Dagur - 18.04.1988, Side 1
Menntaskólinn á Akureyri:
Allt frosið
í Útgarði
Útgarður, skáli Menntaskól-
ans á Akureyri í Yaðlaheiði,
hefur verið lokaður frá því í
lok febrúar. Þar er allt frosið
sem frosið getur að heita má,
vatnið frosið í leiðslunum og
allt fast í rotþrónni þannig að
ekki hefur verið hægt að nota
salerni í skálanum. Af heil-
brigðis- og mannúðarástæðum
var Útgarði því lokað.
„Það er metri ofan á rotþróna
og þegar jörð er frosin þýðir ekki
annað en fara með loftpressu
á staðinn en því var ekki við
komið, auk þess sem hér er um
kostnaðarsamar framkvæmdir að
ræða. Við verðum því að bíða
eftir því að frost fari úr jörðu en
ég taldi ekki forsvaranlegt að
hafa skálann opinn við þessar
aðstæður,“ sagði Jóhann Sigur-
jónsson skólameistari.
Menntaskólanemar hafa feng-
ið tveggja daga frí á vorönn til
þess að fara í skálaferð en ekki
verður um frekari ferðalög að
ræða á þessu misseri. Jóhann
sagði þó að stuttar útivistarferðir
í góðu veðri gætu komið í staðinn
fyrir þetta frí. Skálinn hefur auk
þess verið notaður talsvert á
haustönn, en þá ekki á skóla-
tíma. Yfir sumartímann er hann
hins vegar mannlaus og þegar sal-
erni eru ekki notuð hafa skapast
erfiðleikar þegar frysta tekur, þó
aldrei neitt í líkingu við ástandið
eins og það er núna í skálanum.
SS
Vegagerð bóndans á Siglunesi:
Kemur á borð bæjar-
stjómar í maí
„Ég á von á því að eitthvað fari
að gerast í málinu nú alveg á
næstunni og það muni jafnvel
taka óvænta stefnu. Nei! Ég
hef nú ekki miklar áhyggjur út
af þessum undirskriftalista, held
að það sé heldur ómerkilegt
plagg þegar á því er að fínna
nöfn barna allt niður í 11 ára.
En málið er á viðkvæmu stigi
og ég vil ekki tjá mig frekar,“
sagði Stefán Einarsson bóndi á
Siglunesi í samtali við Dag.
I vetur barst bæjarstjórn Siglu-
Sæluvikan
fór vel í fólk
fjarðar listi með undirskriftum 178
aðila, bæði Siglfirðinga og burt-
fluttra. Þar er vegarlagningunni
frá Siglunesi til bæjarins
mótmælt.
Á sl. hausti var samþykkt að
taka landsvæðið austan Siglu-
fjarðar, þar sem Stefán bóndi á
Siglunesi fyrirhugar vegagerð
sína, til aðalskipulags Siglufjarð-
arkaupstaðar. Að sögn Isaks
Ólafssonar bæjarstjóra er málið
nú hjá bæjartæknifræðingi og
byggingar- og skipulagsnefnd til
umfjöllunar. Bárust 7 eða 8
athugasemdir þegar skipulagstil-
lagan var auglýst og á Isak ekki
von á að málið verði komið á
borð bæjarstjórnar að nýju fyrr
en í fyrsta lagi um 10. maí nk.
-þá
:: - ■
|j|j(
llilill
■
1181!!!
: •
Mynd: TLV
Guðrún H. Krístjánsdóttir varð þrefaldur íslandsmeistari á Skíðamóti íslands.
Skíðamóti íslands lauk á Akureyri í gær:
Veðurguðimir settu marií
sitt á mótshaldið
Keppni á 50. Skíðalandsmóti
íslands lauk í Illíðarfjalli við
Akureyri í gær. Mótið var sett
í Akureyrarkirkju á fímmtu-
dagskvöld en keppni hófst á
föstudag og stóð linnulaust þar
til seinni partinn í gær. Kepp-
endur voru um 60 talsins og
komu víðs vegar af landinu.
