Dagur - 23.02.1988, Qupperneq 6
'* 6- 4ÍDAX&UR -S Í183 febrúar 1088
Þorvaldur Jónsson og Steinar Ingimundarson.
„Ætlum okkur að
leggja ÍA að velli“
- Rætt við Leifturspiltana
Þorvald Jónsson og Steinar Ingimundarson
Þaö gekk frekar illa hjá þeim
Þorvaldi Jónssyni og Steinari
Ingimundarsyni aö komast frá
Akureyri. Þeir höfðu verið
með félögum sínum úr Leift-
ursliðinu að spila á Bautamót-
inu. Þegar þeir ætluðu að kom-
ast til Reykjavíkur með Ilugi á
sunnudagskvöldið var ófært. Á
mánudagsmorguninn var einn-
ig ófært og það var einmitt þá
sem blaðamaður Dags rakst á
þá, syfjulega og slæpta, og tók
þá tali.
- Jæja strákar, eruð þið
ánægðir með árangurinn á Bauta-
mótinu?
Þorvaldur varð tyrst fyrir
svörum: „Já, ég held að við get-
um verið svona þokkalega
ánægðir. Við höfum aldrei spilað
svona knattspyrnu áður og það
var svo sem ágætt að spila um 3.-
4. sætið.“ Steinar kinkaði kolli og
bætti við: „Helmingur af liðinu er
fyrir sunnan og helmingurinn í
Olafsfirði, þannig að við höfum
ekki haft neinn möguleika á þvf
að æfa saman. Með það í huga er
árangurinn alveg viðunandi."
- Nú er Leiftursliðið eitt
mesta spútnikliðið í íslenskri
knattspyrnu. Þið farið úr 3. deild
í þá fyrstu, haldið þið að þið get-
ið staðið undir þeim væntingum
sem til ykkar eru gerðar?
Þeir félagarnir litu hvor á ann-
an og brostu. Steinar sagði síðan:
„Það eru nú margir fyrir sunnan
búnir að segja að við fáum ekki
stig í deildinni. Þetta var nú líka
sagt við okkur fyrir 2. deildar
keppnina í fyrra, þannig að viö
látum svoleiðis svartsýnishjal
ekki hafa mikil áhrif á okkur.“
Þorvaldur hélt áfram: „Stuðning-
ur fólksins heima í Ólafsfirði er
ómetanlegur og ég er þess fullviss
að þar eigum við eftir að hala inn
mörg stig.“
- Nú er helmingur liðsins fyrir
sunnan og helmingur í Ólafsfirði.
Hvernig farið þið að því að æfa?
„Óskar Ingimundarson þjálfari
okkar býr fyrir sunnan, þannig að
hann stjórnar æfingum þar,“
sagði Þorvaldur. „Rúnar Guð-
laugsson aðstoðarþjálfari sér síð-
an um æfingarnar fyrir strákana
heima í Ólafsfirði. Þetta er nú
ekkert nýtt að helmingur liðsins
sé í skóla fyrir sunnan þannig að
þetta gengur sjálfsagt jafn vel í ár
og fyrri ár,“ bætti hann við.
- Nú fáið þið Akurnesinga
heim í fyrsta leik. Er ÍA drauma-
andstæðingur eða hefðuð þið
frekar viljað fá „veikara“ lið í
byrjun?
Leyfum Steinari að eiga loka-
orðið í viðtalinu, því blaðamað-
urinn hafði varla lokið við spurn-
inguna, þegar loksins var kallað
út í vélina: „ÍA er draumaliðið
því við ætlum að sýna að við eig-
um fullt erindi í 1. deildina og
ætlum því að leggja Skagamenn-
ina að velli í þessum fyrsta leik
Leifturs í 1. deild." Þar með voru
þeir Þorvaldur og Steinar roknir
út í vél og blaðamaðurinn rétt
náði að þakka þeim fyrir viðtalið
og óska þeim velgengni í sumar.
