Dagur - 29.04.1988, Page 2

Dagur - 29.04.1988, Page 2
2 - DAGUR - 29. apríl 1988 Siglufjörður: Skolabygging í undirbúningi Skólanefnd Siglufjarðar hefur tekið til umfjöllunar tillögu Kristjáns L. Möller þar sem hann leggur til að skipuð verði nefnd til að vinna að undirbún- ingi skólabyggingar á Siglu- firði. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt á fundi nefndarinnar: „Með tilvísun til umræðna á fundi um skólamál þann 25. febrúar sl. og þeirrar samdóma niðurstöðu fundarmanna, að nauðsynlegt sé að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýs skólahúss fyrir Grunnskólann, þá samþykkir skólanefnd að hefja þann undirbúning með því að til- nefna 2 menn úr sínum hópi til að semja tillögu til bæjarstjórnar um skipan undirbúningsnefndar og tilhögun starfa hennar." Tilnefndir voru Einar M. Albertsson formaður skólanefnd- ar og Vigfús Þór Árnason. SS Islenskunámskeið í Ijósvakamiðlunum - titlaga um slíkt lögð fram á Alþingi Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga um íslensku- námskeið fyrir almenning. Til- lagan gerir ráð fyrir því að menntamálaráðherra láti undirbúa og halda íslensku- námskeið fyrir almenning í sjónvarpi og á vinnustöðum. Það eru þeir Júlíus Sólnes, Óli Þ.Guðbjartsson og Guðmundur H. Garðarsson sem leggja þessa þingsályktunartillögu fram. Gera þeir ráð fyrir því að fólki gefist kostur á að rifja upp beygingar- fræði íslenskrar tungu, fá æfingu í réttritun og ritmáli, þjálfun í framsögn og kennslu í talmáli. Þessi námskeið eiga að vera hald- in reglulega í sjónvarpi og útvarpi. í greinargerð með frumvarpinu segir að öllum megi ljóst vera að móðurmálið eigi í vök að verjast. Áhrif erlendra tungumála á mál- far manna á íslandi, einkum þó enskrar tungu, eru uggvænleg. Fólki verður æ tamara að grípa til enskra orða og hugtaka í máli sínu og virðist það vera farið að gleyma góðum og gildum íslensk- um orðum. íslenska er erfitt tungumál, enda beygingarkerfi hennar tals- vert flóknara en í flestum þjóð- tungum Evrópulandanna. Þótt íslenskukennsla í skólum lands- ins sé yfirleitt góð er hætta á því málfræðiundirstaða gleymist og beygingar- og stafsetningarreglur ryðgi hjá mörgum. Þess vegna er full þörf á því að bjóða almenn- ingi upp á sérstök upprifjunar- námskeið og reyna þannig að stuðla að betra málfari. í lok greinargerð sinnar segja flutningsmenn að „með áróðri fyrir vönduðu íslensku máli í ræðu og riti og samstilltu þjóð- arátaki til þess að hefja móður- málið til vegs og virðingar að Húsavík: Raforka hækkar um 28% Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur i síðustu viku var sam- þykkt að hækka gjaldskrá Raf- veitunnar um 2,8% frá 1. maí nk. Hækkun verður á heildsölu- verði raforku frá RARIK 1. maí og hækkar gjaldskráin um 3,7%. Hækkun gjaldskrár Rafveitunnar nemur 75% af hækkun heildsölu- verðsins. IM nýju má koma í veg fyrir að ís- lenskukunnáttu þjóðarinnar hraki frekar en orðið er og snúa þannig vörn í sókn. Það þarf að koma því á að þeir sem sletta er- lendum orðum að óþörfu séu taldir hlægilegir. Enn fremur þarf að skapa almenna virðingu fyrir móðurmálinu svo að menn fyrir- verði sig fyrir að tala lélegt mál og séu taldir aumkunarverðir fyr- ir málglöp að óþörfu.“ ÁP Ös á bókamarkaði Fjöidi fólks hefur lagt leið sína á bókamarkaðinn sem haldinn er á Akureyri um þessar mundir. Að sögn þeirra sem ríkjum ráða á bókamarkaðinum koma daglega nýir titlar og nú síðast bárust bækur frá Almenna bókafélaginu, Set- bergi og Bókamiðstöðinni. Opið er frá klukkan 13 til 19 alla daga. Myndina tók GB síðdegis í gær. Kynbætur á laxi: „Fiskeldi gæti gefið jafnmikið og fiskveiðar“ - segir Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður Guðmundur G. Þórarinsson (B) hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin láti reisa og reka kynbótastöð fyrir eldislax. í greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður að fiskeldi gæti í framtíðinni orðið sambærilegt í þjóðarbúskapn- um og fískveiðar. í samtali við Dag sagði þing- maðurinn að það væri megin- atriði ef við ætluðum að ná langt í fiskeldi, að hefja nú þegar kyn- bætur á fiskinum. íslenskur lax verður