Dagur - 23.02.1988, Síða 7
3231 febrúar 198& 4 DAGUR - 7
Frá blaðamannafundinum í Amtsbókasafninu, talið frá vinstri: Ingólfur Ármannsson, skóla- og mcnningarfulltrúi,
Ágúst Berg, húsameistari, Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Þóroddur Jóhannsson, varafulltrúi í menningar-
málanefnd, Gunnar Ragnars, formaður menningarmálanefndar og Lárus Zophoníasson, amtsbókavörður. Mynd: ss
Útboð Akureyrarbæjar:
Nýbygging við
Amtsbókasafnið
- Amtsbókasafn, Héraðsskjalasafn og listadeild
Nýverið var haldinn blaða-
mannafundur í Amtsbókasafn-
inu á Akureyri í tilefni af sam-
keppni um hönnun nýbygging-
ar við safnið. Þrír dómnefnd-
armenn, þau Gunnar Ragnars,
forseti bæjarstjórnar, Sigríður
Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, og
Agúst Berg, húsameistari
Akureyrar, ásamt þeim Lárusi
Zophoníassyni, amtsbókaverði
og ritara dómnefndar, Ingólfi
Armannssyni, menningarfull-
trúa og Þóroddi Jóhannssyni,
varafulltrúa í menningarmála-
nefnd, kynntu nýútkomna
keppnislýsingu.
„Upphaf málsins er það að á
125 ára kaupstaðarafmæli Akur-
eyrar í haust var samþykkt í
bæjarstjórn að gera nýbyggingu
við Amtsbókasafnið. Þetta var
gjöf Akureyrar til sjálfrar sín á
þessum tímamótum og í fram-
haldi af því var menningarmála-
nefnd falið málið. Hún ákvað að
láta fara fram samkeppni um
þessa byggingu. Ástæðan fyrir
því að samkeppnisleiðin var farin
er sú að við teljum þetta við-
kvæman stað og viðkvæma bygg-
ingu og við töldum heppilegast
að láta fara fram samkeppni
meðal arkitekta,“ sagði Gunnar
Ragnars í upphafi fundarins.
Þar með hefur samkeppnin
verið auglýst og skilafrestur er til
18. maí. Dómnefnd áætlar að
úrvinnslu verði lokið í júní og
úrslitin liggi þá fyrir. Aðspurður
sagðist Gunnar ekkert geta sagt
um framkvæmdahraða, hann yrði
að ráðast af efnum og aðstæðum
hverju sinni. Á þessu ári er
t.a.m. gert ráð fyrir 3 milljónum í
hönnunarkostnað, en verðlaun í
samkeppninni nema 1,3 milljón-
um króna.
Hlutverk nýja
hússins þríþætt
Lóð Amtsbókasafnsins á horni
Brekkugötu og Oddeyrargötu er
á mörkum miðbæjarskipulagsins.
Keppendur fá uppdrátt af lóðar-
mörkum og er ætlast til að þeir
skipuleggi lóð, s.s. aðkomuleiðir,
bílastæði o.s.frv. Mikill halli er á
lóðinni að Brekkugötu og þétt
byggð í kring og því er mikilvægt
að ný bygging falli vel að lands-
lagi og núverandi byggingu.
Við norðausturhlið Amtsbóka-
safnsins standa tvö illa farin 70
ára gömul silfurreynitré. Lífaldur
silfurreynis á íslandi er 70-100 ár
og þurfa keppendur ekki að taka
tillit til trjánna. Gert er ráð fyrir
að húsið Brekkugata 21 víki af
lóðinni. Keppendur þurfa því
ekki að taka tillit til þess í tillög-
um sínum. En hvert er hlutverk
nýrrar byggingar?
„Hlutverk nýja hússins er í
megindráttum þríþætt. í fyrsta
lagi þarf Amtsbókasafnið sjálft
meira húsrými og það er gert ráð
fyrir því að það fái nýtt og stærra
húsnæði í þessari byggingu, ekki
síst með tilliti til geymslurýmis
fyrir bækur, skjöl og muni. Ánn-
ar liðurinn er Héraðsskjalasafnið
sem er hér líka þótt við tölum
alltaf um Amtsbókasafn. Það er
gert ráð fyrir að Héraðsskjala-
safnið fái aukið húsrými og
geymslupláss í þessari nýbygg-
ingu. í þriðja lagi hefur það löng-
um verið í umræðunni á Akur-
eyri að hér vantaði aðstöðu fyrir
ýmsa menningarviðburði, s.s.
málverkasýningar og minni tón-
leika, og um það hefur verið rætt
allt frá því hugmyndin að nýbygg-
ingunni kom upp, að slá tvær
flugur í einu höggi. Bæta aðstöðu
safnanna og skapa aðstöðu fyrir
menningarstarfsemi," sagði
Gunnar Ragnars.
Myndlistarsalur og
fjölnýtisalur
Lítum þá á stærð og skipan
nýbyggingarinnar. Nettóflatarmál
er 1.225 fermetrar og skiptist á
eftirfarandi hátt: Amtsbókasafn
300 m , Héraðsskjalasafn 315
m , listadeild 390 m\ forsalur og
almennt húsrými 200 m og að-
staða starfsfóiks 20 m\
Listadeildin skiptist að mestu í
tvennt: Myndlistarsal og fjölnýti-
sal. Þá er gert ráð fyrir málverka-
geymslu, aðstöðu fyrir umsjón-
armann listasafns, vinnuaðstöðu
fyrir sýningar, fundaherbergi,
aðstöðu fyrir tæknifólk og
geymslu fyrir leikmuni, hljóðfæri
o.fl.
