Dagur - 23.02.1988, Page 5
É:tóbárta88 - BXGUR - 5
Kennarar í innhverfri íhugun: Guðrún Andrésdóttir, Jón Halldór Hannesson, Rafn Valgarðsson og Ari Halldórs-
son. Auk þeirra er Sturla Sighvatsson kennari í innhverfri íhugun.
hormónum (Endocrine Society
Program, 1975) og minnkar notk-
un á áfengi og tóbaki (American
Journal of Psychiatry, 1975).
Sálfræðirannsóknir hafa og
sýnt jákvæð áhrif á ýmsum
sviðum. Nefna má minni kvíða,
þunglyndi og taugaveiklun, auk-
inn vingjarnleika, sköpunarhæfni
og sjálfsbirtingu.
Það er álit okkar hjá íslenska
íhugunarfélaginu að innhverf
íhugun sé lykillinn að forvörnum
og að ekki megi líta fram hjá
niðurstöðum rannsókna á tækn-
inni.
Maharishi Mahesh Yogi hóf að
kenna innhverfa íhugun (Trans-
cendental Meditation) fyrir 30
árum og heimsótti ísland árið
1963. Tækni hans, innhverf íhug-
un, er auðstunduð en hárnákvæm
og því eingöngu kennd af kenn-
urum sem hlotið hafa þjálfun hjá
Feðgarnir tengdu
Ijós og tæki:
Frúin fékk
raflost
'Það bar til fyrir skömmu, að
fjölskylda ein flutti í nýtt hús-
næði. Skömmu síðar fór hús-
móðirin að kvarta yfir því að
hún fengi í sig rafmagn, þegar
hún snerti sum heimilistækin.
Dag einn var hún með blautt
hárið að loknu baði. Hún tók
til við matseld og þegar hún
beygði sig yfir eldavélina,
snerti hún brúnina á eldhús-
viftunni með höfðinu með
þeim afleiðingum, að hún fékk
harkalegt raflost.
Þegar rafverktakinn var kall-
aður á staðinn til að athuga þetta
kom í ljós, að feðgunum hafði
orðið ýmislegt á við að tengja ljós
og tæki.
Eldri sonurinn hafði tengt loft-
ljósið í eldhúsinu. í loftdósinni
voru, að honum fannst, allt of
margir vírar, þar á meðal gul-
grænir jarðtengingarvírar, sem
hann losaði sundur með þeim
afleiðingum, að vifta og tenglar í
eldhúsinu misstu jarðtengingu
sína.
Faðirinn hafði meðal annars
sett kló á brauðristina, og þar
snertust tveir þræðir með þeim
afleiðingum, að jarðtengivírinn
varð spennuhafa. Þegar brauð-
ristinni var stungið f samband,
var þar með komin spenna á
jarðsnertur allra tengla, viftuna
og jarðtengdu ljósin.
Þarna hefði getað farið verr.
Það er af hinu góða, að fjölskyld-
an vinni saman og reyni að leysa
vandamálin sameiginlega. En
vissara er að fara að öllu með gát,
þar sem rafmagnið er annars
vegar.
Rafmagnseftirlit ríkisins.
Maharishi. íslenska íhugunarfé-
lagið var stofnað árið 1975 og
hafa um 2500 manns lært Inn-
hverfa íhugun. Fimm íslendingar
hafa hlotið réttindi til að kenna
innhverfa íhugun óg vonandi
verður þess ekki langt að bíða að
einhver þeirra rúmt hundrað
Akureyringa sem lært hafa íhug-
unina sæki kennaranám og stofn-
setji varanlega kennslumiðstöð
hér norðanlands.
Innhverf íhugun er iðkuð í 15-
20 mínútur tvisvar á dag. Meðan
á iðkun stendur fær líkaminn
dýpri hvíld en í svefni. Afleiðing-
in er að streita og þreyta líða úr
líkamanum og við það styrkist
hið náttúrlega ónæmiskerfi hans.
