Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 08.10.1987, Blaðsíða 12
mam Akureyri, fímmtudagur 8. október 1987 tftTRIDON^ Vatnslásar og bensínsíur í flesta bíla. HAMAR xa þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun’ Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Glerárkirkja: „Biýnt að klæða þakið" - segir Marinó Jónsson, formaður sóknarnefndar Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að veita Lögmanns- hlíðarsókn einfalda ábyrgð á 2ja milljóna króna láni sem sóknin hyggst taka hjá Lífeyr- issjóðnum Sameiningu. Lánið rennur til byggingar Glerár- kirkju en nú er brýnt að kaupa stál á þakið og klæða það, að sögn Marinós Jónssonar for- manns sóknarnefndar. „Það er nauðsynlegt að setja varanlegt efni á þökin því þau eru aðeins klædd pappa og það sem við erum búin að gera inni er í stórhættu. Síðan er meiningin að halda áfram með bygginguna. Kirkjuskipið er alveg eftir svo og safnaðarheimilið, þannig að okk- ur vantar gott betur en þetta,“ sagði Marinó. Hann sagði að Lífeyrissjóður- inn Sameining hefði reynst sókn- inni vel. Á síðasta ári fékk Lög- mannshlíðarsókn 5 milljónir króna að láni úr sjóðnum með Hundahald: Nýjar reglur um skrán- ingu hunda - ekki skylt að skrá nafn og tegund hundsins „Það eru um 200 skráðir hund- ar á Akureyri og ekki mikið um að fólk sé með óskráða hunda,“ sagði Svanberg Þórð- arson sem sér um að reglum um hundahald sé framfylgt á Akureyri. Nýlega voru kynnt- ar nýjar reglur um skráningu hunda í umhverfismálanefnd bæjarins. „Megin breytingin felst í því, að nú á að vera plata við hálsól hundsins með nafni og heimilis- fangi eiganda auk númeraplöt- unnar sem áður var. Við erum líka að hugsa um að hafa núm- eraplöturnar með nýjum lit á hverju ári svo auðveldara verði að fylgjast með hvort hund- urinn sé löglegur þ.e. hvort eig- endur borgi gjöldin sín og láti hreinsa." Svanberg sagði aðspurður, að ekki væri skylt að skrá nafn hundsins né hvaða tegundar hann væri. Þetta væri galli og væri hann að hugsa um að gera skrá yfir þetta í haust þegar hreinsað verður. Það gefur auga leið, að ef teg- und hunds er ekki skráð, gefur það möguleika á alls konar mis- notkun. Hægt væri að skipta um hund t.d. frá poodle í sheffer, án nokkurra athugasemda og ef ein- hver væri bíræfinn og smyglaði hundi, kæmist hann auðveldlega inn í kerfið á þennan hátt. VG sjálfskuldarábyrgð frá bænum. í kjölfar nýrra sveitarstjórnarlaga mega sveitarfélögin ekki veita sjálfskuldarábyrgð, heldur ein- ungis einfalda ábyrgð. Þá er fyrst gengið að sókninni, síðan að bænum. „Þess vegna varð kannski meiri umræða í bæjarstjórninni um þetta en ella. Hún ætlaði strax að samþykkja einfalda ábyrgð en fyrst varð að fá samþykki hjá stjórn lífeyrissjóðsins um hvort hún tæki slíka ábyrgð gilda. Það gerir hún náttúrlega ekki nema í svona tilfellum, því hér er um heila sókn að ræða á bak við þessa upphæð,“ sagði Marinó. SS Gunnar K. Jónasson og Guðmundur Ármann við nýja „plotterinn“, sem við getum kallað skerðil. Skerðill þessi táknar byltingu í gerð skilta og alls kyns merkja að sögn þeirra félaga. Mynd: tlv Teiknistofan Stíli: Bylting í gerð skilta og merkja Teiknistofan Stíll hefur fest kaup á útskurðarvél, eða „plotter“, sem að sögn þeirra Gunnars K. Jónassonar og Guðmundar Armanns táknar byltingu í gerð skilta og alls kyns merkja. Vélin er mötuð á upplýsingum um leturstærð og slíkt, síðan sker hún stafína út í níðsterkan dúk sem er með límflöt á bakhliðinni. Þetta er eina vélin sinnar teg- undar hér á Akureyri og sparar að sögn Gunnars og Guðmundar bæði fé og fyrirhöfn. „Nú