Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 11
26. nóvember 1987 - DAöUR - 11 Skáksveit Búnaðar- bankans sigraði Um síðustu helgi kom skák- sveit Búnaðarbanka íslands til Akureyrar og tefldi við Skák- félag Akureyrar. Aður en leikurinn hófst á laugardag, færði Skákfélag Búnaðarbank- ans Skákfélagi Akureyrar veg- legt bókasafn að gjöf. Hvorugt liðið náði að stilla upp sínum sterkustu mönnum, en teflt var á 10 borðum. Á tveimur fyrstu borðunum tefldu fyrir Búnaðarbankann stórmeistararn- ir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson og gefur það vísbend- ingu um styrkleika sveitarinnar. Enda fóru leikar svo að sveit Búnaðarbankans sigraði, hlaut sjö vinninga gegn þremur vinn- ingum Akureyringa. Úrslit urðu þessi: 1. borð Jóhann Hjartarson - Gylfi Þórhallsson 1:0 2. borð Margeir Pétursson - Arnar Þorsteinsson 1:0 3. borð Jón Garðar Viðarsson - Bogi Pálsson 1:0 4. borð Þröstur Árnason - Tómas Hermannsson 1:0 5. borð Leifur Jósteinsson - Jón Árni Jónsson 1:0 6. borð Guðjón Jóhannesson - Sigurjón Sigurbjörnsson 0:1 7. borð Kristinn Bjarnason - Hjörleifur Halldórsson 1:0 8. borð Kristján Snorrason - Þór Valtýsson 0:1 9. borð Björn Sigurðsson - Jón Björgvinsson 0:1 10. borð Árni Kristjánsson - Skafti Ingimarsson 1:0 Á sunnudaginn mættust sömu sveitir að nýju, en að þessu sinni í hraðskák. Keppnin var afar jöfn og spennandi. Bankamenn höfðu forystu lengst af en síðan náðu Akureyringar að jafna og síga fram úr. Fyrir síðustu umferðina voru sveitirnar jafnar, 95:95, en sveit Búnaðarbankans hafði bet- ur á endasprettinum og sigraði með 101‘/i vinningi gegn 98Vi. Bestum árangri bankamanna náði Jóhann Hjartarson en hann vann allar sínar skákir, 20 talsins. Margeir Pétursson hlaut 18 vinn- inga, Þröstur Árnason 15'A, Jón Garðar Viðarsson 13 og Guðjón Jóhannesson 11. Hjá Skákfélagi Akureyrar náðu bestum árangri þeir Gylfi Þórhallsson sem hlaut 14 vinn- inga, Kári Elíson sem hlaut \2Vi vinning og Tómas Hermannsson og Sigurjón Sigurbjörnsson sem hlutu 11 vinninga hvor. GÞ. Basar Seld verða: Kökur, laufabrauð og jólamunir í Hótel Varðborg laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. des- ember. Fjármálaráðuneytið, 20. nóvember 1987. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Frá menntamálaráðuneytinu: Tannsmiðaskóli íslands óskar að ráða stundakennara til kennslu frá næstu áramótum. Upplýsingar um kennslugreinar veitir forstöðumaður skólans, Sigurgeir Steingrímsson í síma 23495. Umsóknir skal senda til Tannsmiðaskóla íslands, Vatns- mýrarvegi 16, 101 Reykjavík, fyrir 15. desember næst- komandi. Menntamálaráðuneytið. Laus staða við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Staða lektors í aðferðafræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Staðan verður veitt til þriggja ára. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember 1987. Menntamálaráðuneytið, 18. nóvember 1987. Viljum ráða reglusaman duglegan unglingspilt til starfa nú þegar. Upplýsingar á staðnum. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. hf. Styrkir til háskólanáms í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. 1. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1988-’89. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.500-2.200 finnsk mörk á mánuði. 2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1988-’89. Styrkfjár- hæðin er 3.880 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslending- um til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á aö sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóða fram í löndum þeim, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. 3. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrki hafnda erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eöa menntaskóla skólaárið 1988-’89. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut fslendinga. Styrk- fjárhæöin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. - Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- og menningarmála. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með- mælum. Menntamálaráðuneytið, 23. nóvember 1987. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, frá Selskerjum, Gilsbakkavegi 1a, Akureyri, lóst á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri þann 19. nóvember sl. Útförin fer fram laugardaginn 28. nóvember kl. 13.30 frá Akur- eyrarkirkju. Sigríður Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Sigvaldi Sigurðsson, Gunnsteinn Sigurðsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.