Dagur - 14.10.1987, Qupperneq 3
14. október 1987 - DAGUR - 3
við erum í rauninni mjög ólíkar.
Það er gott að við skulum vera
komnar með tvær hæðir því þá
getum við þumbast hvor á sinni
hæð,“ sagði Gréta og nú hlógu
þær vinkonurnar hjartanlega.
„Einu sinni kom maður inn
þegar Sigrún var að prenta, ég
bauð honum að koma inn á skrif-
stofu með mér en hann stoppaði
við prentvélina hjá Sigrúnu og
sagði svo: „Pað er þá satt að þið
prentið sjálfar.“
í fyrstu urðum við varar við að
ef viðskiptavinir komu þegar
mennirnir okkar voru að hjálpa
okkur þá var alltaf leitað til
þeirra. Konur eru ekki oft í
forsvari fyrir svona fyrirtæki og
þegar við höfum farið suður til að
afla okkur upplýsinga, beina
menn oft máli sínu til eiginmann-
anna, ef þeir eru með. Bjarni og
Ingi hafa alltaf hvatt okkur og
verið okkur mjög hjálplegir, þeir
vinna við röðun og frágang fyrir
okkur eða þvo upp meðan við
erum á vélunum og þetta finnst
fólki sem kemur hingað skrýtin
verkaskipting."
- Hvernig stóð á að þið fóruð
út í þennan rekstur?
„Við unnum báðar á tann-
læknastofunni hjá ágætis vinnu-
veitendum en við vorum mikið
búnar að velta fyrir okkur að fara
að vinna sjálfstætt að einhverju.
Svo heyri ég að Örk sé til sölu,
það var á laugardegi og Gréta var
úti á Ítalíu. Ég ræddi málið við
manninn minn og ákvað svo að
reyna að ná í Grétu, fann ferða-
bækling frá Terru og hringdi svo í
eitthvert númer í Reykjavík sem
ég sá í þessum bæklingi og sagði
þeim sem svaraði að ég þyrfti
endilega að ná í Grétu á Rimini.
Mér var gefið upp eitthvert voða-
legt númer sem ég hringi í og þá
svarar einhver Itali, ég talaði
mína frábæru ensku en hann bara
skildi mig ekki þvr hann talaði
ekki sams konar ensku og ég.
Loksins náði ég þó einhverju
sambandi við manninn og bað
um íslenskan fararstjóra. Þá var
klukkan orðin um eitt eftir mið-
nætti á Ítalíu. Loksins kom Gréta
í símann: „Hæ elskan, ertu að
koma,“ sagði hún, því gripurinn
var eitthvað dálítið að djamma.
Hún var hress og kát og mikil
músík heyrðist á bak við hana.
Ég var ekkert að skemmta mér
og fannst Gréta ekkert sniðug
svo ég byrsti mig við hana.
Ég sagði að Örk væri til sölu og
við yrðum að gefa ákveðið svar
sem fyrst. „Já, já, skrifaðu bara
undir hvað sem er fyrir mig, allt í
lagi,“ sagði Gréta. Við töluðum
svo saman morguninn eftir og þá
var Gréta með eftirþanka eftir
skemmtunina en við vorum samt
ákveðnar í að slá til og kaupa
Örk. Þetta gekk alltsaman vel
nema að Gréta hefur ekki þorað
að fá sér í glas síðan af ótta við að
hún mundi kaupa eitthvað eða
selja. Alla vega fær hún sér ekki í
glas ef hún veit að ég er einhvers
staðar nálægt síma.“
„Sigrún eyðilagði sumarfríið
mitt með þessu, það vildi þannig
til að Jóhannes, fyrsti eigandi
Arkar var með í ferðinni og eftir
þetta lágum við saman í sandin-
um og ræddum um prent, hann
mataði mig á upplýsingum og
styrkti mig í trúnni á að fara út í
þetta.“
- Hefur prentvillupúkinn ekki
verið að stríða ykkur og gert
eitthvað skemmtilegt af sér?