mjög fljótt kynþroska en til að ná upp góðum eldisstofni þyrfti að hægja á þessum þroska fisksins. Spurningunni hvort ekki væri rétt að þeir sem stæðu í þessu fiskeldi fjármögnuðu sjálfir þessa kynbótastöð, svaraði Guðmund- ur þannig að stofnkostnaðurinn við svona stöð væri það mikill að eldisstöðvarnar myndu ekki ráða við þann kostnað. „Þetta er ung atvinnugrein og stofnkostnaður- inn við laxeldi er mikill. Það tek- ur allt að fimm árum að stöðvarn- ar borgi sig, þannig að nú er hreinlega ekki fjármagn til þess- ara kynbóta. Hins vegar er lík- legt að síðar gætu framleiðend- urnir keypt upp hlut ríkisins," sagði Guðmundur G. Þórarins- son í samtali við Dag. í greinargerð með frumvarpinu segir að ef rétt er á málum haldið gæti laxeldi orðið gífurlega mikil- væg atvinnugrein hér á landi í framtíðinni. Erfitt er að benda á aðra framleiðslugrein sem býr yfir jafnmiklum möguleikum. Sem dæmi má nefna að Norð- menn hafa þegar meiri tekjur af laxeldi en af þorskveiðum en veiða þó mikinn þorsk. Til eru áætlanir í Noregi um að innan til- tölulega fárra ára verði tekjur af fiskeldi þrisvar sinnum hærri en tekjur af öllum fiskveiðum Norðmanna samanlagðar og þó eru Norðmenn meðal mestu fisk- veiðiþjóða heims. Guðmundur segir í lok grein- argerðar sinnar að: „Á ýmsum sviðum búa íslendingar yfir ein- stæðum möguleikum til fiskeldis. Tæplega finnst, miðað við þá yfirsýn sem menn nú hafa, nokk- ur atvinnugrein sem gæti aukið þjóðartekjur íslendinga jafnmik- ið og fiskeldi. Fiskeldi gæti í framtíðinni orðið sambærilegt í þjóðarbúskapnum og fiskveiðar. En þá ríður á að halda rétt á rnálurn." AP Ólafsfjörður: Nýr æsku- lýðsfulltrúi Bæjarráð Ólafsfjarðarbæjar fjallaði fyrr í þessum mán- uði um umsóknir um starf æskulýðsfulltrúa bæjarins. Tvær umsóknir bárust um starfið. Bæjarráð samþykkti að ráða Ólaf Harðarson til starfa æskulýðsfulltrúa en yfir sumartímann mun hann einnig veita unglingavinnu bæjarins forstöðu. Ólafur hefur síðustu tvo vetur starfað sem skíða- þjálfari í alpagreinum hjá skíðadeild Leifturs. JÓH Siglufjörður: „Varla fleirí atvinnu- tækifærí í sjávarútvegi“ - segir Sverrir Sveinsson „Verulegar breytingar hafa orðið á atvinnulífi í Siglufirði undanfarin misseri. Áhrif breytinganna eru þó ekki allar að fullu komnar í Ijós. Húsein- ingar hf. voru teknar til gjald- þrotaskipta, en einstaklingur- inn sem keypti þrotabúið hyggst reka verktakastarfsemi og e.t.v. framleiða einingahús. Þormóður rammi hf. keypti fiskvinnslu ísafoldar hf., og togskipið Skjöldur var selt til Þórshafnar. Atvinnutækifær- um á staðnum hefur því fækk- að undanfarið,“ sagði Sverrir Sveinsson á Siglufirði, aðspurður um atvinnuástand- ið. Að sögn Sverris breyttu eig- endur ísafoldar trésmíðaverk- stæði, sem þeir keyptu, og ætía að nota það til fiskverkunar. Saumastofan Salína sagði starfs- fólki upp um áramótin vegna verkefnaskorts, en fyrirtækið var þó rekið án taps. Sigló varð að selja síldarlínu verksmiðjunnar til Hornafjarðar, en hér var um 13% af starfseminni að ræða. Horfur eru á að í ár verði unnið úr 3000 t af rækju hjá Sigló, og hefur sá afli þegar verið tryggður að mestu. Nýgerður samningur fyrir milligöngu Sölustofnunar lagmet- is vegna sölu á reyktri síld til Rússlands þýðir að Egilssíld hf. þrefaldar framleiðslu sína, og mun vinna úr 160-200 t af síld á árinu. „Það má því segja að þau fyrir- tæki, sem stofnuð voru á áratug Framsóknar, hafi hætt eða séu í biðstöðu, nema Þormóður rammi hf. Það er ljóst, að tæplega verð- ur um aukin atvinnutækifæri að ræða í sjávarútvegi, nema grund- vallarbreytingar verði í full- vinnslu sjávarafla. Aukin þjón- usta kallar hins vegar á fleira fólk og vandi Siglufjarðar er sá sami og annarra staða, sem byggja að mestu á sjávarútvegi, að upp- bygging þjónustu takmarkast við það atvinnustig sem viðkomandi staður ber. Byggingaframkvæmdir bæjar- félagsins vegna dvalar- og barna- heimila sambýli fyrir fatlaða hafa kostað bæjarsjóð stórfé á undan- fömum ámm, þótt hluti kostnaðar greiðist af ríkissjóði. Því er svig- rúm bæjarsjóðs mjög takmark- að,“ sagði Sverrir Sveinsson. EHB i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.