AP
Skipstjornarbraut Dalvíkurskóla:
í fyrsta sinn
kennt á öðru stigi
Skipstjórnarbraut hefur verið
starfrækt við Dalvíkurskóla frá
árinu 1981. Þá var tekin upp
kennsla á fyrsta stigi en
kennsla á öðru stigi var hafin í
vetur. Á hausti komanda er
vonast til að komið verði á fót
sjávarútvegsskóla á Dalvík og
kemur skipstjórnarbraut Dal-
víkurskóla þá til með að falla
undir hann en auk þess mun
verða kennt á fiskvinnslubraut
við skólann. Frá árinu 1981 er
skipstjórnarbrautinni var kom-
ið á fót hafa verið útskrifaðir
um 60 nemendur en nú í vetur
eru fleiri nemendur en nokkru
sinni fyrr við nám á fyrsta stigi
eða 20 talsins.
Fyrsta stig veitir stýrimanns-
og skipstjórnarréttindi á allt að
200 tonna skipum en annað stig
veitir ótakmörkuð réttindi á
fiskiskip og 400 tonna fraktskip.
Skipstjórnarbraut Dalvíkurskóla
er hliðstæð skipstjórnarbraut sem
starfrækt er í Vestmannaeyjum
og við Stýrimannaskólann í
Reykjavík. Ef nemendur vilja
taka þriðja stig skólans verða
þeir að fara í Stýrimannaskólann
í Reykjavík.
Frá því skipstjórnarbrautin við
Dalvíkurskóla tók til starfa hafa
að jafnaði verið um 10 nemendur
á fyrsta stigi en kennsla á öðru
stigi var tekin upp í haust. í vetur
eru alls 34 nemendur við nám, 20-
á fyrsta stigi og 14 á öðru stigi.
Einnig hefur verið starfrækt
réttindanám við Dalvíkurskóla
en það nám var á vegum mennta-
málaráðuneytis. Réttindanámið
var ætlað fyrir skipstjórnarmenn
sem starfað höfðu við skipstjórn’
á undanþágum síðustu tvö árin
áður en réttindanámið hófst. Á
10 vikna námskeiði gátu menn
fengið 80 tonna réttindi og ef tek-
ið var annað 10 vikna framhalds-
námskeið fengust réttindi á 200
tonna skip. Þetta réttindanám
sóttu aðallega menn sem verið
höfðu skipstjórar eða stýrimenn
fiskiskipa.
„Við teljum okkur hafa fækk-
að stórlega undanþágum á
fiskiskipum hér á Norðurlandi en
af þessu svæði koma nemendur
okkar aðallega. Hér við Eyja-
fjörðinn held ég að réttindaleysi
sé nánast að hverfa,“ segir Júlíus
Kristjánsson, leiðbeinandi við
skipstjórnarbraut Dalvíkurskóla.
Utgerðaraðilar á Dalvík og
Árskógsströnd hafa sýnt stofnun
Sjávarútvegsskóla á Dalvík mik-
inn áhuga og ætla að gefa sigl-
inga- og fiskileitartæki til nota
við kennsluna. Sparisjóður Svarf-
dæla hefur einnig gefið þrjár tölv-
ur til kennslu og sagði Júlíus að
þær kæmu til með að nýtast við
kennslu á öðru stigi skipstjórnar-
brautarinnar og einnig til kennslu
á fiskvinnslubraut. Búið er að
panta þessi tæki og er vonast til
að þau verði komin upp innan
tíðar.
„Við vonumst til að þegar þessi
tæki verða komin upp þá getum
við boðið skipstjórum upp á
endurhæfingarkennslu. Slík
endurhæfingarnámskeið hafa
verið haldin í Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík en þegar við
verðum búnir að koma þessum
tækjum upp þá verður deildin
fullbúin til að halda námskeið
sem þessi,“ segir Júlíus Kristjáns-
son. JÓH
Húnvetningar takið eftir
Blaðamaður Dags fyrir Húnavatnssýslur er
Frímann Hilmarsson, Húnabraut 27, Blönduósi,
sími 95-4070.
Athygli skal vakin á því að hann tekur við auglýsing-
um til birtingar í Degi.
Verð smáauglýsingar er kr. 700.- Staðgreiðsluverð kr.
580.- og verð á sömu auglýsingu sem er endurtekin
kr. 120.-