Þótt áhrif þess að iðka inn-
hverfa íhugun komi m.a. fram á
líkamanum er tæknin huglæg og
með reglulegri ástundun fara
kyrrari og máttugri svið hugans
að verða meðvituð og virkari.
Þetta skýrir niðurstöður rann-
sókna sem sýnt hafa greindar-
aukningu hjá iðkendum svo og
aukið sjálfstæði og frumleika.
Kynningarfundur um inn-
hverfa íhugun verður haldinn að
Möðruvöllum (MA) fimmtudag-
inn 25. febrúar kl. 20.30. Þar
verða áhrif innhverfrar íhugunar
á líkama og huga skýrð. Einnig
verður sagt frá nýlegum athugun-
um sem sýna bættan vinnuanda
og aukna framleiðni á vinnustöð-
um þar sem nokkur fjöldi
starfsmanna iðkar íhugunartækn-
ina. I kjölfar kynningarfundarins
verður boðið upp á stutt nám-
skeið þar sem íhugunin verður
kennd.
Galleiy snyrtívörur
afar hagstætt verð.
10% afsláttur
af jogginggöllum næstu daga.
Ódýr nærfatnaður.
Úrval af vVerslunin
eyrnalokkum. m r
Opið á MSÉWlog
laugardogum B g
frá kl. 10-16. B lil/ |f f
Sendum í póstkröfu. Sunnuhlí'ð 12, sími 22484.
Fluguhnýtíngar
Úrval af efni
og tækjum
til flugu-
hnýtinga
SÍMI
(96)21400
Harmoniku-
dansleikur
Harmonikufélag Þingeyinga heldur dansleik í
Lóni nk. laugardagskvöld 27. febrúar kl. 22.00.
Ath. Húsið opnað kl. 21.30. Síðast var uppselt
kl. 23. Mætið því tímanlega.
H.F.Þ.
Árshátíð 1988
verður haldin í samkomusal félagsins að
Bugðusíðu 1, laugardaginn 27. febrúar
1988 og hefst kl. 19.00.
Dagskrá:
1. Borðhald. Matseðill: Asparssúpa, reyktur grísakambur,
desert.
2. Skemmtiatriði.
3. Dans. Hljómsveit Birgis Arasonar leikur fyrir dansi til kl.
3 e.m.
Miðaverð kr. 1.500.-
★ Nú mæta allir ★
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 24. febrúar til
Baldurs í síma 26888 milli kl. 1 og 5.
Nefndin.
FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS
býður til ráðstefnu á Hótel KEA
FJÁRMÁL
FJÖLSKYLDUNNAR
Ráðstefna um fjármál fjölskyldunnar
verður haldin miðvikudaginn
24. febrúar n.k. á Hótel KEA.
Ráðstefnan er opin öllum þeim, sem vilja
kynna sér lífeyrismál, verðbréfaviðskipti,
meðferð sparifjár og ávöxtun þess.
Dagskrá ráðstefnunnar:
1. Ráðstefnan sett.
2. Stutt kynning.
3. Verðbréf og ávöxtun.
4. Kaffihlé.
5. Fjármál fjölskyldunnar.
6. Lífeyrir.
7. Lokaorð.
Ráðstefnustjóri: Gísli Jónsson, framkv.stj.
Framsögumenn: Gunnar Óskarsson, aðst.framkv.stj.
Fjárfestingarfélags Islands.
Valur Blomsterberg, forstm. Frjálsa
lífeyrissjóðsins.
Ráðstefnan hefst kl. 20.30 stundvíslega.
Athugið breyttan fundartíma.
Öllum er heimill aðgangur
á meðan húsrúm leyfir
Til þess að tryggja sér aðgang er hægt að skrá sig
hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar í síma 25000.
FJÁRFESriNCARFÉLACIÐ
Fjármá! þín - sérgrein okkar