„Honum líður alveg rosalega
vel hjá okkur og virðist ekki
skilja að hann er ekki vinsæll
gestur. Okkur finnst allt leiðin-
legt sem hann gerir en þó var
mikið hlegið einu sinni að auglýs-
ingu frá einum skólanum þar sem
stóð „hrigna“ í staðinn fyrir
hringja í síma.
Við eigum góða að sem við
getum hringt í þegar við erum að
velta prófarkalestrinum fyrir
okkur og síðan ég fór að fást við
þetta dáist ég mjög að þeim
útlendingum sem geta lært
íslensku," sagði Sigrún.
„Það er dálítil verkaskipting
hjá okkur, ég fæ stundum að
panta en Gréta sér um að borga
því hún er fjárhirðir. Ég kem
aldrei nálægt bókhaldi eða tölv-
unni, en ég vinn við prentunina.
Svo sjáum við báðar um að
rukka, við þurfum ekkert að
kvarta yfir því að það gangi illa
að rukka en það er það leiðinleg-
asta sem við gerum og við reyn-
um stundum að koma því hvor á
aðra.“ IM
Höfði hf. Húsavík:
Aflaverðmæti
Júlíusar 73,1 milljón
- 8,6 milljónir í hagnað
íshaf hf. Húsavík:
Kolbeinsey aflaði
fyrir 83,3 milljónir
-13 milljón króna hagnaður
Aðalfundur Höfða hf. var
haldinn á Húsavík 5. okt. sl.
1986 var tíunda heila rekstrar-
ár fyrirtækisins og nú var í
fyrsta sinn gert upp með hagn-
aði sem nam 8,6 milljónum
króna.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
námu samtals tæpum 93,5 millj-
ónum. Afli Júlíusar Havsteen var
rúm þúsund tonn og aflaverð-
mæti 73,1 milljón en Netagerð
Höfða seldi vörur fyrir 19,4 millj-
ónir.
Hjá fyrirtækinu störfuðu að
meðaltali 27 starfsmenn og námu
heildarlaunagreiðslur tæpum
38,9 milljónum.
A árinu var togaranum breytt í
frystiskip, til frystingar á rækju
og eftir þessar breytingar jókst
aflaverðmætið til muna. Á tíma-
bilinu 1. jan. til 13. apríl landaði
skipið 483,7 tonnum að verðmæti
20 milljónir en eftir breytinguna,
frá 24. júní til 22. des. landaði
skipið 567,7 tonnum að verðmæti
53,2 milljónir.
Framkvæmdastjóri Höfða hf.
er Kristján Ásgeirsson. Er Dagur
innti hann eftir hvort hann væri
ánægður með stöðu fyrirtækisins
sagði Kristján: „Maður ligguryfir
því að hafa einhvern efnahags-
legan ávinning út úr þessu, þann-
ig að það geti gengiö, því þetta er
það sem við lifum á, eins og oft er
sagt en enginn vill hlusta á.“ IM
Togarinn Kolbeinscy afladi
3437 tonna af físki á árinu
1986, að verðmæti 83,3 millj-
ónir króna. Að meðaltali störf-
uðu 18 starfsmenn hjá fyrir-
tækinu íshafí hf. og námu
heildarlaunagreiðslur tæpum
25,4 milljónum. Hagnaður árs-
ins nam rúmlega 13 milljón-
um króna.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn á Húsavík 6. okt. sl. Fyrir-
tækið var stofnað í nóvember
1^85 og í janúar 1986 keypti það
Kolbeinsey aftur til Húsavíkur,
í dag verður efnt til ráðstefnu á
Hótel KEA á vegum Banka-
mannaskóla íslands. Yfírskrift
ráðstefnunnar er „Nýjungar á
lánsfjármarkaði og innflutn-
ingur fjármagns“.
Þrír fyrirlestrar verða haldnir.
Sveinn Sveinsson lögmaður fjall-
ar um erlendar lántökur; Þor-
steinn Ólafs, forstöðumaður
Verðbréfamarkaðar Samvinnu-
bankans og Þórður Ólafsson,
forstöðumaður Bankaeftirlitsins
fjalla um þróun fjármagns-
en skipið var selt á nauðungar-
uppboði haustið áður eins og
flestum mun vera minnisstætt.