í bæklingi sem Akureyrarbær
gaf út um samkeppnina segir
eftirfarandi um listadeildina:
„Jafnframt auknu húsrými fyrir
söfnin á að vera í nýbyggingunni
aðstaða fyrir fjölbreytta menn-
ingarstarfsemi. í forsal bygging-
arinnar, í tengslum við sali, skal
gera ráð fyrir minniháttar mót-
tökum bæjarstjórnar.
Tveir salir skulu vera í húsinu.
Annar þeirra er eingöngu hugs-
aður sem myndlistarsalur, en
hinn sem fjölnýtisalur fyrir
tónlist, leikflutning, fyrirlestra
o.þ.h. Æskilegt er að sameina
megi salina í einn, ásamt forsal,
ef þörf krefur.
I tengslum við myndlistarsal
mun listasafn bæjarins hafa mið-
stöð sína. Gera þarf ráð fyrir
málverkageymslu, aðstöðu fyrir
umsjónarmann listasafns (list-
ráðunaut) og geymslu fyrir
umbúðir og vinnuaðstöðu vegna
listsýninga.
í tengslum við fjölnýtisal skal
gera ráð fyrir herbergi sem nýtist
fyrir fundi, en jafnframt sem
aðstaða fyrir tónlistarmenn,
leikara og aðra flytjendur. Þar
skal vera snyrtiherbergi. Reikna
þarf með aðstöðu fyrir tæknifólk
vegna Ijósa, hljóðupptöku
o.þ.h., ásamt geymslu fyrir leik-
muni, tónflutningstæki o.fl."
Nauðsynlegar úrbætur
Um eða fyrir 100 ára kaupstaðar-
afmæli Akureyrar 1962 var tekin
ákvörðun um byggingu Amts-
bókásafns á horni Brekkugötu og
Oddeyrargötu. Þá var orðið mjög
þröngt um bókasafnið og Hér-
aðsskjalasafnið og því ákvcðið að
ráðast í hina tilkomumiklu bygg-
ingu sem sett hefur svip á bæinn.
Hún var tekin í notkun árið 1968
og hefur því hýst söfnin og starf-
sem þeirn tengda í 20 ár, en
fyrir nokkrum árum fór að bera á
plássleysi sem hefur verið höfuð-
verkur síðan. Á næstu áruni má
búast við að nýbyggingin rísi og
leysi þetta vandamál, auk þess
sem hún mun bæta aðstöðu til
menningarstarfsemi í bænum og
er það vel. SS
Aukaefni
eða eitur
Vegna fréttar í Helgarpóstin-
um um „Eiturát ísiendinga“,
sem birtist í blaðinu fimmtu-
daginn 11. 02. 1988, vill Holl-
ustuvernd ríkisins koma með
eftirfarandi athugasemdir.
1. Samkvæmt upplýsingum frá
franska sendiráðinu, verður
að telja þau gögn sem Helg-
arpósturinn notar sem heimild
fyrir fréttinni fölsuð.
2. Fréttamaður Helgarpóstsins,
Freyr Þormóðsson, ræddi við
starfsmann Hollustuverndar
ríkisins varðandi reglur um
notkun aukaefna hér á landi
og eftirlit með notkun þeirra.
Efnisleg atriði varðandi til-
greind aukaefni í þeirri
skýrslu sem fréttamaður hafði
undir höndum voru ekki
rædd, en fram kom að það
væri skýrsla frá frönsku há-
skólasjúkrahúsi í Chaumont.
Starfsmaður Hollustuverndar
ríkisins tjáði þá fréttamannin-
um að stofnunin hefði áður
t'engið fyrirspurnir um auka-
efni vegna upplýsinga sem
fram kæmu í skýrslu frá
frönsku sjúkrahúsi. Var
fréttamanni bent á, að ef um
sömu skýrslu væri að ræða. þá
kæmu þar fram upplýsingar
sem væru rangar. Meðal ann-
ars var bent á að þar væru
skaðlaus efni talin til efna seni
gætu verið krabbameinsvaid-
andi.
3. Stofnunin hefði talið eðlilegt,
sbr. framanritað, að frétta-
maður Helgarpóstsins hefði
aflað sér gagna um réttmæti
þeirra upplýsinga sem fram
koma í áðurnefndri skýrslu.
Frétt Helgarpóstsins getur
augljóslega valdið neytcndum
óþarfa áhyggjum og söluaðil-
um og framleiðendum ómæld-
um skaða. Því er brýnt að
athugasemdir þessar komist á
framfæri eins fljótt og auðið er
og verður að átelja vinnu-
brögð af þessu tagi.
Vísitala
byggingar-
kostnaöar
Hagstofan hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi í febrúar 1988.
Reyndist hún vera 107,3 stig,
eða 0,09% lægrí en í janúar
(júní 1987=100). Þessi vísitala
gildir fyrir mars 1988. Sam-
svarandi vísitala miðuð við
eldri grunn (desember
1982=100) er 343 stig.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 15,3%.
Breytingar á tollalögum og lög-
um um vörugjald, sem tóku gildi
um áramótin, leiddu samtals til
um 0,4% lækkunar byggingar-
vísitölunnar frá janúar til febrú-
ar. Þar má t.d. nefna, að verð-
lækkun á raflagnaefni olli tæp-
lega 0,2% lækkun á byggingar-
vísitölu. Á móti þessu kemur, að
ýmsir vöru- og þjónustuliðir
höfðu í för með sér 0,3% hækkun
vísitölunnar, þar af um 0,1%
vegna hækkunar leigu fyrir bygg-
ingarmót.
Þess má að lokum geta, að
verðlækkunaráhrif vegna breyt-
ingar á tollalögum og lögum um
vörugjald munu að mestu leyti
komin fram í byggingarvísitöl-
unni í febrúar.
%
0
Hvar á nýbyggingin að rísa? Það munu keppendur ákveða.