Dagur - 23.02.1988, Side 16

Dagur - 23.02.1988, Side 16
KONTRA skrifstofuhúsgögn með ótal réttar lausnir. Hönnuður: Valdimar Harðarson. (Höfundur verðlaunastólsins Sóleyjar) Framleiðandi: 3K. Kontra skrifstofuhúsgögnin í allar skrifstofur. Sýningarbás á staðnum. Hrísalundi 5 Kjallara Stúdentagarðar á Akureyri: „Erum að tala um raun- hæft dæmi“ - segir Guðmundur Stefánsson formaður Skjaldar Skjöldur, félag áhugamanna um Háskólann á Akureyri, var stofnað í gamla Iðnskólahús- inu sl. laugardag. Rúmlega 30 manns mættu á stofnfundinn og þar var kjörin 9 manna stjórn og lög iclagsins samþykkt. Þar segir: „Tilgang- ur félagsins er að efla og styrkja Háskólann á Akureyri og vinna að því að reisa stúdenta- garða sem síðar verða afhentir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri.“ Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ístess, var kjörinn forntaður Skjaldar. Aðrir í stjórn eru: Halldór Blöndal, Margrét Tómasdóttir, Tómas Ingi Olrich, Gunnar Karlsson, Erna Indriða- dóttir, Þórir Sigurðsson, Por- björn Jónsson og Helgi Bergs. Guðmundur sagði að Skjöldur væri undirbúningsfélag, fyrsta verkefnið væri að koma á fót stúdentagörðum sem sjálfseign- arstofnun, með sama sniði og Félagsstofnun stúdenta í Reykja- vík, myndi síðan fá til eignar og annast reksturinn. Hann sagði félagið myndi sinna fleiri verkefnum sem til féllu, en um skeið hefur það undirbúið stofnun stúdenta- garða. Félagið hefur augastað á tveimur efstu hæðum hússins að Glerárgötu 26 í því sambandi og Húsnæðisstofnun hefur tekið vel í erindi þeirra. „Við erum að tala um raunhæft dærni og vonandi verður fljótlega ráðist í að kaupa húsnæði," sagði Guðmundur. SS Stjarnan FM 104 á Akureyri „Við ætlum okkur að sinna hlustendum á Akureyri mjög vel, það er engin hætta á ööru,“ sagði Ólafur Hauksson, útvarpsstjóri Stjörnunnar. I dag munu útsendingar Stjörn- unnar heyrast á Akureyri og nágrenni á FM 104, ef engar tæknilegar hindranir verða. „Við vörpum okkur í faðm Akureyringa og vonandi verður okkur vel tekið,“ sagði Ólafur, en undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu sendis og teng- ingu við kerfi Pósts og síma á Akureyri. Loftnet og sendir Stjörnunnar verða á þaki Barna- skóla Akureyrar, eins og sendir Bylgjunnar. „Við álíturn að Stjarnan kynni sig sjálf hvað auglýsingar snertir. Við höfum mjög góð tengsl við allt hlustendasvæði okkar, þaö hefur einkennt Stjörnuna frá því hún hóf útsendingar í júní,“ sagði Ólafur Hauksson. EHB Úrsögn hestamanna úr LH: „Veröur að vera hægt að tala saman“ - segir formaður LH „Vissulega veikir það sam- bandið þegar menn geta ekki starfað saman í félagsskap,“ sagði Leifur Kr. Jóhannesson formaður LH í samtali við Dag þegar hann var inntur álits á því að öll eyfirsku hesta- mannafélögin hafa sagt sig úr LH. „En menn leysa ekki slík mál með því að standa utan félagsskaparins og enn síður með hótunum. Eftir þeim fréttum sem nú berast, virðast félögin ekki lengur tilbúin til viðræðna um framtíðarlausn og er það þeirra ákvörðun.“ Leifur sagði alvarlegt að full- trúar eyfirsku félaganna skyldu ganga út af síðasta þingi. „Pað verður að vera hægt að tala sam- an til að komast að niðurstöðu en því miður hefur tónninn sem komið hefur úr þessari átt verið neikvæður. Nú er boltinn hjá þeim, því við höfum stungið upp á því að menn úr öllum lands- hlutum komi saman, ræði málin og reyni að finna lausn. Petta er í raun ekki eingöngu mál Norð- lendinga, því landsmót er mót fyrir allt landið. Ákvörðun unt landsmótsstað var tekin af stjórn LH samkvæmt fyrirmælum landsþings. Tvívegis