Dagur - 18.04.1988, Page 10

Dagur - 18.04.1988, Page 10
10 - DAGUR - 18. apríl 1988 Aðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni veröur haldinn að Bjargi, Bugöusíöu 1, þriðjud. 26. apríl kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landssambandsþing. Önnur mál. Mætum vel - Kaffiveitingar. Stjórnin. Flug/siglmg - bffl 1988 - fjölmargir möguleikar - Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggjast ferðast um Evrópu. 1. Undirbúningur feröar. 2. Fjárhagsáætlun. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæöi á umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeið verður haldið laugardaginn 23. apríl á Hótel KEA, Akureyri kl. 10.30-16.00. Upplýsingar veittar, ásamt innritun á Ferðaskrifstofu Akureyrar, sími 96-25000. FLUCLEIDIR FRI Ferðaskrifstofa ríkisins Námskeiðið er haldið í samráði við Umferðarráð. V J Nauðungaruppboð á fasteigninni Hamragerði 6, Akureyri, þingl. eigandi Árni Jónsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. apríl '88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Bæjar- sjóður Akureyrar. Bæjarfogetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Faxaborg 5, Hesthús, Akureyri, talinn eigandi Þorsteinn Björnsson; fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. apríl '88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Þormóðsson hdl. og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lækjargötu 3, e.h. Akureyri, þingl. eigandi Ragnheiður Pálsdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. apríl '88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kaupvangsstræti 21, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Rafsegull hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 22. apríl '88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar cg innheimtu- maður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri. íþróftir Leikið um sæti í úrvaisdeiid: Þórsurum tókst ekki að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild að ári, er þeir mættu Stúdentum tvívegis á Akureyri um helgina í auka- keppni um sætið. Þórsarar unnu fyrri leikinn sem fram fór í Höliinni á laugardagskvöld en í gær er Iiðin mættust í Skemmunni, snéru Stúdentar dæminu við og sigruðu. Liðin þurfa því að mætast í þriðja leiknum í vikunni og fer hann fram í Reykjavík. Liðið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum leikur í úrvalsdeild að ári og því eiga Þórsarar erfiðan leik á útivelli fyrir höndum. Stúdent- ar höfnuðu í öðru sæti 1. deildar en Þórsarar urðu næst neðstir í úrvalsdeild í vetur. í fyrri leiknum á laugardags- kvöld, sem var afspyrnuslakur, náðu Þórsarar strax undirtökun- um og höfðu 15 stiga forystu í leikhléi, 43:28. í síðari hálfleik minnkuðu gestirnir fljótlega muninn og síðustu 10 mín. leiks- ins var hann oftast 4 stig. En Þórsarar voru sterkari í lokin og sigruðu 90:81. í leiknum í gær var jafnræði með liðunum framan af fyrri hálf- leik og jafnt nánast á öllum tölum. En í lokin náðu Þórsarar að komast yfir og Ieiddu 37:31 í leikhléi. Þórsarar höfðu 2 stiga forystu nánast allan seinni hálf- leikinn og þegar skammt var til leiksloka var staðan 61:59. En í lokin skoruðu Stúdentar 6 stig á móti 1 stigi Þórsara og sigruðu í leiknum 65:62. Leikurinn í gær var einnig mjög lélegur og víst er að Þórsar- ar þurfa heldur betur að taka sig saman í andlitinu fyrir þriðja leikinn, ef ekki á illa að fara. Leikir Þórs og ÍS um helgina voru lítið augnayndi. Þessi mynd er úr fyrri hálfleiknum á laugardagskvöld. Mynd: gb Þór og ÍS þurfa að mætast í þriðja sinn - Liðin unnu sinn ieikinn hvort á Akureyri um heigina Rugl á Wembley - Forest sigraði á afmælismótinu - Tranmere kom á óvart - Rislítil afmælishátíð Vegna 100 ára afmælis enska knattspyrnusambandsins voru engir deildaleikir um helgina, en sambandið hélt knatt- spyrnumót á Wembley. 