Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 11
8. október 1987 - DAGUR - 11 Sveinn Nikuiásson: Erum við sóðar? Umbúðalöggjafar er þörf, segir í leiðara Dags á Akureyri þann 25.9. sl. (182. tbl.) Stráning okkar á einnota umbúðum um torg og velli er okkur ekki til sóma og skynsam- legrar stjórnunar mun vera þörf á þessu sviði sem og mörgum öðrum. Megum við þakka Degi fyrir að vekja máls á til umhugs- unar um hvert stefnir í framferði okkar. Því miður virðist búa með okk- ur tilhneiging til að sniðganga og beinlínis brjóta lög og reglur, ekki síður en gler. Ég mundi treysta börnunum okkar best til að koma viti fyrir okkur og breyta hugarfarinu til hins betra, ef við bærum gæfu til að virkja þau til þess. Ég mundi vilja leggja til að bæði foreldrar í viðtölum sínum við börnin og þá sér í lagi skólarnir í framkvæmd virkjuðu börnin til að koma viti fyrir okkur með því að hreinsa upp eftir okkur fullorðnu. I framkvæmd væri hugsanlegt að skólarnir skipulegðu sam- vinnu barnanna og kennarar yrðu með þeim þær stundir sem þau ynnu að hreinsun, sem ég mundi vilja leggja áherslu á að yrði nefnd fegrun og hópar barnanna sem að þessu ynnu, kenndir við fegrun. Ef skólastjórar og kenn- arar sæju sér fært að fella þetta inn í stundaskrá skólanna og ætl- uðu til þess smá stund einu sinni eða tvisvar í mánuði, væri þeim mínútum ekki illa varið. Ég tel æskilegt að börnin yrðu höfð með í ráðum um verkið og sér í lagi skýra fyrir þeim höfuð- tilgang verksins fegrun sem með því gæti orðið að hugsjón um að halda hreinum og fögrum bæ þeirra og byggð. Með því næðist hinn stóri, mikilvægi árangur að bjarga börnunum okkar frá því að taka eftir og temja sér ósiði okkar, en með þvf yrði til hreinni og fegurri kynslóð, sem flokkaði til sóða- skapar umgengni, líka því sem okkar er í dag. Svo trúi ég tæp- lega því að við mundum vilja láta sjást til okkar kasta frá okkur Bílamál slökkviliösins: Bíll Slipp- stöðvarinnar nær 15-17 metra hæð í frétt af bflamálum slökkvi- liðsins á Akureyri og athuga- semd Tómasar Búa Böðvars- sonar slökkviliðsstjóra við afgreiðslu bygginganefndar í gær var ekki rétt farið með tölur. Sagt var í fréttinni að slökkvi- liðið hefði aðgang að bílum raf- veitu og Slippstöðvarinnar og körfur þeirra næðu í 7-8 metra hæð. Þetta er rétt hvað rafveitu- bílinn varðar en bíll Slippstöðv- arinnar mun geta teygt sig í 15-17 metra hæð. Það gildir hins vegar um báða bílana að lyftigeta þeirra er takmörkuð við 2-3 menn og þeir þola illa hliðarvind og eru því óhentugir til slökkvi- starfa sem getur víst borið upp á í öllum veðrum. Auk þess er eng- in trygging fyrir því að f bílana náist þegar til kemur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ET óþrifum, þar sem börnin hafa þrifið og fegrað. Tækist börnunum að hafa slík áhrif væri stórsigur unninn sem vart yrði metinn til fjár fyrir okk- ar bæjarfélag, sem svo gæti stuðl- að að því að fleiri byggðar- og bæjarfélög yrðu fyrir góðum áhrifum af verki barna okkar. Ef af þessu yrði þyrfti að leggja áherslu á handþvott barnanna eftir hvern fegrunartíma og æski- legt væri að bæjarsjóður legði börnunum til gúmmíhanska, sem þau notuðu til þessara verka og væru geymdir á þar til hugsuðum stað í skólanum, þess á milli. Nokkurn vafa tel ég leika á, hvort vænlegt yrði að ætla börn- unum beinar greiðslur fyrir þess- ar stundir. Betra væri ef giftuleg samvinna við þau gæti hjálpað þeim til að líta þátttöku sína sem manngildisaukandi og til heiðurs þeim. Hins vegar teldi ég mikilvægt að þau nytu viðurkenningar og þakklætis sem með öðru gæti vottast