Veðurguðirnir settu mark sitt á
mótshaldið og komu m.a. í veg
fyrir að keppni gæti hafist á
fimmtudag eins og til stóð. Ekki
var hægt að keppa í göngu þá og
keppni í alpagreinum sem hefjast
átti á föstudag, varð einnig að
fresta um einn dag. Engu að síð-
ur tókst að ljúka mótinu í gær en
þá var keppt í boðgöngu, nor-
rænni tvíkeppni, stökki, alpa-
greinum og samhliðasvigi.
Mótiö þótti þó hafa tekist mjög
vel en því lauk með verðlaunaaf-
hendingu og lokahófi í Sjallanum
í gærkvöld. KK
Siglufjörður:
Skemmdir af völdum snjóflóða
- borhola í Skútudal óvirk eftir snjófióð
Sæluviku Skagfírðinga lauk
um helgina. Mikill fjöldi fólks
sótti danslciki í héraðinu á
laugardagskvöld, en þá var
dansað í 3 húsum á Sauðár-
króki og í Miðgarði í Varma-
hlíð.
Að sögn lögreglunnar á Sauð-
árkróki fóru Sæluvikuskemmtan-
irnar hið besta fram og var helgin
ekkert frábrugðin venjulegri
helgi þó svo að mikið líf væri í
bænum. Veður hefur verið gott
síðustu daga en kalt, þangað til í
gær að sólin braust fram á nýjan
leik eftir að hafa verið víðs fjarri
um nokkurt skeið. Algjörlega
snjólaust er nú í vestanverðum
Skagafirði og hafa vegfarendur
sem komið hafa vesturfyrir
Tröllaskaga haft á orði, að þaðsé
eins og að koma í aðra veröld.
-þá
Nokkur snjóflóð hafa fallið á
Siglufírði um og fyrir helgina
en flest þeirra án þess að
skemmdir hafí hiotist af. Þó
er ein borhola Hitaveitu
Siglufjarðar óvirk eftir að
snjóflóð féll á hana aðfara-
nótt föstudags og einnig féll
flóð á skíðalyfturnar í Hóls-
dal og fór önnur lyftan með
fíóðinu niður á jafnsléttu.
Mikil snjókoma var á Siglu-
firði fyrir helgina eins og annars
staðar á Norðausturlandi. Á
laugardaginn þegar óveðrið
gekk niður var farið upp í
Skútudal þar sem borholur hita-
veitunnar eru og kom þá í ljós
að flóð hafði fallið á eina holu
veitunnar. Timburskúr var yfir
holunni sem lagðist saman undan
flóðinu og þak hans barst nokk-
ur hundruð metra í burtu. Dæla
sem var á holunni brotnaði af
og er því holan óvirk. Þetta var
ein af þremur holum hitaveit-
unnar sem var virkjuð en hinar
holurnar tvær sluppu við
skemmdir. Ekki verður hægt að
huga að viðgerð á holunni fyrr
en í vor þegar snjóa leysir þar
sem erfitt er að koma tækjum
upp í Skútudal. Talið er að hol-
urnar tvær sem nú eru virkar
geti annað eftirspurn eftir heitu
vatni þótt hugsanlega verði að
spara vatn á mestu álagstímum.
Vestanmegin í Hólshyrnu féll
einnig snjóflóð aðfaranótt
föstudagsi Flóðið féll á tvær
skíðalyftur og bognuðu efstu
tvö möstur stærri lyftunnar en
hin lyftan, sem er ekki á steypt-
um möstrum, fór í heilu lagi
niður á jafnsléttu. Ljóst er að
hér er um töluverðar skemmdir
að ræða.
Þegar haft var samband til
Siglufjarðar undir kvöld í gær
höfðu að minnsta kosti 8 snjó-
flóð fallið en aðrar skemmdir
ekki orðið á mannvirkjum. JÓH