Dagur - 18.04.1988, Page 16
mm
Akureyri, mánudagur 18. aprfl 1988
TEKJUBREF■ KJAR4BRÉF
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
TJARFESTINGARFEIAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Afurðir mjólkurkúa:
Síðasta ár
sló öll met
Afurðir eftir hverja kú á Is-
landi hafa aldrei verið meiri en
á síðasta ári. Hver mjólkurkýr
skilaði að meðaltali 50 kg
meira en árið áður en át á
sama tíma 20 kg minna af
kjarnfóðri. Afurðir eftir
íslenskar mjólkurkýr hafa auk-
ist á síðustu árum og voru á
síðasta ári 6% meiri en 1980.
Starfsmenn Búnaðarfélags
íslands hafa nú unnið úr skýrsl-
um nautgriparæktarfélaga bænda
fyrir árið 1987. Skýrslufærðar erú
um 60% af mjólkurkúm lands-
manna og samkvæmt útreikning-
um eru afurðir eftir hverja-kú að
meðaltali 3986 kg.
Skýringar á vaxandi afurðum
kúnna eru m.a. kynbætur á stofn-
inum, gott skýrsluhald, nákvæm-
ari meðhöndlun gripa og bætt
heyverkun. Á sama tíma og
afurðir eftir hverja kú aukast,
minnkar kjarnfóðurgjöf. Kjarn-
fóðurgjöf á árskú árið ,1983 var
að meðaltali 807 kg en hefur
minnkað niður í 532 kg á árskú
árið 1987. Þetta þýðir 34% minni
kjarnfóðurgjöf á þessum tíma.
Flestir skýrsluhaldarar meðal
kúabænda eru í Eyjafirði eða 162
en næstflestir eru í Árnessýslu
eða 152. Stærstu mjólkurbúin eru
í Eyjafirði með að meðaltali 27,3
árskýr en í Árnessýslu eru aö
meðaltali 27 árskýr á hverju búi.
JÓH
Akureyri og Húsavík:
Aðalskoðun
bifreiða
gengur
bærilega
Aðalskoðun bifreiða fer nú
fram bæði á Akureyri og á
Húsavík. Þetta er annatími hjá
Bifreiðaeftirliti ríkisins, en
bifreiðaeftirlitsmenn þurfa að
skoða þúsundir bíla á nokkrum
mánuðum.
Á Húsavík hófst aðalskoðun
bifreiða 22. febrúar, og lýkur
henni 29. apríl. Skoðun hefur
gengið vel, ef frá eru taldir
nokkrir dagar þar sem hún hefur
fallið niður vegna veðurs.
Sigurður Indriðason, fulltrúi
hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins á
Akureyri, sagði að aðalskoðun
hefði hafist 5. apríl, og er reiknað
með að henni ljúki 10. júní. Á
Dalvík verður skoðað frá 13. til
15. júní, en að því loknu munu
bifreiðaeftirlitsmenn fara til
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar til að
skoða vélknúin ökutæki. Um
þessar mundir er búið að skoða
númer upp að A-2700 á Akur-
Póstur og sími:
Hluti fjölskyldunnar í Stórugröf í heimsókn á fæðingardcildinni á Sauðárkróki, á 20 ára hjúskaparafmælisdegi
Guðrúnar og Sigfúsar.
„Það er kvóti á öllu
nema bameignum"
- segir húsfreyjan í Stórugröf eftir að hafa átt 9. barnið
„Nei okkar bú telst nú ekki
stórt. Því það er kvóti á öllu í
dag, nema barneignum,“
sagði Guðrún Gunnsteins-
dóttir húsfreyja í Stórugröf
syðri í Skagafirði sem á
þriðjudagskvöldið síðasta
eignaðist sitt 9. barn, 13
marka stúlkubarn. Það mun-
aði ekki miklu að barnið
fæddist á 20 ára hjú-
skaparafmæli þeirra hjón-
anna Guðrúnar og Sigfúsar
Helgasonar, en hann var
næsta dag.
Nokkurs uggs hefur gætt hér
á landi vegna fækkandi
barnsfæðinga, og t.d. hefur það
ásamt öðrum breytingum í
sveitum orðið til þess að erfið-
lega hefur gengið að halda upp
eðlilegu skólastarfi víða. En
hjónin í Stórugröf syðri verða
ekki sökuð um það.
Guðrún sem er 38 ára gömul
segist hafa mjög gaman af börn-
um og sé alveg til í að eiga fleiri.
Aðspurð hvort að það sé ekki
óskaplega dýrt að eiga svona
mörg börn segir hún: „Ég veit
það ekki. Ekki meðan þau eru
ung, og líklega er heldur ódýr-
ara að vera með börn í sveit en
kaupstað, fyrir utan að maður
er miklu frjálslegri og öruggari
með þau þar. Það er ekki fyrr
en þau þurfa að fara burt í skóla
sem maður fer að finna fyrir því
að ráði. Tvö af okkar börnum
eru núna fyrir sunnan í skóla og
þurfa að leigja sér þar húsnæði
og sjá fyrir sér. Annars eru þau
elstu farin að vinna og eru ákaf-
lega dugleg að bjarga sér.“
Þetta var reyndar 10. barnið
sem Guðrún gengur með, því
þau Sigfús misstu fyrsta barn
sitt í fæðingu. Eiga þau 6 dætur
og 3 syni. Börnin eru á aldrin-
um; 19, 18,17, 15, 12,10, 8, 3ja
og svo nýfædda stúlkan. Tvö
þau fyrstu eru fædd á sama
árinu og svo skemmtilega vill til
að þrjú systkinanna eiga afmæli
26. mars. -þá
Stórmarkaður KEA:
Framkvæmdum
frestað
til næsta árs?
