Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 26. nóvember 1987 Aðaldalur: Fjallskil erfið og kostn- aðarsöm Haga, Aðaldal 23. nóv. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar í októ- ber hefur þetta haust verið nokkuð gott, t.d. var lögð vatnsveita á átta bæi í Hvömm- um í nóvember, leiðslan er 4-5 km á lengd og kostar um 900 þúsund krónur. í Hafralækjarskóla var tekin upp kennsla í níunda bekk í haust, alls eru 112 nemendur við skólann í vetur. Endurnýjaður var allur dælu- og rafbúnaður við hitaveituna sem sér Hafralækjarskóla og fé- lagsheimilinu Ýdölum fyrir vatni, og loks er komið þriggja fasa raf- magn til nota fyrir veituna. Nokkrar framkvæmdir voru við Hraunsrétt í sumar, botn í almenningi var sléttaður og hraunmöl sett yfir. Petta var einn liður í aðgerðum þeim gegn riðu- veiki sem í gangi eru. 40% af fjárstofni í sveitinni hefur nú ver- ið slátrað vegna riðuveikinnar og eru fjallskil að verða mjög erfið og kostnaðarsöm fyrir þá sem enn eiga fé. Þrjú loðdýrahús hafa verið byggð á þessu ári. Karlakórinn Hreimur hefur ekki starfað í vetur, munu félagar vera að hvíla sig eftir Norður- landaferð sl. sumar. Kirkjukór Nessóknar er byrjaður vikulegar æfingar undir stjórn Friðriks Jónssonar organista og fyrirhug- að er aðventukvöld í Neskirkju. Kirkjukór Grenjaðarstaðarsókn- ar hefur fengið Margréti Bóas- dóttur söngkonu til að raddþjálfa kórinn. Síðastliðið vor var byrjað með kirkjuskóla fyrir börn í Neskirkju og er það sr. Kristján Valur Ingólfsson sem sér um hann. Briddsráð Geisla stendur fyrir vikulegum æfingum og eftir ára- mót er fyrirhuguð ýmiss konar keppni og þátttaka í mótum. Skemmtanalíf vetrarins hófst í október með stjörnumessu að Ýdölum, sem slysavarnádeild- irnar á Húsavík stóðu fyrir. Var það fjölsótt samkoma og marg- fræg orðin en ég held að hún hafi tekist vel miðað við þann mann- fjölda sem þarna var saman kominn. Þann 28. nóv. verður haldið hið árlega hjónaball að Ýdölum. IMDJ/IM Tilkynning til eigenda búfjármari(a „Vegna útgáfu markaskráa árið 1988, skv. lögum nr. 6/1986 um afréttamál, fjallskil o.fl. og reglu- gerð nr. 224/1987, og tölvuskrán- ingar á mörkum hjá Búnaðarfé- laginu, beina markanefnd og Búnaðarfélag íslands þeim til- mælum til allra eigenda búfjár- marka (annarra en frostmerk- inga), að þeir tilkynni viðkom- andi markaverði mörk sín til birt- ingar í markaskrá sýslunnar, eigi síðar en 10. janúar 1988,“ segir í fréttatilkynningu frá Marka- nefnd, Búnaðarfélags íslands. Hverjir eru þeir? Hvaðan komu þeir? Hvert fóru þeir? Flott hjól, mikill hraði, leðurföt o.fl. Hvað meira veistu? Allt-síðan ákvað að reyna að fræðast aðeins um „Sniglana“. Hér á eftir sérðu afraksturinn Sveinn Guðmundsson Hann segist ekki vita hvenær þessi hjóladella greip hann. Telur hana meðfædda. - Hvenær voru Sniglarnir stofnaðir? „Ja, fyrir rúmum fjórum árum setti einn Snigill, sem er kailaður „Súper-Lúlli“ auglýsingu í blöðin, bara upp á sitt einsdæmi, um stofnun samtaka bifhjóla- fólks. í dag erum við rúmlega þrjú hundruð og þar af ekki nema rúmlega fjörutíu konur. Konurnar eiga yfirleitt ekki sjálf- ar hjól, heldur sitja aftan á.“ - Hefur ykkur þá orðið eitt- hvað ágengt sem hagsmunasam- tökum? „Nei, raunverulega ekki, því að við erum það fámennur hópur. Samt sem áður erum við ekkert að rugla. Þú sérð það að þegar felldir voru niður tollar á bílum, voru um leið felldir niður tollar á öllum farartækjum nema hjólum. Þú sérð svo bara með hjálmana, sem eru öryggisatriði, þeir kosta 15-20 þúsund krónur." - Eruð þið eitthvað merktir? „Já, við erum allir með merki samtakanna á vinstri handleggn- um (á jakkanum þ.e.a.s.). Við norðlenskir Sniglar erum auk þess einkenndir með rauðum borða á ermi eða öxl. Við erum þeir einu sem einkennum okkur eitthvað sérstaklega. Sunnlend- ingarnir eru auðvitað svo fáir að við þekkjum þá alla!“ - Eruð þið ekkert á fjórhjól- um? „Það er bara svo hundleiðin- legt á fjórhjóli. Það er kannski allt í lagi að fara á þetta hálftíma í einu og svo búið. Þá er nú betra að fara bara á hestbak. Við Kermit eigum nefnilega báðir hesta.“ - Hefur þú þá einhvern tíma til að vinna? „Nei, það er nú gallinn við þetta. Ég hef svo lítinn tíma. Sól- arhringurinn þyrfti að vera helm- ingi lengri ef hann ætti að duga mér. Hjólin taka auðvitað alveg óskaplega mikinn tíma, en mað- ur fær það margborgað til baka.