þeim. Til dæmis með því að gera handa þeim falleg merki áletruð: „Fegrum umhverfi okkar“, eða öðru í svipuðum anda. Merkin ættu þau sjálf og bæru við þessa vinnu og einnig gróðursetningu á vorin ef af yrði. Hópar þeirra yrðu nefndir fegr- unarhópar eða fegrunarsveitir viðkomandi skóla. Einnig teldi ég mikilvægt ef skáldin okkar eða hagyrðingar gætu samið handa þeim vel orð- aðan texta, sem þau gætu sungið undir léttu fallegu lagi, þegar þau legðu upp í fegrunarferð frá skóla sínum. Þakklæti og viðurkenning, ást- úð foreldra og hlýtt viðmót þeirra sem þau umgangast, er það sem börnin meta mest og hjálpar þeim til að varðveita sitt hreina hugarfar. Tækist kennurum að ná sam- vinnu við börnin í líkum anda og ég bendi hér á, teldi ég þá mun verðari launa sinna en áður. Akureyri 28. september 1987. Sveinn Nikulásson. Gömlu dansa klúbburinn Sporið Starfsemin hefst í Dynheimum sunnudaginn 11. október kl. 20.00. Nýir og gamlir félagar velkomnir. Stjórnin. Jörð til sölu. Til sölu er jörðin Víðimýri í Skagafirði. Á jörðinni sem er um það bii 50 hektarar eru 160 kinda fjár- hús og hlaða, auk íbúðarhúss. Skriflegum tilboðum skal skila til undirritaðs, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Seljendur áskila sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðsfrestur er til 20. október nk. Ágúst Guðmundsson sími 95-5889 Fellstúni 5, 550 Sauðárkróki. r-— Sendi öllum sem glöddu mig með kveðjum, gjöfum og heimsóknum á sextíu ára afmælinu þann 29. september 1987 hlýjar kveðjur og þakkir. JÓN AÐALBJÖRNSSON flugvallarvörður, Þórshöfn. FRAMSÓKNARMENN AKUREYRl Opið írús (augardaginn 10. októberfrá kí. 17-19. Rcett verður um vetrarstaifið. Félagar fjöímennið og takið með ykkur gesti, fieiU á könnunni. Húsnefndin. Hrafnagilshreppur Hrossasmölun í Hrafnagilshreppi fer fram laugar- daginn 10. okt. 1987 og eiga öll hross að vera komin á Reykárrétt fyrir kl. 13.00 þann dag. Fjallskilastjóri. Léttisfélagar k—/ Hrossasmölun Kaupangsbakki verður smalaður laugardaginn 10. október nk. og yerða hrossin komin til réttar þar kl. 13.30. Áríðandi er að allir sem eiga þar hross komi og taki þau og þeir sem eiga eftir að borga fyrir sumarbeitina geri það um leið. Með öll hross sem ekki verður gerð grein fyrir og tekin, verður farið með sem óskilafé. Haganefnd Léttis. Eyfirðingar Þingeyingar! Tökum að okkur: Vélaviðgerðir, járnsmíði, álsmíði, viðgerðir á heimilistækjum og rafkerfum bíla og báta. Efnissala. Vélsmiðjan Vík hf. Grenivík Sími 33216 Konur - Konur Svohljóðandi áskorun var samþykkt sam- hljóða á opnum fundi sem jafnréttisnefnd Akureyrar hélt á Hótel KEA miðvikudag- inn 30. sept. Áskorun til heilbrigðisyfirvalda Undirrítuð skora á heilbrígðisyfirvöld að ráða konu í auglýst starf sérfræðings í kvensjúk- dómum við Heilsugæslustöðina á Akureyrí og tryggja henni aðstöðu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Þær konur sem vilja skrifa undir þessa áskor- un til heilbrigðisyfirvalda geta haft samband við formann jafnréttisnefndar Akureyrar, Aðalheiði Alfreðsdóttur í síma 22879 á milli kl. 18.00 og 20.00 næstu kvöld til að fá nánari upplýsingar. Áætlað er að undirskriftasöfnun ljúki um 10. okt. ’87. Þær konur sem eru að safna nöfnum á lista eru beðnar að senda þá síðan til jafnréttis- nefndar Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri. Vantar þig atvinnu! Óskum að ráða starfsfólk til starfa í: 1. Kjötiðnaðarstöð. 2. Kjötpökkunarstöð. Mikil vinna. Til greina koma hlutastörf. Upplýsingar gefur Leifur Ægisson í síma 21400. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.