þarf ekki að handskera merki eða mála skiltin. Við getum teiknað hvaða merki sem er í tölvu sem er tengd við „plotterinn“. Síðan ýtir maður bara á takka og vélin sker merkið út í dúkinn. Merkið, eða stafina, er hægt að líma á skilti, bíla, glugga og fleira,“ sagði Gunnar. Hægt er að velja um 12 letur- gerðir. „Dúkurinn er kannski ein helsta byltingin í þessu. Þetta efni er margfalt betra en hefur verið notað, það bókstaflega gengur í samband við málning- una,“ sagði Guðmundur, en dúk- inn er hægt að fá í ýmsum litum og þykktum og stafirnir geta ver- ið af ýmsum stærðum, hallandi, speglaðir o.s.frv. „Þetta tæki er það fullkomn- asta í bransanum og við gerum okkur miklar vonir um að þessi Lionessur með fjáröflun í dag er almennur líknardagur hjá Lionshreyfingunni. Konur í Lionessu- klúbbnum Osp á Akureyri ætla að nota daginn svo og næstu daga til að ganga í hús í bænum og bjóða til sölu „heimilispoka“ sem hefur að geyma mismunandi stærðir af plastpokum, allt frá stórum ruslapokum niður í minnstu gerð. Ágóðinn rennur til styrktar Fæðingardeildar F.S.A. TLV smellti þessari mynd af konunum þegar þær voru að útbúa „heimilispok- ana“. fjárfesting skili sér. Viðskiptavin- irnir fá líka mun fljótari afgreiðslu en áður, þetta er ódýrara og gæð- in geta ekki verið betri,“ sagði Guðmundur og bætti því við að Teiknistofan Stíll tæki að sér al- hliða grafíkþjónustu, hönnun, skiltagerð og silkiprentun. SS íþróttahöllin á Akureyri: „Nauðsynlegt að ráða framkvæmdastjóra“ - segir Gísli Kr. Lórenzson „Því miður hafa kostnaðar- áætlanir ekki staðist og auð- sjáanlega hefur meira verið framkvæmt en íþróttaráð hef- ur farið fram á. T.d. hefur kostnaður við gólfefni í þreksal 1 Hallarinnar orðið rúmlega helmingi hærri en ráð var fyrir gert. Ef framkvæmdastjóri væri ráðinn þarna myndu svona atburðir síður eiga sér stað,“ sagði Gísli Kr. Lórenz- son, en hann á sæti í íþrótta- nefnd. Samkvæmt bókun íþróttaráðs 1. okt. kemur fram að 2,5 milljón króna hallarekstur er á íþrótta- höllinni. Vegna iðnsýningar var framkvæmt fyrir 500 þúsund og sótt var um eina milljón króna til atvinnumálanefndar. „Það er mjög slæmt að bæjar- stjórn skuli ekki hafa ráðið fram- kvæmdastjóra að íþróttahöll- inni fyrir löngu. Þetta er stórt mannvirki og í mörgu þarf að snúast. Með þessu er ég þó ekki að segja að ég vantreysti starfs- mönnum Hallarinnar en þar er hver starfsmaður með sitt ákveðna verksvið og enginn í raunverulegu hlutverki yfir- manns. Árið 1985 var reiknað með 450 þúsund krónum til launa fram- kvæmdastjóra í hálft ár. Engin svör hafa síðan fengist hvort ráða mætti í þetta starf og því hefur íþróttaráð ekki afgreitt málið. Það vantar vissan tengilið við íþróttafulltrúa og íþróttaráð og framkvæmdastjóri Hallarinnar yrði sá tengiliður,“ sagði Gísli Kr. Lórenzson. EHB Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: Bræla hamlar lúðuveiðunum Síðan um miðjan september hefur Ólafur Halldórsson fiskifræðingur, annar þeirra sem ráðinn var til að koma á fót Fiskeldi Eyjafjarðar hf., verið við veiðar á smálúðu fyr- ir eldisstöðina á Hjalteyri. Veiðarnar eru stundaðar á Breiðafirði og er ætlunin að veiða 1000-1500 lúður að þessu sinni. Veiðarnar hafa gengið treglega að undanförnu vegna lélegra gæfta en þær eru stundaðar með dragnót. A Hjalteyri bíða yfirbyggð eldisker úr plasti komu lúðanna en þar mun á það reyna í vetur hvernig þær spjara sig við þær aðstæður sem hægt er að bjóða. Um leið verða gerðar tilraunir með nýtt lúðufóður sem verið er að þróa hjá ístess hf. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.