“ - Hvernig fer maður að því að ganga í Sniglana? „Til að ganga í Sniglana þarf maður að vera orðinn sautján ára og hafa bifhjólapróf. Síðan þarf maður að vera með, fyrst í þrjá mánuði til reynslu, og svo að lok- um þarf maður meðmæli 13 Snigla. í rauninni er ekkert mál að fá þessi þrettán meðmæli, þú þarft náttúrlega að kynnast fólk- inu.“ (Innskot frá Kermit): „Þetta er ekkert mál, nema maðurinn sé þeim mun meiri drullusokkur. Ef þetta ákvæði hefði verið þegar ég gekk í Sniglana, hefði ég aldrei komist inn.“ - Eiga Sniglarnir sér formann? „Nei, en innan Sniglanna er starfandi stjórn, í henni eru gjaldkeri, ritari, formaður og svo meðstjórnendur. Stjórnin hefur þann starfa að sjá um fjármál, skipuleggjá ferðir sem farnar eru, bæði innanlands og svo Norður- landaferðirnar og hjólasýninga- ferðirnar. Hún sér líka um að gefa út fréttabréfið okkar, Sniglafréttir, og svo hefur hún skipulagt og undirbúið löggæslu, sem við höfum tekið að okkur, t.d. á tónleikum." Birgir Örn Sveinsson Hjá Sniglunum er hann kallaður Kermit. Hann er giftur og hún er ekki Snigill. - Hvað gera Sniglarnir saman? „Við höldum skemmtanir og landsmót, förum í ferðir um land allt, svo förum við einu sinni á ári til Norðurlandanna og svo af og til á mótorhjólasýningar, núna síðast í haust.“ - Hverjir eru í Sniglunum? „Það er bara alls konar fólk, verkamenn, menntafólk, námsmenn, stjórnmálamenn og landsfrægir skemmtikraftar, sem sagt alls konar fólk á öllum aldri, bæði karlar og konur úr öllum stéttum og þrepum samfélags- ins.“ - Skipta Sniglar oft um hjól? „Nei, það mundi ég ekki segja, annars er það mjög misjafnt. Náttúrlega ef þú ert ánægður með hjólið þitt, þá selur þú það ekki. Uti eru til dæmi þess að menn hafa gifst hjólinu sínu, ég mundi ekki selja konuna mína. Þar eru svo aftur dæmi þess að menn eigi fleiri hjól en eitt. Það eru nokkrir sem eiga tvö hjól og ég þekki einn, sem er að fá sér það þriðja. Svo eru sumir sem eiga hreinlega ekkert hjól. Algengast er svo auðvitað að menn eigi eitt ágætt hjól.“ - Eru allir Sniglar hrifnir af Sniglabandinu sem hljómsveit? „Já, það held ég örugglega. Þetta er auðvitað besta sveit landsins fyrir utan Stuðmenn.“ - Leðurfötin sem þið eruð í, eru þau bara stælar? „Nei alls ekki. Þau eru fyrst og fremst alveg geysileg vörn, fyrir utan hvað þau eru hlý. Ef þú ert í gallabuxum og dettur, máttu eiga voii á því að þær tætist í sundur og náttúrlega lappirnar og kjötið með, en ef þú ert í leður- fötum þá renna þau eftir malbik- inu þannig að þú kæmir nærri því óskaddaður út úr því. Svona al- galli, jakki, buxur, hanskar, skór og hjálmur, kostar sennilega í kringum fimmtíu og fimm - sex- tíu þúsund krónur.“ - Hvað endast Sniglar yfirleitt lengi? „Flestir Sniglar eru á milli tví- tugs og þrítugs, en elsti Snigillinn er um fimmtugt. Ég hugsa að menn endist yfirleitt eins lengi og áhuginn leyfir. Auðvitað er kom- in voðalega lítil reynsla á það hvað menn endast, samtökin eru það ung enn. Ég vona bara að ég endist þar til í kistuna er komið.“ Steindór Valur Reykdal Hjá Sniglunum heitir hann Júlli og er númer 225. Hvaðan Júlla- nafnið er komið er svo spurning. - Hvað finnst þér um Snigl- ana? „Hvað á manni að finnast? Mér finnst þetta auðvitað mjög gaman. Ég trúi því líka að Snigl- ar eigi eftir að lifa á meðan til eru mótorhjól. Sem hagsmunasam- tök hafa þeir ekki orðið eins sterkir og til var ætlast. Þetta er svo lítill hópur að það er sáralítið hlustað á þá á æðri stöðum.“ - Er það eins gaman og af er látið, að þeysa um á mótorhjóli? „Já. Það er það. Þetta er alveg sérstök tilfinning. Eiginlega ennþá skemmtilegri en orð fá lýst. Ég veit ekki hvað þetta er, fyrir mér er þetta, held ég, veik- leikinn fyrir frelsinu." - Hvernig eru ástamálin inn- an Sniglanna? „Þau eru mjög skrautleg, ég stunda þau ekki.“ (Svarinu fylgdi mikill hlátur.) (Innskot frá Svenna): „Ef stelpa kemur inn í hópinn (þ.e.a.s. Sniglana) og er með ein- hverjum gæjanum og svo hætta þau saman, þá er það algengt að hún fari ekkert út úr hópnum. Hún byrjar bara með næsta og er þar með alltaf í þessum hópi.“ - Er hjólið ekki mikill keppi- nautur í hjónabandinu? Og hér eru þeir allir þrír á hjólunum. Lan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.