16 félög tóku þátt í mótinu eftir að hafa unnið sér rétt til þátt- töku með góðri frammistöðu í deildarleikjum á ákveðnu tímabili fyrr í vetur. Á laugar- dag fóru fram tvær umferðir, leiktími 2x20 mín. og víta- spyrnukeppni ef um jafntefli var að ræða. Óvænt úrslit urðu strax í 1. umferð, Liverpool gerði marka- laust jafntefli gegn Newcastle, en Nigel Clough og félagar hjá Forest urðu sigurvegarar á afmælismótinu á Wembley um helgina. í vítaspyrnukeppninni mistókst Steve McMahon að skora fyrir liðið sem þar með féll úr keppni. Wimbledon sem leikur til úrslita gegn Liverpool í FA-bikarnum féll einnig úr í 1. umferð og það gegn 4. deildarliði Tranmere. Eina mark leiksins skoraði Dave Martindale með skoti í stöng og inn á 27. mín. Nottingham For. sigraði Leeds Utd. auðveldlega með mörkum Franz Carr á 6. mín. eftir þvögu, Stuart Pearce úr vítaspyrnu eftir brot á Nigel Clough og rétt fyrir lokin braust Pearce í gegn og renndi boltanum til Gary Parker sem gerði þriðja mark liðsins. 2. deildar liðin Blackburn og Áston Villa gerðu markalaust jafntefli, en Villa komst áfram eftir sigur í vítakeppni. Everton komst áfram eftir vítakeppni gegn 4. deildarliði Wolves, Wayne Clarke skoraði fyrst fyrir Everton en Robert Dennison jafnaði síðan með glæsilegu marki fyrir Wolves, en það dugði ekki því Everton hafði betri vítaskyttur og sigraði. Manchester Utd. sigraði Luton, Wigan úr 3. deild sigraði Sunderland annað 3. deildarlið og Sheffield Wed. hafði betur gegn Crystal Palace. Allir þessir leikir í 1. umferð. í 2. umferð kom Tranmere enn á óvart og sigraði lið Newcastle 2:0. Leik Aston Villa og Notting- ham For. lauk 0:0, en Forest sigr- aði í vítakeppni. Everton féll fyr- ir Manchester Utd. þar sem Steve Bruce gerði eina mark leiksins og loks sigraði Sheffield Wed. Wigan. Undanúrslitin og úrslitaleikur- inn sjálfur fóru síðan fram á sunnudeginum og var leiktíminn þá 2x30 mín. Tranmere náði tví- vegis forystunni gegn Notting- ham For. Ian Muir var að verki í bæði skiptin, en Nigel Clough og Franz Carr jöfnuðu jafnharðan fyrir Forest. I vítakeppninni var það síðan Muir sem mistókst að skora fyrir Tranmere sem þar með féll úr keppninni. Lið Tran- mere var talið leika besta fótbolt- ann í mótinu og eina liðið sem komst vel frá leikjunum. Liðið getur líka vel við unað þar sem verðlaun þess námu f 30.000. Sheffield Wed. sló síðan út lið Manchester Utd. eftir að Utd. hafði náð forystu, Mel Sterland jafnaði út víti og Colin West skoraði síðan sigurmarkið. Úrslitaleikurinn sjálfur milli Nottingham For. og Sheffield Wed. var mjög slakur og lauk honum án þess að mark væri skorað, en Forest hafði betur í vítakeppni og sigraði 3:2. Áhorf- endur púuðu á leikmenn liðanna sem ekki virtust nenna að leggja sig fram í leiknum og keppniri öll hin lélegasta. Gefið var upp að samtals hefðu um 60.000 áhorf- endur komið á Wembley, en þó voru aldrei fleiri en 10.000 á staðnum í einu og mun færri á sjálfum úrslitaleiknum. Þ.L.A.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.