Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 13
 26. nóvember 1987 - DAGUR - 13 t nútímakarimannsins Sálfræðingar vara nú við því, að nútímakarlmaðurinn sé orðinn fórnarlamb nýrrar tegundar streitu. Fyrir aðeins 30 árum, stafaði streita karlmanna aðal- lega af ábyrgðartilfinningunni sem fylgdi húsbónda- og fyrir- vinnuhlutverkinu heimafyrir. En nú hafa hlutverk kynjanna breyst og veldur það hinni svokölluðu „nútímakarlmannastreitu“. Lít- um á nokkur einkenni hennar. Streita sem stafar af sam- keppni við konuna. Fjöldi karla óttast framagjörnu konuna í vinnunni sem greinilega ætlar sér að ná í stöðuhækkun. Einnig ótt- ast þeir að eiginkonan eða kær- astan þéni meira en þeir. Streita vegna húsverkanna. Nú er ætlast til þess að karlmenn vinni heimilisstörf. Flestum karl- mönnum finnst enn, að heimilis- störf séu ekki karlmannsleg og veldur það streitueinkennum hjá þeim þegar þeir eru neyddir til að vinna þessi störf. Streita sem stafar af afbrýði- semi. Nú þegar konan mætir „freistandi" karlmönnum á vinnustað, kemur fram ótti um ótryggð sem veldur streitu. Ahyggjur af því að standa sig ekki nógu vel kynferðislega, valda streitu. Nútímakonan er sjálfstæð, reynslurík og krefjandi þegar kemur að kynlífi. Pað get- ur valdið miklum streitueinkenn- um hjá karlmanninum þegar hann er ekki viss um að geta upp- fyllt kröfur þær sem honum eru settar af þessu tagi. Streita vegna kröfu um að vera hinn fullkomni faðir. í dag er ætl- ast til þess að karlmaðurinn sé eins „móðurlegur“ við börn sín og konan. Tveggja-launa streita. Flest heimili lifa af launum beggja aðil- ana. Karlmenn finna til streitu vegna ótta um að konunni kunni að fara að leiðast útivinnan sem leiddi til þess að ábyrgðin um að halda þakinu yfir höfði þeirra flyttist á hann einan. Streita karia stafar oft af samkeppni við konuna Streita vegna hræðslu um að geta ekki haldið sér líkamlega í góðu formi. Karlmaður þarf nú að vera vakandi fyrir vexti sínum því ekki þykir lengur fínt að vera með velmegunarbumbu. Streita vegna viðkvæmni. Ætl- ast er til þess að nútímakarlmað- urinn sé viðkvæmur, tilfinning- anæmur og opinn til tjáskipta um tilfinningar. Allt þetta fær karl- menn til vanlíðunar. Hér koma ráð sérfræðinganna. Ákveðin atriði geta hjálpað karl- mönnum til að ráða við þessi nýju streitueinkenni. Karlmenn! „Ákveðið sjálfir hversu langt þið viljið ganga til móts við þessar nýju kröfur t.d. hvað varðar heimilisstörf, umönnun barna og ákvarðanatökur. Munið að karl- mennska er ekki komin úr tísku. Þróið vináttusamband við aðra karlmenn því það getur oft verið gott að vita hvernig öðrum körlum gengur. Lítið á forrétt- indin. Komið fram við hina úti- vinnandi eiginkonu sem jafn- ingja, það hjálpar upp á fjármál heimilisins. Sömuleiðis er úti- vinnandi eiginkona líklegri til að halda sér betur og því áhugaverð- ari. Ef þið skoðið þessi atriði, munu streitueinkennin dofna jafnharðan.“ dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ FIMMTUDAGUR 26. nóvember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 22. nóvember. 18.30 Þrífætlingamir. (Tripods). Breskur myndaflokkur fyrir böm og unglinga, gerður eftir kunnri visindaskáldsögu sem gerist á 21. öld. Þýðandi: Trausti Júliusson. 18.55 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.05 íþróttasyrpa. 19.25 Austurbseingar. (East Enders). Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 KasUjós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Ingvi Hrafn Jónsson. 21.10 Matlock. Bandariskur myndaflokkur. Aðalhlutverk: Andy Griffith, Linda Purl og Kene Holliday. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.00 í skuggsjá. Ungur má en gamall skal. (The Best Years Of Your Life.) Bresk sjónvarpsmynd frá 1986. Leikstjóri Adrian Shergold. Róbert er 17 ára og nýkominn heim af sjúkrahúsi. Hann er dauðvona og hefur gengist und- ir erfiða aðgerð vegna krabba- meins. Faðir hans og eldri bróðir sætta sig ekki við orðinn hlut en Róbert fær þá til þess að endur- skoða afstöðu sína. Þýðandi Rannveig Tryggvadótt- ir. Að lokinm sýningu stýrir Ingi- mar Ingimarsson umræðum í sjónvarpssal í beinni útsend- ingu. Ahorfendur geta hringt og borið fram spurningar. Umræðuefni: Dauðinn. 23.30 Útvarpsfréttlr í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 26. nóvember 16.25 Líf og fjör í bransanum. (There is no Business like Show Business.) Mynd um fimm manna fjöl- skyldu sem lifir og hrærist í skemmtanabransanum. 18.15 Handknattleikur. Sýndar verða svipmyndir frá leikjum 1. deildar karla í hand- knattleik. 18.45 Litli folinn og félagar. (My Little Pony.) Teiknimynd með íslensku tali. 19.19 19.19. 20.30 Á heimaslóðum. Aðventan og umferðarmál. Umsjón: Helga Jóna Sveinsdótt- ir. 21.30 Heilsubælið í Gervahverfi. Gríniðjan/Stöð 2. 22.05 Jarðskjálftinn. (Earthquake.) Á miðjum áttunda áratugnum var í tísku að gera stórslysa- myndir. Hver man ekki eftir Flugstöðvamyndunum og Log- andi víti? Ein af þessum mynd- um fjallaði um afleiðingar jarð- skjálfta á Los Angeles með til- heyrandi tæknibrellum. 