Framkvæmdastjóri Ishafs hf. er
Kristján Ásgeirsson.
„Reksturinn gengur eins og
maður gat gert ráð fyrir, Kol-
beinsey rekur sig vel og hefur
reyndar alltaf verið gott skip í
rekstri. Við höfum möguleika á
að veiða hluta af kvóta Júlíusar
Havsteen á Kolbeinsey og það er
hagstætt,“ sagði Kristján er Dag-
ur innti hann eftir hvernig
reksturinn gengi.
markaðarins og loks fjallar Ás-
geir Eiríksson frá Lind h.f. um
tjármögnunarleigu.
Ráðstefnan er ætluð fyrir
bankamenn sem starfa við stjórn
bankaútibúa og sparisjóða og/
eða gjaldeyris- og verðbréfavið-
skipti, svo og fyrir aðra sem móta
lánastefnuna í peningastofnunum
á Norðurlandi.
Sem fyrr segir verður ráðstefn-
an haldin á Hótel KEA og hefst
kl. 9.00 árdegis. Ráðgert er að
ráðstefnunni ljúki kl. 17.00. BB.
„Það er óhætt að fullyrða að
annað atvinnutæki hefði ekki
unnið betur fyrir Húsavík og ég
veit ekki hver staða Húsavíkur
væri ef við hefðum ekki endur-
heimt skipið. Meðan menn koma
ekki með eitthvað annað sem
sýnir okkur að það geti velt
meiru inn í þetta byggðarlag þá
eru kaupin á skipinu réttlætan-
leg.“ IM
Heilsugæslustöðín
á Akureyri:
Farsóttir
á svæðinu í
september
I lok hvers mánaðar senda
embættislæknar, landlækni
skýrslu um samanlagðan fjölda
tilfella ákveðinna sjúkdöma á
sínu starfssvæði. Skráningar
sem þessar ber að taka með
fyrirvara og túlka með tilliti til
þess að það er matsatriði hjá
einstaka læknuni hvort skrá
eigi ýmsar vægari sýkingar.
Samkvæmt skýrslu yfir septem-
ber eru 279 manns skráðir með
kvef og hálsbólgu á svæði Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri.
Alvarlegri hálsbólgutilfelli eru 18
og skráð er að 12 hafi fengið
lungnabólgu.
Af öðrum sjúkdómum má
nefna 8 hlaupabólu- og 2 hettu-
sóttartilfelli, 58 tilfelli um niður-
gang, 5 með kláðamaur og 2
fengu lús. VG
Sauðárkrókur:
Ekkert
staðar-
útvarp
að sinni
Sauðkrækingamir ungu, Omar
Halldórsson og Karl Jónsson
sem í sumar höfðu uppi áform
um stofnsetningu útvarps-
stöðvar á staðnum nú í haust,
hafa slegið áformum sínum á
frest.
„Það reyndist vera ákaflega lít-
ill áhugi meðal fólks fyrir þessu.
Þeir voru örfáir sem höfðu sam-
band við okkur og sýndu áhuga á
dagskrárgerð og að taka þátt í
þessum rekstri með okkur. Okk-
ur þykir því rétt að bíða með
þetta og sjá til hvort áhuginn á
ekki eftir að aukast. Þetta er það
dýrt að við tveir treystum okkur
ekki í þetta einir. Þótt við værum
búnir að fá lánuð tæki til útsend-
inga hefði stofnkostnaðurinn og
kostnaður við tilraunaútsending-
arnar sem við ætluðum að stæðu
í mánuð, hlaupið á 300-400 þús-
undum," sagði Ómar Halldórs-
son í samtali við Dag. ' -þá
Þeir hafa haft nóg að gera við að ryðja snjó af götum Akureyrar undanfariö.
Nú lítur út fyrir smá hlé. Mynd: tlv
Akureyri:
Ráðstefna fyrír
bankamenn