Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 26.11.1987, Blaðsíða 3
Félagsmálastofnun Akureyrar: Tilsjónarmenn ráðnir í sérstök verkefni „Þetta er í beinu framhaldi af barnaverndarlögunum en þar er getið um tilsjónarmenn sem eitt af þeim úrræðum sem eiga að vera fyrir hendi,“ sagði Guðrún Frímannsdóttir hjá Félagsmálastofnun Akureyrar, en stofnunin hefur verið að auglýsa eftir fólki til að sinna tilsjónarstörfum með börnum og unglingum. Guðrún sagði að stofnunin hefði leitað uppi fólk í hverju einstöku tilfelli sem þurft hefði að sinna, en nú væri stefnan sú að reyna að koma upp ákveðnum kjarna fólks sem hægt væri að leita til með verkefni. Slíkt hefði m.a. verið gert í Reykjavík og gefið mjög góða raun. „Þegar við erum búin að velja úr umsækjendum munum við bjóða því fólki upp á námskeið þar sem starfið verður kynnt nánar. Síðan gerum við samning við hvern og einn um vinnutíma, Nýtt fiskverð ákveðið Yfírnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið nýtt fískverð. Verðið gildir frá 16. nóvember til 31. janúar 1988. Verðið var samþykkt með atkvæðum fulltrúa sjómanna, útgerðarmanna og annars full- trúa vinnslunnar. Það er nokk- uð svipað því verði sem hefur verið að undanförnu á frjálsum markaði. Sem dæmi má nefna að verð fyrir 2ja kílóa þorsk var ákveðið 31,42 krónur fyrir kflóið. Bjarni Lúðvíksson var á móti þessu samkomulagi og í greinar- gerð frá honum segir: „Þessi verðlagning skilur frystinguna eftir í tapi. Hún tekur þannig ekki tillit til þess að vinnslan hafi viðunandi afkomu við núverandi framleiðslukostnað og markaðs- verð.“ Árni Benediktsson, hinn fulltrúi fiskkaupenda, samþykkti verðið á þeim forsendum að ríkisstjórnin falli frá því að gera uppsafnaðan söluskatt fiskvinnsl- unnar upptækan á þessu ári og að ekki verði lagður á launaskattur á næsta ári. í yfirnefndinni eiga sæti auk Bjarna og Árna, þeir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðjón A. Krist- jánsson og Sveinn H. Hjartarson. AP laun og markmið, þannig að hér verði um markvisst starf að ræða en ekki fálmkennda íhlaupa- vinnu,“ sagði Guðrún. Hún sagði að verkefni tilsjón- armanna væru mjög breytileg og beindust að börnum, unglingum, foreldrum eða fjölskyldum í heild. Hér væri um að ræða starf sem þyrfti að inna af hendi seinnipart dags, á kvöldin eða um helgar, en vinnustundafjöldinn væri ákveðinn í upphafi tímabils- ins í samráði við hvern tilsjón- armann. Aðspurð sagðist Guðrún bæði vera með karla og konur í huga, en umsækjendur þyrftu að vera a.m.k. 20 ára. SS Kennarasamband Islands: Lagasetning getur fækkað tónlistarskólum Fundur í fulltrúaráði Kennara- sambands íslands skorar á fjármálaráðherra og Alþingi að hafna þeirri hugmynd að færa rekstur tónlistarskólanna alveg yfír á sveitarfélögin. „Fulltrúaráðið óttast að í kjöl- far slíkrar lagasetningar fækki tónlistarskólum verulega og starfsemi þeirra sem eftir standa verði skert. Til að mæta kostnaði við skólahald yrði óhjákvæmilegt að hækka námsgjöld en það gerði færri nemendum kleift að stunda tónlistarnám og hefði einnig í för með sér atvinnuleysi tónlistar- kennara. Menntamálaráðuneytið hefur nú faglega yfirstjórn skólanna undir höndum, setur námskröfur fyrir hverja kennslugrein og gef- ur út samræmdar námsskrár. Hætti ríkið fjárhagslegum stuðn- ingi við skólana slitna þeir úr tengslum við hið almenna menntakerfi. Tónlistarskólar víða um land starfa í nánum tengslum við grunnskóla og fram- haldsskóla og hafa t.d. tekið að sér kennslu í tónlistargreinum nemenda á tónlistarbraut og meta árangur annarra nemenda sem kjósa sér tónlist sem val- grein. Á íslandi hefur tónlistarlíf vax- ið og dafnað fyrir tilvist tónlistar- skólanna. Ef þessar breytingar verða og lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla felld úr gildi yrði að fara 25 ár aftur í tímann til að finna sambærilegt ástand í tónlistaruppeldi þjóðar- innar,“ segir í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði kennarasambands íslands. K. JONSSON & CO Í tilefni af 40 ára afmæli Niðursuðuverksmiðju K.Jónssonar & Co. // verðum við með sérstaka afmæliskynningu // í KEA-verslunum eingöngu. K.JÓNSSON &CO 26. nóvember 1987 - DAGUR - 3 BÖKUNAR VÖRUR Ljóma smjörlíki, 500 g 43,- Strásykur, 1 kg 16,- Finax hveiti, 2 kg 41,- Golden síróp, 500 kg . 65,- í Golclen síróp, 1 kg 110,- Hagvers kókosmjöl, 500 g i co Dansukker flórsykur, 500 g .. 17,- Dansukker dökkur púðursykur, 500 g 19,- Rússnesk jarðarberjasulta, 454 g 31,- Odense hrámarsipan, 200 g 139,- Odense konfektmarsipan, 200 g o 1 Konsum suðusúkkulaði, 200 g 127,- Mónu súkkulaðíspænir, 150 g .. 47,- HAGKAUP AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.