00.00 Stjörnur í Hollywood. (Hollywood Stars.) 00.05 Einn á móti öllum. (Against All Odds.) Spennandi ástarsaga sem byggð er á frægri sögu eftir Daniel Mainwaring. Næturklúbbaeig- andi ræður mann til þess að finna vinstúlku sína. Hann finn- ur stúlkuna í Mexíkó og verður ástfanginn, en þar sem hann er févana verður hann að skila henni heim til fyrrverandi elsk- huga. 02.25 Dagskrárlok. © RAS 1 FIMMTUDAGUR 26. nóvember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Kristni Sigmundssyni. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Grösin í glugghúsinu" eftir Hreiðar Stefánsson. 9.30 Upp úr dagmálum. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynning- ar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Börn og umhverfi. 13.35 Miðdegissagan: „Sól- eyjarsaga" eftir Elías Mar. 14.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 14.05 Plöturnar mínar. Umsjón: Rafn Sveinsson. (Frá Akureyri.) 15.00 Fréttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá Akureyri.) 15.43 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Tilkynningar. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Tsjai- kovskí og Mozart. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Atvinnumál - þróun, nýsköpun. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. . Að utan. 20.00 Aðföng. Kynnt nýtt efni í hljómplötu- og hljómdiskasafni Útvarpsins og sagt frá útgáfu markverðra hljóðritana um þessar mundir. 20.30 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar íslands i Háskóla- bíói. Fyrri hluti. 21.40 „Messan á Mosfelli." Egill Jónasson Stardal talar um tildrögin að kvæði Einars Bene- diktssonar. Ragnheiður Steindórsdóttir og Viðar Eggertsson lesa kvæðið. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgun- dagsins ■ Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnfr. 22.20 Á ferð um Andalúsíu. Harpa Jósefsdóttir Amin segir frá. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands i Háskóla- bíói. Síðari hluti. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. rf!s FIMMTUDAGUR 26. nóvember 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp. Margir fastir hðir en alls ekki all- ir eins og venjulega, t.d. talar Hafsteinn Hafliðason um gróður og blómarækt á tíunda tímanum. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslensk- um flytjendum, sagðar fréttir af tónleikum innanlands um helg- ina og kynntar nýútkomnar hljómplötur. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirliti. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Meðal efnis er Söguþáttrinn þar sem tíndir eru til fróðleiksmolar úr mannkynsögunni og hlust- endum gefinn kostur á að reyna sögukunnáttu sína. 16.03 Dagskrá. Megrunarlögreglan (hollustueft- irlit dægurmálaútvarpsins) vísar veginn til heilsusamlegra lífs á fimmta tímanum, Meinhomið verður opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex og fimmtudagspistillinn hrýtur af vörum Þórðar Kristins- sonar. Sem endranær spjallað um heima og geima. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Niður í kjölinn. 22.07 Strokkurinn. Þáttur um þungarokk og þjóð- lagatónlist. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. (Frá Akureyri.) 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16,17, 18, 19, 22 og 24. RJKfSUTVARPIÐ aakureyri ^AKUREYRU Svæðiiútvarp fyrir Akunyri og nágronni. FIMMTUDAGUR 26. nóvember 8.07-8.30 og 18.03-19.00 Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Mjóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 26. nóvember 08-12 Olga Björg verður hlustendura innan hand- ar með fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 12- 13 Tónlist. 13- 17 Pálmi Guðmundsson í góðu sambandi við hlustendur. Óskalög, kveðjur og vinsælda- listapoppið í réttum hlutföllum við gömlu lögin. Siminn 27711. 17-19 Ómar Pétursson og islensk tónlist. Tími tækifær- anna á sínum stað kiukkan hálf sex. Siminn er 27711. 19- 20 Ókynnt tónlist. 20- 23 Steindór G. Steindórsson i stofu Hljóðbylgjunnar ásamt gestum. Rabbað í gamni og alvöru um lifið og tilveruna. 23-24 Ljúf tónlist i dagskrárlok. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. BYLGJAN, FIMMTUDAGUR 26. nóvember 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- list og lítur í blöðin. 09.00-12.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Fjölskyldan á Brávallagötunni lætur i sér heyra. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síðdegispoppið. Gömul uppáhaldslög og vin- sældalistapopp i réttum hlutföll- um. FjaUað um tónleika komandi helgar. 17.00-19.00 Hallgrimur Thor- steinsson i Reykjavik síðdegis. Leikin tórflist, Utið yfir fréttimar og spjaUað við fóUdð sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónUst og spjaUi við hlustendur. 21.00-24.00 Július Brjánsson - Fyrir neðan nefið. JúUus spjallar við gesti og leikur tónUst við hæfi. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. TónUst og upplýsingar um veður og flugsamgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.