hafði verið samþykkt á ársþingi að stjórnin tæki þessa ákvörðun. Vegna ágreinings við eyfirsku hestamannafélögin var málið lagt fyrir síðasta ársþing til umfjöllun- ar. Þingið vildi ekki breyta ákvörðun stjórnarinnar og undu eyfirsku félögin því ekki og vilja ekki vinna innan samtakanna nema að fá landsmótið 1990. Þeir eru einir um þetta og er það óvenjulegt og afar torskilið í félagsskap,“ sagði Leifur að lokum. VG Akureyri: Níu metra hátt útilistaverk - Skiptar skoðanir um staðsetningu og umfang Bæjaryfirvöld á Akureyri ákváöu fyrir nokkru aö minn- ast 100 ára afmælis KEA meö því að láta reisa útilistaverk gegnt aðalstöðvum kaupfélags- ins á mótum Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis. Leitað var til Jóns Gunnars Arnasonar myndhöggvara í Reykjavík og nú er Ijóst að listaverkið verð- ur 9 metrar á hæð, staðsett viö suðurenda göngugötunnar. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um staðsetningu og umfang verksins, en þessi staðsetning mun hafa verið ákveðin um leið og bæjaryfirvöld samþykktu að ráðast í listaverkakaupin. Að sögn Finns Birgissonar skipulags- stjóra lágu ekki fyrir neinar upp- lýsingar um hvers konar verk þarna ætti að reisa þegar stað- setningin var ákveðin. „Fyrstu hugmyndir listamanns- ins voru lágt verk, en umfangs- mikið að flatarmáli. Hann kallaði það umhverfislistaverk. Ég veit hins vegar ekki hvers vegna þær hugmyndir breyttust og niður- staðan varð 9 metra hátt lista- verk,“ sagði Finnur. Þegar göngugatan var skipu- lögð var ekki gert ráð fyrir mann- virki af neinu tagi við suðurenda hennar og Finnur sagðist hafa lát- ið í ljós efasemdir um að staður- inn myndi hæfa listaverkinu og listaverkið staðnum. Hann sagöi að gömlu húsin við austanverða götuna, t.d. París, væru 8-9 metra há en kaupfélagshúsið öllu hærra. Útilistaverkið kemur því til með að vera ansi áberandi í hjarta Miðbæjarins og menn hafa velt því fyrir sér hvort það loki ekki fyrir útsýni úr mörgum verslunum svo og hvort börn muni nota verkið sem klifurgrind nteð tilheyrandi slysahættu. SS Styrkur stólpi í hringiðu mannlífsins. Mynd: TLV Bíræfnir þjófar á Stela hjólkoppum Hjólkoppaþjófar hafa verið á ferðinni á Bifreiðarverkstæði Sigurdar Valdi- marssonar. Mynd: ehb ferð á Akureyri: og þurrkublöðum „Við verðum að taka alla hjólkoppa af bílum, sem standa hérna fyrir utan, því annars er þeim stolið,“ sagði Sigurður Valdimarsson, en undanfarna mánuði hefur tölu- vert borið á því að lauslegum hlutum eins og þurrkublöðum og hjólkoppum væri stolið af nýjum bílum, sem standa fyrir utan Bifreiðaverkstæði Sigurð- ar Valdimarssonar að Óseyri 5 á Akureyri. Sigurður sagði, að vegna tíðra þjófnaða og jafnvel innbrota í og við bílaverkstæðið hefði hann leitað til öryggisþjónustunnar Securitas, og væru þeir með tölu- vert stranga gæslu í og við húsið. Öryggisverðir kæmu 3-4 sinnum fyrir miðnætti og a.m.k. jafnoft eftir miðnætti, færu inn í húsið og huguðu að mannaferðum á lóð- inni. Þrátt fyrir þetta tekst mönn- um að stela hjólkoppum og þurrkublöðum af bílunum, ef slíkt er ekki tekið inn. „Við höfum ekki pláss fyrir alla bílana hérna inni, og því verðum við að geyma þá á lóð- inni. En ég hef þá skoðun að hér séu fullorðnir menn á ferðinni, en ekki einhverjir krakkar," sagði Sigurður. Hjólkopparnir, sem um er að ræða, passa aðeins á Subaru og Nissan-bifreiðir. Það er furðuleg bíræfni að fullorðnir viti bornir menn steli hlutum á þennan hátt, og að ekki sé hægt að skilja bíla íftir nema hjólkoppalausa á almannafæri. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.