Ekki hefur verið ákveðið hvort
ráðist verði af fullum krafti í
byggingu stórmarkaðs KEA
við Glerárgötu í sumar eða
hvort framkvæmdum verði
frestað til næsta árs. Skilyrði til
fjárfestinga þykja óhagstæð
um þessar mundir, fjármagn
dýrt því vextir eru háir.
Valur Arnþórsson kaupfélags-
stjóri sagði að þetta mál væri í
athugun, m.a. þyrfti að kanna
hvað áhrif virðisaukaskattur
hefði á fjárfestingar á næsta ári.
Hann sagði að ýmislegt benti til
þess að það gæti orðið hagstæð-
ara að fjárfesta á næsta ári,
t.a.m. væri í bígerð að fella niður
skatta af erlendum lánum um
næstu áramót.
Þá sagði Valur að eftir væri að
finna raflagnadeild kaupfélagsins
samastað og það mál þyrfti að
leysa áður en ráðist verður í
byggingu stórmarkaðarins. SS
Norðurland:
Flestir
vegir færir
Umferö á Norðurlandi gekk
nokkuö vel um helgina. Á
laugardaginn gekk veður niður
og var strax hafist handa við
snjómokstur. Hreinsað var frá
Akureyri til Húsavíkur,
Mývatnssveitar og Dalvíkur.
Þá var Öxnadalsheiði rudd,
svo og vegurinn til Siglufjarð-
ar.
Ekki var ráðist í að moka með
ströndinni austur frá Húsavík þar
sem enn var vont veður á þessum
slóðum.
Dansleikjahald í tengslum við
Sæluviku á Sauðárkróki gekk hið
besta fyrir sig. Svipaða sögu er að
segja af öðrum dansleikjum á
Norðurlandi um helgina.
Á laugardaginn slasaðist mað-
ur á fæti er bifreið og snjósleði
skullu saman á Akureyri. Önnur
óhöpp sem urðu í umferðinni á
Akureyri um helgina voru minni-
háttar. JÓH
Flutningsgeta símakerfisins stóreykst
- Ijósleiðarastrengur milli Akureyrar og Reykjavíkur á næsta ári
Norðlendingar geta vel við
unað í símamálum, að sögn
Ársæls Magnússonar, um-
dæmisstjóra Pósts og síma á
Akureyri. Undanfarið ár hefur
verið unnið að veigamiklum og
umfangsmiklum framkvæmd-
um á vegum stofnunarinnar,
og á þessu ári og því næsta
verða nánast stökkbreytingar á
tæknibúnaði í umdæminu með
tilkomu Ijósleiðara milli
Reykjavíkur og Akureyrar,
sem getur flutt 12 þúsund
sambönd.
Að sögn Ársæls hafa fjárveit-
ingar til stofnunarinnar í heild
verið skornar niður en þó er bjart
útlit varðandi framkvæmdir
norðanlands næstu mánuðina og
á næsta ári. Stórstígasta breyting-
in er fyrirhuguð framkvæmd við
lagningu ljósleiðarastrengs milli
Sauðárkróks og Akureyrar um
Dalvík, en til þess verks er áætl-
að að verja 68 milljónum króna.
Þegar ljósleiðarinn er kominn í
gagnið á næsta ári verður núver-
andi örbylgjukerfi haft til vara.
Öryggi símakerfisins verður mun
meira og flutningsgeta þess stór-
eykst, en um er að ræða 6 ljós-
leiðarastrengi og getur hver
strengur flutt yfir 2000 sambönd.
Á þessu ári er áætlað að verja
14 milljónum kr. til jarðsíma-
lagna í þéttbýlisstöðum norðan-
lands, 20 milljóni'r fara í nýbygg-
ingu Póst og síma á Blönduósi,
áætlanir eru uppi um endurbætur
á jarðsímalögn til Grenivíkur
eða, að öðrum kosti, örbylgju-
sambandi yfir fjörðinn við Dalvík
ef ljósleiðarinn verður tekinn
þangað.
Síðla sumars verður „Flakkar-
inn“ fluttur frá Egilsstöðum til
Dalvíkur, og verða Dalvíkingar
með varastöðina þar til þeir fá
stafræna sfmstöð á næsta ári, en
hún mun kosta um 11 milljónir
króna.
Akureyringar eiga von á nýrri
stafrænni langlínumiðstöð við
símstöðina í bænum fyrir lok
næsta árs. Hér er um merkan
áfanga að ræða í símaþjónustu,
að sögn Ársæls, og skapar lang-
línumiðstöðin aukna möguleika í
þjónustu samhliða ljósleiðaran-
um. Kostnaður er áætlaður 22
milljónir króna.
Hvað farsímakerfið varðar þá
er búið að tengja Siglufjörð við
kerfið, en á árinu munu Fljótin,
Ólafsfjörður, Námaskarð og
Öxarfjörður tengjast kerfinu.
EHB