur þó svo að leikur liðsins hafi verið mjög köflóttur. Gísli Helgason lék mjög vel í markinu og var langbesti maður liðsins. Friðjón Jónsson var einn- ig góður, Jakob sýndi oft skemmtilega takta í sókninni og þá var Erlingur Kristjánsson sterkur í vörninni. Framarar reyndu að klippa Jakob út úr leiknum en þá losnaði um Frið- jón bróður hans sem nýtti sér það vel. Framarar söknuðu greinilega Atla Hilmarssonar í þessum leik. Liðið lék illa í vörninni og sókn- arleikur liðsins var frekar ráð- leysislegur. Þá var markvarslan algjörlega í molum og má segja að það hafi gert gæfumuninn. Það voru helst þeir Pálmi Jóns- son og Júlíus Gunnarsson sem stóðu upp úr. Mörk KA: Jakob Jónsson 8(2), Friðjón Jónsson 6, Guðmundur Guðmundsson 4(1), Erlingur Kristjánsson 3, Axel Björnsson 3, Hafþór Heimisson 2 og Eggert Tryggvason 1. Mörk Fram: Júlíus Gunnars- son 7(1), Pálmi Jónsson 6, Her- mann Björnsson 4, Birgir Sig- urðsson 3, Ragnar Hilmarsson 2, Ólafur Vilhjálmsson 1 og Agnar Sigurðsson 1. Einar Sveinsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn og áttu ekki góðan dag. Enska deildabikarkeppnin: Fimm 1. deildar- lið úr leik í gær- og fyrrakvöld voru leiknir seinni leikirnir í 2. umferð ensku Litlewood keppninnar (deildabikar- keppninnar). Nokkur lið í 1. deild urðu að sætta sig við að falla úr keppninni fyrir liðum úr neðri deildunum, önnur björguðu sér horn og enn önnur höfðu lítið fyrir því að komast í 3. umferð. South- amton, West Ham, Chelsea, Derby og Portsmouth féllu öll úr keppninni. I 3. umferð er aðeins leikinn einn leikur og það lið sem tapar er úr leik. Úrslit Jeikjanna urðu þessi, (samanlögð úrslit í sviga): Arsenal-Doncaster 1:0(4:0) Coventry-Cambrigde 2:1(3:1) Gillingham-Stoke 0:1(0:3) Liverpool-Blackburn 1:0(2:1) Luton-Wigan 4:2(5:2) Mansfield-Oxford 0:2(1:3) Millwall-Q.P.R. 0:0(1:2) Newport-C.Palace 0:2(0:6) Oldham-Carlisle 4:1(7:5) Plymouth-Peterborough 1:1(2:5) Rotherham-Everton 0:0(2:3) Schunthorpe-Leicester 1:2(2:4) Sheff. Wed.-Shrewsbury 2:1(3:2) Southampt.-Bornemouth 2:2(2:3) Walshall-Charlton 2:0(2:3) Watford-Darlington 8:0(11:0) Wolves-Man. City 0:2(2:3) Wimbledon-Rochdale 2:1(3:2) West Ham-Bamsley 2:5(2:5) York-Leeds 0:4(1:5) Aston Villa-Middlesbro 1:0(2:0) Bradford-Fulham 2:1(7:2) Chelsea-Reading 3:2(4:5) Derby-Southend 0:0(0:1) Hereford-Nottm. Forest 1:1 (1:6) Hull-Man. United 0:1(0:6) Newcastle-Blackpool 4:1(4:2) Northampton-lpswich 2:4(3:5) Norwich-Burnley 1:0(2:1) Portsmouth-Swindon 1:3(2:6) Sheff. Utd.-Bury 1:1(2:3) Tottenham-Torquay 3:0(3:1) KK/ÞLA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.